Þjóðviljinn - 11.02.1984, Side 28

Þjóðviljinn - 11.02.1984, Side 28
i/mmumí Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími Helgin 11.-12. febrúar 1984 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Ms. Fjallfoss var að koma til íslands í fyrsta skipti, en Eimskipafélagið' keypti skipið nýlega í Þýskalandi. Farmur skipsins í jómfrúrferðinni var kol fyrir Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. Ljósm. Atli. Hörmulegt slys um borð í Ms. Fjallfossi í Grundartangahöfn Fjórir skipverjar fórust Ekkert vitað um orsakir slyssins Fj'órir skipverjar af Ms. Fjali- fossi fórust í gærnótt er skipið var í Grundartangahöfn í Hval- fírði eftir að hafa komið úr jóm- frúrferð sinni til íslands. Menn- irnir sem fórust voru skipstjóri, 1. stýrimaður, bátsmaður og háseti. Ekkert hefur komið fram sem gefur vísbendingu um það sem raunverulega gerðist. Sjópróf í málinu verða haidin fljótlega. Ms. Fjallfoss kom í fyrrakvöld frá Bretlandi með kol til Járn- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga. Eimskipafélag íslands hafði nýlega keypt skipið frá Þýskalandi en það er byggt árið 1977. 8 manna áhöfn var á skipinu. Eftir að skipið lagðist að bryggju á miðnætti í fyrr- akvöld fóru 3 skipverjar í leyfi til Reykjavíkur en fimm urðu áfram um borð. Þegar hefja átti uppskipun í gær- morgun um kl. 8.00 kom í ljós að landgangur skipsins hafði týnst og enginn virtist vera á vakt til að undirbúa uppskipunina. Við eftir- grennslan reyndist aðeins 1. vél- stjóri vera um borð, sofandi í káetu sinni, en fyrrgreindir skipverjar hvergi sjáanlegir. Skipulögð leit hófst strax að mönnunum fjórum og tóku þátt í henni deildir Slysavarnarfélagsins frá Reykjavík og Akranesi auk kaf- ara frá Landhelgisgæslunni. Um miðjan dag í gær fundust svo lík mannanna fjögurta við bryggju- sporðinn á botni hafnarinnar. Aftakaveður var á slysstað í gærnótt og er björgunarstörf stóðu yfir í gær var ennþá strekkingur og- mikið særok. Ýmsar tilgátur eru á lofti um hvað gerðist þarna raun- verulega en ekkert fast í hendi, enda engin vitni að hinum hörmu- legu atburðum. Þeir sem fórus af Ms. Fjallfossi voru þessir: Þorbjörn Sigurðsson skipstjóri, Vesturbergi 159 Reykjavík. Hann var 45 ára að aldri, hafði unnið hjá Eimskipafé- lagi fslands síðan árið 1962, skip- stjóri frá árinu 1976. Þorbjörn var kvæntur en barnlaus. Gylfi Guðnason 1. stýrimaður, Holtsbúð 21 Garðabæ. Hann var 39 ára, kvæntur og átti þrjú börn. Kristinn Gunnlaugsson, báts- maður, Kríunesi 13 Garðabæ. Hann var 26 ára gamall, ókvæntur. Daníel Stefánsson háseti, Grundartanga 54, Mosfellssveit. Hann var 23 ára að aldri, ókvænt- ur. Sem fyrr sagði verða sjópróf haldin í Reykjavík fljótlega, en Ms. Fjallfoss var væntanlegur til Reykjavíkur í gærkvöldi. Er þess vænst að við sjóprófin komi eitthvað fram sem varpað getur ljósi á þennan hörmulega atburð. -v. Kafarar frá Landhelgisgæslunni fundu lík skipverjanna fjögurra um miðj- an dag í gær eftir skamma leit. Ljósm. Atli. Mennirnir sem fórust af Ms. Fjallfossi: Þorbjörn Sigurðsson, skipstjóri. 45 ára, kvæntur og barnlaus. Gylfi Guðnason 1. stýrimaður. 39 ára, kvæntur og átti 3 börn. Kristinn Gunnlaugsson bátsmað- ur, 26 ára, ókvæntur. Daníel Stefánsson háseti. 23 ára ókvæntur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.