Þjóðviljinn - 03.03.1984, Page 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 3. - 4. mars 1984
Fyrsta ástin er óviðjafnanlega
töfrandi sökum fákœnsku sinn-
ar.
Charles Nodier
„Þar sem
Ijósið lífi
glœðist“
Legsteinn Sigurðar Breiðfjörös í kirkjugarð-
inum við Suðurgötu í Reykjavík
Sigurður Breiðfjörð er þekktastur
allra rímnaskálda fyrr og síðar. Sumir
kaflar úr Númarímum eru með því
besta sem ort hefur verið í rímnagerð.
Hér er brot úr mansöng 3. rímu og
einnig upphaf rímunnar sjálfrar.
Móðurjörð hvar maður fœðist,
mun hún eigi flestum kœr,
þar sem Ijósið lífi glœðist
og lítil sköpun þroska nœr?
I fleiri lönd þó fengi drengir
forlaganna vaðið sjó,
hugurinn þangað þrengist lengi,
er þeirra fögur æskan bjó.
Mundi’ ég eigi minnast hinna
móðurjarðar tinda há;
og kœrra heim til kynna minna
komast hugar flugi á?
Jú, ég minnist, fóstra forna,
á fjöllin keiku sem þú ber,
í kjöltu þinni kveld og morgna
kvikur leikur muni sér.
Um þína prýði’ að þenkja og tala,
það er tíðast gleðin mín;
í högum fríðu hlýrra dala
hjörð um skríður brjóstin þín.
Smala hlýðinn hjarðar fjöldinn
heim að líður stekkjunum,
þar ég síð á sumarkvöldin
sat í víðibrekkunum.
„Ég byrjaði með munkunum á
Munkaþverá, fórsvotil Víga-Glúmsí
Myrkárdal og svo reyndi ég í tvö ár að
búa á Myrká og kynntist þá djáknanum
vel. En ég átti lítið, flosnaði upþ og
fluttist á mölina". Sá sem þetta mælir
er Steingrímur Eggertsson
verkamaður á Akureyri. Við sáum
hann fyrir tilviljun þar sem hann stóð
fyrirutan „BarberShop" í
Hafnarstrætinu og beið eftir því að
rakarinn kæmi úr mat. Okkurfannst
þessi silfurhærði öldungur svo
myndrænn þar sem hann stóð upp á
háum trétröppum við rakarastofuna að
Ijósmyndarinn fórað smella og svo
ávörpuðum við hann og Steingrímur
lékáalsoddi. Hannsagðistverða83
ára gamall daginn eftir og ætla að láta
snyrta sig svolítið. Við kynntum okkur
sem blaðasnápa úr Reykjavík. Svo
spurði hann okkur f rá hvaða blaði við
værum og þegar við sögðum honum
það lyftist á honum brúnin. Steingrímur
hefur verið áskrifandi að Þjóðviljanum
frá upphafi eða í rúmlega 47 ár.
- Og þú hefur verið verkamaður hér á
Akureyri síðan þú flosnaðir upp frá Myrká?
- Já, og svo var ég í 11 ár á Hótel KEA til
að reyna að sjá um að menn hefðu nóg að
drekka og til að bera út skítinn eftir þá.
- Og ert kommi?
Rætt við
Steingrím
Eggertsson
verkamann
á Akureyri
fyrir utan
„Barber Shop“
Steingrímur: Ég er óforbetranlegur asni en held fast við mína skoðun. Ljósm.: Atli.
„Finnst nóg um
íhaldsblámanrí'
- Lífið skapaði mig þannig. Lífsins skóli
kenndi mér að verða kommúnisti og ég held
mig við það meðan ég veit af mér. Megnið
af mínum gömiu félögum eru nú ýmist
komnir suður til Reykjavíkur eða horfnir:
minn elskulegi vinur Einar Olgeirsson,
Steinþór Sigurðsson og Eiríkssysturnar og
ótal fleiri. Eg þvælist hérna ennþá tilgangs-
laust. Ég hlýt að fara að komast suður á
Höfðann. Ég lenti eina viku um hátíðarnar
á spítalanum hér - fínasta hóteli landsins -
en fór ekki suður fyrir Búðargilið í þeirri
atrennu.
- Hvað finnst þér um Þjóðviljann?
- Már finnst nú nóg um íhaldsblámann í
auglýsingum blaðsins og það mætti minnka
svolítið skammirnar á Rússa. Stundum
finnst mér ekkert vanta nema zebraíhalds-
línuna á kjölinn. Ég er óforbetranlegur
asni en held fast við mína skoðun.
Finnst ykkur ég ekki vera kjaftfor? Þegar ég
var unglingur var ég hálfmállaus af stami og
varð þá oft að hætta í miðjum klíðum. En
það hefur elst af mér og nú er ég að reyna að
vinna upp það sem ég gat ekki sagt áður. Ég
hef engu að tapa en hér áður fyrr hafði ég
miklu að tapa í atvinnulegu tilliti. Okkur
var sagt að við fengjum ekki vinnu í frysti-
húsi KEA nema við gengjum í Framsókn-
arfélag Akureyrar. Við vorum fimm saman
og við neyddumst allir til að ganga í félagið
því að annars vorum við bara á Guði og
gaddinum. Ég var nú samt svo djarfur að
lýsa því yfir um leið og ég gekk í Framsókn-
arfélagið að ég mundi aldrei greiða þeim
atkvæði í lífinu. Hinir eru nú allir komnir
suður í kirkjugarð. Betur að ég væri kominn
til þeirra í stað þess að vera að rífa kjaft
framan í bláókunnuga menn (Og nú skelli-
hlær Steingrímur). Ég vona að þið skrifið
ekki skammir um mig þó að ég sé orðhvat-
ur.
- Þú kynnir líklega frá ýmsu að segja ef
þú skrifaðir ævisögu þína?
- Meðan Norðurland var gefið út hérna
skrifaði ég einar 8 ritgerðir í blaðið og þær
Vilborg Harðardóttir og Kristín Ólafsdóttir
vildu fá meira og meira rugl. Og þeir voru
að skrúfa á mig Gísli Jónsson menntaskóla-
kennari, Magnús Ásmundsson læknir og
fleiri að ég skrifaði ævisögu mína. Gísli
sagði við mig: Þú ert skeleggur.
Við kveðjum nú þennan eldhressa gamla
baráttumann því að hann ætlar að fara að
láta klippa sig og hann segir að lokum:
- Drottinn minn dýri! Þetta verður nút
meiri ritgerðin sem þið skrifið um mig - ef
ég verð ekki dauður.
Fóstra, já, mér féll í lyndi,
faðmi á að hvílast þín;
byggði’ ég þá með œsku yndi
ofursmáu húsin mín.
Hljótt er allt í auðu landi,
ungbörn smá og menn í kör
eiga kalt í aumu standi,
ekkjur þrá sín misstu kjör.
Ei er hreinum; hjörðum settur
hagi firrður blóma sá,
á akrareinum arfi sprettur,
enginn hirðir kornin smá.
Harmaklœði höfuð byrgja,
heyrast kvœðin sorga þrenn,
feður og mæður syni syrgja,
systur brœður og konur menn.
Tjörnin í Reykjavík um
aldamót. Miðbæjar-
skólinnerkominn til
nægri en ekki Fríkirkjan.