Þjóðviljinn - 03.03.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.03.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 3. - 4. mars 1984 DJuÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auðurf son, ólafur Gíslason, íþróttafréttaritari: Víðir Sigurösson Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. : Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- aíslason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. r i«st Jornararei n_________________ Flokkur VSÍ Höfuðflokkur Vinnuveitendasambands íslands hefur átt bágt undanfarna daga. í þann mund sem samkomulag ASÍ/ VSÍ var undirritað lét Sjálfstæðisflokkurinn og málgögn hans einsog ríkisstjórn hinna ríku hefði fengið umboð til að stjórna landinu í þágu þeirra til margra ára. En þegar eitt öflugasta verkalýðsfélagið hafnaði þessu samkomulagi runnu tvær grímur á þá herramenn sem halda um stjórnar- taumana. Til að byrja með urðu þeir Steingrímur Her- mannsson og Þorsteinn Pálsson að éta oní sig yfirlýsingar um að fyrirheit ríkisstjórnarinnar um sárabætur fyrir þá lægst launuðu yrðu tekin aftur ef öll verkalýðsfélög samþykktu ekki samninginn. Verkalýðshreyfingin sýndi ríkisvaldinu fram á með óyggj- andi hætti að heildarsamkomulagið yrði þarmeð úr sögunni. Yfirlýsing flokksformannanna hvarf þannig inná spjöld sög- unnar sem enn ein markleysan af mörgum í yfirlýsingarformi frá hæstvirtri ríkisstjórn Islands. Búvöruverðshœkkunin tekur af kaupinu Tæplega fékk hin svokallaða kauphækkun uppá 5% að hanga lengur en einn sólarhring, þegar tilkynning kemur frá stjórnvöldum um mikla búvöruhækkun. Búvöruverðshækk- unin er yfirleitt á bilinu 6% til 9%, en mjólkurlítrinn hækk- ar um rúm 9% og kostar nú 18.70. Hér er um að ræða hækkun á nauðsynjavöru sem étur upp nær fjórðunginn af kauphækkuninni 1. mars. Það verður ekki mikið eftir af henni í mánaðarlok ef stjórnvöld fara sínu fram. Steingrímur fcer 3760 krónur Þegar flest launafólk fær í kaupbætur á mánuði innan við 1000 krónur, þá mun Steingrímur Hermannsson fá 3760 krónur sem eru 5% af núverandi föstum mánaðarlaunum. Þetta er nú réttlætið sem ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins leggur sérstaklega blessun sína yfir. Dagblaðið Tíminn hefur einsog flokkarnir sem að því standa gleymt því, að þetta flata prósentukerfi gerir þá ríku ríkari. Um þetta kerfi stendur ríkisstjórnin og málgögn hennar dyggan vörð. Mœlikvarðinn á for- mannsstyrk Einsog að líkum lætur lét fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, sem nú gegnir embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, eins og heimurinn væri að hrynja yfir hann, þegar Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra undirritaði samninginn við Dagsbrún. Þorsteinn Páls- son flutti þingheimi og þjóð þann boðskap í umræðum á Alþingi, að mál Alberts Guðmundssonar væri það alvarlegt að það þyrfti að taka það fyrir með sérstökum hætti innan Sjálfstæðisflokksins. Þar hefur nú verið settur réttur yfir fyrsta þingmanni Reykjavíkur, hæstvirtum fjármálaráð- herra landsins. Stóryrði Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæðisflokks- ins vegna Dagsbrúnarsamningsins hafa vakið mikla athygli. Þau sýna svo ekki verður um villst, að Sjálfstæðisflokkurinn á erfitt að skilja á milli hagsmuna Vinnuveitendasambands íslands og flokksins. Þau sýna í öðru lagi að sá friður sem Sjálfstæðisflokkurinn þóttist hafa náð á síðasta landsfundi flokksins er argasta blekking. Flokkseigendafélagið, ættar- veldið sem heldur um valdataumana og á Morgunblaðið, hefur ennþá ekki fyrirgefið Albert Guðmundssyni margvís- lega innanflokkssigra hans. Og þeir hafa beðið tækifæris til hefndar. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur gefið út svo harka- legar yfirlýsingar að ekki verður aftur snúið fyrir hann. Lyktir innanflokksátaka Sjálfstæðisflokksins sem kristallast um persónu Alberts Guðmundssonar fjármálaráðherra eru því ótvíræður mælikvarði á styrk Þorsteins Pálssonar innan Sjálfstæðisflokksins. Stjórnmálamenn gera allt til að kaupa sér velvild fjölmiðlanna. Hér hefur David Steel formaður Frjálslynda flokksins látið þröngva sér útí að setja upp móhíkanahárkollu en sýnist þó ekki ýkja glaður yfir hlutskipti sínu. Pólitísk blöðrubólga Blaðamenn eru stjórnmála mönnum hið sama og ljósastaur- ar hundum, þeir míga utaní þá. Þessi sannindi var ég fljótur að læra þegar ég vann á málgagni sóstalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis fyrir nokkrum árum, áður en ég ílentist með Englum og Söxum. Alls konar delar af vinstri vængnum sem aldrei höfðu aldrei virt mig við- lits, fóru að koma fram við mig eins og ég væri gamall vinur, setj- ast hjá mér á kaffihúsum og næra mig á rjómakökum, enda slíkt bakkelsi nokkuð augljós veik- leiki hjá mönnum sem hafa svip- að vaxtarlag og ég. Enn aðrir og merkilegri komu stundum eftir fundi og slógu lúk- unum landsföðurlega yfir herðar mér svo brast í viðbeininu og sögðu með þessari sérkennilega djúpu þingrödd sem er ævinlega brúkuð við útvarpsumræður frá Alþingi, að „við“ þyrftum að gera þetta og „við" þyftum að gera hitt til að berja á „helvítis stéttaróvininum". Þetta voru eitursnjallir gaurar og vissu nátt- úrlega að við idjót úr Háskólan- um eins og mig dygði best að vera nógu róttækur í túlanum. Því miður tók þetta gaman snöggan endi, ég hljóp útí heim á eftir konunni minni og „við" erum ekki enn búnir að murka lífið úr stéttaróvininum. Það var kannski eins gott, ég veit ekki hvort ég hefði þolað meir af rjómakökunum því síðan þetta kolvetnaríka sumar hef ég satt að segja átt í stökustu vandræðum með að glitta í mittið á sjálfum mér. Þessi utanímiga stjórnmála- manna er þó fráleitt bundin við vinstri vænginn eða Þjóðviljann, gamall kollegi af síðdegisblaðinu semnúerlátið sagði mér að einu sinni hefði hann fengið jólakort frá næstum gervöllu Alþingi. Össur Skarp héðinsson skrifar En hvað er það sem veldur þessari pólitísku blöðrubólgu? Þjóðviljinn er líklega sérstakt tilfelli. Þar hleðst á fólk ákveðin pólitískreynslasemoftar en ekki veldur að blaðamönnum er hrundið útí pólitík hvort sem þeim Iíkar betur eða ver (flestum líkar það betur) og sumir koma ábyggilega gagngert í þeim til- gangi. Svo ef menn eru á annað borð á höttunum eftir sambönd- um uppá framtíðina, þá er margt vitlausara en sitja fyrir Þjóðvilja- liðinu á kaffihúsum og fjárfesta í rjómakökum og snúðum. Að þessu frátöldu þá er það staðreynd að lýðhylli stjórnmála- manna ræðst að miklu leyti af þeirri sjálfsmynd sem þeim tekst að spegla til þjóðarinnar í gegn- um fjölmiðla. Þetta hafa stóru stjórnmálaflokkarnir skilið fyrir ævalöngu og ekki skirrst við að pakka sínu fólki einsog síld í tunnu inná ríkisfjölmiðlana. En einstakir stjórnmálamenn reyna líka allt hvað af tekur að kaupa sér velvild fjölmiðlamógúlanna til að fá góða pressu, eða, sem þeim finnst ef til vill ennþá mik- ilvægara, að fá mikla pressu. í þessu skyni nota þeir öll brögð til að koma upp sambönd- um, skirrast jafnvel ekki við að „leka“ ströngustu flokks- leyndarmálum ef svo ber undir. Á íslandi var þetta einkum áber- andi þegar kosningar stóðu fyrir dyrum og verið var að berja sam- an framboðslista, áður en próf- kjörin komu til sögunnar. Þá lak allt sem lekið gat, og blöð and- stæðinganna voru yfirleitt fyrri með fréttir af framboðslistunum en flokksmálgagnið sjálft. Hér á meðal þegna Hennar Hátignar er ástandið þó öllu verra. Veldi fjölmiðla er slíkt að þeir geta beinlínis skapað eða skorið á frama stjórnmálamanna eins og dæmin sanna. Af sjálfu sér ieiðir að viðinót pólitíkusa við blaðamenn minnir því ískyggi- lega mikið á ástleitni hunda við lóðatík, þeir vilja allt gera fyrir greiðann. Ekki er vinstri vængurinn með öllu laus við þennan fjanda, en þó verður að segjast að í herbúðum íhaldsins er fjölmiðladótið beinlínis orðið að faraldri á borð við egypska plágu. Sjálf ríkis- stjórnin er slíkt gatasigti af þess- um sökum að frú Margrét hefur oftar en einu sinni þurft að kalla á öryggislögreglu til að kanna hvernig mikilvæg Ieyndó hafa lekið frá ráðherrum til blaðanna. Á þessu fjölmiðlaveldi er líka önnur hlið og ógeðfelldari. Til eru þeir pólitíkusar sem þora að standa uppí hárinu á fjölmiðla- dótinu og benda réttilega á hvernig auðstéttin notar fjöl- miðla til að framleiða „réttar" skoðanir, sem henta best hand- höfum valds og fjármagns. Þetta fólk er náttúrlega hundelt af pressunni og allt gert til að skera það niður við trog. Best dæmi um þetta er vinstri höfðinginn Tony Benn, sem þreytist ekki á að sýna með gild- um rökum fram á tök íhaldsins á fjölmiðlum Breta og hefur unnið sér varanlegt hatur fjölmiðlabís- anna fyrir bragðið. Benn þætti að líkindum ekki róttækur úr hófi fram í Alþýðu- bandalaginu. Hann erekki marx- isti, leggur djúpt útaf kristilegum áherslum og ætti líklega vel heima í horninu hjá afturbatapík- um Möðruvallahreyfingarinnar sem komu til liðs við sósíalism- ann um árið. Eigi að síður er hann ævinlega málaður í fjöl- miðlum sem sérlegur kunningi sovétkommúnismans og sem slík- ur lagður í einelti. Þannig hafa bresk blöð, sem stæra sig af því að vera blaða vönduðust á jarð- kringlunni, kallað þennan ágæta krata ónefnum á borð við rússa- dindil, öfgamann, geðsjúkling og fávita. Af þessu sér náttúrlega að blaðamenn er best að hafa góða, fín aðferð er að kaupa handa þeim koníak og Havanavindla og láta eins og þeir séu bæði gáfaðir og fyndnir. Sjálfur er ég opinn fyrir tilboð- um þegar ég kem aftur á blaðið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.