Þjóðviljinn - 03.03.1984, Qupperneq 11
Helgin 3. - 4. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
Ljóðrænt raunsæi
Hringur sýnir að Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsal
Þegar spænski málarinn Salva-
dor Dali tók við að fletta ofan af því
húmbúkki sem hann taldi óhlut-
bundna list vera, afmarkaði hann
ferhyrndan blett á einni af riddara-
liðsmyndum 19. aldar málarans
Ernests Meissoniers og sagði: „Þar
hafið þið óhlutbundna list.
Meissonnier er fyrsti ab-
straktmálarinn".
Ferhyrningurinn sem Dalí af-
markaði var hluti af grasinu undir
hófum hestanna, málað af ná-
kvæmni raunsæismálarans. Þegar
hlutinn var hins vegar slitinn frá
heildinni reyndist mönnum örðugt
að kenna þar grasið. Það virtist
ekki vera annað en samansafn af
óhlutkenndum pensilstrokum.
Þessi opinberun var liður í tilraun-
um Dalís til að sýna fram á það að
impressionistarnir og eftirmenn
þeirra hefðu afvegaleitt málaralist-
ina. Þeir hefðu stolið heiðrinum
sem Meissonnier og hans líkum
bar, auðvitað með svindli og lygum
um eigið ágæti.
Halldór B. Runólfsson
skrifar um
myndlist
Þetta anekdótíska uppátæki Da-
lís kom mér í hug þegar ég leit
myndir Hrings Jóhannessonar
augum, þar sem þær hanga í vest-
ursal Kjarvalsstaða. Hringur held-
ur þar sína 21. einkasýningu og hef-
ur þar að auki lagt undir sig Ás-
mundarsal við Freyjugötu, þar
sem hann sýnir olíupastelmyndir.
Samanlagt eru þetta 145 myndir,
flestar unnar á undanförnum
þremur árum.
En hvað var það í uppátæki Dalís
sem tengdist myndum Hrings?
Hefðu menn litið ögn gagnrýnni
augum á Dalí og þá hugmynd sem
hann var að setja fram, kynnu þeir
að hafa komið auga á alvöruna sem
lá að baki því sem vakti kátínu
þeirra og kitlaði hláturstaugarnar.
I hugmyndinni fólst nefnilega sú
spurning/staðhæfing, hvort ab-
strakt væri nokkuð annað en til-
færsla áherslu frá hinu altæka til
hins sérstæða.
í bestu verkum sínum færir
Hringur einmitt til áherslur, án
þess þó að fórna raunsæjum stíl sín-
um. Hann leggur ekki áherslu á
litinn óháð forminu eins og Kand-
insky gerði, eða formið óháð fyrir-
mynd eins og Mondrian, heldur
hnikar hann til sjónarhornum.
Þannig hverfur hann aldrei eins
langt frá hinu altæka og óhlut-
bundnir listamenn gera, en er samt
örlítið á skjön við það, nægilega
mikið til þess að fá áhorfandann til
að nema staðar og klóra sellurnar á
hreyfingu í kollinum.
Sjónarhorn Hrings eru fundin
með athugun fyrirmynda og fyrir-
bæra í náttúrunni. Hann er því
nokkurs konar impressionisti, jafn
háður motvíinu og þeir. Reyndar
eru margar grasamyndir hans ekki
ósvipaðar málverki Van Goghs af
löngu grasi og fiðrildum (Þjóðlista-
safnið í London), þótt teikningin
ráði meiru í verkum Hrings en lit-
urinn í mynd Hollendingsins. En
bæði er að Hringur gengur mun
nær fyrirmyndum sínum, dregur
meir úr tengslum við umhverfi sitt
og hitt að myndir hans skírskota
beinna til ljósmyndarinnar og á-
hrifa hennar á málverkið.
Þrátt fyrir sterkraunsætt yfir-
bragð og skarpan fókus, er ljóðræn
heiðríkja yfir þessum verkum.
Blær þeirra er ekki bundinn hverf-
ulleik þeim sem setur mark sitt á
litbrigði impressionismans, heldur
stafar frá þeim kyrrð og ró einhvers
eilífs varanleika.
Það eru slíkar myndir framar
öðrum sem lyfta upp þessari gríð-
arstóru sýningu og gera Hring að
verðugum fulltrúa þess raunsæis
sem spratt upp þegar áhrif ab-
straktlistarinnar tóku að dvína.
Það hefur stundum verið kallað of-
urraunsæi (hyperrealismi), en
Hringur getur vart talist til þeirrar
stefnu þótt einhverra áhrifa frá
henni gæti í verkum hans. Hann
sver sig fremur í ætt við hinn stóra
hóp raunsæismálara sem unnið
hafa að list sinni í kyrrþey, án þess
að skeyta nokkru um stefnur sem
sett hafa svip sinn á öldina. Hvað
þróun varðar virðist Hringur hafa
öll efni til þess að dýpka enn frekar
persónulegan stíl sinn, því hann er
teiknari ágætur og tengsl hans við
heimabyggðina norður í Aðaldal
(þaðan sem merkustu verkin eru
sprottin), hljóta að orka sífellt
sterkari á myndhugsun hans.
Það er þó eitt sem Hringur verð-
ur að varast, en það er dreifing
krafta í allt of margar áttir. Það er
nokkur galli á sýningunum að
Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsal,
að einbeitingu vantar á það sem
persónulegast er. Það er spurning
um að velja milli fyrirmynda og
hafna þeim lakari. Undan þeirri
kvöð virðast Hringi hætt við að
skotra sér. Á alltof mörgum stöð-
um notar hann raunsæjan stíl sinn
við túlkun algildra viðfangsefna,
vitandi vits að slík brúkun realism-
ans leið undir lok fyrir allmörgum
Námskeið fyrir
hjúkrunarfræðinga
Námskeið í kennslufræði verður haldið
dagana 19.-27. mars n.k. Þátttaka tilkynnist
fyrir 9. mars á skrifstofu Hjúkrunarfélags ís-
lands sem gefur nánari upplýsingar.
Rafmagnsbílun!
Neyðar- þjónusta
nótt sem nýtan dag
VíRAKAFL neytendapjónusta
SlMI: 85955
áratugum. Raunsæið hvarf af sjón-
arsviðinu sem allsherjarstíll, vegna
þess að það dugði ekki lengur til að
lýsa margbreytileik tilverunnar á
sannverðugan hátt.
Kanarímyndirnar og margar
landslagsmyndanna þar sem al-
menn túlkun fjalla og firninda
verður áberandi, draga því beinlín-
is úr styrk áðurnefndra verka og
bæta litlu við ágæti Hrings. Kanarí-
myndirnar eru ekki ósnotrar út af
fyrir sig og margar hverjar geisla af
húmor og léttleik. Einkum eru það
teikningarnar sem gefa þeim gildi.
En þær leiða lítið annað í ljós en
fingrafimi, nokkuð sem Hringur
þarf ekki að opinbera sérstaklega.
Hér vantar hvorki hæfni né
tækni, heldur grisjun á verkum líkt
og skógi, svo trén fái notið sín. Þar
sem spurningin er um „of“ en ekki
„van“, ættu Hringi að vera hæg
1. mynd:
Skuggamynd. Dæmi um næma athugun málarans.
heimatökin. Hann skynjar það
manna best hvar styrkur hans
liggur, einkum þegar hann sér verk
sfn öll á einu bretti og getur borið
þau saman með lítilli fyrirhöfn.
HBR.
Hugmynda-
samkeppni um
aukna hagsýni í
opinberum rekstri
Ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga
viija auka hagsýni í opinberum rekstri.
Markmiðið er að bæta bjónustu hins
opinbera við borgarana en lækka kostnað
við hana.
Málið varðar alla landsmenn. Þess vegna
hefur verið ákveðið að efnatil hugmynda-
samkeppni, þar sem öllum er heimil
þátttaka og veita þrenn verðlaun fyrir
áhugaverðustu tillögurnar sem nefndinni
berast. Verðlaunin verða að fjárhæð
10.000 kr., 7.500 kr. og 5000 kr.
Skilafrestur er til 1. júní nk.
Hagræðingartillögurnar skal senda:
Samstarfsnefnd um hagræðingu í opinberum
rekstri
pósthólf 10015130 Reykjavik eða í
Fjármálaráðuneytið, Fjárlaga- og
hagsýslustofnun Arnarhvoli 101 Reykjavík.
HAGSÝ‘10
Betri þjónusta — Lægri kostnaóur a.
«4