Þjóðviljinn - 03.03.1984, Side 14

Þjóðviljinn - 03.03.1984, Side 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 3. - 4. mars 1984_ FVerðum að breyta uppeldismynstrinu „Konur þurfa að taka sig verulega á ef þær ætla ekki að missa af allri tækniþróuninni. Þær þurfa ötulan stuðning ann- arra og koma mér þá verkalýðsfélögin í hug - það hlýtur að vera skylda þeirra að sjá til þess að ákveðnir þjóðfélagshópar sitji ekki hjá þegar samningar eru gerðir. Vart er hægt að vonast eftir hjálp atvinnurekenda. Tækniþekking er lykillinn að völdum; þeir sem ráða yfir þekkingu ráða einnig þróun- inni. Sá sem skapar tækni gerir aðra háða sér í gegnum tæknina. Konur verða að hasla sér völl á þessu sviði til þess að fylla ekki eingöngu þann hópinn, sem háður er öðrum“. annars missa konur alveg af lestinni Konur munu halda áfram að verða ódýrt vinnuafl og við munum missa öll áhrif“. Sveinbjörg bendir á, að konur séu fáar þátttakendur í tækninni, þ.e.a.s. tækninni eins og hún er skilgreind af karlmönnum. í kvennaheiminum er vissri tækni einnig beitt, svo sem í saumaskap, en sú tækni er mjög lítils metin. Sumar konur vilja, að konur snúi sér að sinni eigin tækni og hefji hana til vegs og virðingar. „Mér finnst þetta gott og gilt, en það er hins vegar mjög tímafrekt að breyta hugmyndafræði heils þjóðfélags‘% segir Sveinbjörg. „Tæknibreytingarnar eru að skella á okkur, og við þurfum að taka okkur á núna. Mín niðurstaða er því sú, að konur verði að fara að afla sér menntunar á „karla“tækni- sviðinu og komast þar inn“. Áhrif tæknibreytinga á störf kvenna Þjónustugreinar hafa vaxið mikið hér á landi frá því um og uppúr 1950. Þær hafa tekið við miklu nýju vinnuafli frá öðrum greinum. Sömu sögu er að segja frá öðrum löndum. Sökum þessa hafa tæknibreytingarnar ekki fætt af sér teljandi atvinnuleysi á Vestur- löndum - enn sem komið er. Á línuritinu sést hver fjöldi fólks í þjónustugreinum hefur verið á ís- landi á tímabilinu 1919-1979. Árið 1980 stundaði rúmlega helmingur (51.9%) vinnufærra íslendinga þjónustustörf af einhverju tagi. Sveinbjörg vitnar í ráðstefnu Al- þjóðsambands verslunarmanna 1980. Á ráðstefnunni kom fram að 8 prósent vöxtur í tölvutækni á 10 Forritun upphafiega kvennastarf „Ég vil gjarnan koma því að, að forritun var í upphafi kvennastarf“ segir Sveinbjörg. Fyrsti forritarinn var kona nokkur að nafni Augusta Ada, en hún var samstarfskona Charles Babbage, þess er þróaði fyrstu tölvuna 1833 (sú var að vísu ekki starfhæf- það var ekki fyrr en 1945 að fyrsti rafreiknirinn kom fram). Upp úr 1946 varð forritun að starfsgrein og þá gegndu konur þessum störfum. „En þegar karl- arnir uppgötvuðu, að forritun krefst nýsköpunar og stjórnunar tóku þeir forritunina yfir“, segir Sveinbjörg. Sveinbjörg Svavarsdóttir er fé- lagsfræðinemi við Háskóla íslands og er þessa dagana að leggja loka- hönd á prófritgerð sína. Ritgerðin fjallar um tæknibreytingar og stöðu kynjanna á vinnumarkaðn- um. Sveinbjörg hefur viðað að sér miklum upplýsingum frá löndun- um í kringum okkur, þar sem tækniþróunin er lengra á veg kom- in en hér á landi. Einnig hefur hún kynnt sér kenningar, sem settar hafa verið fram um stöðu kvenna í hinum nýja tækniheimi framtíðar- innar. Allar rannsóknir benda til þess, að hin nýja tækniþróun geti bitnað mjög hart á konum og kyn- bundið vinnumarkaðinn enn frek- ar en nú. Konur missa atvinnuna miklu fleiri en karlar. Þær fá leiðinlegustu og einhæfustu störfin við tölvurnar og ekki þarf að spyrja að laununum. Á nýlegri ráðstefnu Jafnréttis- ráðs og Skýrslutæknifélags íslands um áhrif tæknibreytinga með tilliti, til stöðu kynjanna á vinnumark- aðnum komu fram mjög fróðlegar upplýsingar, sem reyndust vera frá Sveinbjörgu komnar. Við héldum því á hennar fund og báðum um meiri upplýsingar og voru þær góð- fúslega látnar í té. „Karla“tækni og „kvenna“tækni „Ég byrja á því að rekja sögu nýju tækninnar, notkun hennar og áhrif“, segir Sveinbjörg um ritgerð sína. „Þá ber ég þessa tækni saman við tækniþróun Iðnbyltingarinnar og afleiðingarnar. Konur og börn urðu verst úti í Iðnbyltingunni - og hið sama mun eiga sér stað nú, ef konur gera ekkert í málunum. 1 Þessi sundurgreiningarvél var full- smíðuð 1933 og er í bókum jafn- an kennd við Charles Babbage. Kon- an að baki hennar gleymist, en hún hét Augusta Ada og vann með Babb- age. Dæmigerð mynd fyrir áhuga kynjanna á hinni nýju tækni? Karlarnir flykkjast um hana og aðeins ein kona þorir að vera með Framkvæmdastjóri hjá Sjóvá lýsti því yfir nýverið í sjónvarpsviðtali, að störfum hjá fyrirtækinu hefði fækkað úr 70 í 50 með tilkomu hinnar nýju tækni. Og það voru nær eingöngu konur, sem misstu störfin. Störf kvenna í meiri hættu en karla En mun þessi nýja þróun ekki bitna jafnt á körlum sem konum? má kannski spyrja. Verða ekki allir jafnt fyrir barðinu á tækninni? „Nei,“ sagði Sveinbjörg, „konur munu verða miklu verr úti“. Og ástæðan er einföld: konur dreifast á svo fáar starfsgreinar. Sveinbjörg vitnar í ástralska könnun (hér á landi er mjög lítið gert af því að draga fram vinnu- markaðinn og einkenni hans í opin- berum gögnum, og því verðum við að láta okkur nægja erlend gögn). Ástralska konan, sem könnun þessa vann, telur að 85 prsosent kvenna í launuðum störfum séu í 18 af 61 starfsgrein, sem hagstofan ástralska er með á skrá. Þessar konur voru fyrst og fremst í svo- kölluðum „kvennastörfum“ og, yfir helmingurinn var reyndar í 5 þjónustugreinum, þ.e. við af- greiðslu, hrað- og vélritun, matr- eiðslu og kennslu. í könnun þessari kom einnig fram, að 39 starfsgrein- ar voru algjörar karlagreinar. En gagnstætt konunum dreifðust karl- arnir á allar starfsgreinar. Sveinbjörg bendi á eftirfarandi: „Meðal þeirra starfa, sem talið er borga sig að tölvuvæða, eru bókhalds- og fjárhaldsstörf hvers konar, hraðritun og vélritunar- störf, önnur skrifstofustörf, síma- og skeytaþjónusta og e.t.v. innpökkun og merkingar. Þessari áströlsku konu reiknast svo til, að 1977 hafi 50 prósent kvenna á vinn- umarkaðnum einmitt gegnt ofan- greindum störfum.“ „Alllr ávinnfngar jafnréttisbaráttunnar er í hættu, ef konur láta tækniþróun- ina fram hjá sér fara,“ segir Sveinbjörg Svavarsdóttir, sem um þessar mund- ir vinnur að lokaritgerð í féiagsfræði við Háskóla Islands um tæknibreytingar og stöðu kynjanna á vinnumarkaðnum. (Ljósm. -eik-) ára tímabili muni gera 20-25 pró- sent skrifstofufólks óþarft. 5 milljónir af 17-18 milljónum skrifstofufólks í Vestur Evrópu munu missa vinnu sína. Sama þróun gerir vart við sig í Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi og á Norðurlöndum: Tölvutækn- inni er einkum beitt í skrifstofu- og þjónustustörfum og störfum mun fækka mjög í framtíðinni í þessum starfsgreinum. „Við höfum dæmi þessa nú þeg- ar hér á landi", segir Sveinbjörg. I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.