Þjóðviljinn - 03.03.1984, Síða 15
Helgin 3. - 4. mars 1984ÍWÓÐVILJINN - SÍÐA15/
Kannski ættum við konur að sjá til þess að dætur ókkar fái fá önnuríeiktæki
en tölvur?
„Allt nýtt sent kemur fram hafa
karlarnir í hendi sér - þar til búið er
að gera störfin einhæfari. Þá eru
þau fengin konum í hendur.“
Kenningar um
konur og tækni
Sveinbjörg hefur kynnt sér
kenningar, sem konur hafa sett
fram á sviði félagsvísinda um konur
og tæknina. Konur eiga afar erfitt
uppdráttar á hvers kyns tæknisvið-
um og kemur þar tvennt til: And-
staða karla og hefðbundin kyn-
skipting starfa og áhugamála.
Dæmi um þetta eru teiknimyndir af
heimskum konum, sem sumum rit-
stjórum (körlum) dagblaða finnst
feikifyndnar. En teiknimyndirnar
benda einmitt gjarnan á heimsku
kvenna á tæknisviðinu. Þessu gríni
fylgir nokkur alvara.
Vegna andstöðunnar veigra
konur sér við að fara út á svið, sem
ekki eru álitin við þeirra „hæfi“.
Þær konur sem það gera eru frávik
frá hinu venjubundna og þær þurfa
að vera feikilega sterkar, segir
Sveinbjörg. Sá styrkur er ekki
öllum gefinn.
Aðrar konur, sem velt hafa fyrir
sér kenningum um þetta, segja að
konur ættu að láta sér fátt um finn-
ast. Þær eigi að upphefja kvenna-
störfin - ábendingar feminista
skerpi aðeins muninn á milli karla
og kvenna, að það sé óþarfi og
raunar misskilningur. Konur gegni
líka ábyrgðarmiklum störfum og
við eigum að tala um þau - segja
þessar konur.
„Þetta er vel skiljanlegt og ég vil
endilega að störf kvenna séu meira
metin en þau eru núna, einnig af
konum“, segir Sveinbjörg. „Þarna
eigum við við að etja tvo hluti, sem
við þurfum að breyta, en er mjög
erfitt: Annars vegar að fá konur til
að gera sig meira gildandi á tækni-
sviðinu, og hins vegar að berjast
fyrir því, að kvennastörfin verði
meira metin en þau eru nú“.
Að byrja
nógu snemma
Mismunandi afstaða kynjanna
til tækninnar kemur fram þegar í
bernsku. Stelpum eru fengnar
dúkkur til að leika sér með og öll
þeirra leikföng miða að því að
innræta þeim viðhorf eins og um-
hyggju, vernd, ástúð, þ.e.a.s. við-
horf sem lúta að innra sálarlífi
fólks. Strákarnir fá bíla, verkfæri
og yfirleitt allt annað en stelpurnar
fá. Þeirra innræting miðar að því
sem er ytra með fólki - vinnunni.
„Við þurfum að hefja markvissa
innrætingu-meðal foreldra, á leik-
skólum og í skólakerfinu“, segir
Sveinbjörg. „Það verður að rjúfa
þetta hefðbundna uppeldismunst-
ur, því það steypir framtíð kvenna í
svo mikla hættu“.
Og Sveinbjörg segir: „Það hefur
mikið áunnist í jafnréttismálum á
síðustu árum - miklu meira en al-
menningur gerir sér grein fyrir,
þótt auðvitað höfum við ekki náð
eins langt og við höfum vonað. All-
ur þessi ávinningur er í hættu. Ef
konur verja ekki sinn hlut og þá í
gegnum vinnumarkaðinn, sé ég að-
eins fram á hrörnun í jafnréttismál-
um“.
Að lokum má geta þess, að 17
prósent nemenda í tölvunarfræð-
um við Háskóla íslands eru konur.
Sveinbjörg segist hafa fundið afar
fáar konur hjá tölvufyrirtækjum
borgarinnar í öðrum störfum en við
símavörslu og þess háttar. Engin
kona kennir á tölvu í þeim einka-
skólum sem Sveinbjörg athugaði.
ast
Öflugt skáklíf á Seltjarnarnesi
Meistaramót
hefst í dag
Meistaramót Taflfélags Seltjarn-
arness hefst í dag, laugardag, kl.
14.00. Tefldar verða 7 umferðir í
tveimur riðlum, í A-riðli tefla tíu
stigahæstu menn mótsins en í B-
riðli verður teflt eftir Monrad og er
riðillinn opinn öUum.
í A-riðli verða vegleg peninga-
verðlaun í boði fyrir þrjá efstu
menn og í B-riðli fær sigurvegarinn
1.000 kr. í sinn hlut auk þess sem
hann öðlast rétt til að tefla í A-riðli
að ári liðnu. Einnig verða veitt
peningaverðlaun fyrir fegurstu
skákina.
Teflt verður á laugardögum kl.
14.00, þriðjudögum kl. 19.30 og á
fimmtudögum kl. 19.30. Teflt
verður í Valhúsaskóla á Seltjarnar-
nesi. Þeir sem ekki hafa látið skrá
sig vinsamlegast mæti timanlega.
Tilvalin
tœkifœris
gjöf
Soda Stream tækið er tilvalin gjöf við öll tækifæri.
Gerið sjálf gosdrykkina
og sparið meira en helming.
• • •
Sól hf.
Þverholti19, sími 91-26300
Umboðsmaður á Akureyri
Heildverslun Valdimars Baldvinssonar s.f.
Tryggvabraut 22, sími 96-21344.
■■
/
s' s
■
FERMINGARBORÐ
VEITINGAMANNSINS1984
Veislueldhús Veitingamannsins býður að venju
glæsilegt en ódýrt fermingarborð
Fyrir aðeins 390 kr. á mann bjóðum við:
LÉTTSTEIKTAN NAUTAVÖÐVA FRAMREIDDAN
með remúlaðisósu, spergilkáli og maískorni.
GRILLSTEIKTA KJÚKLINGA
með strákartöfium, rósakáli og gulrótum.
REYKT GRÍSALÆRI
með rauðkáli, grænum baunum og ananas.
LAMBAKÓRÓNU FRAMREIDDA
með blómkáli, hrásalati og rjómasósu.
LAXARÖND
skreytta m.a. með rækjum, eggjum, aspas ásamt chentillysósu.
Þér er ekki sama hver matreiðir
fyrir þig og gesti þína.
Fyrsta flokks hráefni og margra ára reynsla
Lárusar Loftssonar tryggir þér veislumatinn
eins og þú vilt hafa hann.
Allt kemur tilbúið beint á veisluborðið.
Upplýsingar í síma 86880 eftir kl. 13.00 dag-
lega, einnig á laugardögum.
V
VEISLUELDHÚS
VEITINGAMANNSINS HF.