Þjóðviljinn - 03.03.1984, Síða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 3. - 4. mars 1984
Fékk margar slorbá
fyrir aó vera rauðli
„Það er heiður gömlum manni að fá
svo virðulega heimsókn frá besta
blaði í landinu“, sagði Rögnvaldur
Rögnvaldsson er við gengum inn til
hans að Munkaþverárstræti 22 á Ak-
ureyri og vöktum hann upp af eftir-
miðdagsblundinum. „En það ganga
erfiðlega talentuskiptin frá í gamla
daga“, bætti hann við kankvís.
Rögnvald munu flestir Akureyring-
ar kannast við og sumir undir naf n-
inu kammerráð. Við spyrjum var-
færnislega hvernig standi á þeirri
nafngift. En hann tekur því létt, enda
eidhress í tali.
I
- Ég hef aldrei losnað við viðurnefnin.
Þau hafa alltaf fylgt mér, hvernig sem
stendur á því. Ég var kallaður kammerráð
af því að ég sá um náðhús bæjarins undir
kirkjutröppunum. Svo seinna þegar ég sá
um ráðhúsið vildi Gísli Jónsson kalla mig
ráðhússtjóra og hirðskáld. Eitt sinn var ég
kallaður Rögnvaldur rakvélarblað. Þannig
stóð á því að ég lék mér stundum að sjón-
hverfingum í æsku og þóttist þá gleypa rak-
vélarblöð. Og ekki stóð þá á nafngiftinni.
Ég var einu sinni að þessu inni á Hressingar-
skálanum í Reykjavík og þá var laumað vísu
inn á borðið hjá mér en ég hef ekki hug-
mynd um hver orti hana. Hún er svona:
Ég yrði nœstum alveg mát
ef mér gæfist fœri
sjá Rögnvald, sem að rakblað át
reyna að éta skœri.
Einu sinni hljóp rolla fyrir bfl hjá mér og
þá var ég kallaður Rögnvaldur rollubani.
Það hefur alltaf verið árátta í að aðgreina
mig eitthvað.
Mesta sólskinssumarið
Ertu innfæddur Akureyringur,
Rögnvaldur?
- Nei, ég er Vestur-Húnvetningur, úr
Miðfirðinum. Faðir minn, Rögnvaldur
Líndal Hjartarson frá Efra-Núpi, var
ekkjumaður þegar hann átti mig með móð-
ur minni, Margréti Björnsdóttur frá Ó-
spaksstöðum í Miðfirði. En þau áttu ekki
fleiri börn saman. Hins vegar á ég fjórar
tegundir af hálfsystkinum. Pabbi átti börn
með 4 konum og mamma með 2 mönnum.
Ég missti móður mína þegar ég var 10 ára
gamall og var þá komið fyrir hjá móður-
bróður mínum og ólst upp hjá honum næstu
þrjú árin. Þá missti hann sína konu og kom
mér fyrir á Bessastöðum í Hrútafirði. Þar
Rögnvaldur í stofunni í Munkaþverárstræti. Málverkið á bak við er eftir Þórð á Dagverðará en
á hvora hlið þess eru myndir af hestum, yndi Rögnvaldar.
Sömu helgi fór ég á árshátíð Alþýðubanda-
lagsins og flutti þeim þar kvæðið um týnda
soninn.
var gott heimili og ég lærði þar margt gott
sem mér hefur haldist vel á. Svo var ég í
skólanum á Reykjum í Hrútafirði í 2 vetur
og flæktist síðan víða í vinnu; vegavinnu,
lítið þegar upp var staðið.
Varstu búinn að festa ráð þitt?
- Ég komst í kynni við konu mína vetur-
inn 1938-39. Hún heitir Hlín Stefánsdóttir
fleiri en einum skilningi fyrir mig. Ég ferð-
aðist um Hérað og niður á firði. Eg fór
ríðandi og ég minnist þess að hásláttinn fór
ég aldrei í yfirhöfn í 33 daga samfleytt. Það
Viðtal við Rögnvald Rögnvaldsson á Akureyri
lausamennsku og tvö sumur var ég í sfld-
arævintýrinu á Djúpuvík á Ströndum, en
þess á milli í Reykjavík. Loks fluttist ég til
Reykjavíkur og bjó þar í full 5 ár. Þar var
kreppan að móta íslenska verkalýðshreyf-
ingu. Ég komst í að vera agent hjá Carli
Túliníus og ferðaðist um allt land og seldi
líftryggingar. Þetta voru svona lífsreynsluár
og ég hafði alltaf nóg fyrir mig að leggja, en
og er úr Mývatnssveit. Svo fór hún úr bæn-
um um vorið og heim til sín og mér fannst
heldur dauflegt að vera eftir. Svo ég lagði
það fyrir Carl Túliníus að það hlyti að vera
markaður fyrir líftryggingar á NA-landi
eins og hvar annars staðar. Og það varð úr
að ég fékk að fara þangað til að selja trygg-
ingar. Sumarið 1939 var eitt mesta sól-
skinssumar sem komið hefur - og kannski í
var heyfengur í lagi sem þeir fengu karlarn-
ir. Ég fór svo suður um haustið en þá var
Hlín komin með barni og ég flutti norður til
hennar fyrir jól. Við vorum svo fyrst í Mý-
vatnssveitinni, en fluttumst síðar til Akur-
eyrar og höfum átt þar að mestu leyti heima
síðan og samfleytt frá 1950.
Og hvað hefur þú starfað á Akureyri?
- Ég vann hjá bænum í 32 ár af þessum 34
...og hvað heldurðu að gerist þegar þeir setiast á bekkinn á
eftir...
...heldurður ekki að Sigurður bjóði kratanum í nefið. Þetta
fannst mér öldungis forkastanlegt.