Þjóðviljinn - 03.03.1984, Síða 21
Helgin 3. - 4. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21
Hlustið á Jörðina snúast
Falleg hús eiga skilið það besta -
líka þessi með flötu þökin.
Breytum ekki útliti þeirra að óþörfu.
Sarnafit þakdúkur hefur þegar leyst vanda fjölmargra húseigenda til frambúðar. Það er allt
að helmingi ódýrara að endurnýjaþakið með Sarnafilþakdúki en að hœkka það upp með sperrum
og klæðningu. Auk þess heldur húsið upphaflegu útliti, út/itinu sem arkitektinn œtlaðist tilaðþað
héldi um aldur og œvi.
Þetta er ekkert nýtt, og mun ekki
breytast fyrr en að forheimskun
mannkyns útdauðri, sem því miður
verður eigi að vænta á næstunni.
„Búið til tóm
og eitthvað annað
mun fylla það“
Yoko Ono hefur þurft að sæta
þvílíkri svívirðingu og aðdróttun-
um (yfirleitt frá svokölluðum aðdá-
endum Bítlanna eða Johns Len-
nons) að undrum sætir hve styrk og
ákveðin hún er, og virðist sem allir
þeir fordómar í hennar garð hafi
gert hana enn ákveðnari og örugg-
ari. Berskjölduð, sönn, ögrandi
hefur hún staðið frammi fyrir skiln-
ingsvana lýðnum, sem yfirleitt
skipar sér í fremstu línu, fálátur,
ískaldur en huglaus mót hvers kyns
ögrunum við eigið fábrotið egó.
Persónunni Yoko Ono munu
verða gerð nánari skil í næsta blaði
og drepið á helstu ágrip í lífi henn-
ar, fyrir og eftir samband hennar
við hinn dáða mann hennar, John
Lennon. $
daegurmál
Yoko Ono -1:
Yoko Ono fæddist í þennan
heim þann 18. febrúar 1933 í höf-
uðborg Japan, Tókíó.
Foreldrar hennar hneigðust
bæði til lista, faðirinn til tónlistar
en móðirin til listmálunar. Hann
var tilneyddur til að leggja feril
sinn sem píanóleikari á hilluna þeg-
ar frami hans nálgaðist hápunkt og
gerast bankastarfsmaður að skipan
síns eigins föður.
Hvorugt þeirra fékk notið
þeirrar listagáfu er þeim var gefin,
því að óbrigðult fjölskylduveldi er
ríkt hefur í Japan í aldaöðul stend-
ur vörð um tilhlýðilega virðingu
fjölskyldunnar og forðast í lengstu
lög að viðurkenndar siðareglur
verði brotnar.
Yoko leit föður sinn fyrst augum
er hún var þriggja ára gömul og
mun það hafa verið fyrsta verk
föðurins, að skoða hendur elstu
dóttur sinnar gaumgæfilega. Hefur
hún píanófingur? Svo var ekki að
hans mati.
Eigi að síður ákvað faðir hennar
að hún skyldi nema klassískan pí-
gætti kulda og tóms í samskiptum
þeirra mæðgna, sem aldrei átti eftir
að breytast til hins betra í framtíð-
inni.
Yoko sagði um sína tómlegu
æsku síðar:
„Ein þurfti ég að ganga í gegnum
þessa hrœðilegu lífsreynslu og ég
efa það ekki að þetta hafi átt stóran
þátt í því hve innhverf ég varð
seinna meir. Fannst mér sem hlut-
skipti þessu hefði verið þröngvað
inná mig og seinna er ég vildi tjá og
túlka í formi listar minnar, þann
einmanaleik og sársauka er höfðu
hrjáð mig, skildi mig enginn.“
Sú list er Yoko tjáði sig í seinna
meir var harla lítt brúkuð og
könnuð á þeim tíma og margir eru
þeir sem ekki skilja hana, hvorki
þá eða nú, né þó síðar verði. Hirð-
fífl almúgans og andlegir amóðar
hafa gjaman fyllt stétt gagnrýn-
enda um listir og menningarmál,
og Yoko er líkast til ein sú umdeild-
asta og jafnframt misskildust
kvenna í sviðsljósi frægra persóna á
þessari öld.
Persónuleika hennar hafa sjald-
an verið gerð nægileg skil né hefur
skilnings og samúðar gætt í skrifum
um hana, hvort sem um hefur verið
að ræða verk hennar og gjörninga
eða Yoko Ono, eiginkonu Johns
heitins Lennons.
Yoko Ono er einstök, um það
þrátta fáir, en færri skilja hvers
vegna. Hefur það löngum einkennt
mannssálina að fordæma það er
hún ekki skilur né hefur hæfileika
til að meðtaka og hafa margar stór-
brotnar manneskjur orðið fyrir
barði á miskunnarleysi heimisk,-
unnar í gegnum söguna, annað-
hvort fordæmdar og gert útlægar úr
mannlegu samfélagi, lokaðar inná
hælum eða myrtar köldu blóði.
anóleik. Kann að vera að faðir
Yoko hafi lagt meiri metnað uppúr
námi dóttur sinnar en ella vegna
sinna eigin bitru örlaga.
En Yoko hafði lítt gaman af
hefðbundinni tónlist og undi sér
illa við spil „fyrirfram ákveðinna
nótna“. Kom gert í ljós hennar
[frjói og frumlegi hugur strax á
[fimmta ári er hún hóf að semja
leigin tónverk á píanóið. Bauð hún
Vinum og kunningjum að hlýða á
verkin, auk þess er hún útbýtti fi'n-
legum teikningum sínum sem
fylgdu tónverkunum til skýringar.
Snemma varð Yoko að axla því-
líka ábyrgð sem einstakt kynni að
þykja í dag. Aðeins níu ára gömul
var hún send ásamt yngri fjöl-
skyldumeðlimum og hjúum út á
landsbyggðina; síðari heimsstyrj-
öldin var hafin. í ótta og örvinlan
flúðu hjúin frá bömunum og eftir-
létu Yoko einni umsjá með þeim:
Notaðu blóð þitt til að mála.
'Málaðu þar til líður yfir þig.
Málaðu þar til þú deyrð. “
I Móðir Yoko lagði meiri áherslu
á að dóttir sín auðsýndi japönskum
siðareglum virðingu en færi eftir
eigin réttlætiskennd og snemma
ttu við
r
GOLF ib
ÞAKVANDAMÁL„
Betokem SUM gólfílögn
Betokem gólilögnin harönar svo fljótt að þú getur gengið
eða lagt teppið á gólfið eftir 24 tíma. SUM gólfílögn hefur
verið í próun í Þýskalandi, Svíþjóð og Noregi sl. 15 ár og
hefur sýnt að hún stenst fyllílega allar þær gæða-, þol- og
styrkleikakröfur, sem settar voru í upphafi og síðar hafa
komið fram.
Það hefur enda sýnt sig á söluþróuninni sl. 7 ár að þarna er á
ferðinni algjör bylting í gólfílögn, salan hefur nánast þotið
upp og ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn fyrr en nú.
EPOXY - GÓLF
Engin
samskeyti
FILLCOAT
gúmmíteygjanleg samfelld húð fyrir málm-
þök.
Er vatnshelld.
Inniheldur cinkromat og hindrar ryðmyndun.
Ódýr lausn fyrir vandamálaþök.
Ábyrgð - greiðslukjör.
LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA VEL:
Við erum með fjölmargar gerðir af gólf-
ílagningarefnum sem þola ótrúlegt
álag. Það er sama hvort um er að ræða
gólfið í sturtuklefanum, matsalnum
eða á bílaverkstæðinu. Vandamálið
leysum við á fljótan og öruggan hátt.
HAFNARFIRBI SÍMI 50538