Þjóðviljinn - 03.03.1984, Side 24

Þjóðviljinn - 03.03.1984, Side 24
24 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3. - 4. mars 1984 bæjarrölt Hann Simca minn Ég hef átt í vandræðum með hann Simca minn að undanförnu og er það svo sem engin nýlunda. Þó er nýtt pústkerfi undir honum, hitt datt undan í skaflahristingn- um í vetur, og búið er að gera við startarann. Bíllinn minn blessaður flýgur því í gang í hvaða veðri sem er og gangurinn er svo ómþýður að það er eins og að svífa um á dúnsæng að aka í hon- um. Vandamálið er hins vegar það að ég hef átt í basli við að komast inn í blessaðan öðlinginn. Mek- aníkin í hurðunum vill nefnilega virka illa í frostum. Þetta byrjaði snemma í vetur með því að ekki var hægt að opna framdyrnar, farþegamegin, nema að utan- verðu. Þeir sem sátu þar þurftu því að skrúfa niður rúðuna og opna að utanverðu til að komast út. Svona gekk þetta langa hríð. Þá fór framhurðin, bílstjóra- megin, og var hvorki hægt að opna hana að innan- né utan- verðu. Bílstjórinn, ég, varð því að fara inn í bílinn farþegamegin og þegar ég fór út varð ég að smokra mér yfir gírstöngina, skrúfa niður rúðuna og opna að utanverðu. í hlákunni um daginn varð framhurðin, bílstjóramegin, hins vegar skyndilega virk á ný. Svo fór að frysta aftur og þá keyrði fyrst um þverbak. Báðar framhurðirnar urðu eins og hendi væri veifað óvirkar, bæði að utan og innan. Þá voru ekki önnur ráð en að fara inn um afturdyr. beygja bakið á farþegastólnum að framan eins langt aftur og hægt var og smokra sér fram í bílinn. Þetta gekk nú hálfbrösu- lega til að byrja með því að ég vissi ekki almennilega hvora löppina ég ætti fyrst að fara með fram eða hvort ég ætti að leggja afturhlutann á mér niður í fram- sætið, farþegamegin, og sveifla síðan löppunum yfir. Smám sam- an komst þetta þó upp í æfingu og ég var orðinn snillingur í þessari akróbatík. En þá syrti enn í álinn. Annarri afturhurðinni varð skyndilega ekki haggað og voru þá bara ein- ar dyr til að hlaupa upp á. Mánu- dagskvöldið 27. febrúar- varð þetta fullkomnað. Ég ætlaði að fara út í sjoppu til að kaupa kaffi og þá varð engri hurð haggað að utanverðu. Ég neyddist því til að ganga í sjoppuna óg var það mér mjög á móti skapi því að mér þyk- ir svo vænt um hann Simca minn. Þegar ég var kominn upp á horn hugkvæmdist mér allt í einu að kannski væri hægt að komast inn um skottið og sneri því við. Til þess að koma lyklinum inn í læs- inguna þurfti ég þó fyrst að blása inn í hana. Svo opnaði ég skottið, steig öðrum fæti inn í það og gat rétt mig að afturhurðinni sem síð- ast var virk og viti menn: hana var þá hægt að opna að innan. Dag- inn eftir var líka hægt að opna þessa hurð að utan svo að þetta hefur verið í himnalagi síðan. Þó urðu dálítil vandræði á mið- vikudagskvöld. Þá fór ég að venju inn að aftan en þegar ég ætlaði að loka small læsingin ekki svo að hurðin var laus. Og það er náttúrulega ekki hægt að aka með aðra afturhurðina opna nema hafa einhvern til að halda í hana. Ég greip því til þess ráðs að grípa kaðal sem ég geymi í bíln- um og binda hana rækilega áður en ég smeygði mér fram í. Til þess að komast út aftur varð ég svo að leysa bindikerfið og má þá eigin- lega segja að töluvert verk hafi verið að komast út. Ég er farinn að veita því athygli að nágrannarnir eru farnir að gefa mér hornauga. Þeir hafa lík- lega tekið eftir því að ég fer alltaf inn um afturdyrnar á bílnum mín- um og halda að ég sé undarlegur. Ég er þó ekki farinn að fara út um gluggana ennþá og er það bót í máli. Ég ætti auðvitað að fara með bílinn eins og skot í viðgerð en ég veigra mér dálítið við því að punga út nokkrum þúsundum í viðbót við hin fyrri sem hafa farið í hann Simca minn í vetur. Best væri líklega að leggja honum og vita hvort þetta læknast ekki af sjálfu sér með vorleysingunum. -Guðjón Veistu... að elsti hluti Fjalakattarins er eitt af Innréttingahúsum Skúla fógeta, sem kallaður hefur verið faðir Reykjavík- ur, frá miðri 18 öld. að á síðustu öld var húsið fyrst kallað Fjeldstedshús en síð- ar Hákonsenshús. að Jónas Hallgrímsson skáld bjó um tíma í Fjalakettin- um. að Sigurður Breiðfjörð skáld bjó þar líka og dó í húsinu. að sá sem kom Fjalakettinum í núverandi horf var Valgarð- ur Breiðfjörð trésmiður og kaupmaður. Hann var bæjarfulltrúi og forgöngu- maður um ýmsar framfar- ir,m.a. brunavarnir. að fyrsta leikhús landsins var í Fjalakettinum og tók það til starfa árið 1893. Þar stigu margir af þekktustu leikur- um okkar á fyrri hluta aldar- innar sín fyrstu spor á leiksviði. að árið 1906 voru hafnar kvik- myndasýningar í leikhús- salnum og var þar fyrsta kvikmyndahús landsins kall- að Biograftheater Reykja- víkur en síðar nefnt Gamla bíó. að um árabil hafði Góðtempl- arareglan fundi sína í saln- um í Fjalakettinum. að Kommúnistaflokkur íslands hafði salinn í Fjalakettinum á leigu á kreppúárunum og þar voru haldnir sögufrægir fundir. að ýmsir listamenn hafa búið í Fjalakettinum á þessari öld, þám. Einar H. Kvaran, Helgi Hjörvar og Finnur Jónsson listmálari. að í miðjum Fjalakettinum er stórt port með glerþaki yfir. að gólfflötur alls hússins er yfir þúsund fermetrar og í því eru yfir 40 herbergi. að Fjalakötturinn var fyrsta húsið í Reykjavík sem lýst var upp með gasi. að árið 1914 var Fjalakötturinn gefinn minningarsjóði, en hlutverk hans var að reisa elliheimili en þá var ekkert slíkt til hér á landi. sunnudagskrossaátan Nr. 413 1 X 3 8- £T (p 8 9 /o V n V 12 3 7- (o 8 JO /3 18- 12 V !(o & 10 12 19 Za V 1 Ú? V u~ í? Zo /iT 3 3 22 7" iT W 18 22 22 V 2/ 0 (2 12 !8 22 ^3 19 ID 2? (o 10 1 /sr (o V 10 3 22 / o 1 22 22 zs Zlo 22 (o 18 20 /8 3 22 10 (c> 18 ¥ 13 £ Zf 19 22 3 zé> 22 (p 22 22 / /9s 22 2/ 1 3 23 10 22 22 (c? 9 V 18 28 21 28 22 S2 23 2(2 f- 22 22 19 29 18 á? 2 28 /iT (p 27- /o 0 1Z ZO 22 29 8 (s> (? 18 20 Z44 V á> /0 29 22 18 & /9 7 /8 1 10 $2 s? 30 Z(o 22 22 sr 21 22 32 18 22 w £ >8 (p 2/ zo V V 31 w 22 18 /9 3 Z(( b AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á borg í grannlandi okkar. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 413“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. K2 & 2! 22 11 30 7 18 20 /5 (2 Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. Verð- launin Verðlaun fyrir krossgátu nr. 410 hlaut Guðþjartur Þorsteinsson, Hjaltabakka 2, 109 Rvík. Þau eru Ráð við illum öndum eftir Wil- liam Heinesen. Lausnarorðið var Lundúnir. Verðlaunin að þessu sinni er smá- sagnasafn, Tíu myndir úr lífí þínu eftir Vigdísi Grímsdóttur. VIGDÍS GRtMSDÖTl’IR TÍU myndir úr lífi þínu Sögur uw þykjustuieiki og alvörjdrauma

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.