Þjóðviljinn - 24.03.1984, Qupperneq 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. mars 1984
>rAð elska er að fegra - að fegra
er að elska. “
Anatole France.
Guðmundur G. Hagalín.
„Brosi ég
og brosi“
Guömundur G. Hagalín er fyrst og
fremst þekktur fyrir skáldsögur sínar
og sagnabálka, ævisögu sína og ann-
arra. En hann fékkst, einkum á yngri
árum, við ljóðagerð og fyrir nokkrum
árum gaf Almenna bókafélagið út ljóð-
abókina Pá var ég ungur og skrifaði
Tómas Guðmundsson formála. Við
skulum líta á sýnishorn úr þessari bók.
Regn
Droparnir falla ú foldu,
foldina snœvi hulda,
foldina mína fögru,
foldina elds og kulda.
Leitast þeir við að leysa
landið úr fjötrum mjalla,
en seint gengur það, því sólin
sefur að buki fjalla.
Hulda, 1918.
Brosi ég -
Brosi ég og brosi,
- bieik er mín kinn. -
Á gœgjum er nóttin
við gluggann minn.
Brosi ég og brosi,
brosi uð sjúlfum mér:
ég leita þess og leita þess,
sem löngu horfið er.
Brosi ég og brosi
blœðir mér inn -
úr undinni, sem heltekur
huga minn.
Anna Sigurðardóttir er
að vinna að sögu um
nunnur á íslandi til siöa-
skipta.
„Klaustrin voru
kvennaathvörf“
234. [1543J.
IkfcF Gizurar biskups til Hatdóru abbadisar' iTvírkjúLæ um
hald á konu Bergs Ingimundarsonar.
AM. 232. 8to bl. 60». Bréfabók Gizuror biskups I frumrili (LXXIX).
AM. 266. Fol. bls. 37 —38. Bréfabók Gizurar biskups i afskript
sira Haldórs i itojrkbolti 1654—57.
Klausan um kuinnu Bergs j brefi abbadisar.
Kiœra systir. heyri ec ad kuinna bergs jngemundarson-
ar skuli dualizt hafa og enn uera þar hia ydur. £nn fyrirT
þann skulld ad Jiad er ecki skiluadar sauk uid liennar mann.
epter gudz laugum og landz þott liann ueiti henni. ouistum.
med slaugum og audru illu. þa er þad minn fullkomligur
uilie og radlagning ad þier halldit hana ecki leingur hia yd-
ur. helidur ad þier siaid til suo hun komiz't aptur hingad úí
sudursueitirnar. Verda þa einhuerier til ad leggia honum
gott til. þess betra inul sem hun hefur til handa ad bera.
annars (kann) hier uerda meira mal ut af. Enn eg uil yd-
ur giarnan hid beztu til leggia. og þad eitt rad ieggia. sem
ec ueit ad bezt muni gegna. Takid ydur J.ui ecki til ouilia
þetta mitt skrif Jiui j iiuerh mata nd eg kann ad uera yd-
ur tii goda skuli Jn'er mic ueluiliadafi lil finna.
bis 'jmucis commendo uos omnipotenti dco.
1) Ilér kynm nð vi-rn Atl við slrn Eystrin l'nrJnrson, sein bnrn
°'>i lieitmey Gizurnr biskups.
Bréfiö frá Gissuri biskupi til abbadísarinnar í
Kirkjubæjarklaustri.
Anna Sigurðardótt-
ir umsjónarmaöur
Kvennasögusafnsins
í viðtali við Þjóðvilj-
ann:
Anna Sigurðardóttir hefur verið að
safna saman efni um íslenskar nunnur
frá 1186 til 1550. Hún er manna fróðust
um fjölda kvenna í klaustrum á íslandi
og lifnaðarhætti þeirra. Við leituðum til
hennar í framhaldi af heimsókn okkar
til Karmelsystra sem sagt er frá í opnu
blaðsinsídag.
Á kaþólskum tíma voru fjölmörg
klaustur á íslandi og þar af voru tvö nunn-
uklaustur. Þau voru bæði af Benedikts-
reglu, klaustrið í Kirkjubæ á Síðu, stofnað
1186 og að Stað í Reynisnesi í Skagafirði,
stofnað 1295.
Ég hef ekki orðið vör við fleiri nunnur en
14 í klaustrunum, segir Anna. Ég hef heim-
ild um það að árið 1403, manndauðaárið
mikla (Svartidauði) dóu 8 nunnur en 6 lifðu
í Kirkjubæ. Þá hafa því verið 14 nunnur þar.
Við siðaskiptin var þeim farið að fækka en
fengu að vera í klaustrinu til æviloka.
Trúlegt er að klaustrin hafi verið nokkurs
konar kvennaathvarf þeirra tíma. Fáar
heimildir eru til um það en bréf hef ég sem
Gissur biskup (fyrsti lútherski biskupinn)
skrifaði abbadísinni í Klaustri Halldóru Sig-
valdadóttur föðursystur sinni. Þar skipar
hann abbadísinni að láta konu nokkra lausa
úr klaustrinu, vegna þess að „það er ekki
skilnaðarsök við hennar mann þótt hann
veiti henni óvistum með slögum og öðru
illu“.
Anna þekkti eina af Karmelsystrunum
sem fóru til Hollands í fyrra. Það var systir
Ólöf, sem hét Anne C. Kersbergen en
Anna Hauksdóttir var hennar íslenska
nafn. Sú skrifaði doktorsritgerð um Njálu
en hún varð kaþólsk og gekk í klaustur.
Karmelreglan er mjög ströng regla en
slakað var á kröfunum hin síðari ár. Þegar
ég talaði við systur Ólöfu fyrir fáum árum
sagði hún mér að þær hefðu fengið leyfi til
að tala við gesti sína undir fjögur augu.
Áður máttu þær ekki tala við fólk nema í
viðurvist hinna. Ég veit líka af því að Hall-
dóra B. Björnsson, sem hafði kynnst systur
Ólöfu á sjötta áratugnum, varð að tala við
hana í gegnum rimla.
í 19. júní árið 1956 var grein eftir Karm-
elsystur. Heitir hún Bænagerð í Karmel-
klaustri. Þar segja nunnurnar frá daglegu
lífi sínu og m.a. geta þær þess að eftir messu
sé heilagur Þorlákur Skálholtsbiskup ákall-
aður landinu og þjóðinni til liðs.
Anna hefur lesið ýmsar bækur til að afla
fróðleiksmola í sögu nunna á íslandi. í
heimildaskáldsögu eftir kaþólska konu
segir abbadísin við nunnurnar þegar hún er
að undirbúa undir síðustu vígslu: „Það er
ekki auðvelt að vera nunna. Það er líf fórna
og sjálfsafneitunar og gagnstætt náttú-
runni. Fátækt, skírlífi og hlýðni, það erekki
auðvelt". —jn
Ef úst þína flyturðu
ú eyðisker,
þú muntu geta brosað,
- brosað með mér!
Fréttir, 5. júní 1918.
Staka
Pó að vetur klakuklóm
kreisti blöð ú meiðum,
verður alltaf eitthvert blóm
eftir ú þínum leiðum.
Blindsker, 1921.
Brosi ég og brosi,
bleik er mín kinn,
en nóttin - hún grcetur
við gluggann minn.
Reykjavíkurhöfn á fyrri
hluta aldarinnar. Bær-
inn til vinstri mun vera
Sölvhóll en hann var
upphaf lega hjáleiga frá
Arnarhóli. Þessi bær var
reistur árið 1834 af Jóni
Snorrasyni frá Engey
sem átti sæti í fyrstu
bæjarstjórn Reykjavík-
ur 1836-1846 semfull-
trúitómthúsmanna.
Hann stóð fyrir austan
Sambandshúsið og var
rifínn uppúr 1930.