Þjóðviljinn - 24.03.1984, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 24.03.1984, Qupperneq 9
Helgíli 241-25: mars 1984 ÞJÓÐVlUjÍNN - SÍÐÁ 9 Bænarskrá þj óðar um hemám - íslenska þjóðin mun vera sú eina í heiminum sem sent hefur stórveldi sérstaka bænaskrá um að hernema sjálfasig; sú staðreynd hlýturað vera sérstök hvatning til að þvo smánarblettinn af sögu þjóðarinn- ar, segir Svavar Gestsson í viðtalinu sem Þjóðviljinn tók í tilefni af því að 10 ár eru liðin frá því Varið land af- henti undirskriftarlista um áfram- haldandi hernám. Einni eru 10 ár lið- in frá því samþykktur var í ríkis- stjórn samningur um brottför hers- ins: - Eins og flestir vita setti vinstri stjórnin 1971 sér það markmið að herinn færi. Við töldum að þá væri full alvara að baki hjá samstarfsflokkunum. Þeir sem mynduðu með Alþýðubandalaginu stjórnina voru gamlir herstöðvaandstæðingar innan Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna og Fram- sóknarflokkurinn hafði lýst sig andvígan hersetu allan andstöðutímann við Við- reisnarstjórnina 1959 til 1971. - Framanaf stjórnartímabilinu var ríkis- stjórnin mjög upptekin af landhelgismálinu og herstöðvamálið komst ekki verulega á dagskrá fyrr en seinni hluta ársins 1973. Alþýðubandalagið var ekki sátt við lend- inguna í landhelgisdeilunni við Breta, en við samningalokin gaf Framsóknarflokkur- inn fyrirheit um að ganga til samstarfs um lausn herstöðvamálsins. Meðal ríkisstjórnarinnar var samþykkt að setja herstöðvamálið í þriggja manna ráðherranefnd. í henni voru þeir Magnús Torfi Ólafsson, Magnús Kjartansson og Einar Ágústsson. Fer ekki frekari sögum af því hér nema ráðherranefndin verður sammála um niðurstöðu sem fól í sér brottför hersins í áföngum. í fundargerð ríkisstjórnarinnar segir svo frá: „Ár 1974, fimmtudaginn 21. mars, var fundur haldinn í ríkisstjórn íslands. Fund- inn sátu: Ólafur Jóhannesson, Einar Ág- ústsson, Halldór E. Sigurðsson, Björn Jónsson, Lúðvík Jósefsson, Magnús Kjart- ansson, Magnús Torfi Ólafsson. Þetta gerðist: 1. Rætt var um endurskoðun á varnar- samningi íslands og Bandaríkjanna og samþykkt svofelld bókun: 1. Varnarlið það, sem nú er á íslandi, skal hverfa af landi brott í áföngum. Skal brottflutningnum hagað þannig, að fyrir árslok 1974 verði fjórðungur liðsins farinn, helmingur fyrir mitt ár 1975, þrír fjórðu fyrir árslok 1975 og síðasti hlutinn fyrir mitt ár 1976. 2. Til fullnægingar skuldbindingum ís- lands við NATO leggur íslenska ríkisstjórnin til að eftirfarandi háttur verði á hafður: a. Flugvélar á vegum NATO hafi lendingarleyfi á Keflavíkurflug- velli þegar þurfa þykir vegna eftir- litsflugs yfir Norðurhöfum. Þó skal eigi vera hér föst bækistöð flugvéla. Um nánari ákvæði verði fjallað í samningnum. b. Vegna slíkra lendinga hafi NATO heimild til að hafa á Keflavíkur- flugvelli hóp manna, er ekki séu hermenn, til þess að sjá um eftirlit áðurgreindra flugvéla. Um tölu þessara tæknimanna fer eftir nán- ara samkomulagi, þó þannig að aðeins verði um takmarkaða starfsemi að ræða. c. Eftir brottför varnarliðsins taka íslendingar við gæslu á flugvellin- um. Skulu íslendingar áður þjálf- aðir í þeim sérstöku gæslustörfum, sem þörf er á. d. íslendingar skulu leggja til þann mannafla er þarf til að veita þeim aðilum, sem samkvæmt framan- sögðu hafa dvöl á Keflavíkurflug- velli, nauðsynlega þjónustu. e. íslendingar taka við rekstri radar- stöðvanna á Suðurnesjum og í Hornafirði þegar þjálfaður ís- lenskur mannafli er til taks. f. Farþegaflug skal vera algjörlega aðskilið frá þeirri starfsemi ersam- kvæmt framansögðu verður haldið uppi á Keflavíkurflugvelli til fullnægingar skuldbindingar ís- lands við NATO. Þá var lagt fram skjal sem fylgir fundargerð þessari merkt I og því lýst yfir, að það væri skilningur ríkisstjórnar- innar, að það verði bandarískar flugvél- ar, sem hér hafi lendingarrétt. 2. Þá var lagt fram skjal, sem fylgir fundar- gerð þessari, merkt II og því lýst yfir, að stefnt verði að því, að málefni Keflavík- urflugvallar falli undir hin ýmsu ráðu- neyti skv. reglugerð um Stjórnarráð ís- lands nr. 96 1969“. Átökin í ríkisstjórninni - Því miður komst þessi samningur aldrei til framkvæmda. Það er undarleg söguleg þversögn, að einmitt þennan sama dag, 21. mars 1974, afhentu 14-menningarnir frá „Vörðu landi“ undirskriftarlistana. Innan ríkisstjórnarinnar voru einnig átök um mál- ið. Átökin í ríkisstjórninni fóru ekki fram- hjá neinum. Þannig hafði til að mynda Tím- inn lýst yfir andstöðu við brottför hersins í leiðara 1. desember 1973. Það var einnig kunngert að SÍS-forstjórar og hermangs- lýðurinn úr flokkstoppi Framsóknar hafði haldið á fund forsætisráðherra og lagst á málið. Morgunblaðið fór hamförum og á- róðursstaða hermangsaflanna var geysi- sterk þá eins og nú. Mikil spenna ríkti í þjóðfélaginu 1973-74, þegar ríkisstjórnin gerði sig líklega til að framkvæma loforðin um brottför hersins. Hernámsliðið tók að örvænta. Ofstækisfyllsti hluti þessara afla ákvað að efna til undirskriftarsöfnunar. „Varið land“ hét það og var yfirleitt nefnt VL. VL-söfnunin uppskar af þeim jarðvegi múgæsingar sem hópur Framsóknar- og Sjálfstæðismanna hafði efnt til; Morgun- blaðið hafði enda plægt svörðinn samvi- skusamlega eins og sjá má er blaðið rifjar nú hróðugt upp hið auðmjúka hlutverk VL- manna. Það fer ekki á milli mála að þeir sem stóðu að söfnuninni unnu á óheiðarlegan hátt. Til dæmis skrifuðu þeir niður nöfn manna sem ekki vildu það sjálfir og þeir skrifuðu oft sum nöfnin. Aðstandendurnir neituðu að taka þátt í rökræðu á opinberum vettvangi um málið. Allt var þetta svo unn- ið í tölvuvinnslu en aldrei hefur verið gerð grein fyrir því hvað varð um þessi gögn, jafnvel þó langvarandi réttarhöld hafi stað- ið um þetta. Ekki fer á milli mála að Sjálfstæðisflokk- urinn og Amríkanar hrósuðu sigri þar sem ótrúlegur fjöldi manna skrifaði undir beiðni um áframhaldandi hernám. Það var dapur- leg niðurstaða. Mun íslenska þjóðin vera sú eina í heiminum sem sent hefur stórveldi, herraþjóð sinni, bænarskrá um að hernema sjálfa sig. Sú dapurlega staðreynd hlýtur að vera sérstök hvatning til að þvo þennan smánarblett af sögu þjóðarinnar. Orð skáldsins dæmd ómerk - Við tókum mjög grimmt á móti þeirri orrahríð og æsingum hernámsaflanna fyrir „Ó, þú skrínlagða helmska og skrautklædda smán“ stóð í myndartexta, en Ragnar Lár setti myndina saman. réttum tíu árum. Þjóðviljinn og menningar- leg öfl í landinu tóku höndum saman um að hrinda árásunum. Fyrir vikið fengu blaða- menn, listamenn og fleiri á sig fjölda meiðyrðamála. Persónulega hef ég 11 Hæstaréttardóma fyrir meiðyrði frá þessum tíma, enda var ég ábyrgðarmaður Þjóðvilj- ans. Mörgum þessara mála var vísað frá, enda voru þau mörg hver skrítin. Ég minn- ist þess að orð Þorsteins Erlingssonar, okk- ar ástkæra skálds, voru dæmd dauð og ómerk fyrir rétti. Það voru ljóðlínurnar: „Þér hefði orðið bumbult að horfa þar á/svo hundflatan skrælingjalýð". Þessar línur voru í myndartexta undir mynd af VL- menningum með undirskriftakistunum. Uppúr öllum þessum málsóknum var stofnaður Málfrelsissjóður sem margur góður maðurinn lagði til og verður seint fullþakkað. Jóhann Hannesson rektor var formaður hans og ábyrgðarmaður. Dóm- arnir úr þessum meiðyrðamálum voru að berast í mörg ár, m.a.s. eftir að ég tók við ráðherrastarfi 1978. Þessir viðburðir breyttu engu um hug- sjónir og markmið okkar Alþýðubanda- lagsmanna um friðlýst land utan hernaðar- bandalaga. Hinu er ekki að leyna að veslings Fram- sóknarflokkurinn sveiflaðist til hægri við VL-hamfarirnar og hefur ei komist úr þeim kengnum. Þegar ríkisstjórnin var mynduð 1978 var gerð sérstaks utanríkismálakafla frestað og átti að ljúka gerð hans fyrir árslok 1979, en hitt var ljóst að innan þeirrar ríkisstjórnar voru harðvítugir Nató-sinnar eins og Tóm- as Árnason og Benedikt Gröndal. Þó er ekki örgrannt um að tekist hefði að ná samkomulagi um utanríkismál sem viðun- andi hefði verið ef vel hefði gengið á öðrum sviðum samstarfsins, en því var ekki að heilsa. Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen var mynduð við sérstæðar aðstæður og hún hafði aldrei nægilegan styrk til að brjóta nauðsynlegt blað í utanríkisstefnunni, þar sem hún byggði meirihluta sinn á hinum hvikulu stjórnmálamönnum Eggert Haukdal og Albert Guðmundssyni. Sú rík- isstjórn var enda mynduð um að tryggja kjörin í landinu umfram annað. Engu að síður ræddi ég að sjálfsögðu við Steingrím Hlaupið yfir sögu andófsins gegn hernum á íslandi síðustu 10 árin Undirskriftir Varins Lands munu vera einsdœmi í heiminum, segir Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins Hermannsson formann Framsóknarflokks- ins um að staðið yrði við hin fornu markmið um herlaust og friðlýst land á grundvelli samningsins frá 1974. Steingrímur kvað það þá ekki hafa neinn hljómgrunn meðal sinna manna. Svo bætist þar við að Framsóknar- menn hafa alltaf verið svikulir bandamenn í þessu efni eins og loforðin 1956 og 1971 bera vott um. Ég vil vekja athygli á þeim ummælum Ólafs Jóhannessonr í Morgun- blaðinu á dögunum að hann hafi í rauninni verið búinn að skipta um skoðun áður en samningurinn var gerður í ríkisstjórninni. Það vill segja að hann hafi verið að samþyk- kja áðurnefnda bókun um brottför hersins þvert á vilja sinn og hafi jafnvel verið stað- ráðinn í að hafa hana að engu þá þegar. Það er því valt að treysta á slík pólitísk öfl sem lenda svo á uppboði eins og Framsókn. Ég fæ því ekki betur séð en að á tíu ára afmæli samningsins um brottför hersins verði menn að horfast í augu við það að ekki er treystandi á að Framsóknarflokkurinn standi við nein slík fyrirheit eins og hann gaf við stjórnarmyndanir 1956 og 1971 um brottför hersins. Meirihlutimeð friðlýstu íslandi - Við þurfum að huga að nýjum leiðum að okkar markmiði. Og þær þurfa að vera í stöðugri endurskoðun meðal okkar til að árangur megi nást. Ég veit ekki betur en yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé and- vígur hersetu í landinu og aðild okkar að hernaðarbandalagi. í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa þurfum við að taka upp ný vinnubrögð og freista víðtækari samvinnu sem miði betur að okkar marki; friðlýstu íslandi. Við höfum réttilega stigið skref í þessa átt. Ég minni á samstarfsgrundvöll Alþýðu- bandalagsins til flokka og einstaklinga fyrir kosningarnar í fyrra, þar sem við lögðum áherslu á að allar hernaðarframkvæmdir hér á landi yrðu stöðvaðar nú þegar, þar á meðal flugstöðin, þar sem við lögðum áherslu á kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd og aðild íslands að slíkum samningi, þar sem við lögðum áherslu á virka friðarpólitík á alþjóða vettvangi og stuðning við þjóðir þriðja heimsins. Hefði slík niðurstaða orðið raunin, stæðum við betur nú. Ég er sannfærður um að slíkar áherslur eiga víðtækan hljómgrunn meðal þjóðar- innar og flestir vildu tengjast lýðhreyfingu með slík raunhæf skref í átt til friðar og afvopnunar. Hin ofstækisfulla utanríkis- stefna Morgunblaðsins og Geirs Hallgríms- sonar er áreiðanlega minnihlutaviðhorf og ég tel víst að þorri þjóðarinnar myndi fagna friðlýsingu íslands. Við hljótum að leggja mesta áherslu á það í náinni framtíð í sam- starfi okkar við aðra aðila að ísland leggi sitt lóð á vogarskálar friðarins í heiminum. Slík ætti utanríkisstefna okkar að vera og í samvinnu við aðrar smáþjóðir í heiminum í stað þess að hallast að öðruhvoru stórveld- anna svo geðsleg sem þau eru. Þessi barátta er og hefur verið þjóðleg og alþjóðleg í senn. Smáþjóð þarf að taka á öllu sínu til að standa vörð um og þróa sína menningu. Og friðarbaráttan er auðvitað fjölþjóðleg barátta fyrir lífinu á jörðinni. Á undanförnum misserum hefur áherslan ver- ið þyngri á hina fjölþjóðlegu baráttu sem von er vegna herskarrar stetnu rikisstjórna Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. En hinu megum við aldrei gleyma að hlúa að jurt- inni í okkar krús. Sjálfstæðisbaráttu íslend- inga er ekki lokið og því meiri sem hnjálið- amýkt íslenskra valdamanna er gagnvart herveldinu þeim mun fastar þurfum við að standa fyrir og sækja fram fyrir okkar mark- miðum. -6g

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.