Þjóðviljinn - 24.03.1984, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 24.03.1984, Qupperneq 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. mars 1984 Ég vona að við séum nógu róm- antískir og óprakt- ískir... Mig langar til að búa til kvæði sem er náttúruleg athöfn segir Michael McCure. Ég hefi áhuga á líffræði og umhverf- isvernd, sagði hann líka. Hann var hér í stuttri heimsókn og las upp Ijóð einu sinni, en var á leið til Munchen á stefnumót um skáldskap og vistfræði og ætlaði að skoða Græningjana þýsku í leiðinni. Hann kemur frá San Francisco,.. sem er engri annarri borg lík, segir hann, margbreytilegust banda- rískra borga, á sér gamla anarkista- hefð og nú eru þar þúsund skáld eða meir. Hann byrjaði að lesa upp Ijóð árið 1955, þeir voru þá sex saman - einn þeirra sem las upp með honum og var þá nýr af skáld- skaparnálinni er Alan Ginsberg, annar var Jack Kerouac. Þetta var kynslóðin sem kennd var við Bítið. Síðan hefur hann samið níu ljóða- bækur, fjórar bækur með leikrit, skáldsögur, greinasöfn. Hann hef- ur kennt við háskóla í San Francisco og farið víða um með fyrirlestra og upplestra. Úlfurinn syngur - Mér sýnist þú vera að skrifa einskonar Allsherjarsöng um allt sem lifir. - Ég vona að svo sé, sagði Mic- hael. Tilefnið er September Black- berries, bók sem hann segir að gefi nokkuð góða hugmynd um skáld- skap hans. Þar er staðhæft: að maðurinn er pandabjörn, laxinn er maður og að úlfurinn getur sungið. allir eru partur af öllu: Aðskilnað- ur er sjónhverfing. Ég vil vera fullkominn eins og mölfluga, segir á einum stað. Á öðrum segir: Við erum eitt með ormi og veiru, pant- abirni, laxi og sedrustré. Stjörnu- þokurnar horfa á gráan ref skíta fram af klettasnös. Við uppgötvum að við erum guðir og manneskjur og spendýr: Mikið er þetta indæll fótur... Hljóðljóð með Ijónsöskri Fyrr en varir er Michael McCure farinn að þylja yfir mér kvæði með hljómgóðri og skýrri röddu. Það lýsir fögnuði yfir vorregninu og mér skilst það hafi orðið til um nóttina þegar skáldið vaknaði í Reykjavík og heyrði rigninguna hamast á rúðunum. Hann hafði komið hér áður, fyrir ellefu árum, var hér mánuð með fjölskyldu sinni og vini, þau skoðuðu fugla og j urtir því - eins og fyrr segir - eru náttúr- ufræðin og náttúruupplifun honum mikilvægur lykill að skáld- skapnum. Svo fór hann með kvæði þar sem orðin fjarlægðust ensku og urðu að einskonar sjálfstæðri músík. - Ég hefi líka samið kvæði á til- búnu máli, sagði hann, einu sinni heila bók, einu sinni leikrit. Ég skrifaði þessi ljóð eiginlega hvar sem.var og ég var alltaf jafn undr- andi á þeim. Einu sinni las égsvona Ijóð fyrir fjögur ljón í dýragarðin- um í San Francisco. Þau öskruðu á móti. Vinur minn einn tók þetta upp á band og útkoman var stór- kostleg og naut vinsælda í útvarpi. Þessi uppákoma var svo endur- tekin fyrir sjónvarp. Ég kvarta ekki - Hvernig er að vera ljóðskáld í Bandaríkjunum? - Það gæti verið verra. Ekki kvarta ég, mér finnst ég fá heldur meiri athygli en ég gæti búist við, því Ijóð mín eru heldur lokuð mörg hver. En þegar við byrjuðum að lesa upp árið 1955 í San Francisco og þá var Allen Ginsberg með og las upp Howl, þá var áhuginn á ljóðum næstum enginn. Við, okkar kynslóð, gerði sitt til að vekja Michael McClure: Hold er hugsun segir hann. Uppreisn er raunveruleg.... (Ljósm. A' uppreisn, rífa og tæta það sem var tekið gott og gilt.... í fyrrnefndri ljóðabók er á ein- um stað látin í ljós ósk um að „spendýrið inni okkur" nái völdum yfir manninum og stefni nafn- greindum forsetum (m.a. Kennedy og Johnson) og svo öllum þing- mönnum fyrir fjöldamorð - á Ví- etnömum og svertingjum og gyð- ingum og hvölum og fjallagórillum og Indjánum og tígrisdýrum... Það segir líka: núna, ýmislegt hefur breyst síðan þá. En ritskoðun hefur jákvæðar hliðar, maður hefur eitthvað til að berjast fyrir, fólk fer að halda að það skipti máli hvað skrifað er. Það versta við ritskoðuner svo, að hún er tengd hagsmunum þeirra sem vilja óbreytt ástand, hún á ekkert skylt við það að samfélag, sem er ríkt af samræmi, lýsi því yfir hvað það vilji láta koma inn fyrir sínar dyr og hvað ekki (en þann rétt virði ég)- Viðtal við bandaríska skáldið Michael McClure hann. Þetta sem við vorum að gera var einskonar bókmenntalegur undanfari að því sem gerðist síðar. Þegar svo mótmælahreyfingarnar risu, árið 1968, þá urðum við eins- konar rosknir stjórnvitringar hipp- anna. Ég hefi kunnað vel við þá strauma sem liggja frá Bítinu og allt til pönkara. Iþeim skilningi að fólk, sem hefur verið á þeim slóð- um, hefur verið að leita að sterkari sjálfsvitund, reynt að forðast það að lifa í einni vídd. Ég skal ekki segja að skáld- skapur eigi að gegna einhverju til- teknu h.lutverki. Mér leiðist að setja dæmið þannig upp. En ef spurt er um félagslegt gildi skáld- skapar þá er mér skapi næst að svara því til að hann skapi fjöl- breytní í hugsun. Uppreisnin - Þú segir á einum stað að bylt- ing sé tilfinning en uppreisn sé raunveruleg? - Já, það sem ég á við er að um tíma festu menn tilfinningalíf sitt mjög við tal um byltinguna. En ég hafði aldrei trú á því að hún væri á leiðinni. En það var hægt að gera Nógu oft er sagt og heyrt að við séum öll afurðir tímans og enginn beri ábyrgð. Tími er kominn til að handtaka þá óðu sem eru valdamiklir og gera óskaðlega þá afskiptalausu um vitfirringu þeirra og ránsskap, morð og tortímingu. Tími er kominn til að þrífa til í Ameríku í hers höndum... Klámleikritið - Þú hefur átt í útistöðum við ritskoðunina? - Já. Það var út af leikriti sem ég samdi árið 1965 og hét Skeggið. Það er tvítal milli Billy the Kid, frægs útlaga og þjóðsagnapersónu, og kvikmyndageddunnar Jean Harlow. Það var kallað klámfengið og ég stóð lengi í allskonar mála- ferlum og veseni út af því - það var t.d. stöðvað af lögreglunni í Los Angeles nítján kvöld í röð - aftur á móti fékk ég tvenn verðlaun fyrir þetta sama verk í New York. Slíkir atburðir myndu raunar ekki gerast Búið að yrkja ? Ég hefi víst skrifað ein 30 leikrit, margt einþáttunga. Núna síðast skrifaði ég Jósefínu Músasöng- konu, það er tilbrigði við sögu eftir Franz Kafka. - Stundum eru menn að kvarta yfir því að búið sé að yrkja um flesta hluti og um margt ágætlega. Hvað finnst þér? - Manni finnst stundum að mað- ur hafi lesið ég veit ekki hvað mikið af ágætum skáldskap. Samt er alltaf von á einum: Allt í einu sit ég með japanskt skáld, sem ég þekkti ekki áður, og hann gerir dýrleg ljóð um matinn á borðinu og brúðkaup froskanna í tjörninni og þetta hefi ég aldrei séð áður. Menn eru líka alltaf að mætast í bókmenntunum: Hann heyrir hvernig ég skynja þetta, ég sé hvernig hann skynjar hitt, við erum alltaf að ávarpa þá sem hafa önnur móttökutæki en við og þessi iðja úreldist ekki. Ég skil það vel að menn geti verið tóm- ir sjálfir og leiðir á sjálfum sér, en ég er ekki hræddur um að bók- menntirnar tæmi möguleika sína. Ég skrifa reyndar alltaf fyrir sjálfan mig. Svo er bara að vona að öðrum finnist ómaksins vert að lesa Ijóðin og útgefandinn verði sæll og glaður. Og kannski er það enn erfiðara að vera skáld í Evrópu en heima hjá mér. Bæði af því að Evrópu- menn eru djúpt sokknir í ákveðinn umræðuheim, borgirnar hafa kom- ið upp á milli þeirra og náttúrunn- ar, og kannski er bandarískur and- skáldskapur, sem mætti kalla svo, hollari örvun en virðingarhefðin hér. Sú stjórn er best í síðustu ljóðabók Michaels McCure, Fragments of Perseus, er ljóð sem nefnist Athafnarspeki. Það byrjar-á þessum orðum: „Sú stjórn er best sem stjórnar minnst“. - Þegar ég setti saman kvæðið, sagði Michael, þá hélt ég að ég væri að vitna í Thomas Jefferson. Ein- hver kunningi minn sagði að þetta væri viska úr Gandhi. Svo kemur þú og segir að þetta sé Laó Tse. Til eru þánkar sem enginn veit lengur hvaðan komnir eru. - Þú ert semsagt líffræðilegt al- lífsskáld með stjórnleysishneigðir. Færðu ekki orð í eyra um að þú vitir ekki hvað þú viljir í hinum hagrænu málum, þú og þínir líkar séu vita ópraktískir rómantíkusar sem auðvelt sé að hunsa? - Ég er reyndar ekki hagfræði- lega þenkjandi. En ég hefi áhugaá Græningjunum þýsku og skyldum hreyfingum í Bandaríkjunum, sem hafa hugann við litlar einingar, ábyrgð á umhverfinu, á vatni og mold og skógi. En ég ætla bara að vona að við séum nógu rómantískir og óprakt- ískir. Svo mjög að það verði ekki hægt að ganga fram hjá okkur. Arni Bergmann skráði.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.