Þjóðviljinn - 24.03.1984, Síða 17
-25. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
Alchemy
Dire Straits:
Góð
hljóm-
leikaplata
Dire Straits sendi frá sér fyrir
skömmu nýja tvöfalda hljóm-
leikaplötu, sem hefur að geyma
flest af vinsælustu lögum hljóm-
sveitarinnar. Lög eins og „Sult-
ans of Swing“, „Solid Rock“,
„Tunnel of Love“ svo nokkur séu
nefnd.
Síðast liðið sumar urðu manna-
breytingar í hljómsveitinni, nýr
trommuleikari var ráðinn. Sá
heitir Terry Williams og hefur
unnið sér það til frægðar að hafa
verið í þeirri merku hljómsveit
Rocpile þar sem Nick Lowe og
Dave Edmunds voru aðal drif-
fjaðrirnar. Skömmu eftir þessar
mannabreytingar kom út lítil
plata með laginu „Twisting by the
Pool“ sem naut mikilla vinsælda.
En þar var horfið frá hinum hefð-
bunda Dire Straits stíl og yfir í létt
„popp“.
Ferill Dire Straits er ansi
skrautlegur. Þeim skaut upp á
miklu og gerðu meiri væntingar1
til hljómsveitarinnar en hún fékk
með góðu móti staðið undir. Það
hefur reynst erfitt að brjóta niður
þá ímynd sem hljómsveitin fékk á
sig eftir fyrstu plötu sína. Ekki
hafa þeir félagar heldur gert
mikið til að hrista upp í gömlu
ímyndinni fyrr en með laginu
„Twisting by the Pool“ og voru
ýmsir aðdáendur hljómsveitar-
innar heldur óhressir með stefnu-
breytinguna.
Aðeins eru tveir menn eftir af
upprunalegu hljómsveitinni, þeir
Mark Knofler sem er allt í öllu í
hljómsveitinni og John Illesley
bassaleikari. Aðrir í hljóm-
sveitinni eru Terry Williams,
Alan Clark og Hal Lindes.
Alchemy, en svo nefnist þessi
hljómleikaplata, var hljóðrituð í
júní síðastliðnum og er upptakan
alveg óbreytt á plötunni. Engin
endurhljóðblöndun eða neitt í þá
áttina. Eins og fyrri daginn skín
stjarna Marks Knoflers skærast,
hann fer á kostum á þessari plötu.
Hinir standa í skugga hans og er
það nokkur skaði því þetta eru
góðir hljóðfæraleikarar. Alc-
hemy er góð hljómleikaplata og
miklu betri en seinasta stóra plata
hljómsveitarinnar, Love over
Gold, sem olli mér sárum von-
brigðum. Vonandi er hljóm-
sveitin að rífa sig upp úr þeim
öldudal sem hún hefur verið í
undanfarið og verður fróðlegt að
heyra næstu stúdíóplötu þeirra.
JVS
dxgurmál
Að skapa sögu
Linton Kwesi Johnson. Myndirnar tók Billi í
Reykjavík sl. desember.
Dire Straits. Gítarsnillingurinn Mark Knopfler stendur bakvið slaghörpuna lengst til vinstri.
stjörnuhimininn árið 1978 með
plötu sem bar nafn hljómsveitar-
innar. Á plötunni var lagið „Sult-
ans of Swing“ sem var eitt vin-
sælasta lag ársins. Það merkileg-
asta við plötuna var að hún var
hljóðrituð á mettíma, innan við
20 klukkutíma að mig minnir.
Ekki átti nokkur kjaftur von á
þessari ótrúlegu sölu sem varð á
plötunni og allra síst þeir sjálfir.
Það var fyrst og fremst stórkost-
legur gítarleikur Mark Knoflers
sem yljaði mönnum um hjarta-
ræturnar. Knofler skipaði sér
með þessari plötu í röð bestu gít-
arleikara heims og hrifust ýmsar
gamlar hetjur af leik hans og
fengu til aðstoðar við sig, kappar
eins og Bob Dylan og Brecker og
Fagan, mennirnir á bak við
Steely Dan.
Eftir þessa glæsilegu byrjun
bjuggust menn, að ég held, við of
Reggí-tónlist á sér ekki langa
sögu í Englandi. Það var fyrst í
byrjun síðasta áratugar sem hún
fór að njóta einhverrar hylli.
Saga hennar í Englandi hófst þeg-
ar innflytjendur frá Jamica sett-
ust þar að. Meðal fyrstu reggí
hljómsveitanna í Englandi sem
eitthvað hvað að voru Matumbi
Og Aswad, en það voru menn eins
og Bob Marley og Peter Tosh
sem ruddu þessari tónlistarstefnu
braut. Það var svo ekki fyrr en
um miðjan síðasta áratug sem
menn fara fyrst að gefa reggi-
tónlist einhvern verulegan gaum.
Einn af frumkvöðlum reggí
tónlistar í Englandi er Linton
Kwesi Johnson sem er okkur ís-
lendingum að góðu kunnur eftir
stórkostlega tónleika í Sigtúni í
desember síðastliðinum.
Skömmu áður en LKJ kom hing-
að hljóðritaði hann ásamt Dennis
Bowell Dub Band plötu sem nú
er komin í verslanir hér á landi.
Nafnið á þessari fjórðu plötu LKJ
er Making History, nafn sem hæf-
ir henni mjög vel. Áður hafði
hann sent frá sér plöturnar Dread
Beat an’Blood árið 1978, forces of
Victory árið 1979 og Bass Culture
sem kom út árið 1980. Einnig hef-
ur LKJ sent frá sér þrjár ljóða-
bækur óg fæst a. m. k. ein þeirra,
Inglan is a Bitch, í Gramminu.
LKJ tilheyrir svokölluðum
„dub“-skáldum sem mikið hafa
látið að sér kveða upp á síðkastið.
Textar eða ljóð LKJ eru há-
pólitískir og í þeim fjallar hann
um atöðu minnihlutahópa í Eng-
landi í dag. Ekki er verið að skafa
utan af hlutunum og fá þau öfl
sem líta baráttu litaðra áhýru
auga þar í landi aldeilis á
baukinn. LKJ er einn af frum-
kvöðlum ef ekki stofnandi Race
Today félags sem hefur það
markmið að berjast fyrir málefn-
um litaðra.
LKJ vakti fyrst á sér athygli í
útvarpsþætti í BBC árið 1973
þegar hann flutti kvæði sitt „Two
Sides of Silence“. Þáttur þessi
sem nefndist „Full House“ var
einhverslags menningarþáttur og
fjallaði einn þeirra um Vestur-
Indíur og var LKJ fenginn til að
fara með þetta kvæði.„Two Sides
of Silence" var með því fyrsta
sem hann orti og vísbending um
hvað mundi fylgja í kjölfarið.
Eitt af yrkisefnum LKJ er lífið í
Brixton-hverfinu í London, en
það býr nær eingöngu hörunds-
litað fólk. í viðtali sem Zig Zag
átti við hann og birtist í maí 1980
kom fram að það væri fyrst og
fremst lögreglan sem ógnaði, lífi
Brixtonbúa. Hann sagði að fram-
ferði ýmsra öfgahópa til hægri
væri hreinn barnaleikur miðað
við framferði lögreglunnar. Það
er vakið máls á þessu hér sökum
þess að ári eftir þetta viðtal fór
allt í bál og brand í hverfinu og
einmitt fyrir þá sök að lögreglan
réðist inn í það grá fyrir járnum. f
Iaginu „Making History" fjallar
LKJ um þessa atburði og hvað
þeir táknuðu fyrir hina lituðu
íbúa hverfisins.
En það er ekki aðeins um lífið í
Brixton sem LKJ hefur ort. Hann
hefur einnig fjallað um vandamál
fyrstu innflytjendanna frá Jama-
ica í Englandi. Einnig lætur hann
sér annt um stöðu verkamanna
og í laginu „Wat About Di Work-
ing ’Claas?" fjallar hann um þau
öfl sem brjótast undan alræðinu
hvort sem það er í Gdansk í Pól-
landi eða New Cross í Suður-
London.
LKJ hefur ferðast víða um og
kynnt mönnum skoðanir sínar á
baráttufundum. Tónleikarnir í
Sigtúni sem minnst var á hér að
framan voru einn liður í herferð
hans. LKJ hefur einnig verið
ötull við að kynna önnur „dub“-
skáld og má minnast þess að hann
var einn þeirra sem veittu Micha-
el Smith athygli og var aðstoðar-
upptökustjóri á fyrstu og einu
plötu Smiths, Mi Cyaan Believe
It. LKJ lítur á plötur sínar fyrst og
fremst sem miðil til að koma
skoðunum sínum á framfæri til
minnihlutahópa í Englandi og ef
einhverjir aðrir kaupa plötur
hans og hrífast af boðskapnum þá
sé það ágætt, en það sem skiptir
máli sé að blása lífi í baráttuhópa
litaðra.
A Making History nýtur Denn-
is Bowells og Dub Bands hans.
Eins og menn kanski muna þá
sýndu þeir stórkostlega takta í
Sigtúni forðum daga en á plöt-
unni eru þeir betri. Þetta er frá-
bær plata og á henni má heyra lög
sem leikin voru á tónleikunum í
Sigtúni, lög eins og „Di Great In-
ohreckshan" og „Making Hist-
ory“. Fyrir þau sem mættu á tón-
leikana er þetta skylduhlustun og
fyrir hin gæti þetta verið upphafið
að reggi-æði. Það má með sanni
segja að með þessaari plötu sé
LKJ að skrifa sögu, sögu minni-
hlutahópa, sögu sem ekki er of
mikið fjallað um, sögu sem á er-
indi til okkar allra. Það má taka
undir orð hans er hann segir:
Muzik of blood
Black reared
Pain rooted
Heart geared.
(Bass Culture)
JVS