Þjóðviljinn - 24.03.1984, Síða 21
Helgin 24.-25. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21
Skúli Óskarsson:
„Sárt að horfa uppá
að íþrótánni blœði út
Til aö fylgja á eftir áform-
um sínum um að koma hinu
nýja „Jakabóli" við Frost-
askjól í gagnið hafa lyft-
ingamenn í Reykjavík gefið
út kynningarbækling þar
sem reifuð er saga þeirra og
markmið. Skúli Oskarsson,
hinn kunni lyftingamaður
frá Fáskrúðsfirði sem kjör-
ínn var íþróttamaður ársins
1978 og 1980 og setti heim-
smet í kraftlyftingum, dýfir
þar penna í blek og segir:
„Frá upphafi lyftingaiökunar
hérlendis hefur framgangi íþrótt-
arinnar löngum verið ógnað af
aðstöðuleysi. Þegar ég hóf lyft-
ingaferil minn, þvældist maður úr
einum hjallinum í annan. Það var
sem svo að ef einhversstaðar var
að finna hús sem taldist ónothæft
til flestra hluta. þá fengum við
lyftingamenn allra náðarsam-
legast að koma lyftingastöngun-
um okkar þar fyrir.
Við höfðum t.d. aðstöðu í af-
gömlu og niðurníddu frystihúsi
(sænska frystihúsinu) en þaðan
var okkur úthýst þar sem talið var
að við eyðileggðum húsið nteð
þungum lóðum okkar. Við stóð-
um um síðir uppi með gamalt
þvottahús í Laugardalnum sem
viö urðum að byggja upp svo gott
sem frá grunni. I því húsi, sem í
fyllingu tímans var kall tð Jaka-
ból, átti ég síðan mín bestu ár sem
lyftingamaður. Hús þetta er nú
að hruni komið vegna mikillar
notkunar í gegnum árin. Hið lé-
lega húsnæði hefur nú orðið til
þess að sífellt erfiðara er að fá
unga menn til að hefja iðkun lyft-
inganna, og þar með taka við af
gömlum brýnum eins og mér.
Ég hef nú hætt keppni í lyfting-
um eftir 13 ára stífan keppnisfer-
il, en þykir sárt að horfa upp á að
íþróttinni muni smátt og smátt
blæða út vegna skorts á
mannsæmandi æfingaaðstöðu.
Ég vil því biðja þig, lesandi góð-
ur, að taka vel á móti beiðni okk-
ar lyftingamanna um aðstoð við
að reisa íþróttinni varanlegt æf-
ingahúsnæði.
Skúli Óskarsson: „Sífellt erfiðara að fá unga menn i lyftingarnar".
,y erðum að
• •
snua vom 1
sókn til að
halda lífi“
„Við erum í raun að berjast fyrir lífi okkar, það hefur orðið
mikil stöðnun í okkar íþrótt og við höfum fengið fáa nýja
lyftingamenn síðan heilsuræktarstöðvarnar fóru að spretta
upp. Þær eru mikið boðlegri en það sem við höfum uppá að
bjóða; til að halda lífi verðum við að snúa vörn í sókn og það
ætlum við að gera með því að koma upp nýju „Jakabóli“ við
Frostaskjól“, sagði Ólafur Sigurgeirsson, forsvarsmaður
reykvískra lyftingamanna, í samtali við Þjóðviljann.
„Jakaból" í Laugardal er eina verður 475 fermetrar að grunn-
aðstaða lyftingamanna í Reykjavík flatarmáli og hýsir tvo æfingásali
fyrir líkamsrækt og lyftingar, auk
búningsklefa fyrir bæði kyn. „Kon-
ur hafa ekki getað æft hér í Jaka-
bóli vegna aðstöðuleysis en við
vitum að áhuginn á þeim erj
fyrir hendi.
Ekki telst þetta meðal fegurri íþróttahúsum Reykjavíkurborgar en þarna, í Jakabóli í Laugardal, er eina aðsta&a
Jyftingamanna í hörfuðborginni. Myndin talar sínu máli um ástand hússins. Mynd: -eik.
dag og það þarf ekki að virða
húsnæðið lengi fyrir sér til að sjá að
það er ekki líklegt til að standa
undir sjálfu sér lengi í viðbót. Lyft-
ingamenn fengu Jakaból til um-
ráða fyrir átta árum er þeir fóru
framá að fá að byggja ofaná þvott-
ahústóft við gömlu þvottalaugarn-
ar í Laugardal. Það fékkst, húsinu
var komið í nothæft stand með
mikilli sjálfboðavinnu sem síðan
hefur sífellt haldið áfram þar sem
stöðugt hefur þurft að halda í horf-
inu til að höllin hryndi ekki. Á síð-
asta ári var síðan tvívegis kveikt í
húsinu en lyftingamenn komu því
jafnharðan í viðunandi stand á ný.
Fyrir nokkru sóttu lyftingamenn
um íóð fyrir nýtt æfingahúsnæði og
hana fengu þeir við Frostaskjól
eins og áður er vikið að, nánar til-
tekið í einu horninu á félagssvæði
KR-inga. Gísli Halldórsson,
heiðursforseti ÍSÍ, teiknaði húsið
og tók fyrstu skóflustungujia að því
í september árið 1982. Búið er að
steypa plötuna en nýbyggingin
„Við höfum náð að leggja út 1,6
miljón króna í plötuna og kaup á
stálgrindum í húsið. Stefnan er sú
að hægt verði að æfa í nýja húsinu í
haust og það verði síðan fullklárað
1985 en til þess þurfum við að ná í
hálfa aðra miljón króna. Næsta
skrefið er að leita til 20 vel stönd-
ugra fyrirtækja um hvort þau vilji
byggja þetta lyftingahús með okk-
ur og leggja til þess 30 þúsund
krónur hvert. Þau fengju áletraðan
skjöld til minja, og að auki aðstöðu
til líkamsræktar og æfinga fyrir sína
starfsmenn. Til að ná endum sam-
an yrði síðan leitað til minni fyrir-
tækja og staðið fyrir söfnun meðal
einstaklinga eða komið á fót
happdrætti. Allmargir lyftinga-
menn hafa lagt fram fé úr eigin vasa
Ólafur útskýrir, Björn Hrafnsson fylgist með. Á myndinni sjást glöggt hrörnandi innviðir jakabólsins í Laugar-
dal. Mynd: -eik.
Ólafur Sigurgeirsson, Björn Hrafnsson og Björn Lárusson kynna áform
reykvískra lyftingamanna. Mynd -eik.
til byggingarinnar, 30 þúsund hver,
en meira þarf til“, sagði Ólafur.
Það kom fram hjá Ólafi og kol-
legum hans, Björnunum Hrafns-
syni og Lárussyni, að húsbyggingin
sjálf yrði að mestu eða öllu leyti
framkvæmd í sjálfboðavinnu og til
þessþyrftia.m.k. 1000 vinnustund-
ir. Þeir töldu að svipaður eða meiri
tími lyftingamanna hefði farið í að
reisa og viðhalda Jakabóli hinu
gamla undanfarin ár.
„Ekki gert ráð
fyrir okkur“
„Fram til þessa hefur ekki verið
gert ráð fyrir lyftingum í íslensku
íþróttalífi, a.m.k. ekki í hinni opin-
beru íþróttastefnu. Lyftingamenn
hafa ætíð verið hornreka hvað að-
stöðu varðar. f Svíþjóð er t.d. skylt
að hafa lyftingatæki í öllum skólum
og íþróttahúsum en hér á landi hafa
ekki verið gerðar kröfur þar að lút-
andi. í seinni tíð hafa að vísu komið
fram litlir þrekklefar í íþróttahús-
unum en þeir hafa hvorki verið fugl
né fiskur og oftast hafa örlög þeirra
orðið þau, að vera notaðir sem
draslgeymslur. Asíðustu árum hef-
ur komið fram hversu mikið fjöl-
margar aðrar íþróttir geta hagnýtt
sér lyftingarnar og frjálsíþrótta-
menn hafa mikið æft hjá okkur
undanfarin misseri. Gildi lyfting-
anna er sífellt að koma betur og
betur í ljós“, sagði Ólafur Sigur-
geirsson. -VS
Þarna, á KR-svæðinu, er platan undir hið nýja hús komin í jörð nlður. Til
vinstri sjást vel sérstaklega járnstyrktir fletir sem eiga að þola ógnarþunga
lyftingalóðanna sem skellt er niður.