Þjóðviljinn - 24.03.1984, Síða 27
Helgin 24.-25. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27
Tveir nýir bankastjórar að Útvegsbankanum
Jónas Rafnar stóð upp
fyrir Lárusi Jónssyni
Bankaráð Útvegsbanka ís-
lands ákvað á fundi sínum í gær
að ráða tvo nýja bankastjóra,
þá Lárus Jónsson formann fjár-
veitingarnefndar Alþingis og
Ólaf Helgason aðstoðarbanka-
stjóra Utvegsbankans. Nýju
bankastjórarnir taka til starfa 1.
júní í sumar og koma í stað Ár-
manns Jakobssonar og Jónas-
ar G. Rafnar. Auk þeirra Lárus-
ar og Ólafs verður Halldór Guð-
bjarnarson áfram bankastjóri
og Reynir Jónasson aðstoðar-
bankastjóri.
Guömundur Karlssön formaður
bankaráðs Útvegsbankans sagði í
samtali við Þjóðviljann í gær að of-
angreindar breytingar á manna-
haldi í bankanum hefðu ekki verið
lengi á döfinni. Sérstaka athygli
vekur að Jónas Rafnar skuli segja
upp starfi sínu þar sem hann er að-
eins 63 ára gamall og hefðir fyrir
því innan bankakerfisins að banka-
stjórar gegni störfum allt fram að
sjötugu.
Eins og greint var frá í fjölmiðl-
um mistókst formanni Sjálfstæðis-
flokksins að tryggja Lárusi
Bankaráð Útvegsbanka íslands við upphaf fundar i gær þar sem þeir Jónas Rafnar og Ármann Jakobsson sögðu upp störfum en Lárus Jónsson og Ólafur
Helgason voru ráðnir í staðinn. Ljósm. eik.
Jónssyni bankastjórastöðu í Bún-
aðarbankanum í síðasta mánuði.
Jónas Rafnar er tengdafaðir Þor-
steins Pálssonar formanns flokks-
ins og telja menn að með því að
standa upp úr stól sínum nú bjargi
hann heiðri tengdasonarins sem
þar með hefur orðið við kröfu
flokksins um að útvega Lárusi
bankastjórastöðu.
Lárus Jónsson hefur verið þing-
maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
Norðurlandskjördæmi eystra frá
árinu 1971 en varaþingmaður frá
1963. Jónas Rafnar var áður þing-
maður sama kjördæmis. Frá því
núverandi ríkisstjórn tók við hefur
Lárus verið formaður fjárveiting-
arnefndar Alþingis.
Ólafur Helgason hefur starfað í
Útvegsbankanum um langt árabil,
síðast sem aðstoðarbankastjóri.
Hann var m.a. útibússtjóri í
Vestmannaeyjum um nokkurra
ára skeið og hafði m.a. með mál-
efni útibúanna að gera eftir að
hann fluttist til Reykjavíkur.
- v.
9 bæjarstarfsmannafélög hafa samið
Enginn unglinga-
taxti í Kópavogi
í nýjum kjarasamningi ;em Starfs-
mannafélag Kópavogskaups aðar hefur
gert við launanefnd sveitart laga er sú
breyting gerð frá almennu samningun-
um að hinn sk. unglingataxti er ekki
tekinn inn. Var samin sérstök bókun
þar sem m.a. segir að þar sem enginn
starfsmaður kaupstaðarins er undir 8.
launaflokki sé ekki ástæða til að hafa
unglingataxtann inni í samningnum.
Hins vegar kemur þessi breyting til góða
þeim sem gegna afleysingastörfum hjá
Kópavogskaupstað.
Samningar Starfsmannafélagsins
voru til umræðu á félagsfundi í fyrradag
en skriflegri atkvæðagreiðslu lýkur í
dag. Með samningi starfsmanna Kópa-
vogsbæjar hafa 10 bæjarstarfsmannafé-
lög nú gert samninga en 9 félög innan
BSRB hafa enn ekki gengið frá
samkomulagi við launanefnd sveitarfc-
laga, sem fer með samningsumboðið
fyrir hönd sveitarstjórna. Sex félaganna
hafa þegar afgreitt samningana og þeir
alls staðar verið samþykktir.
í Reykjavík sögðu 719 já en 462 nei,
eins og fram kom í Þjóðviljanum í fyrra-
dag. A Akureyri sögðu 171 já en 48 nei.
í Mosfellssveit sögðu 16 já en 4 nei. í
Lokatölur
hjá
BSRB
Lokatölur í atkvæðagreiðslu
ríkisstarfsmanna innan BSRB
liggja nú fyrir. 11.997 voru á
kjörskrá en 9.682 neyttu at-
kvæðisréttar síns eða 80.7%. Já
sögðu 5,596 eða 57.8% og nei
sögðu 3.846 eða 39.7% Auðir
og ógildir seðlar voru 240 eða
2.5%.
- v.
Hafnarfirði var samningurinn sam-
þykktur með 86 atkvæðum gegn 54. f
Garðabæ sögðu 46 já en 3 voru á móti.
Á Seltjarnarnesi var samningurinn
samþykktur með 31 atkvæði gegn 7.
Hjúkrunarfélag íslands gerði samn-
ing við Reykjavíkurborg fyrir hönd
hjúkrunarfræðinga hjá borginni. Var sá
samningur samþykktur naumlega með
72 atkvæðum gegn 70.
- v.
Siglingamálastofnun:
Úttekt á sjóslysum
á síðustu 30 árum
Siglingamálastofnun fyrirhug-
ar að framkvæma úttekt á öllum
sjóslysum hér við land á síðustu
30 árum. Hér er að sjálfsögðu
mjög viðamikið starf, en eigi að
síður þarft. Þessi ákvörðun kem-
ur í kjölfar þeirrar miklu um-
ræðu sem átt hefur sér stað í
landinu að undanförnu um ör-
yggismál sjómanna, en sem kunn-
ugt er hefur komið í Ijós að þar er
víða pottur brotinn.
Þá er fyrirhuguð síðar á árinu
ráðstefna á vegum Siglingamál-
astofnunar urn öryggismál sjó-
manna, þar sem allir er málið
varðar munu koma saman og
ræða það.
Við athugun sem Siglingamál-
astofnun gerði á þeim 8 bátum,
smíðuðum í Þýskalandi á árunum
1956-1960 og farist hafa var búið
að skipta um vélar í þremur
þeirra, en ýmsar aðrar breytingar
höfðu verið gerðar á þessum
skipum.
- S.dór
Neisti í nýjum búningi
Fylkingin ber ekki ábyrgð opin-
berlega á fjórmenningunum
Neisti málgagn Fylkingarinn-
ar er kominn út í nýjum bún-
ingi. A síðasta miðstjórnar-
fundi Fylkingarinnar var
ákveðið að breyta útliti blaðsins
og minnka brotið. Nokkrar
deilur urðu m.a. um þessi
áform á miðstjórnarfundinum
en meirihlutinn hafði sitt fram.
í hinum nýja Neista er stutt frétt-
ayfirlit, grein um ríkisstjórn verka-
lýðsflokkanna, andstöðuna í Pól-
landi, viðtal við fyrrvrandi blaða-
fulltrúa Bishops á Grenada, um
Nicaragua og E1 Salvador, um
Kissinger-skýrsluna, byltinguna á
Kúbu. Þá er í Neista grein eftir Má
Guðmundsson um samdrátt og
atvinnuleysi. Þá er grein um miðst-
jórnarfund Fylkingarinnar, þar
sem klofningurinn var staðfestur. í
lok þeirrar greinar segir höfundur-
inn Árni Sverrisson um miðstjórn-
arfélagana fjóra, Guömund
Hallvarðsson, Ragnar Stefánsson,
Birnu Þórðardóttur og Rúnar
Sveinbjörnsson, sem sögðu sig úr
Fylkingunni: „Það leiðir hins vegar
af úrgöngu þeirra úr Fylkingunni,
að þessir fjórir félagar eru ekki
lengur talsmenn Fylkingarinnar og
hún ber ekki lengur pólitíska
ábyrgð á framgöngu þeirra, störf-
um-og málflutningi í pólitískum
samtökum og opinberlega“.
Neisti á að koma út átta sinnum á
ári og kostar áskriftin 400 krónur
fyrir hálft ár. Næsta tölublað kem-
ur út í apríl.
-óg
Fellt að slyðja unga
bændur sérstaklega
Steingrímur J. Sigfússon
flutti tvær breytingartillögur
við stjórnarfrumvarp um
breytingar á lausaskuldum
bænda í föst lán, sem afgreitt
var frá neðri deild Alþingis í
fyrradag, og voru þær báðar
felldar.
Breytingarnartillögurnar
voru svohljóðandi:
1. Lánveitingar samkvæmt
lögum þessum skulu sérstak-
lega miða að því að leysa fjár-
hagsvanda þeirra bænda sem
nýlega hafa byrjað búskap,
staðið í gagngerri uppbyggingu
eða endurbótum á bújörð sinni
eða búa við sérstaklega erfiðan
fjárhag vegna fjölskylduað-
stæðna.
2. Innlánsstofnunum er skylt
að taka við bankavaxtabréfum
er gefin verða út samkvæmt
lögum þessum. Seðlabankinn
endurkaupir þessi bréf. - - ekh