Þjóðviljinn - 31.03.1984, Síða 6

Þjóðviljinn - 31.03.1984, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. mars — 1. apríl 1984 tUOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Guðrun Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson'. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreíðslustjórí: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, ólafur Gíslason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita* og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. ritstjérnargrein Hannes Kr. Davíðsson arkitekt: Framsóknar- forystan er í reynd á móti bœndum í Þjóðviljanum á fimmtudag var greint frá háðu- legum orðum Inga Tryggvasonar formanns Stéttar- sambands bænda á bændafundi í Þingeyjarsýslu um þá einstaklinga sem reynt hafa að selja íslenskt lambakjöt á erlendum mörkuðum. Ingi Tryggvason talar máske fremur sem Fram- leiðsluráðsmaður og þó umfram allt Framsóknarfor- ystumaður þegar hann eys skömmum og svívirðingum yfir neytendur og bændur sem bukka sig ekki fyrir útskýringum landbúnaðarpáfanna úr Framsóknar- flokknum. Flestir neytendur eru á einu máli um að íslenska lambakjötið sé afburða góð framleiðsla. Þeir sem dval- ið hafa meðal erlendra þjóða vita, að ef útlendingar komast á bragðið með íslenska lambakjötið, þá þykir þeim flest annað kjöt tæpast annað en fúlmeti. Ástæð- an er m.a. sú að kjötframleiðsla í iðnríkjunum er meira og minna kemisk fjöldaframleiðsla þar sem náttúrlegt bragð glatast. Möguleikar íslensks lambakjöts á erlendum markaði hafa því falist fyrst og fremst í því, að auglýsa vöruna sem náttúrlega afurð - og er því skiljanlegt að menn kalli hana „villibráð“ á markaði erlendis. Enda er það ekki svo fjarri sanni þegar samanburðurinn við kem- isku fjöldaframleiðsluna er hafður í huga. Samband íslenskra samvinnufélaga eða öllu heldur SÍS-forstjórarnir hafa hingað til fengið að ráða því hvernig markaðsleit og öflun er háttað fyrir hina ís- lensku framleiðslu. Árangurinn er slæmur eins og raun ber vitni. Kjöt er flutt út á svo lágu verði að þarf að greiða hundruð miljóna með kjötförmunum árlega. Sláturhúsin sem flest eru í eigu SÍS sýna ótrúlega háan sláturkostnað. í ljós hefur komið að stór hluti verðsins er „geymslukostnaður“. Það þýðir að það borgar sig fyrir eigendur sláturhúsanna, SIS, að hafa kjötið sem lengst í geymslu. Meðal annars af þessum ástæðum hefur SÍS sinnt markaðsöflun og sölu á ís- lensku lambakjöti seint og illa. En málið verður enn alvarlegra þegar Framleiðsluráðsframsóknarmennirnir reyna að koma í veg fyrir að einstaklingar og einkafyrir- tæki afli markaða og selji kjöt úr landinu. En einmitt þetta hefur verið að gerast. Á sama tíma og Framsóknarflokkurinn ætlar að draga úr niðurgreiðslum á landbúnaðarvörum á innan- landsmarkaði svo að varan seljist enn síður, þá er verið að gera þeim sem vilja selja kjötið erlendis erfitt fyrir. Af hverju er brugðið á það ráð að draga úr niður- greiðslum á landbúnaðarvörum? í fyrsta lagi af því að þær mælast ekki lengur í vísitölu á laun. Auðvitað gleyma stjórnarherrarnir eða vilja ekki vita af því, að íslensk landbúnaðarvara er hollustuvarningur sem landsins börn þurfa á að halda. Minni sala á landbúnað- arvörum þýðir einnig minni hollustu og hættu á því að láglaunafólk neiti sér um nauðsynlega fæðu. Um leið eru þessar ráðstafanir aðför að sauðfjár- bændum í landinu. Vilja stjórnarherrarnir að stór land- svæði leggist í auðn? En auðvitað þýðir minni sala á landbúnaðarvörum hérlendis að bændum verður gert enn erfiðara fyrir. Þegar við það bætist að reynt er að kyrkja í fæðingu tilraunir til að selja kjötið á erlendum 'mörkuðum, þá er sýnt að hverju stefnir. Á labbitúr með Guðjóni Ég þakka þér fyrir ýmsa bæjarrölts-þætti þína, sem ég hef oft lesið mér til skemmtunar. Ekki grunaði mig þá, að ég ætti eftir að verða tilefni rölts. Almennt mundi maður nú ætla að hreyfing væri til góðs, þó miklu máli skipti að sjálfsögðu að maður sé á réttu róli. Ósköp gleður það mig, að greinarkorn mitt í Morgunblað- inu 29. febrúar s.l., skuli hafa valdið þér nokkrum heilabrot- um, hitt hryggir mig ef þau hafa ekki náð lengra en til þess vanda- máls, hvort ég væri „kotungur" eða kannski hallarherra, sem bara hefði láðst að skipta um nafn á aðsetri sínu. Svo þú tefjist ekki of lengi við þetta vandamál, þá vil ég upplýsa þig um aðhvorugter.JörðinÞóru- kot er lögbýli í Bessastaða- hreppi og ber nafn konu, Þóru Jónsdóttur, sem þar bjó ekkja langa tíð á 18. öld og myndi í dag falla undir skilgreininguna ein- stæð móðir þar sem hún bjó með syni sínum Þorsteini. Eigi að síður hélt hún vinnumenn og gerði út og mun hafa búnast vel. Hún skildi alténd eftir sig nýtt skip: sex róið auk gamals þegar hún lést. Já það er margt mann- lífið. Þóra missti í einu lagi föður, mann og bróður í sjóinn. Hún var samíðarmanneskja Björns Gunnlaugssonar í Sviðholti. Kotið ber sem sagt nafn óbreyttrar alþýðukonu, sem mér er aðeins kunn af lestri skjala í Þjóðskjalasafni, þar sem lesa má sögu þúsunda alþýðumanna og kvenna, sem aldrei hafa komist í frægar bækur, en voru þó orsök þess, að við höfum haldið lífi í þessu landi. Ef við styttum nú stans okkar hjá Þóru heitinni'og höldum á rölt, þá vil ég benda þér á, að það sem hefur hjálpað fólki í fram- vindunni er dómgreindin, þessi stór-góði eiginleiki, að geta lagt frá sér hluti, sem þjónuðu ekki lengur og gert sér betri hlut sam- kvæmt fenginni reynslu. Þessi eiginleiki hefur þróast með kyn- slóðunum í baráttunni fyrir líf- inu, baráttunni við óblíð náttúru- öfl. Það var skilningur á og til- finning fyrir þessum viðfangsefn- um sem varð kveikja ljóðs eins og „Nú er hann enn á norðan, næðir kuldaél yfir móa og mel myrkt sem hel.“ Húsakostur okkar er líka ávöxtur þessarar baráttu. Þegar frumþörfunum um skjól var fullnægt þá fóru menn að líta til annarra þarfa svo sem útlits og hlutfalla í rými og fagurfræði- legra eiginda efna og menn fóru að tala um byggingarlist. Þetta er nú bara svona til að benda þér fram á veginn. En mikla málsút- listun gæti ég haft um bygging- arnar við þig ef við færum á langa göngu, en þetta átti nú bara að vera smárölt. Og þó, það var þetta „eitthvað" við stigann, sem þú birtir myndina af. Kannski er það slitið á þrepunum, það segir okkur mjög greinilega, að þarna hefur oft verið stigið niður fæti og við drögumst oft að troðnum slóðum. Kannski hefur þú líka „Kannski hefur þú líka skynjaö erfiðleika gömlu stirðu kvennanna, sem stauluöust þarna upp og niður og hrösuðu og duttu ef til vill vegna þess að þær höfðu ekki gott handrið til að styðja sig við“. Hannes Kr. Davíðsson. skynjað erfiðleika gömlu stirðu kvennanna, sem stauluðust þarna upp og niður og hrösuðu og duttu ef til vill, vegna þess að þær höfðu ekki gott handrið til að styðja sig við. Sem betur fer tóku yfirvöldin fram fyrir hendur þeirra manna, sem bjuggu fólki slíka stiga og settu reglugerðir, sem ættu að hafa tryggt, að í virðulegu húsi þínu í Þingholtun- um sé betur búinn stigi. Þannig verða byltur forfeðranna til að vernda þig og þína. Ég vona að þú vingist við þá stiga með góðum handriðum, sem þú átt eftir að ganga og hugs- ir með hlýhug til þeirra mörgu, sem ekki nutu handriða á sinni tíð og kunnir að meta umhyggju þeirra og kröfur um handrið. Skoðaðu svo byggingarnar á leið þinni í þessu ljósi að breyttu breytanda. Eg verð nú að fara að yfirgefa þig í þetta sinn, en bið þig að fylgjast svolítið með ýmsu sam- ferðafólki þínu hvernig það bregst við húsum, einkum þó kannski kvenfólkinu á blaðinu þínu. Það er þetta mikla dálæti á gömlum húsum, sem virðist ekki eiga sér aðra viðmiðun en aldur- inn og bárujárnið. Æ, það er eins og öll okkar menningarverðmæti séu úr bárujárni. Ef þú lest sögu ýmissa forystu- manna verkalýðsbaráttunnar, þá sérð þú að þessir menn voru að berjast fyrir bættum lífsaðstæð- um og það var draumur margs alþýðumanns að komast í rýmri og betri húsakynni. Nú er það hins vegar orðið nokkurt ein- kenni á vinstri vitsmunaverum að horfa með hrifningu til fyrri húsa- kynna. Getur hugsast Guðjón, að það sé vegna þess að þeir sömu rísi ekki undir því að leysa vanda- mál framvindunnar, en finnist þó að þeir verði að hafa hugsjón? Ég veit, að það er ósköp notalegt þegar við erum úti í hreggi lífsins að halla okkur að fagurri ímynd- un okkar um fortíðina. En verð- um við ekki að halda áfram göng- unni miklu? Ég held það hafi ver- ið Sigfús Daðason, sem orðaði það svo, „Mannshöfuð er nokk- uð þungt, en samt skulum við standa uppréttir". Nú verð ég að óska þér góðrar ferðar áfram, en lestu á leiðinni „Stefánsstikka" Þórbergs Þórð- arsonar, ég geri ósk hans til Stef- áns frá Hvítadal að minni til þín. „Hann sem stýrir heimsins trompi, hefji þinn rass af eldhús- strompi". Þegar þú kemur úr ferðinni býst ég við að þú verðir farinn að skilja ummæli mín um skipulagstillöguna í Grjótaþorpi, sem bannaði okkur að hugsa og skipa til betri vegar á þróunar- brautinni. Kveðja. Hannes Kr. Davíðsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.