Þjóðviljinn - 31.03.1984, Page 11

Þjóðviljinn - 31.03.1984, Page 11
Helgin 31. mars - 1. aprfl 1984 þjÓÐVILJINN - SÍÐA 11 bókmenntir Ferlið mikla Franz Kafka: Réttarhöldin. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1983, Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson þýddu. Káserað Flókin og mikil skáldverk geta verið svoleiðis vaxin að umfjallanir um þau verði hlálegar á síðum dag- blaðs. RáðiÖ sem þá má grípa til nefnist káserí þ.e.a.s. skrafgrein. Ef höfundar blaðagreina ætla að taka verk eins og Réttarhöldin al- varlega verða þeir kannski svo al- varlegir að skrif þeirra lenda í sam- keppni við jarðarfarir og sjúk- dómsskýrslur þunglyndissj úklinga sem afþreyingarefni. Kafka: er ekki einhver goðsagna kenndur hljómur bundinn þessu nafni? Eitt sinn stóð ég í fornbóka- verslun og blaðaði í fallega bund- inni bók, og hét hún Die Kafka- Literatur. Þetta hugði ég mundu verða góð fjárfesting, - Kafka allur í einni bók; spottprís. En viti menn, ekki reyndist þetta vera skáldskapur heldur eitthvað allt annað. Af kaupum varð ekki. Nú liðu enn nokkur ár og aftur stóð ég í fornbókaverslun með skruddu í hendi, Die Kafka-Literatur og reyndist vera eftir sænska lands- bókavörðinn. Nújá hugsaði ég, og mundi ekki par, er loksins búið að safna því í eina bók sem hefur verið skrifað um kallinn? En ekki var nú svo vel. Þeir sem lásu ágæta kynn- ingu Ástráðs Eysteinssonar á Kaf- ka í Tímariti Máls og menningar í fyrra vita að þessi bók frá 1961 hef- ur að geyma 5000 titla á bókum og ritgerðum um Kafka og verk hans. Heimsfélög og til dœmis Hafsteinn Þar með lendir skáldið á bás með James Joyce. Þetta eru meistarar margræðninnar. Stórvirki James Joyce, Ulysses, verkar á nútímann eins og Fjallið Eina, segir Halldór Laxness í Skáldatíma. Hann skrifar að bók Joyce hafi uppurið súrreal- ismann og náð því hámarki í raun- sæisstefnu í skáldskap þar sem bók hættir að vera skáldverk, Ulysses heyri aðeins „undir bókmenntir í sama skilningi og kálfur með fjór- um höfðum undir náttúrufræðina. Það mundi prýða slíkan kálf ef hann gæti staðið á grundinni og bölvað fjórraddað; og einmitt þetta gerir kálfurinn hjá James Jo- yce“. Það er mjög til ksemmtunarauka þegar menn fara að stofna félög, gefa út ársfjórðungsrit og halda minningarhátíðir um svo marg- slungin skáld. Þar næst hápunktur í ástundun bókmenntafræði og þar nálgast hún mest að verða fjar- stæða (frá sjónarmiði vísinda) og kokkteilboð (frá sjónarmiði menn- ingarstarfsemi). Mér hefur oft dottið í hug, úr því stofnað er Jam- es Joyce heimsfélagið og vonandi líka Franz Kafka heimfélagið, hvort ekki sé orðið mál að gefa út tildæmisársrit Hafsteinsguðmunds- sonafélagsins. Hver veit nema margræðni Hafsteins og fleiri góðra manna sé ótæmandi? Sjálfur vildi Kafka láta henda þessu skáld- sagnadóti sínu en var svikinn. Annars er mér fjarri skapi að grínast með Kafka, samvisku- saman kontórista sem fæddist fyrir hundrað árum og bráðum einu bet- ur. Samkævmt algengri kafkatúlk- un leið skáldinu alltaf frekar illa yfir því að geta ekki helgað sig rit- störfum eingöngu. Sumir telja að Réttarhöldin séu saga af því hvern- ig samviskan stríðir á hann einmitt fyrir að stunda ritstörfin of lítið og auk þess fyrir að bregðast hjú- skaparskyldu sinni. Firring, bara fáein sundtök Vita ekki allir núorðið um hvað Réttarhöldin fjalla? Þau eru saga af manni sem er handtekinn en fær að ganga laus, ákærður fyrir eitthvað sem hann veit ekki hvað er og telur sig saklausan. Svo lendir hann í málaferlum sem standa í eitt ár uns dag nokkurn er farið með hann út fyrir borgina og hann drepinn eins og hundur. En þetta er semsé bara umgerð- in. Málaferlin eru innra uppgjör sakbitins manns og undir for- merkjumtilvistarstefnu, endaþetta víti honum kannski að mestu sjálf- skapað; hann lætur jafnvel drepa sig án þess að veita teljandi mót- spyrnu. Stundum er bókin lesin út frá trúarsjónarmiði og er sú leið kannski einna frjóust. Kafka var Árni Sigurjónsson skrifar gyðingur.Bók þessi fjallar umlífs- vandann á svo grundvallandi hátt að það nálgast óhjávkæmilega trú- arsviðið. Onnur algeng túlkunar- leið er þjóðfélagsleg, og er þá efni sögunnar m.a. skoðað í ljósi skrif- ræðisins í byrjun fyrra stríðs er hún var samin. Fyrir tíma iðnvæðingarinnar stendur maðurinn frammi fyrir náttúru sem er fjandsamleg og illviðráðanleg. í þróuðu auðsamfé- lagi verður náttúran viðráðanlegri salir tækniframfara, og þá er það félagsleg kúgun sem tekur á sig hlutverk óskiljanlegra og ógnvæn- legra náttúruafla í formi ofvaxins skrifstofuveldis eins og Kafka bjó við. Mynd Réttharhaldanna af firr- ingunni er markvissari eri flestar aðrar. Þau eru sagan um Ferlið mikla, vélina sem malar okkur og kremur og sem við starfrækjum sjálf. Firringin er birtingarmáti kúgunar sem virðist óskiljanleg og sprottin frá náttúrunni, enda held- ur samfélagsskipulag sem ein- kennist af firringu því ævinlega fram að það sé í samræmi við nátt- úruna. Já, - nú er ég víst farinn að Frans Kafka troða túlkunarmarkvaðnn svo mál er að linni. Önnur bók eftir Kafka kom út fyrir síðustu jól, Hamskiptin, í endurútgefinni þýðingu Hannesar Péturssonar. Hamskiptin og Rétt- arhöldin eru verulegur fengur fyrir íslenska bókmenningu, og skal sér- staklega þakkað að þeim fylgja eft- irmálar sem vandað er til. Árni Sigurjónsson. Þjónusta á þekkingu Skipadeild. Sambandsins Jlutti í Jyrra um 450 þúsund lestir af alls kyns vörum milli 106 hafna innan lands og utan — allt Jrá Grænlandi til Nígeríu. Sambandsskipin sigla reglulega til Jjölda hajna í Evrópu og Ameríku — en þjónusta okkar nær um heim allan með samvinnu við sérhæjða Jlutningsaðila á sjó og landi. Þarjtu að koma vörumJráAkureyri tilAbuDhabi eða Jrá Barbados til Borgarness? Við sjáum um það. Þjónusta okkar er byggð á þekkingu. SK/PADEILD SAMBANDS/NS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.