Þjóðviljinn - 31.03.1984, Qupperneq 13
Helgin 31. mars — 1. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Altarisganga í
Dómkirkjunni 1928
Mynd þessi birtist í blaðinu á
sunnudaginn. Sögðum við
að hún væri af sr. Bjarna
Jónssyni sem erekki rétt.
Myndin er af sr. Friðriki Hall-
grímssyni í Dómkirkjunni.
Hún er tekin við altarisgöngu
vorið1928. Þjóðviljinnfékkí
vikunni ýmsar upplýsingar
um þessa mynd og um gaml-
ar fermingarmyndir úr Frí-
kirkjunni í Reykjavík sem
einnig voru í blaðinu á
sunnudaginn.
Stúlkan sem heldur í hönd sr.
Friðriks á myndinni er Stella Niel-
sen. Hávaxin stúlka sem er þriðja
frá vinstri heitir Hjördís Jónsdóttir
og vinnur nú í Radíóbúðinni.
Stúlkan sem er fremst í röðinni til
hægri heitir Hulda og sú aftasta
Valgerður.
Þjóðviljinn hafði samband við
Stellu Nielsen, sem stendur hjá
prestinum. Hún er nú nýlega orðin
sjötug, vinnur í ísbirninum og hef-
ur gert það í 10 ár. Áður vann hún
ýmis störf, t.d. við þjónustu í
matar- og kaffiveislum á Hótel ís-
landi, Hótel Borg, Bárunni, Al-
þýðuhúsinu og víðar. Hún á eina
dóttur, dótturdóttur og lang-
ömmubarn.
„Við vorum á 15. aldursári þegar
við vorum fermdar. Myndin er frá
altarisgöngunni sem ég held að hafi
verið þriðjudaginn 30. apríl 1928.
Fermingin sjálf var sunnudaginn
28. apríl. Helgi Helgason í Safna-
húsinu tók myndina og gaf hana út
á póstkorti.
Á myndinni erum við allar í
fermingarkjólunum okkar sem ein-
ungis voru notaðir við ferminguna
og altarisgönguna. Ég er aftur sú
eina sem er með hárið eins og það
var í fermingunni. Þá höfðum við
það slegið og breiða silkislaufu í
því. Stelpurnar voru með fléttað
hárið við altarisgönguna og var ég
mjög ósátt við að vera öðruvísi en
þær og vildi breyta því. Áður en við
gengum inn í kirkjuna bað ég
mömmu um að lofa mér að flétta
hárið til að ég væri eins og hinar. Þá
kom sr. Friðrik þar að og óskaði
endilega eftir að ég væri svona, það
tæki sig betur út á myndinni.
Á þessum árum fengu stúlkur
hvíta fermingarkjóla og einnig
annan kjól sem var kallaður eftir-
fermingarkjóll. Um leið og komið
var úr kirkjunni var skipt um kjól.
Minn fermingarkjóll var geymdur
eins og dýrgripur upp í skáp í mörg
herrans ár.“ Stella sagði okkur að
fátækari stúlkur hefður á þessum
árum margar hverjar haft miklar
áhyggjur af því hvernig fermingar-
föt þær myndu eignast.
Sr. Friðrik Hallgrímsson var 2.
prestur við Dómkirkjuna í Reykja-
vík árin 1925-1945 og dómprófast-
ur 1941-1945. Sr. Bjarni Jónsson
var skipaður 2. prestur við Dóm-
kirkjuna 1910, dómkirkjuprestur
1924, dómprófastur 1945. Lausn
fékk hann frá þessum störfum árið
1951. Sr. Bjarni varð vígslubiskup
1937 og sinnti því til æviloka árið
1965.
Fermingarmyndir úr Fríkirkj-
unni í Reykjavík sem komu í blað-
inu um síðustu helgi voru einnig frá
árinu 1928. Þær eru frá haustferm-
ingu það ár. Soffía Eygló Jónsdótt-
ir úr Kópavogi þekkti systur sína á
henni. Hún situr fremst á myndinni
og hét Valgerður Ósk Jónsdóttir.
Hún lést í mars næsta ár, 14 ára
gömul. Fleiri einstaklinga á mynd-
unum þekkjum við ekki enn sem
komið er.
-jP
Afgreiðslu- og sölustarf
Óskum eftir aö ráöa ungan frískan starfs-
mann til afgreiðslu- og sölustarfa í raftækja-
verslun.
Leitað er aö tæknilega sinnuðum manni eöa
manni meö menntun á sviöi rafiðnaöar.
Umsóknareyðublöð hjá starfsmannastjóra.
Umsóknarfrestur til 6. apríl n.k.
SAMBAND ÍSL. SAM VINNUFÉIAGA
STARFSMANNAHALO
Tilkynning til
Ci skattgreiðenda
Dráttarvextir vegna vangreiddra þinggjalda verða
reiknaðir að kvöldi föstudagsins 6. apríl n.k. Vinsam-
legast gerið skil fyrir þann tíma.
Fjármálaráðuneytið,
27. mars 1984
Svæðisstjórn Suðurlands
um málefni fatlaðra
Auglýsir lausar tvær stöður við meðferðarheimilið
Lambhaga Selfossi, þroskaþjálfunarmenntun
æskileg. Nánari upplýsingarveitir Kristín Guðmunds-
dóttir forstöðukona, sími 99-1869.
Umsóknir sendist til skrifstofu Svæðisstjórnar Suður-
lands, Skólavöllum 1, Selfossi fyrir 10. apríl
næstkomandi.
Svæðisstjórn Suðurlands
Sr. Friðrlk Hallgrímsson heldur í hönd Stellu Nielsen.
BYGGUNG REYKJAVIK
Aðalfundur
Byggung Reykjavík heldur aöalfund aö Hótel
Sögu Súlnasal mánudaginn 2. apríl, kl.
20.30.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
I skipin
í ferðaiögin
kÁI
í sumarhúsin
■
Á afskekkta staði
ALDREIAFTUR MTÓLKURSKORTUR.
G-MTÓLKIN GEVMISr VELOGLENGI
en það er einmitt helsti kostur hennar þegar kaupa þarf mjólkurbirgðir
tíl langs tíma - um borð í skipín, á afskekkta staði sem einangrast oft
hluta úr árinu vegna samgönguerfiðleíka, eða í sumarhúsin.
Með þetta í huga henta eínmítt eins lítra umbúðimar einkar vel.
"W