Þjóðviljinn - 31.03.1984, Qupperneq 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVIL.IINN Helgin 31. mars — 1. aprfl 1984
Helgin 31. mars - 1. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Lesandi góöur, veist þú hvernig þú fórst að því að læra að lesa? Telur
þú þig fullnuma í faginu, erð ertu enn að tileinka þér nýjan texta til lesturs
og skilnings, sem þú réðir illa við áður? Hvað feist í því að kunna aö lesa,
og hvernig á að kenna lestur? Hvað hefur gerst í huga barns þegar það
hefur iært að tengja abstrakt lestákn á blaði við hljóðmyndun raddfær-
anna og fyrirbæri og atburði í umhverfi þess? Fá verkefni munu vanda-
samarí en að opna heim lesmálsins fyrir börnum, og fá störf eru líklega
vanþakkaðri en uppfræðsla ungra barna í okkar þjóðfélagi í dag. Þjóð-
viljinn leitaði til Rannveigar Jóhannsdóttur kennara við Æfingaskóla
Kennaraháskólans og spurði hana og 7 ára nemendur hennar um vand-
ann sem fylgir lestrarkennslunni og því aö læra að lesa.
Það að læra að lesa er ekki eins og
margir virðast halda einhverskonar tækni-
brella sem börn eiga að geta tileinkað sér á
ákveðnum afmörkuðum tíma. Hér er um
langt og flókið ferli að ræða sem tengist
alhliða þroska barnsins, segir Rannveig.
Það er misjafnt hvernig börn og fullorðnir
bera sig að við það að ná valdi á því að lesa
ókunnan texta og sama aðferðin hentar
ekki öllum við að tileinka sér þessa færni. Á
sama hátt hentar ekki öllum að læra að lesa
á sama tíma. Lestrarkennslan er meðal
annars fólgin í því að fá krakkana til þess að
uppgötva að tungumálið sem flæðir af
vörum þeirra er kerfisbundið fyrirbæri og
því er mikilvægt að þau iæri samhliða
lestramáminu að festa tjáningar sínar á
Að lesa
blað. Ég legg áherslu á að hvetja þau til þess
að skrifa niður það sem þau vilja segja óhik-
að og af fullri áræðni. Það er mikilvægt að
börnin séu ekki smeyk við að þau geri ekki
nógu vel eða standi sig ekki jafn vel og
hinir. Hjá okkur er framlag sérhvers barns
jafn merkilegt og allra annarra, þótt hver og
einn vinni á sinn hátt. Lestrarkennslan er
ekki síður uppeldi en kennsla, og árangur-
inn sést meðal annars í því hvort börnin
ganga til verks af áræðni og starfsgleði eins
og ekkert sé sjálfsagðara.
Nú er það áhyggjuefni margra foreldra
að börn þeirra séu ekki nægilega fljót að
tileinka sér lesturinn. Hvenær eru slíkar
áhyggjur réttmætar, og hvað eiga foreldrar
þá að gera?
Eins og ég sagði, þá hentar ekki öllum
bömum að læra að lesa á sama tíma. Engu
að síður virðist almennt álitið að börn eigi
að vera móttækileg fyrir þessu á ákveðnu
tímabili. Hér byrja börn almennt í skóla á
6-7 ára aldrinum, en í þessu sambandi má
minna á að ekki er óalgengt að börn byrji í
skóla 4-5 ára í löndum eins og Bretlandi og
Frakklandi. f skólastarfinu hefur verið lögð
áhersla á að gera börnin læs eins fljótt og
hægt er, en spurningin er hvort það geti
ekki verið of einhliða markmið oft og tíð-
um. Auðvitað er það í sjálfu sér mjög
æskilegt ef barn lærir snemma að lesa, en
það er jafnframt æskilegt að það gerist ekki
á kostnað annarra þátta í uppeldi barnsins.
Hér kemur að kennaranum að vega og meta
hverjar séu þarfir barnsins.
Það er aldrei þýðingarmeira en í byrjenda
kennslunni að skólinn hafi til að bera þann
sveigjanleika sem kennarinn telur nauðsyn-
legan, þar sem það getur orðið mjög afdrifa
ríkt fyrir síðari skólagöngu nemandans ef
skólinn tekur ekki tillit til sérþarfa hans frá
byrjun. Sum böm geta átt í vissum erfið-
leikum með að læra að lesa allt til 10 eða 12
ára aldurs. Það þarf ekki að þýða að
eitthvað stórvægilegt sé að barninu. Það
getur þó líka verið.Hér kemur til kennar-
ans að meta hvað ber að gera. Honum ber
að skýra fyrir foreldrum eðli vandans og
mikilvægt er að bamið fái að vita að það
þurfti ekki að vera óeðlilegt þó það sé ekki
orðið fljúgandi læst 10 eða 11 ára gamalt. í
þessu sambandi er mikilvægt að kennarar
séu vel að sér í fræðilegri hlið lestrarkennslu
og þeim ólíku aðferðum sem hægt er að
beita þar.
Annars er virkt og einlægt samstarf for-
eldra og kennara það mikilvægasta í þessu
sambandi. Þessir aðilar þekkja barnið best
og út frá tvennum hliðum.
Þegar barn á við örðugleika að stríða í
skólanum veit það vel af því sjálft. Verkefni
kennara og foreldra er að vinna að þessum
vanda án þess að barnið fái af því skerta
sjálfsímynd. Hér geta áhrif stuðningskenn-
ara í skólum verið ómæld og afgerandi að-
stoð.
Hefur ekki orðið mikil breyting á lestr-
arkennslunni frá bandprjónsaðferðinni
svokölluðu, þegar allir Islendingar lærðu
að lesa af guðsorðabókum?
Jú, við getum séð vissa þróun í þessum
efnum. Það var um 1920 sem Steingrímur
Arason kom frá Bandaríkjunum með’nýjar
hugmyndir um kennsluaðferðir sem byggja
meðal annars á endurtekningum eins og
koma fram í „Litlu gulu hænunni". í kring-
um 1940 kynnti ísak Jónsson nýja aðferð
við svokallaðan hljóðlestur, en það er sú
aðferð sem mest er notuð í skólum í dag.
Það stafar ef til vill meðal annars af því að
mest framboð er á námsgögnum sem ganga
út frá hljóðlestursaðferðinni. Á allra síð-
ustu árum hafa menn svo verið að vakna til
vitundar um það í byrjendakennslunni, að
um margar aðferðir er að ræða í lestrar-
kennslunni og að engin ein aðferð gildir
fyrir alla nemendur.
Nú standa foreldrar, sem lært hafa lestur
samkvæmt „bandprjónsaðferðinni“ oft
frammi fyrir því að eiga að aðstoða börn sín
við lestur samkvæmt aðferðum sem þeir
þekkja ekki. Hvað er þá til ráða?
Jú, þetta er viss vandi, sem hafa þarf í
huga. Foreldrar eru oft hræddir við að
trufla starf skólans, og fyrir kemur að kenn-
arar biðja foreldra að blanda sér ekki þær
aðferðir sem beitt er í kennslunni. Það er á
sinn hátt skiljanlegt, en það getur einnig
verið mjög erfitt fyrir barnið að glíma við
eitthvert verkefni, sem foreldrarnir vilja
ekki koma nærri. En tilfellið er að það er
margt sem er jafn þýðingarmikið og lestur-
inn sjálfur, þegar barnið er að læra að lesa.
Lestrarnámið er flókið ferli þar sem fléttast
saman óaðgreinanlegir þættir eins og líðan,
lífsreynsla barnsins, einbeitingarhæfni,
málþroski, tjáningarhæfileiki, tækni
o.s.frv. Þótt foreldrarnir geti ekki hjálpað
til með hin tæknilegu atrði kennslunnar, þá
er ákaflega mikilvægt að þeir fylgist með því
sem barnið er að gera og veiti því nauðsyn-
lega uppörvun. Við höfum einnig fundið í
kennslunni hvernig hægt er að tengja og
styrkja móðurmálskennsluna við þjálfun í
öðrum greinum eins og til dæmis teiknun,
tónlist og leikfimi.
Vitið þið kennarar hvenær og hvernig
það gerist í huga barnsins að það lærir að
tengja tákn bókstafanna við hljóð og mynda
úr þeim orð?
Nei, ég treysti mér ekki til þess að segja
nákvæmlega hvenær þessi skilningur vakn-
ar hjá ákveðnum nemanda - þó ég treysti
mér vel til að segja hvar börnin eru á vegi
stödd almennt. Það er talið lokastig lestrar-
ferlisins að skilja samhengi hljóðs og tákns.
Þegar barnið hefur öðlast þann skilning
þarf það þjálfun til þess að geta beitt honum
sem tæki á ósjálfráðan hátt.
Hér kemur til kasta kennarans að velja
viðfangsefni sem við eiga. Spurningin getur
verið um það hvort þjálfunin eigi að beinast
eftir lokuðum þröngum farvegi, eða hvort
hún eigi að hafa víða skírskotun til um-
hverfis og áhugasviða barnsins. Þjálfunar-
og skrifa
valdi á lestrinum. Við vinnum hér með
sögur á allan hugsanlegan máta. í þessu
sambandi er rétt að minna á mikilvægi
skólabókasafnanna og starf skólabóka-
varðanna sem oft er ómetanlegt.
Er innbyrðis samkeppni nemendanna
æskilegur hvati við lestrarnámið?
Samkeppni getur verið saklaus leikur og
krydd í tilveruna á stundum, en sú sam-
keppni, sem segir að þú sért úr leik á ein-
hvem hátt eða að þú standist ekki kröfur
kennara eða félaga er bæði neikvæð og ó-
æskileg að mínu mati, og á alls ekki við í
lestrarkennslunni. Hins vegar er sú sam-
keppni sem nemendur eiga í við sjálfa sig
jákvæð og örvandi fyrir þá.
E ru nemendur ekki flokkaðir eftir lest r-
arhæfni í skólanum?
Jú, óneitanlega kemur það fyrir, og það
má segja að skipulag kennslu geti boðið að
nokkru leyti upp á það með niðurröðun
lesefnis í hæfnisflokka. Þarna hefur kennar-
inn mikil áhrif. Spurningin er hvort náms-
bækurnar eiga að ráða kennslunni, eða
hvort kennarinn á að beita þeirri aðferð og
því námsefni sem hann telur best við eiga í
hvert sinn. Krakkarnir hjá mér eru að fást
við ólík viðfangsefni og lesa ólíkar bækur,
en þau leggja ekki þann skilning í þetta að
mismunandi lesefni þýði að verið sé að
flokka þau niður eftir verðleikum eða hæfi-
Lestrarnámlð er bæði leikur og handavlnna. Hér eru krakkarnir að lýsa því hvað (búarnlr í tllteknu húsi vlð tiltekna götu sem þau bjuggu tll hafa fyrlr stafni. Sumt er
grelnilega lelðlnlegt, annað skemmtilegt. Ljósm. — Atli.
Sérh ver nemandi
þarf sína aóferö
vib iestrarnámib
segir Rannveig Jóhannsdóttir kennari við
Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskólans
aðferðin getur einnig falið í sér visst uppeldi
í víðari skilningi. Aðferðir við lestrar-
kennsluna eru umdeilanlegar, en ég held að
flestir telji nú að engin ein aðferð henti
öllum börnum jafn vel.
í skólann koma börn sem hafa lært að
lesa úr orðum án þess að nokkur hafi kennt
þeim eða viti hvernig það hefur gerst. Þau
kunna kannski að lesa orð úr auglýsingum
eða önnur algeng orð í umhverfinu og þau
vita það ekki sjálf hvernig þau hafa lært
þetta.
Er hugsanlegt að einhliða uppeldisað-
stæður nútímans, lítil tengsl við heim hinna
fuliorðnu og atvinnulífið hafi komið niður á
málþroska barnanna og þar með hæfileika
þeirra til lestrarnáms?
Það er mjög sennilegt að of einhliða um-
hverfi barna komi niður á málþroska
þeirra. Mörg börn eru meira ein en áður, og
þau eru óvirkir málnotendur þegar þau
horfa á video eða sjónvarp. Það er kannski
ekki eins algengt og áður að börnum sé
hjálpað að koma hugsunum sínum í orð.
Teiknimyndabækurnar hafa líka þann galla
að þær gerast allar hér og nú - þær hafa ekki
til að bera þetta hugarflug í tíma og rúmi
sem einkennir góðar bækur og stuðlar að
bættum orðaforða. Málþroski barnanna
skiptir afar miklu máli í byrjendakennsl-
unni, og það að börnin kunni að tjá sig. Það
eykur við orðaforðann þegar börnin ná að
tjá hugsanir sínar. Þá er það einnig mikil-
vægur þáttur í lestrarkennslunni að lesa
fyrir börnin. Að kynna fyrir þeim þá undra-
veröld sem lestrarkunnáttan opnar þeim.
Sögustundirnar geta gert það að verkum að
börnunum finnst það eftirsóknarvert að ná
list er
leikum. Þau gera sér grein fyrir því að þau
eru ólík innbyrðis í svo mörgum efnum,
jafntíleikjum, fótbolta, teikningu og lestri.
Þau vita að það er eðlilegt að vera ólíkur, en
þau eru ekki upptekin af að velta því fyrir
sér hver sé bestur eða verstur. Við vinnum
hér mikið að hópverkefnum, og þau sem
eru skemmra á veg komin í lestri eru ekki
síður velkomin í vinnuhóp en hin, vegna
þess að þau hafa ýmislegt annað til brunns
að bera.
En fá þau ekki einkunnir samkvæmt
frammistöðu á lestrarprófi?
Nei, ég gef nemendum mínum ekki ein-
kunnir í tölum, heldur reyni ég að hafa
símat á getu nemandans. Ég gef mér tíma til
að lesa með börnunum einslega á meðan
hin eru upptekin í öðrum verkefnum og
gera mér þannig m.a. grein fyrir framförum
þeirra. Matið fer síðan fram í viðtölum við
foreldra.
Víða er sá háttur reyndar hafður á, að
lestrarhæfnin er metin með hraðlestrar-
prófi.Slíkt próf hefur marga galla. Það
metur einungis lesinn atkvæðafjölda á mín-
útu og stuðlar því ekki að skírari framburði.
Það stuðlar heldur ekki að því að nemand-
inn lesi af tilfinningu og það stuðlar heldur
ekki að því að nemandinn leggi sig eftir því
að skilja textann.
Hér áður fyrr voru 2 lestrarpróf viðhöfð,
hraðapróf og skilningspróf. Lesskilnings-
prófið var fellt niðuren nú á síðari árum
hefur það verið tekið upp í sumum skólum
að einhverju marki á ný. Mér finnst þessi
Mlkllvægt er að börnfn venjist því að tjá sig í rituðu máli af fullri áræðni samfara lestrarnáminu, segir Rannveig Jóhannsdóttir, sem hér aðstoðar tvo nemendur
sína í að setja hugsanir sínar á blað. - Ljósm. Atli.
áhersla á hraðlesturinn sýna hvað lesturinn
er f margra augum einhvers konar áþreifan-
legt tæknilegt atriði, sem hann þó alls ekki
er. Þetta styður einnig mikilvægi þess að
kennarar, hvar á grunnskólastigi sem þeir
kenna, skilji að lestrartæknin er ekki færni
sem endanlega er afgreidd í yngstu bekkjar-
deildunum. Lestrarþjálfunin er rauninni
nokkuð sem aldrei tekur enda, - menn geta
stöðugt verið að þjálfa sig í að tileinka sér
nýja og örðugri texta og heyja sér nýjan
orðaforða.
Er það þakklátt starf að kenna börnum
að lesa?
Ég get ekki sagt að þetta starf sé mikils
metið af þjóðfélaginu. En það er þakklátt í
þeim skiiningi að það veitir kennaranum
mikla fullnægju að fá að taka þátt í þeirri
ósviknu sigurgleði sem er því samfara þegar
barnið getur fyrir eigin tilverknað gengið
inn í þá nýju veröld sem opnast því með
lestrarkunnáttunni. Það að kenna lestur er
spennandi, viðkvæmt og vandasamt starf.
Vandi kennarans er meðal annars fólginn í
því að hann hefur fyrir sér ákveðinn hóp
einstaklinga sem ekki er hægt að bjóða upp
á sömu aðferð, sama námsefni. Hans vandi
er í því fólginn að finna leið til þess að allir
nemendurnir finni sig í náminu. í andrá
dagsins verðum við ekki vör við þá
breytingu sem á sér stað í huga barnsins, en
ef við lítum um öxl sjáum við að stórkost-
legir hlutir hafa gerst. Þessi skólastofa er
okkar sameiginlegi vinnustaður og hér ríkir
sá andi að okkur finnst öllum sjálfsagt og
mikilvægt að takast á við verkefnin. Von
mín er sú að þessi áræðni og starfsgleði fylgi
börnunum út í lífið. ólg.
Lærðum sjálfir að lesa
segja Pétur, Daníel og Steinar
Þeir Pétur Guöjónsson, Daniel Sig-
mundsson og Steinar Örn Sigurösson
eru aliir nemendur Rannveigar í 1.
bekk Æfingaskóla Kennaraháskólans.
Viö hittum þá í kennslustund og
lögðum fyrir þá nokkrar spurningar
varðandi lestrarnámið.
Pétur: Ég lærði að lesa þegar ég var 7 ára.
Ég veit ekki hver kenndi mér, ég kunni
þetta bara allt í einu. Ég lærði þetta bara allt
í einu sjálfur. Mér fannst það ekkert erfitt.
Núna les ég talsvert og mér finnst Stjörnu-
stríð vera skemmtilegasta bókin.
Daniel: Ég lærði að lesa í 7 ára bekk. Ég
les ekki mikið, mér finnst skemmtilegast að
skoða myndirnar. Mér finnst Hinrik og Há-
barður og aðrar teik.úsögur vera
skemmtilegastar. Ég skoða myndirnar og
les bara nokkur orð þegar ég veit ekki hvað
er að ske. f skólanum les ég meira, þá les ég
skólabækurnar og það sem ég á að lesa. Ég
hef aldrei tíma til að lesa þegar ég er heima,
en ég skoða teiknimyndasögurnar áður en
ég fer að sofa.
Steinar Örn: Það var enginn sem hjálpaði
mér til að læra að lesa, hvorki kennarinn né
mamma. Það kom af sjálfu sér að ég fór að
skilja þetta. Ég les mest Lukku-Láka, And-
résarblöð og aðrar teiknisögur. Ég les alltaf
á kvöldin áður en ég fer að sofa. Svo les ég
líka á daginn.
Kátu-bækurnar og
Allt f lagi-bækurnar
eru skemmtilegar
segja þær Kristjana
Ýr, Margrét Björk,
Katrín og Geirlaug
ÞærKristjanaÝr Jónsdóttir, Margrét
Björk Jóhannesdóttir, Katrín Friðriks-
dóttir og Geirlaug Jóhannsdóttir eru
líka í bekknum hjá Rannveigu. Þær
höföu þetta aö segja um lestrarnámið:
Kristjana Ýr: Ég var 5 eða 6 ára þegar ég
byrjaði að lesa. Það var mamma mín sem
kenndi mér, svo lærði ég líka í skólanum.
Ég byrjaði í Æfingaskólanum þegar ég var 5
ára. Það var svolítið erfitt að læra að lesa
fyrst, en það er ekkert erfitt lengur. Ég les
svolítið mikið. Kátu-bækurnar og ldu-
bækurnar eru skemmtilegastar. Ég les alltaf
heima áður en ég fer að sofa.
Margrét Björk: Ég byrjaði 6 ára í skólan-
um og þá lærði ég að lesa. Það voru mamma
og kennarinn sem kenndu mér. Ég les
nokkuð mikið, mest ídu-bækurnar. Eg les
aldrei dagblöðin. Ég les meira heima en í
skólanum.
Katrín: Ég var 5 ára þegar ég byrjaði í
skólanum og þá lærði ég að lesa. Það var
enginn sem kenndi mér, ég bara lærði það
af því að það var alltaf svo mikið af fólki
heima hjá mér sem var alltaf að lesa. Þá
lærði ég það bara sjálf. Svo hjálpaði
mamma mér. Ég les mikið heima á kvöldin.
Mér finnst Skottu-, Nansí- og Kátu-bæk-
urnar vera skemmtilegastar. Ég horfi lítið á
sjónvarpið á kvöldin.
Geirlaug: Ég byrjaði aðeins að lesa þegar
ég var 4 ára. Ég var hjá konu sem er frænka
mín, svo kenndi bróðir minn mér líka. Það
var frekar erfitt að læra að lesa fyrst í stað.
Fyrst las ég æfingabækur. Þær eru ekki
skemmtilegar. Núna les ég Lottu-bækurnar
og Allt í lagi-bækurnar. Ég les mest á kvöld-
in. Svo horfi ég líka á sjónvarpið.