Þjóðviljinn - 31.03.1984, Page 17
Helgin 31. mars - 1. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
ísfirðingar:
Reisa tónlistarskóla
Æskja liðveislu
Framundan er mikið átak við
byggingu tónlistarskólahúss á Isa-
firði. Þessi gamli draumur er nú að
verða að veruleika. Arkitektar eru
nú að vinna að teikningum og von-
ast er til að hægt verði að hefja
framkvæmdir nú í vor.
Félag um byggingu fyrir tón-
listarskóla á ísafirði hefir verið
stofnað og hefir unnið að ýmis-
konar fjáröflun s.s. kabarettsýn-
ingum, kökubasar, kaffisölu og
torgsölu, en stærri fjáraflanir verða
að koma til.
Góður og gegn ísfirðingur stakk'
upp á því að leitað yrði til brott-
fluttra ísfirðinga,sagðist hann oft
hafa orðið þess var hve mikinn hlý-
hug þeir bæru til heimahaga sinna.
Vitað er að út um allt land eru ís-
firðingar sem vilja leggja þessu
málefni lið. Hægt er að senda pen-
inga inn á ávísanareikning við úti-
bú Landsbanka íslands á ísafirði
nr. 21550 á nafn Bygginarsjóðs
Tónlistarskóla ísafjarðarc/o. Póst-
hólf 149, ísafirði.
Hingað til hefir kennsla í þessum
tæplega tvö hundruð nemenda
skóla farið fram á 12-15 stöðum í
bænum, er ólíklegt að kennarar
endist mikið lengur við að kenna
við slíkar aðstæður.
Starf og umfang skólans er án
alls efa fyrst og fremst að þakka
eldhuganum Ragnari H. Ragnar
og konu hans Sigríði, en þau hafa
starfað við skólann frá árinu 1948,
og hefir heimili þeirra verið undir-
lagt jafnt helga daga sem virka,
vegna skólahaldsins.
I frétt frá stjórn byggingarsjóðs
Tónlistarskólans segir að með sam-
einuðu átaki megi koma þessu
mikla menningarmáli í höfn og
gera ísafjörð að stærri og betri bæ.
-GFr
Sykur
Hveiti
Smjörlíki/Ljóma
Kakó/Holland
Flórsykur
Púöursykur
Ijós ogdökkur
Rúsínur
Kúrenur
Döölur pressaðar
Lyftiduft/Royal
Kókosmjöl/Júbó
Súkkulaðihjúpur /Opal
Mikið úrval af kökuskrauti og kryddi
Lausar stöður
hjá Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna
starfa.
Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
Deildarfulltrúa
hjá Trésmiðju Reykjavíkurborgar. Nauðsynlegt er að
viðkomandi hafi unnið við tölvur. Upplýsingar veitir
rekstrarstjóri Trésmiðju í síma 18000.
Starfsfólk
í heimilisþjónustu aldraðra hjá félagsmálastofnun.
Vinnutími eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir for-
stöðukona í síma 18800.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum
umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00
mánudaginn 9. apríl 1984.
ÚTBOÐ
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í Bláfjallaveg.
Helstu magntölur eru:
Lengd 14,0km
Fylling og burðarlag 108.000 m3
Verkinu skal lokið 30. okt. 1984.
Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjaldkera Vega-
gerðar ríkisins, Borgartúni 5, 195 Reykjavík, frá og
með 2. apríl 1984 og kosta kr. 1.000.00. Skila skal
tilboði í lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vega-
gerðar ríkisins, Borgartúni 7, 195 Reykjavík fyrir kl.
14.00 16. apríl 1984.
Reykjavík í mars 1984.
Vegamálastjóri.
Frá
Menntamálaráðuneyti íslands
um styrkveitingar árið 1984.
Samkvæmt fjárveitingu á fjárlögum verða á árinu
veittir eftirfarandi styrkir úr Menningarsjóði íslánds:
Útgáfa tónverka.
Til útgáfu íslenskra tónverka verða veittir einn eða
fleiri styrkir en heildarupphæðin er kr. 35.000.00. Um-
sóknum skulu fylgja upplýsingar um tónverk þau sem
áformað er að gefa út.
Dvalarstyrkur llstamanna.
Veittir verða 8 styrkir að upphæð kr. 20.000.00 hver.
Styrkir þessir eru ætlaðir listamönnum sem hyggjast
dveljast erlendis um a.m.k. tveggja mánaða skeið og
vinna þar að listgrein sinni. Umsóknum skulu fylgja
nákvæmar upplýsingar um fyrirhugaða dvöl. Þeir.sem
ekki hafa fengið sams konar styrk frá Menntamálaráði
síðastliðin 5 ár ganga öðru jöfnu fyrir við úthlutun.
Styrkur til fræðimanna.
Styrkur þessi er til stuðnings þeim sem stunda fræði-
störf og náttúrufræðirannsóknir. Samkvæmt ákvörð-
un Alþingis er heildarupphæð kr. 30.000.00. Umsókn-
um skulu fylgja upplýsingar um þau fræðiverkefni sem
unnið er að.
Umsóknir um framangreinda styrki skulu hafa borist
Menntamálaráði Skálholtsstíg 7 Reykjavík fyrir 27.
apríl nk.. Nauðsynlegt er að nafnnúmer fylgi umsókn-
inni. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
Menningarsjóðs að Skálholtsstíg 7 í Reykjavík.
ÓDÝRARI
barnaföt
bleyjur
leikföng
,VCa'
lVjp^
seWort'
•s'
Dúllci
Snorrabraut