Þjóðviljinn - 31.03.1984, Side 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 31: mars - 1. apnl 1984
L
IANDSVIRKJUN
STAÐA REKSTRARSTJÓRA
Staða rekstrarstjóra Landsvirkjunar er laus til um-
sóknar. Staðan veitist frá 1. júlí 1984 að telja og er
umsóknarfrestur til 1. maí nk. Umsóknir sendist for-
stjóra Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 108 Reykja-
vík. Umsókn skulu fylgja upplýsingar um menntun og
fyrri störf umsækjanda auk annarra upplýsinga sem
hann telur máli skipta.
31. mars 1984
LANDSVIRKJUN
dægurmál
E
IANDSVIRKJIIN
ÚTBOÐ
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í byggingu
4. áfanga Kvíslaveitu, í samræmi við útboðsgögn
5205. Miðað er við að Ijúka verkinu á tveimur árum
(1984 og 1985).
Helstu magntölur áætlast þessar:
Skurðgröftur
Stíflufylling
Vegafylling
Borun vegna þéttunar
Efjudæling
Einnig er óskað eftir tilboðum í undirbúning á stíflu-
grunnum við Þórisvatn í samræmi við útboðsgögn
1501. Því verki skal Ijúka á þessu ári.
Helstu magntölur áætlast þessar:
Gröftur
Borun vegna þéttunar
Efjudæling
Útboðsgögn 5205 vegna 4. áfanga Kvíslaveitu verða
afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68,
Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 4. apríl 1984
gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 1.000 fyrir
fyrsta eintak en kr. 300 fyrir hvert eintak þar til viö-
bótar.
Útboðsgögn 1501 vegna stíflugrunna við Þórisvatn
verða afhent á sama stað frá og með mánudeginum 9.
apríl 1984 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 500
fyrir fyrsta eintak en kr. 150 fyrir hvert eintak þar til
viðbótar.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í
Reykjavík fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn 25. apríl 1984,
en sama dag kl. 15.00 verða þau opnuð á Hótel Esju,
Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, að viðstöddum bjóð-
endum.
Reykjavík, 31. mars 1984
LANDSVIRKJUN.
1.050.000 m3
150.000 m3
80.000 m3
1.400 m
55 m3
64.000 m3
3.200 m
500 m3
AUGLYSING
um aðalskoðun bifreiða og bifhjóla í Kjósar-,
Kjalarnes- og Mosfellshreppum og á Seltjarnar-
nesi 1984.
Skoðun fer fram sem hér segir:
Kjósar-, Kjalarnes- og Mosfellshreppur:
Mánudagur 9. apríl
þriðjudagur 10. apríl
miðvikudagur 11. apríl
fimmtudagur 12. apríl
Skoðun fer fram við Hlégarð í Mosfellshreppi.
Seltjarnarnes:
Mánudagur 16. apríl
þriðjudagur 17. apríl
miðvikudagur 18. apríl
Skoðun fer fram við félagsheimilið á Seltjarnarnesi.
Skoðað verðurfrá kl. 8.15-12.00 og 13.00-16.00 alla
framantalda daga á báðum skoðunarstöðunum.
Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja
bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn
leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir
því, að bifreiðagjöld séu greidd, að vátrygging fyrir
hverja bifreið sé í gildi og að bifreiðin hafi verið Ijósa-
stillt eftir 1. ágúst sl. Athygli skal vakin á því að skrán-
ingarnúmer skulu vera læsileg.
Vanræki einhver að koma ökutæki sínu til skoðun-
ar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sekt-
um samkvæmt umferðarlögum og ökutækið tekið
úr umferð hvar sem til þess næst.
Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu, Bæjarfógetinn á Sel-
tjarnarnesi
29. mars 1984.
Einar Ingimundarson.
Dálítið popp
Af hverju einkennist popp-
bransinn af jafnmikilli yfirborðs-
mennsku og raun ber vitni hér á
landi sem annarstaðar? Það má
segja að engilsaxnesk áhrif ráði
ríkjum hjá popp-grúppum ung-
um íslenskum, bæði tón- og
tískulega, og væri það vel ef að-
eins blessunarlegri fyrirmynd og
inniviðameiri sætu í fyrirrúmi en
þessi linnulausu tískudauðyfli
sem virðast eiga greiða leið uppá
pallborðið hjá ungu fólki í dag.
Það er sama hvað í eyrum
VONBRÍGÐÍ
í BORGINNI
Vonbrigði standa fyrir
tónleikum/balli á Hótel Borg í
kvöld, laugardagskvöldið 31.
mars. Vonbrigði hafa nú verið
starfandi í 3 ár og er merkilegt
hve margir sjá enn fyrir sér ungu
hljómsveitina með lagið Reykja-
vík ó Reykjavík í myndinni Rokk
í Reykjavík, en tónlist Vonbrigða
hefur að sjálfsögðu þróast á þeim
tíma sem liðinn er frá því sú mynd
var tekin upp. Þeir gagnrýnendur
sem sótt hafa tónleika Vonbrigða
að undanförnu hafa lýst aðdáun
sinni á þessari þróun og þeim
þéttleika sem tónlistin býr yfir.
Tvær aðrar hljómsveitir koma
einnig fram á þessum tónleikum,
Lojpippoa og Spojsippus, sem
hafa verið starfandi í áratug, en
aðeins spilað á örfáum tónleik-
um. Lojpippos og Spojsippus
eru aðeins tveir menn; Tóti sér
um hljómgervlana og Sveppurinn
áslátt.
Svart hvítur draumur er svo
þriðja' hljómsveitin sem koma
mun fram á hljómleikum/balli
þessu.
Borgin verður opnuð kl. 9 -
uppákomur byrja um kl. 11 -
ballið stendur til kl. 3.
glymur, allt virkar það jafn flatt
og dautt þegar upp er staðið.
Gildir par einu um hvað er að
ræða, Bara-flokk, Mógó-Hómó,
Dúkkulísur o.s.frv..
Eiga þessar sveitir sammerkt
ásamt ótal öðrum að spila inni-
haldslítið ómelódískt diskópopp,
öllu er fleytt áfram á yfirborðs-
mennskunni, haldið er fast í tóm-
an titil og púff! - nafnið er dautt
fyrir næsta sauðburð.
Sú listsköpun sem á hvað sterk-
astan máta höfðar til fólks er án
efa tónlistin.’ En til þess að hún
hrífi þarf hún að skapast af ein-
lægni, verulegri þörf.
Undirrituð skapp að gamni í Saf-
arí fyrir rúmlega viku síðan og
hlýddi þar á spilverk þriggja
popp-sveita, þær Dúkkulísur,
Djellísystur og hljómsveitina Dá.
Ekki get ég logið því til að and-
rýmd og kraftur hafi svifið yfir
vötnum oglítiðfórfyrireinlægn-
inni langþráðu!
Þar riðu þær dúkkur fyrstar á
vaðið með fremur fátt gott sér til
framdráttar og minna en Iítið í
pokahorninu. Má ég biðja um
gömlu góðu húmorelsku Grýl-
urnar. Þá tróðu upp allt í plati
systur úr djellí og þóttu öllu líf-
legri og skemmtilegri, reyndu
ekki að segja neitt af viti og gerðu
það vel. Söngkonan er krútt.
Endahnútinn batt dágóð
grúppa, ný af nálinni og tvímæla-
laust sú andríkasta þetta kvöld.
Gott nafn Dá. Frumtónar bassa
og trumba seiddu fram ryþma
okkar magíska eðlis í takt við ein-
faldleikann og naflinn tók ósjálf-
rátt að dansa. Hanna Steina er
indversk slanga á sviðinu og syng-
ur með höndunum, systir Diddú-
ar og sem hún að springa af mús-
ík. Mættum við fá meira að
heyra. Cj)
„Pax vobis“
fœr viðurkenningu
í Finnlandi
Fyrir skömmu var haldin sam-
norræn popphljómlistarhátíð í
Finnlandi og fengu fulltrúar ís-
lands, hljómsveitin Pax Vobis, sér-
staka viðurkenningu fyrir frammi-
stöðu sína. Aðeins ein önnur
hljómsveit hlaut slíka viðurkenn-
ingu, sænska rokkhljómsveit, En
Pax Vobis mun hafa þótt nýstárleg-
ust og öruggust í sinni músik. Við
landar þeirra munum innan stuttr-
ar tíðar geta hlýtt á afurðir þeirra
drengja, því að á hverri stundu
kemur út hljómplata með félögum
í „Friði yðar“.
A.