Þjóðviljinn - 31.03.1984, Side 19
Helgin 31. mars - 1. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
Úr grein eftir Hallgrím Jónasson er hann reit í 2. hefti Tímarits Máls og menningar 1949
Fólkið á hröðum flótta undan lög-
reglu og hvítliðum. Laust grjót má
sjá á víð og dreif um völlinn.
I gegnum gasmökkinn
Lögregla og hvítlfðar láta til skarar skríða fyrir framan alþingishúsið (Úr
kvikmynd Sveins Björnssonar).
Frá átökunum 30. mars 1949. Lögreglan í vígahug (úr kvikmynd Sveins
Björnssonar).
Ætli við, sem lifað höfum undanfarna
daga, gleymum nokkurn tíma 30. mars
1949?
Ekki meðan við munum þjóðerni okkar,
tungu okkar. Ekki meðan okkur tekur í
viðkvæma strengi við minningar þessa
dags.
Tvennt brennir sig inn í vitund mína, öllu
öðru fremur. Tvær myndir. Þær vaxa fram,
stækka, spenna yfir skynsvið hugans,blasa
við augum, skarpar eins og brennidepill í
safngleri. Þær standa hlið við hlið með
þunnan húsvegg milli sín. Þó skilur þær
heilt haf, regingeimur, óbrúað djúp.
Ég er að koma frá vinnu minni. Hef ekki
gegnt útboði hinna óttafullu í Alþingishús-
inu, hef hvorki hug á að vinna þeim illt né
gott. Ég stend á hlið við dómkirkjuna og
horfi vestur yfir manhafið á götunni. Fólkið
stendur þar í þéttum hnapp, aragrúi, þús-
undir. Það hefur beðið Alþingi - fulltrúa
sína - um eitt, aðeins eitt, að lofa þjóðinni
sjálfri - fólkinu, sem landið byggir, að ráða
örlögum sínum í skapaþyngstu spursmáli
eigin tilveru. Það biður um þjóðaratkvæða-
greiðslu í herbandalagsmálinu.
Allt í einu koma þúsundir handa á loft,
ekki krepptar, ógnandi hendur, heldur
uppréttar hendur - eins og í bæn.
Og hver er þeirra bæn?
Leigið ekki ættjörð okkar í hendur er-
lendu valdi. Svíkið ekki ísland!
Öðru megin þessa mikla massa, upp við
Alþingishúsið, stendur vopnað baráttulið
ríkissjórnarinnar með reiddar kylfur. Hin-
um megin óróagjarn unglingalýður, sem
varpar aur að þinghúsinu.
Hvað getur þetta fólk gert, eða rétta sagt
spurt: Hvað vill það hingað? Það biður þess
eins, að á því sé ekki níðst, að helgustu
réttindi þess sé ekki fótum troðið, að þjóðin
sé ekki ofurseld því valdi, sem hún óttast og
vænir um óheilindi af biturri reynslu.
Hin myndin er innan úr þinghúsinu.
Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar og hún
sjálf, umkringd verndurum sínum, hinum
kylfubúnu. Sektartilfinning og lamandi
hræðsla er aðalsmerki þeirra í dag. En hvað
hræðast þeir mest? Mannfjöldann úti fyrir
með uppréttar hendur, í hrópandi áskorun,
bæn? Naumast. Gegn honum og boðsgesí-
um sínum hafa þeir gas- og kylfuliðiö.
Hræðast þeirunglingalýðinn, sem kastar að
þeim skít af fyrirlitningu óábyrgrar æsku?
Finna þeir dóm þjóðar sinnar í þessum fá-
víslegu, vansæmandi brekum reykvískra
unglinga? Ef til vill. Eða hræðast þeir sjálfa
sig mest? Flækjunet þau, sem um þá eru
snúin af slungnu, erlendu valdi. Skuggi seks
manns er ægilegur, þegar hann minnir á
framin óhæfuverk, og blasir hvarvetna við
skelfdum hug og augum hins seka. En þeir
rétta líka upp hendur - á móti- umbjóðend-
um sínum utan dyra, drepa óskir þeirra og
bænir skjálfandi höndum í atkvæðagreiðslu
um mál, sem varða kann líf, velferð og til-
veru lítillar þjóðar, er þráir það mest að fá
að lifa í friði og vilí ekki lána land sitt fyrir
vígvöll í átökum stórvelda um ólík hagkerfi
og heimsyfirráð.
Þessar tvær myndir, aðskildar þunnum
múrvegg, standa mér skýrastar fyrir augum
þennan dag. 1 gegnum gasmekki horfa þær
við mér í hvössu ljósi, óafmáanlegar,
þrungnar ömurleik mikilla skapa - og
bregða birtu yfir lýðræði íslendinga -
í framkvæmd.
Lengi munu þau í minnum hin djörfu og
sönnu orð síra Jakobs Jónssonar, í útvarps-
guðþjónustu þetta sama kvöld, 30. mars,
sem m.a. lutu að því, að vant væri milli að
sjá, hverjir væru sekari um siðlausa fram-
komu og beitingu ranglætis, þingmennirnir
innanhúss, er láta vildu land sitt falt og
vógust á með ljótustu orðleppum tungunn-
ar, eða strákalýðurinn, sem kastaði að þeim
skarni af götunni.
Þessi orð hins mæta kennimanns voru
eins og egghvasst kastljós inn í blekkinga-
moldviðrið, sem valdhafarnir létu þyrla út
um byggðir landsins - yfir raunveruleg ætl-
unarverk og sanna atburði dagsins.
Þau komu stjórnarliðinu á óvart. Þau
brugðu á það birtu. í glampa fárra orða sá
þjóðin myndir, sem hún mun seint gleyma.
Haligrímur Jónasson