Þjóðviljinn - 31.03.1984, Qupperneq 21
Helgin 31. - 1. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21
bridge
Islandsmótið að hefjast
Undanúrslit
íslandsmótsins
í sveitakeppni
Fara fram um helgina 6.-8. apríl
á Hótel Loftleiðum. 24 víðsvegar
að af landinu taka þátt í mótinu.
Sveitunum er skipt í 4 riðla 6 sveitir
í hverjum riðli og komast 2 efstu
sveitirnar í hverjum riðli í úrslitak-
eppnina sem fer fram um páskana.
5 umferðir 32 spila leikir allir við
alla í hverjum riðli verða spilaðar á
eftirtöldum tímum:
1. umferð 6. aprfl kl. 20 föstudagur
2. umferð 7. aprfl kl. 18 laugardagur
3. umferð 7. aprfl kl. 20 laugardagur
4. umferð 8. aprfl kl. 13 sunnudgur
5. umferð 8. aprfl kl.20 sunnudagur.
Hver umferð tekur rúmlega 4
klukkustundir.
Eftirtaldar sveitir spula saman í
riðlum:
A-RIÐILL:
1. Runólfur Pálsson Reykjavík
2. Páll Pálsson Norðurland-eystra
3. Samvinnuferðir-Landsýn Reykjavík
4. Leif Österby Suðurland
5. Sigurður Vilhjálmsson Reykjanes
6. Ágúst Helgason Reykjavík
B-RIÐILL:
1. Ármann J. Lárusson Reykjanes
2. Jón Ágúst Guðmundsson Vesturland
3. Þórarinn Sigþórsson Reykjavík
4. Eiríkur Jónsson Vesturland
5. Nafn ekki komið Vesturland
6. Gísli Steingrímsson Reykjavík
C-RIÐILL:
1. Nafn ekki komið Vestfirðir
2. Gestur Jónsson Reykjavík
3. Sigfús Þórðarson Suðurland
4. Ásgrímur Sigurbjörnsson Norðurl.-
vestra
5. Ólafur Lárusson Reykjavík
6. Stefán Pálsson Reykjavik
D-RIÐILL:
1. Sigurþór Sigurðsson Austuriand
2. Úrval Rcykjavík
3. Kristján M. Gunnarsson Suðurland
4. Guðbrandur Sigurbergsson Reykja-
vík
5. Jón Hjaltason Reykjavík
6. Þorfinnur Karlsson Reykjavík
1, umf.2 umf. 3. umf.4. umf.5. umf.
1-6 1-2 3-1 1-4 5-1
2-5 5-3 2-6 2-3 4-2
3-4 6-4 4-5 6-5 3-6
Evrópumót
yngri spilara
Evrópumót yngri spilara fer
fram í Hasselt í Belgíu dagana 20,-
29. júlí. Sent verður lið á mótið.
Þeir unglingar sem fæddir eru 1.
janúar 1959 og síðan eru gjald-
gengnir á mótið.
Tekið verður við umsóknum frá
þeim pörum sem áhuga hafa á að
fara á mótið hjá skrifstofu Bridges-
ambands fslands sími 18350 Jón til
kl. 17 mánudaginn 16. apríl.
Umsjón
Ólafur
Lárusson
Landsliðsnefnd Bridgesamb-
ands fslands mun síðan velja úr
umsóknum og tilkynna val sitt fyrir
mánaðamót maí-apríl.
Norðurlandamót í
kadaflokki og kvennaflokki
Norðurlandamót í sveitakeppni
fer fram í Helgingör Danmörku
dagana 10.-17. júní. Fyrirhugað er
að senda lið í báða flokka þannig
að Bridgesamband íslands mun
styrkja þau lið sem þangað kynnu
að fara um flugferðir.
Tekið verður við umsóknum frá
þeim pörum sem áhuga hafa á að
faraá mótið hjá skrifstofu Bridge -
sambands íslands sími 18380 Jón til
kl. 17 mánudaginn 16. apríl.
Landsliðsnefnd Bridgesamb-
ands íslands mun síðan velja úr
umsóknum og tilkynna val sitt fyrir
mánaðamót apríl-maí.
áeinn miöa hérlendis
Aðalvinningur ársins;
húseign að eigin vali fyrir 1.5 milljónir króna,
verður dreginn út 3. apríl.
Að auki:
9 bifreiðavinningará 75 þús. kr. hver.
25 ferðavinningar á 25 þús. kr. hver.
50 húsbúnaðarvinningar á 7.500 kr.
hver og 514 húsbúnaðarvinningar
á 1.500 kr. hver.
dae
HAPPDRÆTTI '83-
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og vinnuvélar vegna Véla-
miðstöðvar Reykjavíkur.
1. Mercedes Benz sendibifreið D609
2. Mercedes Bensvörubifreið 2224-6x4
3. HINO vörubifreið ZM802
4. Hjolaskofla CASE760B
5. Dráttarvél Massey Ferguson 135
6. Subaru station 4x4
7. Simca fólksbifreið
8. Simcasendibifreið
9. SimcapickupVFHOO
10. SimcapickupVFIOO
11. VWsendibifreið
12. VW sendibifreið
13. VWDC6mannahús-pallur
14. VWDC6mannahús-pallur
15. VWDC6mannahús-pallur
16. VWDC6mannahús-pallur
árg. 1976
árg. 1972
árg. 1980
árg. 1974
árg. 1974
árg. 1983
árg. 1978
árg. 1979
árg. 1979
árg. 1979
árg. 1975
árg. 1973
árg. 1974
árg. 1974
árg. 1974
árg. 1974
Ofangreindar bifreiðar og vinnuvélar eru til sýnis í porti
Vélamiðstöðvar að Skúlatúni 1.
Tilboð veða opnuð á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja-
vík, miðvikudaginn 4. apríl n.k. kl. 14 e.hád. Réttur er
áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er í hvert útboðsnúmer
eða hafna öllum.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
VÉLSKÓLI
ÍSLANDS
Sumarnámskeið
vélstjóra 1984
Eftirtalin námskeið verða haldin í júní 1984 ef næg
þátttaka fæst:
2.-8. júní.
Stillitækni (reglunartækni), undirstöðuatriði, aðhæf-
ing og rekstur.
Rafmagnsfræði 1, segulliðastýringarog rafdreifikerfi
skipa.
Tölvuvæðing, vélbúnaður, forritun og hagnýt notkun.
12.-16. júní
Kælitækni 1, varmafræði, þættir, kerfi, rekstur og
viðhald.
Rafmagnsfræði 2, rafeindastýringar og iðnaðarstýr-
ingar PC.
Rafeindatækni, upprifjun rafeindarása, siglinga-
tækni.
Umsóknir berist Vélskóla íslands, pósthólf 5134,
ásamt þátttökugjaldi fyrir hvert námskeið, kr. 3.000,
fyrir 15. maí nk. (námsgögn eru innifalin). Námskeiðin
eru miðuð við að viðkomandi hafi lokið vélstjóraprófi.
Umsóknareyðublöð ásamt upplýsingablaði verða
send þeim sem þess óska.
Nánari upplýsingar veitir skrifsíofa skólans í síma
19755.
29. mars 1984,
Skólastjóri
©ST. JÓSEFSSPÍTALI
LANDAK0TI
ADSTODARLÆKNIR
Ársstaða aðstoðarlæknis á handlækningadeild St.
Jósefsspítala Landakoti er laus til umsóknar. Um-
sóknarfrestur er til 1. maí n.k.
Staðan er veitt frá 1. júlí n.k.
Umsóknir sendist yfirlækni handlækningadeildar.
Röntgenlæknir
Aðstaða sérfræðings í geislagreiningu við röntgen-
deild St. Jósepsspítala Landakoti er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 1. maí n.k.
Nánari upplýsingar gefur yfirlæknir röntgendeildar.
Reykjavík 28.03. 1984
Framkvæmdastjóri