Þjóðviljinn - 31.03.1984, Síða 27

Þjóðviljinn - 31.03.1984, Síða 27
Helgin 31. mars - 1. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27 Rannsóknarnefnd sjóslysa prófaði sjálfvirka þrýstibúnaðinn á íslandsmiðum fyrir 5 árum Nákvæmlega sama verkfærið segir Þórhallur Halldórsson um þrýsti- búnaðinn í Olsen-sleppibúnaðinum Sá sjálfvirki þrýstibúnaður við losun gúmbjörgunarbáta sem Vélsmiðja Ol. Olsen í Njarðvík- inn kynnti á dögunum og Siglinga- málastofnun hefur viðurkennt er ekki alveg nýr af nálinni hér- lendis. Á árunum 1979 og 1980 lét Rannsóknarnefnd sjóslysa gera athuganir á samskonar þrýsti- búnaði um borð í tveimur vertíð- arbátum, Þórunni Sveinsdóttur VE, og Orra ÍS. Var markmið athugarinnar að kanna hvort þessi þrýstibúnaður þyldi ágjöf og íslenska vetrarveðráttu, en al- þjóðlega siglingamálastofnunin IMCO hafði samþykkt þennan sleppibúnað í skip þegar árið 1974, en siglingamálastofnunin hérlendis vildi ekki viðurkenna búnaðinn. „Jú, þetta er nákvæmlega sama verkfærið og við vorum að gera athuganir með á sínum tíma nema hvað núna er búið að setja yfir þrýstibúnaðinn sérstakan kassa til að tryggja að þetta opn- ist ekki. í okkar athugunum kom aðeins einu sinni fyrir að sleppi- búnaðurinn opnaðist á þilfari, en það var í einu mesta fárviðri sem hefur geisað hér í lengri tíma“, sagði Þórhallur Halldórsson framkvæmdastjóri Rannsóknar- nefndar sjóslysa í samtali í gær. Gúmbátarnir blási strax upp Að sögn Þórhalls er nú unnið að endurskoðun á reglugerð fyrir sjálfvirkan sleppibúnað um borð í fiskiskipum. Leggur nefndin til að öll skip upp að 200 tonnum verði með sjálfvirka búnaðinn frá Olsen eða Sigmundi, en öll stærri skip verði skylduð til að hafa sjálfvirkan þrýstibúnað í minnst einum af þeim björgunarbátum sem ekki er í gálga. Nokkrar deilur eru uppi um hvort björgunarbátarnir eigi að blása upp um leið og þeir skjótast frá skipum. „Nefndin leggur Sjálfvlrkur þrýstibúnaður fyrir gúmbjörgunarbáta um borð í Þórunni Sveinsdóttur VE fyrir 5 árum síðan. mikla áherslu á að svo verði því við höfum dæmi um það að menn hafi farist við að draga fangalínu bátanna út, en línan er 25 m löng og bátarnir opnast ekki fyrr en á síðustu fetunum. Menn benda á að hætta sé á að bátarnir eyði- leggist við það að opnast strax en menn verða að athuga að nú eru bátarnir komnir í gálga út í kant og ekkert á að vera fyrir þeim. Ég vil ekki standa að ákvörðun um annað en að bátarnir opnist um leið, en hvað verður það veit ég ekki“, sagði Þórhallur Halldórs- son. íslandsmótið í handknattleik Forskot FH- inga breikkar Menntamálaráðherra sáttur við „frið“ kj ar nasprengj unnar FH náði í gærkvöldi fjögurra stiga forystu í úrslitakeponinni um Islandsmeistaratitilinn í hand- knattleik með sigri á St örnunni, 32-25. Leikið var í Digranesi í Kóp- avogi og á undan unnu Valsmenn Víking 26-22. Helgi þarf jafntefli Skákmótinu í Neskaupstað lýkur á sunnudag og verður síðasta um- ferðin tefld kl. 10 til 15. Úrslit úr 10. og næstsíðustu umferð urðu þau að jafntefli varð hjá Guð- mundi og Wedberg, Helga og Schússler, Knezevic og McCam- bridge, en í bið fóru skákir Mar- geirs og Jóhanns, Róberts og Lombardys. Biðskákir verða tefld- ar kl. 14 í dag. Helgi teflir við Wedberg á sunnudag og þarf jafntefli til að ná öðrum áfanga að stórmeistaratitli. ídagkl. 15.15 teflir Guðmundur Sigurjónsson almennt fjöltefli í Eg- ilsbúð. A. Valur var ávallt skárri aðilinn gegn Viggó-lausum Víkingum og var 11- 10 fyrir f hléi. Valur náði fimm marka forystu fljótlega í seinni hálfleik og sigrinum varð ekki ógn- að eftir það. Júlíus og Jakob voru bestir Valsmanna en Sigurður var áberandi bestur Víkinga. Júlíus skoraði 7 mörk fyrir Val, Stefán 7 og Jakob 4. Sigurður skoraði 7 fyrir Víking, Ólafur 4 og Hilmar 3. Stjarnan kom mjög á óvart gegn FH og leiddi 15-11 fyrir hálfleik og jafnaði síðan 16-16. Jafnræði rfkti þar til á lokamínútunum að FH komst þremur mörkum yfir og við það sprungu baráttuglaðir Garð- bæingarnir. Kristján og Pálmi voru bestir FH-inga en Gunnar var yfir- burðamaður hjá Stjörnunni. Krist- ján skoraði 9 marka FH, Pálmi 7, Atli og Þorgils Óttar 5. Gunnar gerði 9 mörk fyrir Stjörnuna og Hermundur 4. FH hefur því 8 stig, Víkingur 4, Valur 4 en Stjarnan- ekkert. Þór Vestmannaeyj um þarf að- eins tvö stig úr átta elikjum til að komast í 1. deild eftir sigur á Gróttu, 26-25, á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Breiðablik er sömu- leiðis komið með annan fótinn í fyrstu deild, lék stórvel gegn Fram og sigraði 26-22. -Frosti/VS Síðastliðinn fimmtudag var fram haldið umræðum í sameinuðu þingi um þingsályktunartillögu Guðrúnar Agnarsdóttur og þing- manna úr öllum flokkum um friðarfræðslu í skólum. í umræð- unum lýsti Ragnhildur Helgadótt- ir, menntamálaráherra yfir því, að hún væri tillögunni andvíg. Mun sumum hafa komið sú afstaða ráð- herrans á óvart, öðrum ekki. Ráðherrann kvað viðhorf flutn- ingsmanna tillögunnar byggjast á mismunandi forsendum og vera af ýmsum toga. Markmiðin væru því óljós og ekki hægt að samþykkja slíka tillögu. Sagðist ekki telja að skólar ættu að hafa með höndum fræðslu um vopnabúnað og óhæfa að fara inn í skóla með mál, sem orkuðu tvímælis í pólitískum deilum. Guðrún Agnarsdóttir þakkaði menntamálaráðherra fyrir að lýsa þó yfir skoðun sinni á tillögunni en afstaða ráðherrans ylli sér von- brigðum. Eftirtektarvert væri að í ræðu sinni hefði Ragnhildur Helg- adóttir ekki vikið einu orði að kjarnorkuógninni, sem mannkynið óttaðist þó meira en allt annað. Hún virðist sátt við „frið“ kjarn- orkusprengjunnar. Besta vörnin gegn óttanum er þekkingin. Hvernig eiga unglingar að mynda sér skoðun ef ekki má fjalla um deilumál?, spurði Guðrún Agnars- dóttir. Vonandi endurskoðar menntamálaráðherra þessa af- stöðu sína. Jón Baldvin Hannibalsson tók einnig til máls, talaði lengi og fór með himinskautum vítt og breitt um heimsbyggðina. Vék ræðumað- ur m.a. að Rússum, sem þekktir væru að því, að gera af sér allar þær varnmir og skammir, sem upphugs- anlegar væru í mannlegu samfé- lagi. Þess er ekki hægt að krefjast af neinum kennara að hann veiti börnum og unglingum fræðslu um hin stærstu, pólitísku ágreinings- mál okkar tíma, sagði Jón Baldvin. Steingrímur J. Sigfússon lýsti yfir fylgi sínu við tillöguna og kvað andstöðu við hana vera sér óskiljanlega. Kjarni málsins væri sá, sagði Steingrímur, að um tvær leiðir er að velja: leið vopna og hótana, hernaðarbandalögin, eða samkomulag um afvopnun. Rakti Steingrímur ýmis dæmi um sam- skipti þjóða og þegna, útávið og innbyrðis og benti á afleiðingarnar þess hvor leiðin hefði verið valin: leið átaka og ofbeldis eða leið friðsamlegs samkomulags. Byggingarsamvinnufélagið Aðalból í Reykjavík auglýsir til úthlutunar í nýjum byggingar- flokki 19 íbúðir. íbúðirnar eru í sambýlis- og raðhúsum í nýjum miðbæ í Kringlumýri. Umsóknir skulu berast félaginu í síðasta lagi 13. apríl nk. Allar upplýsingar á skrifstofu félagsins, Lágmúla 7 í Reykjavík, símar 82966 og 33699. Athugið að B.S.A.B. er öllum opið. Stjórnin. Halldór Blöndal flutti skringi- lega ræðu en fór með gott kvæði eftir Grím Thomsen. Árni Johnsen féll frá orðinu - og eru út af fyrir sig tíðindi. - mhg. Esther Jónsdóttir, varaform. Sóknar: F y rir- spurn til samn- inga- nefndar Ég er búin að vera í yfir 25 ár í Sókn og þykist þekkja hag Sókn- arfélaga. Félagar mínir eru nú þeir einu sem enga kauphækkun fá um næstu mánaðamót. Ég skora á samninganefndina að gera eitthvað til þess að semja. Hún hefur haldið einn einnar klukkustundar langan samningafund síðan hún tók við. Formaður nefndarinnar hefur að því er mér hefur verið sagt í fríi síðan hann tók við. Ég hlýt að spyrja hvað er maðurinn að gera? Esther Jónsdóttir, varaformaður Starfsm. félagsins Sóknar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.