Þjóðviljinn - 26.05.1984, Side 21
Helgin 26.-27. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21
í síöasta helgarblaði birti
Kristinn Kristjánsson svar viö
grein eftir mig sem birtist hér í
blaðinu fyrir hálfum mánuði.
En þar hafði ég andmælt
túlkun Kristins á bókmenntum
um hernám og ástandsmál
svonefnd eins og hún kom
fram í umfjöllun hans um
tilteknaskáldsögu
Jóhannesar úr Kötlum,
Verndarenglarnir. Þettaer
mjög íslensk ritdeila sýnist
mér: fyrst lýsir Kristinn yfir því
að grein Árna Bergmanns sé
að sjálfsögðu ekki svaraverð,
síðan skrifar hann svar við
henni upp á heila síðu.
Sekt Jóhannesar
Nokkur orð fyrst um Verndar-
englana, þessa einlægu og stund-
um vandræðalegu tilraun Jó-
hannesar úr Kötlum til að koma
heim og saman í rniðju stríði
rómantískri þjóðernishyggju og
byltingarvoninni. Kristinn segir
það hafi verið allsendis óþarft
fyrir mig að „taka upp hanskanrí*
fyrir Jóhannes, hann hafi ekki
verið að saka hann um eitt eða
neitt. Það er nú svo. Ég er ekki ég
og hrossið á einhver annar. Krist-
inn Kristjánsson hafði reyndar
notað Verndarenglana sem ann-
að tveggja skáldsögudæma, sem
áttu að sýna að um konur á stríðs-
árunum hefði verið fjallað í þess-
um anda hér: Allar konur eru
eins. Þær hugsa ekki. Eðli þeirra
er að láta undan. Þær vilja láta
beita sig ofbeldi og fagna því her-
námi. Sé það satt að rithöfundur
taki þannig á málum er hann lík-
ast til „sekur“ um eitthvað í
augum flestra. Og ég vildi blátt
áfram mótmæla því að þetta
mætti lesa út úr þeim hluta skáld-
sögunnar sem lýsir harmsögu úr
ástandinu. Svo einfalt er það.
Kristinn spyr hvers vegna ég
hafi ekki rakið allar heimildir
hans, og þá skýrslu siðgæðisnefnd-
ar einnar frá stríðsárunum og
upprifjunarsögu eftir Indriða G.
Þorsteinsson. Vegna þess að þá
hefði ég orðið að skrifa þrjár
síður í dagblað en ekki eina.
Verndarenglana valdi ég vegna
þess, að sú skáldsaga er skrifuð í
atburðum miðjum og fáir sem
þekkja hana nú. Og líka vegna
þess, að í því dæmi reyndist herfi-
legast sú aðferð Kristins við bók-
menntaskoðun sem ég kallaði
„leitið og þér munuð finna“.
Og allt er þetta angi af stærri
málum, bæði að því er varðar
bókarýni og skilning á samfélagi.
Fordómar og
saga
Grein Kristins Kristjánssonar
er m.a. dæmi um fordóma -
fræðina sem hefur margan grátt
leikið. Þessi fræði mikla það
mjög fyrir sér, að rithöfundar eru
haldnir allskonar fordómum og
öðrum ómögulegum skoðunum.
Ef þeir eru ekki haldnir þjóð -
rembu (mín þjóð öðrum merkari)
þá eru þeir ofurseldir karlrembu
(konur eru okkur óæðri) eða
kommarembu (enginn veit neitt
nema marxistar) eða sveitahroka
(þessi lýður á mölinni) eða list-
amannahroka (líf „hinna“ er
ómerkilegt), reynsluhroka (þessi
unglingaskríll) eða æskuhroka
(skjótum þá sem eru eldri en þrí-
tugir). Það fer eftir tímaskeiðum
hvaða fordómar eru viðunandi og
hverjir eru taldir verstir - en þeir
sem verstir eru hverju sinni fá á
baukinn svo um munar. Einatt
standa svo ofar öllu nokkrir stór-
meistarar, sem fá syndakvittun af
fordómum og eru hafðir til að
berja á afganginum af bók-
menntunum.
Nú eru fordómafræðin inni á
merkilegum málum og geta vel
komið að vissu gagni í hug-
Alfred Otto Schwede heitir
prestur og rithöfundur í
Austur-Þýskalandi sem er nú
að vinna að ævisögu Hallg-
ríms Péturssonar í skáldsögu-
formi. Bókin á að heita „Sein
Lied war Islands Trost“ - Ljóð
hans var huggun íslands.
Schwede hefur staðið í bréfa-
sambandi við dr. Jakob Jónsson
út af samningu bókarinnar. Hann
hefur áður skrifað alþýðlegar
bækur margar um söguleg efni og
þá ekki síst um atburði sem orðið
hafa á Norðurlöndum. Meðal
annarra bóka má nefna verk um
danska stjörnufræðinginn Tycho
Brahe og, um Lars-Levi Laesta-
dius, sem kallaður hefur verið
spámaður Lapplands. Alls hefur
Schwede samið 55 bækur og eru
margar þeirra skrifaðar fyrir börn
og unglinga. 64 bækur hefur
myndasögu. En oftar er það, að
þau enda í ófrjórri kortlagningu á
fordómum höfunda, og þegar
yeist lætur eru þau höfð til að
fæla ungt samtímafólk frá merki-
legum bókmenntum. Allra verst
er það náttúrlega þegar ritskoð-
unardólgar skjóta sér á bak við
þessa lestraraðferð. Kristinn
Kristjánsson er náttúrlega ekki á
Schwede þýtt á þýsku og þá eink-
um úr Norðurlandamálum, enda
hafa dönsk blöð kallað hann
„brúarsmið milli DDR og Norð-
urlanda". Meðal höfunda sem
hann hefur þýtt eru William
Heinesen, Per Andres Fogel-
ström, Sara Lidman, Artur
Lundkvist, Vainö Linna og Leif
Panduro. Hann hefur hlotið þýð-
andaverðlaun forlagsins Volk
und Welt.
Alfred Otto Schwede nam
guðfræði og norræn mál í Leipzig
á fjórða áratugnum. Hann vildi
hvergi nærri nasisma koma og var
um skeið í Svíþjóð nokkru fyrir
stríð. 1940 var hann tekinn í her-
inn og sendur sem túlkur til Nor-
egs vegna málakunnáttu sinnar.
Stríðslokum mætti hann í banda-
rískuni herfangabúðum á Ítalíu.
Hann hélt síðan til heimahéraða í
þeim hættuslóðum. En hann er
hinsvegar þar á vappi, sem menn
dæma liðna tíma og það sem þá
var skrifað sterklega út frá við-
horfum í eigin samtíð, án skiln-
ings á tímanum sem verkin fæddu
af sér. Ég minntist í grein minni
fyrir hálfum mánuði einmitt á
þetta - viðbrögð hins litla og ætt-
bundna íslenska samfélags ársins
1940 við hernámi og hermangi og
ástandi verða blátt áfram
óskiljanleg, ef menn ganga fyrst
og síðast út frá því afstæða sið-
ferði sem við nú búum við,ell-
egar þá hugmyndum um kyn -
lífsfrelsi og þar fram eftir götum.
Rithöfundar
í framhaldi af þessu: hvað þýð-
ir það annars sem Kristinn Krist-
jánsson klifar mjög á í Tímariti
Máls og menningar og í Þjóðvilj-
agreininni ,að umræðanum ásiand -
ið hafi venð mjög íhaldssöm
og afturhaldssöm og „full þörf að
endurskoða hana frá grunni"? Ef
hann er aðeins að tala um það, að
ástandskonur hafi orðið fyrir
ómannúðlegri hörku margar
hverjar og nær hefði verið að
beina skeytum almenningsálits-
ins og umræðunni annað fyrst, þá
má vissulega gott heita. Én eins
og síðast var að vikið: þegar á
heildina er litið held ég að rithöf-
undar sem tóku þessi mál upp,
hafi verið sýnu samúðarfyllri og
skilningsbetri en blaðagreinar og
almannarómur og fjölskyldu-
uppgjörin við ástandsmeyjar.
Hvort sem við vitnum í Verndar-
englana eða t.d. Sóleyjarsögu
Elíasar Marar, sem fjallar um
„seinna ástandið". Sú bók hefur í
fordómafræðum verið sökuð sér-
staklega um kvenfyrirlitningu, en
er einmitt borin uppi af einlægum
og mannúðlegum vilja til að
skilja sem best „sóleyjarnar“ sem
fóru í bransann.
Hvers konar
íhald?
Og ef við nú stækkum málið:
Það má vel vera að sjálfbirgingur
eða hræsni hafi kraumað undir
hjá ýmsum þeirra sem tóku undir
Austur-Þýskalandi og gerðist þar
prestur. Jafnframt vann hann að
ýmsum ritstörfum og þýðingum
Árni
Bergmann
skrifar
þá „íhaldssemi" íslensks samfé-
lags hernámsáranna fyrstu, að
það ætti að loka dyrunum; að ís-
lenskt samfélag ætti að vernda sig
með einangrun, koma sem mest í
veg fyrir samskipti hers og þjóðar
- á öllum sviðum. En þetta þýðir
ekki að „íhaldssemin“ hafi verið
röng stefna eða fordæmanleg og
heimti endurskoðun. Hún var
satt best að segja skynsamlegasti
kosturinn sem menn áttu völ á.
Með henni var reynt að þrauka af
hernámið til að geta tekið upp
þráðinn aftur, til að glíma við |
menningarstrauma og siðferðis-1
vanda og hvaðeina á okkar eigin
forsendum.
En bæði þá og síðar hafa herinn
og íslenskir ástandsstjórar í hópi
áhrifamanna unnið að því, að er-1
lendur her sé viðurkenndur aðili í j
íslensku mannlífi, sjálfsagður
jafnt í einkalífi sem opinberu lífi.
Það átti að „fraternísera“, ving-
ast við innfædda. Og meðal ann-
ars skírskota til þess sem erfiðast
var að andmæla: þetta eru nú
menn eins og við. Mega þeir ekki
skemmta sér? Mega þeir kannski
ekki gefa Suðurnesjakrökkum
glæsilegar gjafir á jólatrés-
skemmtunum? Erfitt kannski að
mæla gegn því, en samt nauðsyn:
gjafirnar voru engu líkar sem
krakkarnir höfðu áður séð og við,
þær urðu tsiensk jói púkó. Jóla -'
gleðinvar orðin aðhluta til amrísk
- og yrðt hun það ekki áfram? |
Þetta litla dæmi, sem nú er nefnt
vegna þess hvar ég er upp alinn,
sýnist kannski ekki merkilegt. En
einnig það var hlekkur á langri
„ástandskeðju" sem er í því fólg-
in, að verið er að kaupa íslend-1
inga til velvildar með mörgum :
ráðum, til að viðurkenna herinn
sem einhvern sjálfsagðan hlut.
Nú síðast er hann víst orðinn
svo sjálfsagður í vitundinni, að
tveir þriðju hlutar íslendinga
vilja að hann borgi fyrir þá hluta
kostnaðar okkar af því að búa í
eigin landi - ef marka má skoð-
anakannanir. Það mál er allt svo
stórt, að það má vera Kristni
Kristjánssyni huggunarefni í á-
standsbaráttu hans,að allir eru
löngu hættir aö hafa áhyggjur af
því, að enn munu hermenn kynn-
ast íslenskum konum. Sá angi
„sambýlisins“ er löngu orðinn
smámál sem kemst ekki á dag-
skrá, hvorki í anda „íhaldssemi“
né í einhverjum anda öðrum.
ÁB
og hefur nær eingöngu fengist við
ritstörf hin seinni árin.
-áb.
Skáldverk um ævi
Hallgríms
Péturssonar