Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.05.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. mal 1984 Lárus Björnsson, kennarl i Fiskvlnnsluskólanum lelöbelnlr nemendum I notkun tölvubúnaöar Tölvu- og rafeindatækni í fískiðnaði íslensk þekking, möguleiki til markaðsfœrslu erlendis Á næstu árum má búast við, að flest frystihús landsins verði komin með heildar skráningar- og tölvukerfi, sem þjónar jafnt þörfum vinnslunnár og því rekstrarbókhaldi sem við hana tengist. Hafa tvö íslensk fyrir- tæki hafið framleiðslu á tölvu- búnaði á þessu sviði, þau Póll- inn h/f á Isafirði og Marel h/f í Reykjavík. Sambærileg tæki fyrir fiskiðnað munu ekki vera framleidd erlendis og er skýringin á því sennilega sú, að risafýrirtækin á rafeinda- og tölvusviðinu telja þetta of lítinn markað til þess að vera með sér- hönnuð tæki fyrir hann. Vegna þessa eru miklir möguleikar á markaðsfærslu á rafeindavogum og tölvubúnaði fyrir fiskiðnað. Meðfylgjandi mynd sýnir gagn- skráningarkerfi þar sem hver vog og tæki er búið eigin örtölvu, sem síðan vinnur sérhæfð verkefni. Tölvumar hafa síðan samskipti sín á milli og mynda heildarkerfi upp- byggt af sjálfstæðum einingum. Með þessu er hægt að byrja smátt með kaupum á einstaka vogum og dreifa þannig fjárfestingunni yfir lengri tíma og taka fyrst í notkun þá þætti sem mest gefa af sér, þannig að hvert þróunarþrep greiði hið næsta. Meginkostur þess að taka upp framangreint gagnskráningarkerfi felst í því, að starfsfólk og stjóm- endur fái jafnóðum upplýsingar um vélanýtingu, borðanýtingu, pakkningahlutfall, unnið magn, framleitt magn o.s.frv. Þetta hraða upplýsingastreymi krefst virkrar stjórnunar og að þessum lykil- upplýsingum sé komið út á meðal starfsfólks til þess að gera það með- vitaðra um árangur vinnunnar. Vinnan verður léttari, skráningin verður ömggari, minni hætta á vill- um því samfara. Skráningarvillur verða hverfandi og handskráning á blautan pappír hverfur að mestu. Ef litið er á einstak vogir og þann árangur sem þær geta skilað beint eða óbeint, kemur ýmislegt athygl- isvert í ljós. Venjuleg samfelld nýt- I ing í flökunarvélum, án eftirlits, er um 46-48% í þorski, en með vel stilltum vélum og stöðugu eftirliti, sém fæst með samspili innvigtunar- vogar og flakavogar ætti nýtingin lað geta orðið um 52%, sem þýða myndi 4-6% framleiðsluaukningu. Að sjálfsögðu kallar þetta á nýt- ingarbónus í stað ákveðinnar premiu miðað við magn eins og tíðkast hefur. Með millivog fæst jafnóðum yfirlit yfir pakkningar- hlutfall einstakra pakkninga og borðanýtingu. Nú standa yfir til- raunir með að nota rafeindavogir og önnur rafeindatæki til þess að betrumbæta pökkun fisks. í því sambandi má nefna þyngdarflokk- un flaka og samval flaka í öskjur. Með bættri pökkun eru líkur á, að hærra verð fáist á okkar mörku- ðum og einnig opnast möguleikar á nýjum. Þetta gæti því þýtt, að störf- um í þessari atvinnugrein muni ekki fækka, svo sem margir hafa spáð samfara minnkandi fiskafla. Á næstu árum mun rafeinda- tækni væntanlega verða notuð í ríkari mæli við sjálfvirkni í frysti- húsum til að gera störfin auðveld- ari og léttari. í framtíðinni munu ýmis tæki, svo sem bakkalyftur og færibönd verða stýrð með tölvum. Sumir telja, að innan nokkurra ára verði unnt að smíða vélar, sem geti fundið orma og bein í fiski og tínt það úr. En til þess að slíkt takist þarf að efla og styrkja rannsóknar- starfsemi á þessu sviði. Slíkt krefst mikillar vinnu og nákvæmni, þar sem hráefnið er mjög misjafnt, en með nýtingu rafeindatækninnar er lögð áhersla á að fyigjast með gæð- um í gegnum vinnsluna og gerir það gæðabónus virkan og raunhæf- Gæðabónus Vöruvöndun verðlaunuð Gæöamál í fiskiðnaði hafa verið mikið til umræðu síðustu ár. Aukin samkeppni á er- lendum mörkuðum hefur kallað á aðgerðir til að auka vörugæði íslenskra sjávarafurða, sér- staklega á Bandaríkjamarkaði, þar sem samkeppni við Kan- adamenn er mikil. Það launakerfi sem í gangi hefur verið í fiskiðnaði hefur hingað til einungis tekið mið af afköstum starfsmanna og nýtingu hráefnis. Vöruvöndun hefur verið þar út- undan sem hvati á greiðslur. Til- raunir með svokallaðan gæðabón- us, þar sem vöruvöndun er verð- launuð, hefur verið í gangi nú um tíma hjá frystihúsi KEA á Dalvík og hjá Bæjarútgerð Reykjávíkur. Er hér um tvennskonar gæðakerfi að ræða. Á Dalvík er um svokallað heildarkerfi að ræða, þar sem fylgst er með hráefninu frá því það kem- ur inn og eru prufur teknar allan vinnslutímann. Markmiðið með þessu kerfi er að fá gallalausa vöru og miðast aukagreiðslur við heildarvinnsluna. Bæjarútgerð Reykjavíkur hefur sömu markmið með gæðabónus- kerfi sínu. Aðalmunurinn felst í út- reikningsaðferðum á auka- greiðslum. Eftirlitið er einskorðað við gæði á snyrtingu og pökkun en hefðbundnu eftírliti með hráefnis- skoðun er framfylgt. Auka- greiðslur miðast við það hvemig starfsfólk skilar vörunni frá sér. Ferskfiskmat Ferskur fiskur hefur verið met- inn í um aldarfjórðung, fyrst af starfsmönnum Ferskfiskeftirlitsins en síðar fluttist þessi starfsemi yfir 'til þeirrar stofnunar er nú heitir Framleiðslueftirlit sjávarafurða. Aðalástaðan fyrir því að farið var að meta ferskan fisk við löndun var sú að með vaxandi notkun þorskneta á sjötta áratugnum versnuðu gæði sjávarafla það mikið að eitthvað varð til ráðs að taka. Matsreglur voru þá samdar og hafa þær verið nær óbreyttar síðan í gildi. Matsmenn voru ráðnir til starfa og komu þeir einkum úr röðum fyrrverandi sjómanna. Ekki fór mikið fyrir þjálfun þessara manna, þeir voru aðeins kallaðir saman einu sinni eða tvisvar. Yfir- matsmenn voru þó oft á ferðinni og fylgdust með störfum þeirra. Hvað t.d. þorsk varðar þá er hann metinn í þrjá vinnsluhæfa gæðaflokka og er lýsingu á þeim að finna í reglugerð um eftirlit og mat á ferskum fiski frá mars 1970. Ýmis atriði eru þar upptalin og eiga matsmennimir að gera það upp við sig í hvaða gæðaflokki þessi atriði passa best. Getur það oft orðið æði vandasamt, því þar er t.d. að finna eftirfarandi lýsingu um 2. flokks fisk; lítið áberandi blóðæðar, lítils háttar los, litla blóðbletti og ekki áberandi goggstungur. Happa-glappa aðferð Hvar eru mörkin milli þess að vera lítið og eitthvað meira eða

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.