Þjóðviljinn - 31.05.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.05.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN. Eimmtudagur 3ji, maí 1?84 Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn: Meirihluti Sjálfstæðisfiokks- ins í borgarstjórn er andvígur því að teljarar séu notaðir á tölv- ulelktæki (spilasölum til að hafa eftirllt með tekjum af slíkum tækjum. En tækin velta miklum upphæðum og að sögn Guðrún- ar Jónsdóttur borgarfulltrúa Kvennaframboðsins eru sögur á kreiki um að tekjurnar séu ekki ævinlega gefnar upp að fullu. í borgarstjórn lagði því Guðrún til að borgarráði yrði falið að kanna notkun teljara á tækjunum, en meirihlutinn felldi tillöguna. „Ég held það megi spyrja hverra hagsmuna Sjálfstæðisflokkurinn er að gæta - eigenda spilasala eða borgarbúa‘% sagði Guðrún í viðtali við Þjóðviljann. Að hennar sögn var rökstuðningur Davíðs Odds- sonar borgarstjóra sá að þetta mál félli ekki undir borgina heldur fjármálaráðuneytið, sem að henn- ar dómi er ekki alls kostar rétt. „Borgin hefur líka tekjur af spila- tækjunum, því bæði útsvör og að- stöðugjöld séreignarfyrirtækja sem eiga tækin fara að sjálfsögðu eftir tekjunum. Og hvernig vitum við hvort tekjurnar eru rétt upp gefnar - nema teljarar séu notaðir?“ spurði Guðrún. Þess má geta að á flestum tölvu- leiktækjum sem flutt eru inn eru áfastir teljarar, sem eru teknir úr sambandi áður en þeir eru settir í notkun hérlendis! Sem dæmi um þær upphæðir sem eru í húfi fyrir borgarbúa má nefna að tekjur af spilasal með 35 spila- kössum eru tæpast undir miljón krónum á mánuði. Mikilvægur áfangi fyrir leigjendur: Fyrirfram greiðsla tryggir fj órfaldan leigutíma Leigjendasamtökin vilja vekja sérstaka athygli á eftirfarandi: Nýlega samþykkti alþingi lög um breytingu á lögum um húsa- leigusamninga frá 1. júní 1979. Þar sem leigufardagur er nú 1. júní og margir munu því gera nýja leigusamninga á næstunni eða endumýja eldri samninga, vilja Leigjendasamtökin vekja athygli samningsaðila á 51. grein laganna eins og hún er nú. Greinin hljóðar þannig eftir breytinguna: „Nú greiðir leigu- taki leigusala samkvæmt samkomulagi þeirra húsaleigu fyrirfram í upphafi leigutímans eða síðar fyrir meira en 3 mánuði og hefur leigutaki þá rétt til leiguafnota í fjórfaldan þann leigutíma sem hann greiðir fyrir með þeim kjörum sem um var samið milli aðila.“ Hér er kveðið skýrt á um það að fyrirframgreiðsla tryggi leigjendum leigurétt í samræmi við lengd leigutíma; t.d. mun árs fyrirframgreiðsla tryggja við- komandi leigjanda fjögurra ára leigurétt. Hér er um að ræða mikilvægan áfanga í réttindabar- áttu leigjenda, sem ber að fagna. Fyrirframgreiðslumar hafa. um langt skeið verið eitt af vanda- málum leigjenda. Þá er einnig rétt að vekja at- hygli á nýjum kafla sem bætist í lögin og fjallar um könnun bæjar- stjórna á fjölda leigjenda í við- komandi sveitarfélögum, svo og á framboði á leiguhúsnæði til íbúðar. Frétt frá Leigjendasamtökunum. Guðrún gat þess í lokin að Kvennaframboðið væri yfir höfuð á móti spilakössunum þar sem þeir hefðu lítt bætandi áhrif á böm og unglinga. -ÖS Hann rýnlr fast á klemmuna, enda í inntökuprófi í Myndlista- og handíðaskól- anum þar sem a&eins 40 nemendur af 150 sem reyna sig á prófinu komast inn. Lánsboröln hafa lélegan halla og því verður að grípa skóna sem geta verið gagnlegir til fleiri nota en að ganga á þeim. Mynd: —Atll 150 þreyta inntökupróf í Myndlista- og handíðaskólann Komast varla fyrir í skólabyggingunni „Við erum að teikna klemmu í dag. Það er próf í hlutateikningu og við teiknum fyrst gagnsækja klemmu og síðan skyggjum við hana“, sagði Ólafur Kristjánsson 22 ára gamall sjó- og landverka- maður sem er að þreyta inntökup- róf í Myndlista- og handíðaskólann þessa dagana. Allt var yfirfullt af borðum og fólki í Myndlista- og handíðaskól- anum þegar Þjóðviljinn kom þang- að í gær. Um 150 manns sátu sveittir og teiknuðu klemmu eftir fyrirmynd sem hafði verið komið fýrir á hverju borði. Aðeins 40 munu komast inn í skólann næsta vetur vegna húsnæðisþrengsla. „Ég er ekki bjartsýnn þótt mér hafi gengið vel á skriflega prófinu“, sagði Ólafur. Þá svaraði hann 50 spurningum á margþættu prófi. Ein þeirra var: „Hvað er regn- bogi?“ þar sem könnuð var „hug- kvæmni, athyglisgáfa og ályktunar- hæfni“. í dag munu menn reyna sig í leir- mótun og á föstudaginn í módel- teikningu. Að sögn starfsfólks skólans eru mikil vandræði við að koma öllu þessu fólki fyrir því húsnæðið rúmar alls ekki fjöldann. Þurfti að fá borð lánuð úti í bæ. Sögðu þau leiðinlegt til þess að vita að geta aðeins tekið á móti 40 manns næsta vetur af öllum þeim 150 sem óska eftir inngöngu. -ÍP Ný Póstmiðstöö: Bætt þjónusta Byggingastjóri og byggingameistarar Póstmiðstöðvarinnar (Reykjavík, frá vinstri: Theódór Sólonsson, Hall- dór Gu&mundsson, Halldór Stefánsson, Þórður Kristjánsson, Þórður Þórðarson, Ólafur Jónsson, Guðmundur Kristjánsson, Haukur Hallgrímsson, Steinn Þorgeirsson og Kristinn Auðunsson. Á myndina vantar Guðmund Agnarsson. Ljósm. Loftur. Vill ekki teljara á tölvuspilin Hagsmuna hverra eru þeir að gœta? spyr Guðrún Jónsdóttir borgarfulltrúi , Jú, hér skapast rnikil og góð aðstaða sem starfsmenn okkar hafa eflaust beðið lengi eftir. í þetta glæsilega húsnæði flyst öll starfsemi sem áður fór fram á bögglapóststofu, tollpóststofu og bréfapóststofu, þar með talin blaðadeildin“, sagði Jón Skúla- son póst- og símamálastjóri er blaðamaður Þjóðviljans hitti hann fyrir í nýrri Póstmiðstöð í Reykjavík sem nú hefur verið tekin í notkun. Póstmiðstöðin nýja er við Suður- landsbraut 28. 1. hluti byggingarinnar var tekinn í notkun um 1978 en byrjað var á byggingaframkvæmdum við sjálfa póstmiðstöðina á árinu 1981. Bygginga- samstæðan nær allt að Armúla og þar hefur einnig verið opnað nýtt póstúti- bú, R-8. Mun það annast póstsvæði 108 og raunar nokkru meira auk þess sem 1000 pósthólf verða þar til leigu. Þá verður afgreiðsla böggladeildar á tollpósti á sömu hæðinni. Opnunartími R-8 útibúsins verður frá kl. 8-17 á mán- udögum og aðra virka daga frá kl. 9-17. Útibússtjóri er Sigurður Samúelsson. Það var árið 1914 sem Póststofunni í Reykjavík var reist pósthús að Pósthús- stræti 5. Þar hafa höfuðstöðvarnar ver- ið allt til þessa dags. Starfsemin hefur verið á mörgum stöðum, að sögn Jóns Skúlasonar og haft mikið óhagræði í för með sér. Starfsemin hefur líka vaxið gífurlega því árið 1914 voru allar póstsendingar um 900 þúsund en á síð- asta ári var hliðstæður fjöldi 41 miljón! Bjöm Björnsson er póstmeistari í Reykjavík en póstrekstrarstjórar em þeir Sigurður Ingason og Árni Þór Jónsson. Bygginganefnd nýja hússins skipuðu þeir Baldur Teitsson, Gylfi H.S. Gunnarsson, Ari Jóhannesson og Sigurður Samúelsson. Byggingastjóri var Theódór Sólonsson. Arkitekt húss- ins er Jósef Reynis. -v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.