Þjóðviljinn - 31.05.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.05.1984, Blaðsíða 5
Finuntudagur 31. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 / / Avarp forseta Islands, Vigdísar Finnbogadóttur: Verndum viðkvæmt land Land þjóð og tunga, þrenmng sonn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við lœk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu Svo segir skáldið okkar góða. Við íslendingar eigum enga dýrmætari eign en landið okkar, þjóðerni og tungu. Um þá þrenningu vé. erum við reiðubúin að standa vörð. Okkur ber því að gefa henni gaum alla daga og skila til vaxandi fjölda landsins barna svo ósnortna sem kostur er. Okkur ber einnig skylda til að miðla öllum nýjum þegnum af reynslu okkar og þekkingu um það hvernig best verður staðið að varðveislu og upp- byggingu. A sumri komanda, þegar minnst er 40 ára afmælis ís- lenska lýðveldisins, er stefnt að miklu átaki til landvernd- ar. Hvar sem farið er skal umgengni við landið mótuð þeirri hlýju, virðingu og kær- leika, sem við í hjörtum okk- ar berum til þess. Um leið og við gætum að gróðri höfum við fullan hug á að bæta við hann eftir bestu getu. Gróður íslands er eins og börn okkar. Hann kemst ekki af nema hlúð sé að hon- um í vexti og honum forðað frá spillingu og slysum svo hann megi koma framtíðinni til góða, auka yndi manna og hag. Fæstir veita athygli þeirri smárýrnun sem á sér stað frá ári til árs. En þegar búseta í landinu er talin í öldum kemur í ljós að við höfum glatað allt að 40.000 km2 af gróðurlendi í landi sem er aðeins 103.000 km2 að stærð. Er þar af sjálfsögðu mest við óblíða náttúru að sakast. Þrátt fyrir margvíslegar hamfarir náttúruaflanna í viðkvæmu landi okkar hafa íslendingar aldrei gefist upp við að reyna að gera það að vini sínum. Nú er svo komið hagsæld þjóðarinnar og þekkingu um landið, að hug- ur og hönd geta lagst á eitt til úrbóta með sameiginlegu átaki og jákvæðu hugarfari. Pað gefur auga leið að því betur sem lífvera er búin undir æviskeið sitt því meiri líkur eru á að hún komist af. Jurtin við götu okkar er þar engin undantekning. Það átak sem nú skal gert í gróðurvernd og gróður- aukningu er ekki nema brot af því sem við skuldum landinu. Það er aðeins upp- haf skrefs á langri leið að setu marki: að gera ísland eins gróðurríkt og það var er menn völdu það af frjálsum vilja sem ættjörð sína. Vigdís Finnbogadóttir Forseti íslands Rómantískri tálmynd af nunnustandinu mótmælt Síðla síðastliðins vetrar kom til landsins hópur 16 kvenna frá Pól- landi, að sögn á aldrinum frá tví- tugu til sextugs. Flestar voru kon- umar þó taldar milli tvítugs og þrítugs. í fylgd með þeim var einn karlmaður, kaþólskurprestur, en konurnar munu vera nunnur af reglu Karmels. Með ólíkindum Fjölmiðlar gerðu landtöku kvennanna allrækileg skil, og er það ekki tiltökumál, þar sem slík- ar heimsóknir teljast ekki til dag- legra viðburða, og konurnar hyggjast þess utan setjast að hér á landi til að ástunda hina sérstæðu lífshætti, sem tíðkast í reglu þeirra. Hins vegar gegnir það furðu hversu einhliða og gagn- rýnislaus þessi fjölmiðlaumfjöll- un var. Fram kom, að umræddar konur og stúlkur hyggjast láta fangelsa sig til æviloka í húsa- kynnum reglunnar í Hafnarfirði og því til undirstrikunar voru birtar af þeim myndir standandi bak við sterklegar járngrindur. Það er einnig með ólíkindum að engir úr hinum ötulaog fjöl- menna hópi baráttufólks gegn kvennakúgun hafa enn látið frá sér heyra á opinberum vettvangi, hvorki um þá fádæma yfirborðs- legu og óábyrgu fréttamennsku, sem ég tel að allir fjölmiðlar hafi gert sig seka um, né um efnisat- riði málsins, þ.e. hverju sæti þessi fangelsun kvennanna. Stórt skref í afturhaldsátt Mér er mætavel ljóst að þægi- legt gæti verið að leiða þennan atburð algerlega hjá sér, gieyma þessum ungu konum í Hafnar- firði og leyfa þeim að eldast þar og deyja í friði. Sjálfar virðast þær ekki óska annars og munu rétta þann vilja sinn. Margir eru ugglaust og þeirrar skoðunar, að íslenskir forystumenn í við rómarkirkju. Ég er þó þeirrar skoðunar að efling klausturlífis á íslandi og sérstaklega endureisn þess í því harðneskjulega formi, sem hér um ræðir, sé svo stórt skref í afturhaldsátt, að ekki megi láta sitja við þá andvaralausu og endasleppu umræðu, sem hún hlaut í íslenskum fjölmiðlum. Ekki kemur heldur til greina að mínu áliti að leiða frekari um- ræðu um endurreisn karlmelreglunnar á fslandi hjá sér á þeim forsendum, að hér ríki trúfrelsi og athafnafrelsi. Þótt ekki hafi verið aflað upplýsinga um ástæður þeirra einstaklinga, sem hér um ræðir, hlýtur það að vera deginum ljósara að margar kvennanna, jafnvel flestar þeirra, hafa gengið til liðs við regluna á mjög ungum aldri, þeg- ar persónuleiki og skapgerð voru enn í mótun, og verið frá þeirri stundu beittar sterkri einhliða innrætingu, öðru nafni heila- þvotti. í kjölfarslíkrarmeðferðar er svo látið heita að þær velji sér lífsafneitunarhlutskipti sitt af fús- um og frjálsum vilja. Þegar svo er komið fyrir þessum tilteknu ein- staklingum geta utanaðkomandi aðilar litlu breytt, en ég tel það ámælisvert af fjölmiðlum að taka þessum sorglega atburði eins og eitthvað jákvætt hafi átt sér stað. Fangelsun kvenna Ein ástæða hinna andvaralausu viðbragða fjölmiðla liggur í því að kaþólska kirkjan hefur staðið fyrir klaustrahaldi um langan aldur, munklífi hefur tíðkast frá fyrstu öldum kristni og nunnu- stand kom til nokkru síðar. Einn- ig voru klaustrin griðastaður menningar og mennta í Evrópu á Þorbjörn Broddason skrifar miðöldum þegar fornum arfi var ógnað af róstum og þjóðfélags- legum sviptingum. Ekkert slíkt getur þó í augum nútímamanna réttlætt þá meðferð á konum á 9. áratug 20. aldar, sem fjölmiðlar létu íslensku þjóðina verða vitni að um stund í mars sl. Miklu fremur mætti hún verða til upp- rifjunar á því að umrædd kirkja á sér einnig langa hefð kvenfyrir- litningar, allt frá dögum Páls postula og dæmi um hlutdeild hennar í kvennakúgun eru vita- skuld legíó. Nægir þar að nefna galdraofsóknir 17. aldar og fjand- skap við fjölskylduáætlanir á 20. öld. Fangelsun kvenna, sú sem hér um ræðir, er af sama toga. Varðar við lög? Nú er það komið fram, sem flestir gátu raunar sagt fyrir, að konurnar í Hafnarfirði eru að mestu gleymdar. Fréttamenn og þjóðin fengu heilmikið kikk út úr pví að virða konuvesalingana fyrir sér og þess var vandlega gætt að ekkert skyggði á hina róman- ísku tálmynd af nunnustandinu: Konurnar eyða deginum í hlátur og söng mííli þess sem þær sitja á hljóðskrafi við almættið. Ég tel mér skylt að mótmæla kæruleysislegum fréttaflutningi af þessu máli og hvet jafnframt þá, sem láta sig jafnréttis- og mannúðarmál einhverju varða, til að nota þetta tækifæri til að koma á framfæri upplýsingum um hinar fjölbreyttu myndir kvennakúgunar í ljósi þessa óvenjulega dæmis. Loks vil ég spyrja Alþingis- menn hvort þeim þyki ekki tíma- bært að setja lög, sem stemma mundu stigu við þessu athæfi. Eftir á að hyggja: Getur það ver- ið að svona starfsemi varði ekki við lög hér á landi? hafa uppi áform um hækkun múr- mannúðar- og jafnréttismálum anna í kringum hin nýju hafi ýmis nærtækari verkefni að heimkynni sín, svo sem til að á- kljást við en að leggja til atlögu „Fjgttamenn og þjóðinfengu heilmikið kikk út úrþvíað virða konuvesalingana fyrir sér og þess var vandlega gœtt að ekkert skyggði á rómantíska tálmynd af nunnustandinu“. „Konurnar eyða deginum í hlátur og söng milli þes sem þær sitja á hljóðskrafi við almættið“ - Þorbjörn Broddason mótmælir þessari fjölmiðlamynd af „fangelsun kvenna“ í klaustrum. Myndin er tekin af blaðamönnum Þjóðv. í hópi Karmelsystra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.