Þjóðviljinn - 31.05.1984, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 31.05.1984, Blaðsíða 20
DWDVIUINN Fimmtudagur 31. maí 1984 Aðalsimi Þjó&viljans er 81333 kl. 9 -20 mánudag til töstudags. Ulan þess tíma er hægt aö ná í blaðamenn og aðra startsmenn blaösins í þessum símum: Ritstjórn ' A&alsínú Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Uaugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Mikilvægt fulltrúaþing Kennarasambands Islands um helgina Baráttuhugur í kennurum Stjórn leggur til að samningum verði sagt upp 1. september Næstum 160 kennarar munu safnast saman frá næsta föstudegi og til mánu- dags til að halda þriðja fulltrúaþing Kennarasambands Islands. Auktillögu umað stofna Kennarafélag íslands, sem er þrep að því að sameina alla kennara í eitt stéttarfélag, þá mun kjaramálin að öllum líkindum bera hæst, en fyrir þinginu liggur meðal ann- ars tillaga stjórnarinnar um að BSRB segi upp samningum sínum 1. sept- ember næstkomandi. Valgeir Gestsson formaöur KÍ sagöi á fréttamannafundi að lýðræðisleg vinnu- brögð samtakanna mætti sjá af því að um fimm prósent allra meðlimanna ættu sæti á fulltrúaþinginu, en tók jafnramt fram að öllum kennurum væri leyfilegt að sitja þing- ið sem haldið verður í Borgartúni 6. Nú munu hátt í fimmtungur kennara í grunnskóla vera réttindalaus og Valgeir kvað lögverndun kennarastarfsins verða eitt af höfuðmálunum á þinginu, og taldi aðspurður að nokkurt samband væri á milli lélegra kjara kennara og þess að réttinda- laust fólk ætti greiðan aðgang að kennara- störfum. Á fundinum kom fram að mikill hugur er í kennurum varðandi kjaramál og Valgeir sagði að „á þinginu verður rætt um fjölda- uppsagnir í haust til að leggja áherslu á kröfur okkar, þó ekki sé formleg tillaga um það fyrir þinginu“. Frá því var greint til dæmis um hug kennara að sambandinu hafði borist frá einum skóla í Reykjavík staðfestar skuldbindingar 48 kennara af 50 um að segja upp störfum í haust ef ekki fást leiðréttingar á kjörunum. Svanhildur Kaaber sem var einnig á fund- inum kynnti tillögur og ályktanir sem skóla- málaráð KÍ leggur fyrir þingið, en ráðið er vinnuhópur sem hefur fyrst og fremst fjall- að um málefni sem lúta að faglegum mál- efnum kennarastéttarinnar. Meðal mála sem ráðið hefur lagt á gjörva hönd eru Námsgagnastofnun og jafnréttisfræðsla. -ÖS Litlu börnin læra að ganga yfir götu: 8 skref beint 13 á ská yfír Magðalena Guðmundsdóttlr 4 ára og Bergllnd Þóra Árnadóttlr 5 ára hlusta af athygll á söguna af Fíu fiörkálfl í umferðarfræðslu sem var í Kársnesskóla í vlkunnl. Mynd ATLI Sölusýning á verkum Appels í Listasafni íslands: Málverkið á miljón! Framlag Listasafns ís- lands á Listahátíö er sýn- ing á verkum eins af kunn- ustu málurum heimsins um þessar mundir, Holl- endingsins Karels Appel, sem búsettur er í New Yori. Verkin á sýningunni spannatímabilið 1959-83 og eru alls 48 talsins, flest stór oltumálverk en einnig akrýlmyndir, grafík og myndir unnar í blandað efni. Þettaersölusýning og kosta olíumálverkin um eða yfir eina miljón króna og geta menn nú notað tækifærið og selt íbúðina sína og keypt eitt eða tvö málverk fyrirandvirðið! Ef menn eru hins vegar ekki fúsir til þess má geta þess að hægt er að fá grafíkmyndir meistarans fyrir mjög skikkanlegt verð, jafnvel innan við 10 þúsund krónur. Selma Jónsdóttir, forstöðumaður Lista- safns íslands, komst í persónuieg kynni við Appel í New York í fyrra og þau urðu til þess að hægt var að fá sýninguna hingað. Selma gat þess á blaðamannafundi í gær að Appel hefði sýnt mikinn áhuga á að koma og vera við opnun sýningar- innar, en gat ekki komið því við t cl- ver*ð að opna stóra sýningu á vegna anna. Um þessar mundir er verkum hans í Amsterdam. - GFr „Mér flnnst mest gaman að vera komin í skóla og svo finnst mér líka mest gaman að læra að vera úti á kantinum á götunni“, sagði Berg- lind Þóra Árnadóttir 5 ára gömul þegar I’jóðviljinn hitti hana í um- ferðarfræðslu í Kársnesskóla í Kópavogi. „Mamma kenndi mér að vera í kantinum og svo læri ég það líka hér. Svo segir löggan að það eigi að ganga beint yfir götu af því að það eru 8 skref. Ef ég fer á ská yfir götuna eru það 13 skref, segir löggan.“ Við hittum Berglindi Þóru eftir að hún hafði hugfangin hlustað á söguna um Fíu sem kom í heimsókn til bæjarins og þekkti ekkert á umferðina. Unnur Stef- ánsdóttir fóstra sagði krökkunum sögu og jafnhliða voru sýndar leik- myndir eftir Sjöfn Ólafsdóttur. Tveir lögreglumenn tóku einnig þátt í umferðarfræðslunni. „Ég ætla alltaf bara að leika mér á grasinu. Það má alls ekki leika sér á götunni því þá kemur bíll akandi og kannski sér ekki bílstjórinn mann“, sagði 4 ára stúlka úr Holt- agerði, Magðalena Guðmunds- dóttir. -jp Frá og með 1. júní hækkar áskriftarverð Þjóðviljans í kr. 275.00 á mánuði. í lausasölu hækkar blaðið í kr. 22.00 virka daga og í Kr. 25.00 um helgar. Grunnverð auglýs- inga hækkar í kr. 165.00 pr. dálksm. Mogginn og Hagvangskönnunin Ofært að menn geti keypt sig upplýsingum frá óæskilegum segir Hrafnkell A. Jónsson á Eskifirdi Fyrir skömmu birti Morgun- blaðið niðurstöður úr skoðana- könnun sem Hagvangur hf. gerði fyrir blaðið. Eitt af því sem spurt var um var afstaða til stjórnmála- flokkanna, en það hefur vakið at- hygli nokkurra þátttakenda I könnuninni að Morgunblaðið hefur tO þessa hliðrað sér hjá því að birta þennan þátt niðurstaðn- anna. Einn þeirra, sem þátt tók í könnuninni var Hrafnkell A. Jónsson en hann er fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórn á Eskiflrði. „Þetta var ákaflega víötæk könnun", sagði Hrafnkell í stuttu símaviðtali við Þjóðviljann „og spumingar iutu meðal annars af- stöðu fólks til stjórnmálaflokk- anna. Ég var þannig spurður bæði að því hvemig ég hefði kos- ið við síðustu kosningar og hverj- um ég myndi greiða atkvæði núna. Um þetta hefur hins vegar ekki birst stafkrókur í Moggan- um“. „Við þetta hef ég ýmislegt að athuga", sagði Hrafnkell. „í sjálfu sér er ég ekki mótfailinn því að leitað sér eftir afstöðu manna til stjórnmálaflokka, en hinu er ég mótfaliinn að hægt sé að gera svona könnun og selja hana svo aðila út f bæ sem þá getur ráðið hvort upplýsingarnar sem fram koma við könnunina eru birtar eða ekki. Sjálfum var mér alls ekki sagt að Morgun- blaðið myndi fá könnunina, ein- ungis að það væri Hagvangur sem að henni stæði“. „Þegar verið er á annað borð að hnýsast í einkamái einsog stjómmáiaskoðanir, þá er ófært að einhver aðili geti í rauninni keypt sig frá óæskilegum niður- stöðum, einsog þetta mál í raun- inni sýnir að er hægt. Nú vitum við að úrslit skoðanakannana eru oft leiðandi í skoðanamyndun al- mennings, og það er þessvegna í fyllsta máta óeðlilegt að úrslit skoðanakannana s'éu ekki brúk- uð ef þau em á einhvern hátt ekki æskileg fyrir þann aðila sem kaupir þau af fyrirtækinu sem gerir skoðanakönnunina. Ég veit náttúrlega ekkert um úrslit þess hluta könnunarinnar sem laut að fylgi stjórnmálaflokkanna, og veit því ekkert hvort þau em óhagstæð Morgunblaðinu eða ekki. En ég er ekki ánægður með þessi vinnubrögð og heldur ekki að fyrirtæki geti gert svona skoð- anakannanir og selt svo einhverj- um aðilum, án þess að láta þátt- takendur vita um það fyrirfram. Og ég held hreinlega að tími sé kominn til að setja lög um þessi mál“. Hrafnkell kvaðst líka hafa spurt Styrmi Gunnarsson rit- stjóra Morgunblaðsins um málið: „Styrmir sagði mér að þetta hefði verið svo gömul könnun þegar blaðið fékk hana ýhendurnar að þeir væfu að meta hvort hún sé fréttnæm lengur. Ég hygg þó sjálfur að hún hafi eigi að síður nokkurt fréttagildi, menn sjá all- Hrafnkell A. Jónsson: Ég velt ekk- ert um úrsllt könnunarlnnar þar sem spurt var um fylgi flokka, en ég er ekkl ánaAjöur með vinnu- brögðln. avega hvernig staðan var á þeim tíma sem hún var tekin“. Þess má geta að DV birti í gær könnun sem sýndi talsverða minkun á fylgi ríkisstjórnarinnar. / -ÖS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.