Þjóðviljinn - 31.05.1984, Page 9

Þjóðviljinn - 31.05.1984, Page 9
USTAHATIÐ. Fimmtudagur 31. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 segir ViðarAlfreðsson hornleikari sem spilaði „bumber“ með Fílharmoníu- hljómsveitinn íLondon Skírteini nr. 30.767 - Með hverjum spilaðirðu helst? - Ég spilaði t.m. mikið kammer- tónlist með London Mozart Play- ers og svo var ég gjarnan kallaður inn sém aðstoðarmaður fyrir 1. mann á horn í Fílharmoníuhljóm- sveitinni sem er að koma hingað. Það verður gaman að heyra þá spila því að ég þekki auðvitað marga í hljómsveitinni. - Hvað áttu við með aðstoðar- maður? - Ef verið var að spila erfið verk var ég inn í hljómsveitinni og blés það sem þyngst var fyrir 1. mann svo að hann þyrfti ekki að útkeyra sig og gæti einbeitt sér að vanda- sömustu köflunum. Þetta hlutverk mitt er kailað „bumber“ á Eng- landi. Síðustu tvö árin mín var ég „bumber“ hjá Fílharmoníuhljóm- sveitinni með öðrum störfum. - Og hún er víst ekki af verri endanum? - Nei, hún er ekki af lakara tag- inu og ein af þeim bestu hvert sem þú lítur. Það er ekkert vafamál. - Má ekki segja að London sé eins konar Mekka tónlistarmanna? - Þar er óskaplega stór hópur af tónlistarmönnum. Ég var tekinn inn í samband þeirra árið 1963 og ég held að skírteinið mitt sé nr. 30.767. Það er mjög erfitt að kom- ast inn í þetta samband, en ef mað- ur á annað borð kemst inn í það fer maður ekki út úr því aftur. Ég er enn félagi og greiði ársgjöld í það. Ólögleg uppsögn - Hornið þykir frekar erfitt hljóðfæri? - Já, það er það, en ákaflega sjarmerandi. Maður þarf alltaf að vera að blása og halda sér við. Þetta er tvöfalt eða þrefalt hljóð- færi og ákaflega langar og mjóar pípur. Það þarf að hitta tóninn ná- kvæmlega í miðjunni, annars getur hann brotnað. - Hvað þarftu að æfa mikið? - Ég þarf helst að blása á hverj- um einasta degi. Þetta kemur öðru vísi út hér heima heldur en þegar ég var úti. Þar var bara hálftíma upp- hitun á morgnana og svo var maður blásandi frá morgni til kvölds. - Starfarðu með Sinfóníuhljóm- sveitinni núna? - Nei, ekki síð- ustu þrjú árin. Mér var sagt þar upp fyrir þremur árum, en leitaði réttar míns fyrir dómstólum, og nú fyrir rúmum mánuði var málstaður minn réttmættur í hæstarétti og uppsögnin dæmd ólögleg. -• GFi 72 óperur og ballettar - Og þarna hefurðu svo spilað næstu árin? - Já, ég spilaði í gegnum allan óperuskalann. Ég held að það hafi verið 72 óperur og ballettar. Það var minn besti skóli. Við ferðuð- umst um alla Evrópu en tvær stórar hljómsveitir voru við óperuna. Önnur var alltaf til staðar í London en hin var á ferðalagi. Þegar mjög stór verkefni voru á dagskrá, t.d. Wagneróperur, spilaði allur hóp- urinn saman. Ég held að yfir 400 manns hafi starfað við óperuna, tvær hljómsveitir og tveir kórar auk annars starfsfólks. Þetta er geysimikið fyrirtæki. - Þú hefur kynnst ýmsum þekkt- um stjórnendum á þessu tímabili? - Já, það voru einir tólf aðal- stjórnendur meðan ég var hjá Þjóðaróperunní, allir þeir þek- ktustu svo sem Collin Davies og Norman Delmar. - Hvaða uppfærslur eru þér minnisstæðastar? - Ég held að öllum hafi fundist Hringur Wagners minnisstæðast- ur, hann var settur upp 2 eða 3 ár í röð. Góður mórall hjá BBC - Af hverju hætturðu hjá Bresku þjóðaróperunni? - Þegar ég var búinn að fara í gegnum svo til allar óperur sagði ég upp, vildi ekki eiga á hættu að mér færi að leiðast. Ég gekk þá beint inn í BBC-hljómsveitina og spilaði þar 2. horn. Með henni starfaði ég þangað til ég kom heim. - Sú hljómsveit er sennilega ekki af lakara taginu? - Nei, hún er geysilega góð og gaman að vinna með henni. Mór- allinn er mjög góður í BBC og vel hugsað um mann þegar á annað borð er búið að taka mann inn. Þarna er atvinnumennskan í há- marki. - Og hvað spilar þessi hljóm- sveit? - Við spiluðum alls konar mús- ík, allt frá dægurlögum og söng- leikjum upp í háklassík. Yfirleitt voru upptökur á morgnana og þá spilað kannski í 3 tíma og um kvöldið var svo kannski útvarpað klukkutíma af leik hljómsveitar- innar. Það var mjög gaman að vinna þarna. Meðfram spiluðum við svo út um allt, t.d. í öllum bestu leikhúsum London. Bransinn í svona stórri borg eru margir hringir tónlistarmanna og því nær sem maður er innsta hringnum því meira hefur maður að gera. Ég var á næstinnsta hringnum og spilaði því með bestu mönnunum. Alltaf þegar við hittumst voru vasabæk- urnar á lofti og þar var verið að bóka hijómleika eða leikhús. Stundum stoppaði síminn ekki og þá var maður bókaður þrjá mánuði fram í tímann. Einn af hápunktum Lista- hátíðar í Reykjavík verður leikur Fílharmóníuhljóm- sveitarinnar frá London í Laugardalshöll 9. og 10. júní nk. undir stjórn Vladimirs Askenasí. Hljómsveit þessi er ein af þeim bestu í veröld- inni og margir af fremstu stjórnendum í heimj hafa stjórnað henni. Einn íslend- ingur hefur leikið með hljóm- sveitinni. Það er Viðar Al- freðsson hornleikari sem bjó um árabil í London. Viðar er nú búsettur í Reykjavík, býr í húsinu Sólheiði við Urðar- stíg og þangað fórum við til að spjalla við hann um feril hans, tónlistarlíf í London og Fílharmoníuhljómsveitina. Honum sagðist svo frá: - Ég var fyrst við nám í Þýska- landi í tvö ár, en eftir það fór ég til Englands og lauk þar prófi við Gu- ildhall eftir þriggja ára nám árið 1963 og réði mig þá við Bresku þjóðaróperuna. - Þú hefur þá fengið atvinnu- leyfi? - Já, ég fékk mjög góða einkunn frá Guildhall og þegar ég sótti um stöðuna við Þjóðaróperuna sóttu 13 um og voru allt Bretar nema ég. Ég varð hins vegar fyrir valinu og þegar sótt var um atvinnuleyfi fyrir mig kom fyrst algjör synjun. Yfir- maður óperunnar tilkynnti þá yfir- völdum að enginn annar en ég kæmi til greina í þessa stöðu, sem var 3. og 1. horn í hljómsveitinni, og þau væru ábyrg ef þetta sæti væri ekki fyllt. Var þá látið undan. Viðar með hornið sitt: Erfitt en sjarmerandi hfjóðfæri. Ljósm: Atli. „Ekki af lakara taginu“ Morse Mime Úr svan í Bandaríski látbragðsleikflokkurinn Morse Mime mun heiðra okkur á Listahátið með nærveru sinni, en hér eru á ferð ótrúlega hæfileikaríkir listamenn á þessu sviði sem ferðast hafa um heiminn og sýnt list sína. Hvarvetna hefur .þessi sjö manna hópur náð að heilla áhorfendur á öllum aldri af flestum þjóðemum, en hann hefur lagt áherslu á að gera hversdagslegar uppákomur skondnar og venjulega hluti skrítna. Leikni þeirra listamanna í að bregða sér í líki áhalda til daglegs brúks eins og brauðrista, kaffikanna og ýmissa garðáhalda þykir með ólíkindum líkleg, ef svo má að orði komast, svo sannfærandi er látbragð þeirra. Einnig mun hópurinn látast leika klisjur úr klassískum ballet, Svanavatninu, á kostulegan máta. Öllu bamafólki er bent á að láta Morse Mime flokkinn ekki fram hjá sér fara, því hann leggur mikla áherslu á brauðrist barnalátbragðsleikhús og verður með sér dagskrá fyrir bömin á Lækjartorgi sem hér segir: Sunnudagur 3. júní kl. 14.00. Mánudagur 4. júní kl. 17.00. Þriðjudagur 5. júní kl. 17.00. Miðvikudag og fimmtudag 6.-7. júní verða kvöldsýn- ingar í Gamla bíói sem hefjast báðar kl. 20.00, en á morgun, föstudag 1. júní, tekur Morse Mime þátt í opn- un Listahátíðar í Laugardalshöll sem hefst formlega kl.20.00. Þess má að lokum geta að listafólkið í Morse Mime hefur beitt sér fyrir málstað friðar og kemur tjáning látbragðsins betur til skila boðskap sem þessum en önnur form lista með einföldum blæbrigðum og einlægum snertingum sínum. L. Mar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.