Þjóðviljinn - 31.05.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.05.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓByiLJINN Fimmtudagur 31. mal 1984 MÓBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Biaöamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir.Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Ólafur Gíslason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir og Aöalbjörg Óskarsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Verndum Háubakka Á nýafstöðnu Náttúruverndarþingi var m.a. fjallað um hvaða vernd væri fólgin í friðlýsingu náttúruminja og skorað á alþingi að staðfesta með lögum mikilvægar friðlýsingar sem nú eru ákveðnar með reglugerðum. í þessari samþykkt endurspeglast sá ótti náttúruverndar- manna að friðlýsing menntamálaráðuneytis með reglu- gerð og auglýsingu sé ekki virt og henni megi auðveld- lega breyta með nýrri reglugerð eftir geðþótta ráð- herra. Á þetta er minnt í tilefni þess að skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa fyrir sitt leyti samþykkt að fórna ein- stökum náttúruminjum, Háubökkum í Elliðavogi, fyrir lóðarstækkun til eins fyrirtækis í borginni. Þetta gerist þrátt fyrir það að Háubakkar eru annar af tveimur stöðum í borginni, sem friðlýstir eru með sérstakri reglugerð. I Háubökkum eru setlagaopnur frá tveimur síðustu hlýskeiðum ísaldar og veita dýra- og jurtaleifar í setl- ögunum mikilsverðar upplýsingar um loftslagsb- reytingar fyrir 250-300 þúsund árum. Þorleifur Einars- son prófessor í jarðfræði segir þennan stað einstakan í sinni röð í heiminum og Háubakkar hafa í áraraðir verið kennslustofa í jarðfræði fyrir framhaldsskóla- nema og erlenda jarðfræðinga. Sá hroki skipulagsyfirvalda gagnvart náttúruvern- darlögunum, sem skín af samþykktinni um Háubakka, er því miður ekki einsdæmi. Þar er stefnan að betra sé illt skipulag en ekki neitt og óþarfi sé að vera að „tefja“ mál með því að leita umsagnar náttúruverndarnefndar eða annarra. Náttúruverndarmenn verða að skera upp herör gegn eyðileggingu Háubakka og standa vörð um aðrar merk- ar náttúruminjar á höfuðborgarsvæðinu. í borgarsamfélaginu geysar eilíft stríð milli skipulags og mannvirkjagerða annars vegar og umhverfisverndar og útivistarþarfa hins vegar. Þar sem gróðahyggjan ræður ríkjum á hið síðarnefnda alltaf í vök að verjast, enda ekki hægt að beita köldum arðsemisreikningum á umhverfisvernd til ágóða fyrir einkakapitalið. Borgar- mynd Reykjavíkur ber þess merki eftir hálfrar aldar stjórn Sjálfstæðisflokksins þar sem byrgt hefur verið fyrir alla útsýn við Sundin og strandlengjan lögð undir iðnað og verslun. Tveggja ára stjórnarferill Davíðs Oddssonar borgarstjóra og Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar formanns skipulagsnefndar er sama merki brenn- dur: Næst er það borgarmúrinn við Skúlagötu og hraðbraut út í Tjörnina, umhverfis Öskjuhlíð og inneft- ir Fossvogsdal. Gegn þessum áformum Sjálfstæðisflokksins þurfa náttúruverndarmenn að sameinast. 200% hœkkun A morgun hækkar verð fyrir lyf og læknisþjónustu um allt að 200%. Stjórnarherrarnir gátu ekki komið sér saman um að fylla fjárlagagatið nema með erlendum lánum og skatlagningu á þá sem veikast standa í þjóðfé- laginu. Á sama tíma er verið að veita fyrirtækjum og þeim sem eru aflögufærir miklar ívilnanir gegnum skattakerfið. Það er vitað að margir þeirra sem oft þurfa að koma á göngudeildir sjúkrastofnana til sérfræðinga hafa ekki verið borgunarmenn fyrir því gjaldi sem krafist hefur verið til þessa. Umsjónarmenn þessara stofnana hafa oft þurft að sjá í gegnum fingur sér og láta sem sjúk- lingar hafi ekki komið í skoðun eða farið án þess að borga. Hvernig halda menn að ástandið verði þegar fastagestir á göngudeildum þurfa að greiða 1200 til 1500 krónur fyrir vikulega heimsókn á mánuði? Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur kunngert að hann sé fyfgýandi félagslegri markaðshyggju. Ef inni- haldið í því hugtaki á að verða 200% verðbólga í lyfja- og lækniskostnaði er engin ástæða fyrir venjulegt launafólk að styðja slíka stefnu. Hjörleifur Guttormsson um ummæli iðnaðarráðherra: Morgunblaðið hefur það eftir Sverri Hermannssyni í viðtali sl. laugardag í þann mund sem ráðherrann var að halda utan til Sviss til viðræðna við Alusuisse að niðurstöður svokallaðra dómnenfnda í skattadeiiunum við Alusuisse séu væntanlegar í september. Jafnframt staðhæfir ráðherrann að „hann ætti ekki von á að við kæmumst á leiðar- enda fyrr en þær liggja fyrir". Þjóðviljinn spurði Hjörleif Guttormsson um álit á þessum staðhæfingum Sverris og með- Hjörlelfur Guttormsson: Samning- urinn frá 1966 sem svo mjög var lofaður af þelm sem að honum stóðu á sínum tíma er ekki talinn brúklegur þegar loks reynlr á hann í hagsmunadellu. skyldu vera lokuð. Af hálfu ís- lensku ríkisstjórnarinnar hafði verið gerð krafa um opna máls- meðferð, sérstaklega með tilliti til )>ess að ríkisstjórn átti í hlut. Alusuisse hafði gert kröfu um leynd réttarhaldanna sérstak- lega vegna viðskiptaleyndar á þeim upplýsingum sem fyrir dómnefndina yrðu lagðar. Vegna úrskurðar um leynd verður ekki að sinni hægt að gera grein fyrir framvindu starfs þessarar dómnefndar. Eg vona að menn skilji það“. - Þetta voru svör Sverris Her- mannssonar við fyrirspurnum mínum um stöðu mála fyrir „panel“ nr. 1. í þessu sambandi má minna á, að við endurskoðun aðalsamn- ings árið 1975 lá fyrir mat Coop- ers & Lybrand endurskoðunar- fyrirtækisins um verulegt yfirverð og vangoldna skatta vegna rekst- urs ísals 1974. Þeim upplýsingum var stungið undir stól á þeim tíma og þessar „hagræðingar“ Á skattadeilan að verða skiptimynt? ferð á skattadeilunni hjá núver- andi rikisstjórn. Hjörleifur hafði m.a. þetta að segja um málið: Málsmeðferð vekur undrun Það er margt sem undrun vek- ur í málsmeðferð ríkisstjórnar- innar gagnvart Alusuisse og út- leggingum ráðherra. Það á ekki síst við um skattadeiluna. Með samkomulagi ríkisstjómarinnar og Alusuisse í fyrra var sérstak- lega tekið fram af aðilum að nú „kjósa þeir báðir fremur að leysa úr deilunni á vinsamlegri og skjótari hátt..“ í staðinn fyrir þá gerðardómsmeðferð samkvæmt aðalsamningi um ísal sem málinu var vísað í fyrir ári, þ.e. fyrri hluta maímánaðar 1983. Rét er að rifja það upp að deiian snýst un vantalinn hagnað ísal á árunum 1976-1980 sem svarar til um 1000 milljónum ís- lenskra króna og viðbótarskatt- lagningu fjármálaráðuneytisins af þeim sökum sem svarar til um 300 milljóna króna með viður- lögum og vöxtum. Fjármála- ráðuneytið tók lokaákvörðun um viðbótarskattlagninguna 18. apríl 1983 um greiðslu að viðlögðu lög- taki frá 1. maí 1983. Það var frammi fyrir þessu sem Alusuisse vísað málinu til ICSID- gerðardómsins (Alþjóðamið- stöðin til lausnar fjárfestingar- deilum), sem tengist Alþjóða- bankanum og viðurkenndur er af meira en 100 ríkisstjórnum. Iðn- aðarráðuneytið féllst á þessa málsmeðferð og allt var í gangi samkvæmt reglum dómsins, þeg- ar breyting varð á með samkomu- lagi ríkisstjórnarinnar og AIusu- isse í september 1983. Flókið nefndakerfi Þá var fallist á kröfu Alususisse um að rífa málið úr farvegi og setja það fyrir þrjár nefndir (pan- ela), sem hver um sig á að fjalla um afmarkaða þætti. í stað eins aðila með yfirsýn yfir alla þætti málsins eru settir þrír. í stað þess að halda sig að mörkuðum far- vegi aðalsamningins og dómstóii með þróaðar hefðir er búinn til „Skjótvirka leiðin“ í skattamálum ÍSAL virðist torsótt sérhannaður farvegur að kröfu Alusuisse. í stað jæss að Alusus- isse þurfti fyrir gerðardómnum að standa frammi fyrir einhliða ákvörðun íslenskra stattyfirvalda er málinu vísað í sameiginlega gerð í flóknu nefndakerfi. Hraðvirka leiðin!!! Ein helstu rök íslensku samn- inganefndarinnar fyrir að fallast á þessa málsmeðferð voru þau, að hér væri fundin mun hraðvirkari leið en fyrir ICSID-gerðardómn- um. Samkvæmt samkomulaginu frá 23. september sl. áttu niður- stöður tveggja dómnefndanna að liggja fyrir „ekki síðar en sex mánuðum eftir að þær hafa verið skipaðar“, en það skyldi gert innan fjögurra vikna frá undirrit- un samningsins. Þannig áttu nið- urstöður samkvæmt þessari hrað- virku leið að iiggja fyrir í síðasta lagi 23. aprfl 1984. Nú er komið á annan mánuð fram yfir þann ein- daga og iðnaðarráðherra er tar- inn að vísa á septembermánuð, enda „gömlu deilumálín um- fangsmeiri en reiknað var með“, svo notuð séu orð ráðherrans samkvæmt Morgunblaðinu. Nánast ekkert stenst Það er nánast ekkert í þessu samkomulagi frá 23. sept. sl. sem ætlar að standast tímans tönn. Um aðstöðu íslenskra stjóm- valda fyrir aðalnefndinni, þeirri sem fjallar um verðlagninu á að- föngum til ÍSAL 1976-1980, næg- ir að vísa til ummæla iðnaðarráð- herra í Sameinuðu þingi 10. maí s!., en þar sagði hann m.a. ,JVleðal réttarfarsákvarðana sem dómnefndin úrskurðaði í réttarhaldinu 20. febrúar 1984 var að réttarhöld hennar auðhringsins á bókhaldi dótturf- yrirtækisins hurfu þá sporlaust inn í þann samningapakka sem lagður var á borð þáverandi stjórnvalda. Nýtt viðkvœði Það sem ekki síst vekur athygli nú eru staðhæfingar iðnaðarráð- herra um „að hann ætti ekki von á að við kæmumst á leiðarenda með samningamál við Alusuisse, fyrr en úrskurður dómnefnda í gömlu deilumálunum lægju fyrir“. Þetta viðkvæði fór fyrst að heyrast hjá Sverri í lok marsmánaðar sl. Áður voru rök- in fyrir hinni sameiginlegu og skjótvirku gerð í deilumálunum þveröfug, þ.e. að sú „vinsam- lega“ leið sem aðilar komu sér saman um sl. haust gerði kleift að semja um aðra þætti í síðasta iagi fyrir 1. apríl 1984, m.a. nýtt raf- orkuverð. I samkomulaginu frá sl. hausti er hvergi að flnna orð um það að endurskoðun aðalsamnings og annað varðandi framtíðarstarf- semi ísals sem þar er bryddað upp á sé á nokkurn hátt háð niðurstöðu eða lyktum skatta- deilumálanna. Sú „textaskýring“ er fundin upp síðar og fyrst farið að hampa henni þegar eindaginn 1. aprfl var runninn upp og liðinn hjá. Aðalsamningur ekki brúklegur Því miður virðist svo sem Alus- uisse eigi eins og stundum áður auðvelt með að koma ár sinni fyrir borð gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Samningurinn frá 1966 sem svo mjög var lofaður af þeim sem að honum stóðu á sín- um tíma er ekki talinn brúklegur þegar loks reynir á hann í hagsmunadeilu. Þá hentar auðhringnum að fá sérstaka með- ferð, uppáskrift um „vinsamlegri og skjótari hátt“. í ljósi þess er ekki ástæða til bjartsýni um mál- alyktir, þótt öll efni vísi í eina átt, íslenskum málstað til stuðnings. Það mætti halda að gera eigi skattasvikin að skiptimynt í tengslum við aðra hagsmuni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.