Þjóðviljinn - 31.05.1984, Page 6

Þjóðviljinn - 31.05.1984, Page 6
6 SÍÐA'* -r- ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. maí 1984 Kolanámuverkfallið í Bretlandi: Tekist er á um 20 þúsund störf Kolanámuverkfallið í Bretlandi hefur reynst mikilvægur mæli- kvarði á stöðu og möguleika verklýðshreyfingarinnar. Verst hefur sundurþykkið leikið námumenn: Nú síðast hefur stjórn námamann- afélagsins í Lancashire ákveðið að reka úr samtökunum 1500 fé- lagsmenn hafa snúist gegn því að taka þátt í kolanámuverkfallinu, sem nú hefur staðið í bráðum þrjá mánuði. Og nú er spurt hvort eins muni fara fyrir þeim um það bil 40 þús- und námamönnum af þeim 183 þúsundum sem starfandi hafa verið í Bretlandi, sem enn neita að verða við kröfum sinna forystumanna um að leggja niður vinnu. 3000 handtökur Verkfallið hófst út af þeim á- formum námasambandsins sem er í ríkiseign að loka 20 námum sem tap er á, en það hefði þýtt að um 20 þúsundir manna misstu vinnuna. Þeir námamenn, sem hafa viljað vinna áfram, hafa orðið fyrir margskonar þrýstingi, ekki síst af hálfu „fljúgandi verkfallsvarða" námumannasambandsins, sem hafa reynt að loka þeim 40 námum af 175 sem enn eru reknar. Ver- kfallsvörðum hefur ekki tekist að stöðva reksturinn vegna þess að Um tíma var svo komið aft flest hjól voru hætt að snúast í Kaupmannahöf n Sérstæð vinnudeila í Kaupmannahöfn: Strætisvagnarnir ganga nú aftur, en allra veðra von Átta danskir strætisvagnabílstjórar viidu ekki lengur vera í verk- lýðsfétagi sem styddi sósíaldemókrata með peningum. Sú þúfa velti miklu hlassi. Strætisvagnabílstjórar fóru í verkfall. Verkfallsmenn og þeir sem samúð höfðu með þeim lokuðu umferðaræðum til Kaupmannahafnar. Sorphreinsunarmenn fóru í samúðarverkfall og margt starfsfólk á sjúkrahúsum og svo hjá einstökum atvinnurek- endum eins og t.d. Tuborg. Fjögur af dagblöðum höfuðborgarinnar komu ekki út. Póstur var ekki borinn út. Þegar deilan var á suðu- marki kom um hálf miljón Kaupmannahafnarbúa seint til vinnu eða alls ekki. Upphaf þessa máls var, að bfls- tjóramir átta vom andvígir því að hluti af félagsgjöldum þeirra gengur til að styrkja Sósíaldemó- krataflokkinn, en sá flokkur sem og smærri flokkar lengra til vinstri em mjög háðir fjárframlögum frá verklýðsfélögum þar sem þeir eiga ítök. Þeir sögðu sig úr sínu verk- lýðsfélagi. Starfsbræður þeirra kröfðust þess þá að þeir yrðu rekn- ir, efndu síðan til verkfalls, sem síðar breiddist út með því að aðrir komu inn í dæmið. Hægristjórn Pouls Schluters vildi ekki blanda sér beint í máiið, en forsætisráðherrann sjálfur hefur gagnrýnt verkfallsmenn harðlega og kallað þá „hryðjuverkamenn“ og öðmm slíkum nöfnum. Einn borgaraflokkanna hefur bryddað upp á því, að það ætti að banna með lögum að verklýðsfélög styddu stjórnmálaflokka. Kratar í vanda Sósíaldemókratar hafa verið milli steins og sleggju í þessu máli. Seint mundu þeir vilja banna verk- lýðsfélögum að styðja verklýðs- fíokka - og þeir gætu svo sem svar- að með því, hvort ekki ætti þá að banna fyrirtækjum að styðja borg- araflokka? Á hinn bóginn voru sós- íaldemókratar hikandi við að taka undir kröfuna um að bflstjórarnir átta yrðu reknir eins og starfsbræð- ur þeirra vildu og óttuðust að það fordæmi mundi draga langan dilk á eftir sér. Að lokum fékkst svo lausn á þessu máli um miðja síðustu viku. Meirihluti sósíaldemókrata, SF- manna og Vinstri sósíalista í áætlana- og hagsýslunefnd borg- arráðs Kaupmannahafnar sam- þykkti þá að reka bflstjórana - og komust þá samgöngur, sorph- reinsun og fleira aftur í lag. Sumir þeirra sem samþykktu brottrek- sturinn efast um lögmæti þeirrar ákvörðunar, en vísuðu til neyðar- ástandsins sem leysa þurfti. Fulltrúar borgaraflokkanna í borgarráði Kaupmannahafnar eru hinir æfustu yfir þessum málavöxt- um og hafa kært ákvörðunina fyrir Brittu Schall Holberg innanríkis- ráðherra. En strætisvagnabfl- stjórar hafa einnig lýst yfir því, að þeir séu tilbúnir að fara aftur í slag ef ákvörðun fyrrgreindrar nefndar borgarinnar verður afturkölluð. Sumir þeirra strætisvagnabflstjóra, sem mest höfðu sig frammi í deilunni, hafa verið fluttir til í starfi, og hefur það þegar vakið mikla gremju bflstjóranna. - áb tók saman. Lögreglumenn handtaka verkfallsvörð: Annað elns útboð ó lögreglu hefur ekkl sést í verkfalll sfðan 1926.... stjórn Margaret Thatcher hefur boðið út miklu lögregluliði eða um 8000 lögreglumönnum. Þeir eiga að flæma verkfallsverðina burt í nafni laga sem Margrét Thatcher setti 1980 og banna að lokað sé að- gangi að vinnustöðum þar sem verkamenn lýsa sig vinnufúsa. í þeirri deilu sem nú stendur hefur lögreglan handtekið um 3000 manns, um 300 hafa særst í átökun- um og einn kolanámumaður hefur látið lífið í viðureign við lögreg- luna. Sundrung Þeir sem ekki vilja sýna sam- stöðu með verkfallinu vísa til þess að stjóm námumannasambandsins hefur ekki viljað halda almenna at- kvæðagreiðslu meðal félagsmanna um verkfallið. En til dæmis í Lanc- ashire hafði við atkvæðagreiðslu á staðnum komið fram, að ekki var meirihluti fyrir því að fara í verk- fall. Sama má segja um Notting- hamshire, og í þessum tveim hér- uðum hefur í verkfallinu verið haldið uppi 20 - 25% af venjulegri framleiðslu á kolum. Um leið hefur innflutningur á kolum frá Póllandi tvöfaldast og Kolaráðið segir, að þær birgðir sem nú eru til nægi til nokkurra mánaða reynslu enn. Það er því margt sem leiðir til þess að forysta koianámumanna á í erfiðleikum. Ekki aðeins sú sundr- ung í samtökunum, sem opinber er orðin og tengist því m.a. að námu- menn eru sumir hverjir í það ríkum námum, að þeir óttast ekki upp- sagnir. Námamönnum hefur held- ur ekki tekist að fá önnur verklýðs- félög til samúðaraðgerða sem um munaði. Verkfall þeirra hefur ekki orðið að því uppgjöri milli breskrar verklýðshreyfingar og stjórnar Margaret Thatcher sem margir bjuggust við. Hart gegn hörðu Alþýðusambandið breska, TUC, hefur til dæmis ekki tekið undir áskorun um eins dags samúð- arverkfall, og formaður TUC, Len Murrey, hefur ekki dregið dul á, að hann telur hina hörðu stefnu nám- umannasambandsins stefna í sjálfs- morð. Murrey hefur ásamt hinum nýja formanni Verkamannaflokks- ins, Neil Kinnock, reynt að draga aðila til samningaborðs í anda „hinnar nýju raunsæisstefnu“. Það tókst í sl. viku, er fundur þeirra Arthurs Scargills, formanns námu- manna, og Ians MacGregors frá Kolaráðinu var haldinn. Sá fundur stóð í klukkutíma og eftir hann höfðu viðmælendur fátt gott hvorir af öðrum að segja: Hvorir sökuðu hina um óbilgirni og skort á má- lefnalegri afstöðu. Arthur Scargill vill að öll áform um að loka fleiri námum verði tekin af borðinu, en það mega kolaforstjórar ekki heyra nefnt... Lengi barist enn En báðir aðilar búast við því ac^ deilan dragist á langinn. MacGreg- or telur að verkfallið hafi kostað kolabúskapinn um níu miljarði króna til þessa og árstapið gæti orð- ið sem svarar 40 miljörðum króna og væri það næstum því tvisvar sinnum meira tap en í fyrra. Gera má ráð fyrir því, að hver verka- maður sem hefur tekið þátt í ver- kfallinu hafi orðið af ca. 50 þúsund krónum í tekjum. Fjölskyldur verkamanna fá að meðaltali aðeins um 1000 krónur á viku í félagslega aðstoð og þess eru mörg dæmi að yfirvöldin reyni að koma höggi á verkfallsmenn fjárhagslegu. „Stjórnin reynir að svelta kola- námumenn aftur til vinnu", segir Verkamannaflokkurinn, sem hef- ur hvatt til samstöðu með verkfalls- mönnum, hvað sem líður ág- reiningi við hina herskáu forystu þeirra. Og íhaldsstjórnin hefur að sínu leyti hvergi sparað fjáraustur í um- fangsmiklar aðgerðir lögreglu gegn verkfallsvörðum, en Margaret Thatcher hefur efnt til meira út- boðs á lögreglu í vinnudeilu en sést hefur síðan í allsherjarverkfallinu 1926. ÁB tók saman. Sérkenni verk- lýðsbaráttunnar á krepputímum • Kolanámumenn í Bretlandi eru í verkfaili og berjast gegn lokun kolanáma sem mundi þýða að um 20 þúsundir misstu vinnuna og baettust í stóran hóp atvinnuleysingja. • í Vestur-Þýskalandi eru um 200 þúsundir verkamanna í verkfalli og verkbanni: Þar er borin fram krafa um 35 stunda vinnuviku, ekki síst til þess að fjölga atvinnutækifærum í iðnaði. • í Kaupmannahöfn voru strætisvagnabílstjórar og margir borgar- starfsmenn Kaupmannahafnar aðrir í verkfalli: Deilan stóð um stöðu verkalýðsfélaga og möguleika þeirra á því að styðja verklýðsflokka. • Frá tveim þessara mála er sagt á síðunni í dag, en frá vestur-þýska verkfallinu í sl. viku. • öll þessi mál minna á það, að nú er víða tekist hart á um sjálfa stöðu og rétt verklýðshreyfingarinnar í Evrópu. í engu þessara dæma er beinlínis um kauphækkunarkröfur að ræða (þótt 35 stunda vinnuvika þýði aukinn launakostnað reyndar). Og það sem endanlega býr á bak við átökin í öllum dæmum er ótti við að samstaða rofni í verklýðshreyf- ingunni á krepputímum, vilji til að gera verklýðsfélög að sem sterkustu vopni í baráttunni gegn atvinnuleysi. - ÁB

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.