Þjóðviljinn - 31.05.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 31.05.1984, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 31. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Á nánast í vök að verjast sem framleiðandi á mat Halla Guðmundsdóttlr: Bændur eiga ólíkra hagsmuna að gæta. Halla Guðmundsdóttir, leikstjóri og bóndi í Ásum í Gnúpverjahreppi, kvaðst að- spurð að sjálfsögðu skilja óánægju neytenda með skemmdar kartöflur, bændur væru líka neytendur, en það væri oft eins og landbúnað- armál væru fyrst og fremst til umræðu frá neytendasjónar- miðum. Það vantaði oft hina hliðina. „Ef Grænmetisversl- unin getur ekki staðist þær kröfur sem til hennar eru gerðar, er eðlilegt að kaup- endur krefjist breytinga. Það hlýtur að vera hægt að fá betri vöru. Oft eru skemmdar appelsínur á boðstólum án þess að mikið veður sér gert út af því. Neytendur virðast helst taka sig saman vegna landbúnaðarvara. Ég trúi ekki að ekki sé neitt athuga- vert við aðrar neysluvörur. Mér f innst maður nánast eiga í vök að verjast sem fram- leiðandi á mat“. „Ef aðrir aðilar en Grænmetis- verslunin fá leyfi til að flytja inn kartöflur, verður að tryggja að ís- lensk framleiðsla gangi alltaf fyrir. Þar er um að ræða úrvalsvöru". Bændur eiga ólíkra hagsmuna að gæta Blaðamaður heimsótti Höllu nú nýverið og mætti henni á hlaupum á milli íbúðarhúss og skemmu þar sem verið var að venja lömb undir ær sem höfðu misst sín afkvæmi. „Þetta er gjörgæslan", sagði Halla og hló við. Yfir morgunkaffinu var spjallað um málefni bænda. „Bændur eru alls ekki einn samstæður hópur, heldur sinna þeir margs konar framleiðslu og eiga ólíkra hagsmuna að gæta og eru jafnvel samkeppnisaðilar, eins og kjöt- framleiðendur í svína-, kjúklinga- og sauðfjárrækt. Gróðurhúsa- , kartöflu- og loðdýrabændur eru aðrir og ólíkir hópar. það er tiltölulega stutt síðan að stefnan var sú að framleiða nógu mikið af öllu. Nú megum við alls ekki krefjast hámarksafurða eftir hverja skepnu. Það hafa orðið stór- kostlegar framfarir í sauðfjár- og nautgriparækt, en nú er hætt við að það verði stöðnun í ræktuninni. Menn taka síður áhættu þegar stefnan er sú að fækka gripunum og minnka framleiðsluna. Nú er verið að gera athyglisverð- ar tilraunir með feldfé, þar sem stefnt er að úrvals ullar- og skinna- gæðum. Ullin hefur verið van- metin. Það hefur verið einblínt á kjötgæðin og ullin því ekki verið Bændur teknir tali um kartöflumál Sú versta ríkisstjórn sem hugsast getur fyrir bændur „Ég hefði haldið að Al- þýðubandalagsmenn legðu fremur áherslu á stjórnun og skipulagningu á dreifingu og sölu innlendra matvæla, en það óhjákvæmilega bruðl og kostnað sem fylgir þessari svokölluðu frjálsu verslun“. Þetta voru orð Gunnars Sverris- sonar bónda í Hrosshaga, Biskups- tungum, þegar blaðamaður heim- sótti hann á dögunum. „Manni er ekki sama um hvað haft er eftir Þjóðviljanum“ segir Gunnar og vitnar í forystugreinar og önnur skrif blaðsins um kartöflumálið svonefnda, sem hann hefur klippt út og safnað saman. „Bændur hlusta töluvert á forystugreinar dagblaðanna og ræða þær þegar þeir hittast. Mér finnast þessi skrif ekki byggjast á þekkingu og ekkert benda til að leitað hafi verið til bænda um álit. Það er heldur ekki samræmi í skrifunum. Ýmist heimta menn frjálsan innflutning eða alls ekki. Umfjöllunin um dilk- akjötið í fyrra haust var fyrir neðan allar hellur. Það er allt í lagi þótt DV skrifi svona, en mér er ekki sama um að Þjóðviljinn stundi svona blaðamennsku. Þau stíl- brögð sem nú gilda á blaðinu held ég að hrindi fremur frá en hitt. Al- þýðubandalagið á vaxandi fylgi að fagna í sveitum um allt land og við eigum góða talsmenn á þingi sem hafa haft skilning á málefnum bænda. Blaðið þarf að vanda sig betur hvað varðar landbúnaðarmál og ég vildi gjaman heyra meira frá Magnúsi H. Gíslasyni frá Frosta- stöðum. Hann er vel inni í þessum málum og er lagið að snúa sér til bænda“. Vörumst framhaldið „Ég ætla ekki að fara að verja mistök Grænmetisverslunar land- búnaðarins. Það er auðvitað algjör aulaháttur að taka við skemmdum sendingum, en það er hættulegt að gefa innflutning kartaflna frjálsan, þótt sagt sé að það gildi bara þegar innlendar kartöflur eru ekki á boð- stólnum. Þetta er bara fyrsta skref- ið. Upp úr áramótum þegar fer að bera á skemmdum í íslensku kart- öflunum byrjar söngurinn um að ekki sé hægt að láta Grænmetis- verslunina um þetta, o.s.frv. Svo verður létt að undirbjóða okkar kartöflur þegar kostur verður á hræódýrum kartöflum af yfirfull- um mörkuðum í Evrópu á haustin og öðrum tímum ársins. Þá verða kartöflubændur fljótt kollkeyrðir. Það er heldur ekki verið að leita faglegs álits í þessu sambandi, t.d. hvað varðar hættu á sjúkdómum. Næst kemur að öðrum landbúnað- arvörum, t.d. smjöri sem oft er á ótrúlega lágu verði í Evrópu, jafnvel selt í dýrafóður. Þar næst koma ostar og smjör. Það er sjálf- sagt lítill vandi að kaffæra alla land- búnaðarframleiðslu hér á landi, nema kannski nýmjólkurfram- leiðsluna. í þessu sambandi má ekki gleyma að stór hópur fólks í landinu lifir á þessari framleiðslu“. Ríkisstjórn versiunarráðsins „En verslunarráðið hefur þessa ríkisstjórn í vasanum. Verslun og verslunargróði er aðalatriðið. I verslun er enginn hagur í innlendri framleiðslu. Gróðinn er mestur í innflutningi og það er sjálfsagt hægt fyrir nokkra innflytjendur að hafa stórgróða af innflutningi á kjöti og öðrum landbúnaðar- vörum“. Landbúnaður á tímamótum Við förum að ræða landbúnað- armál almennt. Gunnar telur ýmis- legt benda til að landbúnaður standi nú á tímamótum. „Við verð- um fyrst og fremst að miða okkar framleiðslu við innanlands neyslu. Sumir telja að ekki sé fullreynt hvort hægt sé að selja þessar vörur erlendis á skikkanlegu verði, en þessar feiknalegu útflutningsbætur eru fráleitar til lengdar. Auðvitað verðum við að hafa framleiðsluna í hærri mörkunum og selja út það sem umfram er. Það má e.t.v. vinna kjötið betur til útflutnings til að fá hærra verð.“ Óeining um kjarnfóðurgjaidið „Eitt hitamálið í landbúnaði er óeiningin um kjamfóðurgjaldið sem notað er sem stjómtæki. Svína- og alifuglabændur leggja t.d. mikið í þennan kjarnfóðursjóð nógu góð og lítið fengist fyrir hana“. Umdeild verðlagning „Verðlagning á landbúnaðar- vömm vekur alltaf deilur, sagði Halla, en það er merkilegt hvað ómerkilegustu hlutir sem líka em hluti af daglegri neyslu eru marg- falt dýrari en t.d. rnjólk". Verð- lagning er flókið fyrirbæri og minnstur hluti verðsins rennur beint til bænda sem laun. Þessi nýja glæsilega mjólkurstöð í Reykjavík er reist fyrir einhvern söluhagnaó. Það hefði verið nær að byggja við Mjólkurbú Flóamanna og mjólk- urstöðina í Borgamesi, sem gætu sinnt verkefnum stöðvarinnar á hagkvæmari hátt. Það er forkast- anleg stefna að flytja allt til Reykjavíkur". Alltaf má skamma bændur „Það er eins og alltaf megi skammast út í bændur og landbún- að. Menn verða auðvitað að kunna að taka gagnrýni, en hún verður þá að vera réttmæt og studd rökum“. sagði Halla að lokum og snéri sér að ógreiddum reikningum sem greiða þurfti í bankaferð síðdegis samadag. G.G.Ó. og em því ekki sáttir við að hann sé notaður t.d. í niðurgreiðslur á áburði til bænda. Þær nýtast bara sauðfjár- og nautgripabændum. Fóðrið er lang-stærsti hlutinn af til- kostnaði í svína- og alifuglarækt og ef þessi skattur félli niður væri hægt að selja þessar afurðir á lægra verði. Annars er svína- og alifugla- rækt skyldari iðnaði en aðrar bú- greinar sem háðar eru veðurfari“. Gunnar telur að við getum stór- aukið innlenda fóðurframleiðslu úr slátur- og fiskúrgangi og þar með séð okkur fyrir próteinþörfinni. Aftur á móti þurfi að flytja inn kol- vetnisfóður. „Það er bara verst að mjölið er svo niðurgreitt í Efnahags- bandalagslöndunum að menn sjá sér ekki hag í að vinna úr þessu“, bætir hann við. Sú versta ríkisstjórn sem hugsast getur Gunnar er heitur út í núverandi ríkisstjórn. „Það breyttist margt við tilkomu þessarar ríkisstjórnar. Þarna eru saman þessir flokkar, Framsókn og íhaldið, sem telja sig eiga bændur, en margir Framsókn- armenn og Sjálfstæðismenn viður- kenna fúslega að saman mynda þessir flokkar þá verstu ríkisstjórn sem hugsast getur fyrir bændur. í sitt hvoru lagi hafa þeir heldur meira aðhald!“ „Nú hefur kaupmáttur minnkað og dregið hefur verið úr niður- greiðslum. Þar með minnkar neysla á dýrum vörum. Það verður að gera eitthvað, það gengur ekki að bændur taki alltaf meira á sig. Gunnar Sverrisson: Okkur vantar stefnumótun um það h var á að halda uppi byggð. Héruð og bú sem verst standa drag- ast hægt upp og við það verður byggðaröskun sem erfitt verður að ráða við. Það er töluverð atvinna í kringum landbúnaðarframleiðsl- una og ekki svo auðvelt að vísa fólki í önnur störf. Vantar stefnumótun Samfara heildarstjórn á fram- leiðslu í landinu vantar okkur stefnumótun um hvar á að halda uppi byggð. Hér er um að ræða bæði efnahagslegt og félagsiegt málefni“, sagði nautgriparæktar- bóndinn Gunnar Sverrisson í Hrosshaga og ítrekaði enn vænt- ingar sínar til „blaðsins síns“. G.G.Ó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.