Þjóðviljinn - 31.05.1984, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 31.05.1984, Qupperneq 3
Þetta er bara okkar skoðun! Tökum málið fyrir aftur ef sterkar ábendingar koma fram, segir for- maður skipulagsnefndar „Það kann vel að vera að það hefði verið eðlilegra að lcita um- sagnar umhverfismálaráðs fyrir- fram, en ef það koma fram sterkar ábendingar, þá tökum við málið fyrir á nýjan leik“, sagði Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar vegna lóðar- stækkunar Húsasmiðjunnar, sem Þjóðviljinn greindi frá í gær. „Við erum bara að lýsa okkar skoðun“. Vilhjálmur lagði áherslu á að málið hefði verið lengi í vinnslu og Höfum óskað skýringa segir Gísli Gíslason hjá Náttúruverndarráði „Okkar fyrstu viðbrögð við þess- um fréttum eru þau að senda skipu- lagsnefnd Reykjavíkur bréf sem verður boðsent til þeirra á föstu- dagsmorguninn og þar óskum við upplýsinga hjá nefndinni um fyrir- hugaðar framkvæmdir við Háubakka“, sagði Gísli Gíslason hjá Náttúruverndarráði í samtali við Þjóðviijann í gær. „Ef uppdráttur að fyrirhuguðum framkvæmdum gefur til kynna að of langt sé byggt að bökkunum má segja að það sé allt annað en skemmtileg afmælisgjöf sem Háubakkar fá, því einmitt í dag er eitt ár liðið frá því þeir voru form- lega friðlýstir", sagði Gísli enn- fremur. „Eg vil hins vegar ekki tjá mig neitt um þetta mál efnislega fyrr en svör hafa borist frá Skipu- lagsnefnd. Ef skipulagið gengur á hið friðlýsta svæði munum við stöðva fyrirhugaðar framkvæmdir því til þess hefur Náttúruvemdar- ráð alla möguleika“, sagði Gísli að síðustu. —v. Guðrún Jónsdóttir, þáverandi for- stöðumaður Borgarskipulags hefði lagt mikla vinnu í það. „Við förum ekki inn á friðlýsta svæðið", sagði hann. - Nú sýna teikningar að skemmubyggingarnar eiga að ganga alveg að friðlýsingarlínunni og 20 metra inn í fólkvanginn? „Menn töldu að þetta gæti gengið og ég man ekki eftir neinum ágreiningi um þetta mál. Það komu engar athugasemdir og Guðrún lagði málið svona fram. Annars skil ég ekki af hverju þeir eru að sækja um þessa lóðarstækkun því þeir hafa lóð hinum megin við Kleppsmýrarveginn“. - Hvað með holræsið? Nú mælir gatnadeildin gegn þessu? „Það er auðvitað ekki gott að holræsi liggi undir húsum, en þess eru þó dæmi, eins og í Mjóddinni. Ef umhverfismálaráð kemur með sterkar ábendingar þá verður mál- ið endurskoðað. Það hefur margoft komið fyrir“. - Geturðu nefnt dæmi um slíkt? „Nei, - ekki svona alveg“. - Veit formaður skipulagsnefnd- ar hvað fólkvangsfriðun þýðir? „Það er opið svæði til almanna- nota, - svæði fyrir almenning“. - Er eðlilegt að úthluta lóð inn á slíkt svæði? „Það verður að skoða það hverju sinni. Það hreyfði enginn athuga- semdum. Við samþykktum þetta aðeins fyrir okkar leyti og um leið að sú niðurstaða yrði kynnt um- hverfismálaráði og hafnarstjórn vegna vegatenginga. Þetta er ekki lokaákvörðun“. - Hefði ekki verið réttara að leita umsagnar fyrirfram, - um- hverfismálaráð fer t.d. með eftirlit Háubakkanna? „Það kann að vera rétt, en þetta er ekki lokaákvörðun. Það er opin leið ef sterkar ábendingar koma fram að taka málið upp á nýjan leik“. - Eru þá tök á að breyta niður- stöðu ykkar? „Tvímælalaust“. -ÁI Éimmtudagur3í.maí'19&4 ‘MÖtíVtLjlNK — SÍÐÁ'3 Húsasmiðjan Súðarvogi 1-5 Sklpulagið á stækkaðri lóð Húsasmlðjunnar. Eins og hér sést er áformað að byggja skemmur út að nýju lóðamörkunum, 20 metra inn í fólkvanginn og alveg upp að friðlýsta svæðlnu við Háubakka. Gatna- og holræsadeildin lagðist gegn lóðarstækkun: Ekki alltaf farið að okkar ráðum nauðsynlega að koma holræsi þarna". - Kemur ekki til greina að flytja holræsið utan í bakkana? „Nei, það er alveg vonlaust, enda er þar snarbratt og ekki hægt að vinna við lagningu þess. Borgar- skipulagið hefur spurst fyrir um hvort hægt yrði að leggja holræsið í lóðina, undir opnum geymslu- skemmum en ég tók ekki of vel í það. Við viljum ekki vera undir byggingum með holræsin og erum enn á sömu skoðun að þarna eigi ekki að byggja, heldur setja hol- ræsið á fyrirhugaðan stað og leggja stíg eða götuslóða þar yfir“. Þess má geta að í bréfi gatna- og holræsadeildar er skipulagsnefnd minnt á friðlýsta svæðið við Háubakka. ÁI segir Ólafur Guðmundsson, yfirverk- frœðingur „Þeir fara nú ekki alltaf eftir því sem við segjum“, sagði Ólafur Guðmundsson yfirverkfræðingur á gatna- og holræsadeild borgarinn- ar um afgreiðslu skipulagsnefndar á Húsasmiðjulóðinni. Deildin hafði lagst gegn þvi bréflega að byggt yrði yfir fyrirhugaðalegu holræsis sem er utan við fyrri lóð Húsa- smiðjunnar. „Holræsin fara núna beint fram af bökkunum", sagði Ólafur, „og það er óviðunandi. Það þarf Frárennsllð steyplst úr opnum rörum fram á bakkana og var ætlun- in að leggja það I eitt ræsl meðfram núverandl lóð Húsasmlðjunnar. Ljósm. Atll.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.