Þjóðviljinn - 31.05.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.05.1984, Blaðsíða 11
ÍSVIKW'aC I FARARBRODDI Wr ----------——AR $> ^GfcTRAUN \ft* SP IV Ti IV AÐEINS FYRIR % % * ÁSKRIFENDUR \ VINNINGUR: TOYOTA TERCEL 4WD DREGINN ÚT 19. JÚLÍ! er komið að slðasta og verðmætasta vinningi afmælisgetraunar VIKUNNAR, sem er TOYOTA TERCEL 4WD fjölhæfur fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll. Þeir ÁSKRIFENDUR sem tekið hafa þátt í fyrri hlutum getraunarinnar geta nú þegar átt 17 seðla í pottinum og nú gefst þeim kostur á að bæta sex seðlum við! Það gefur óviðjafnanlegar vinningslíkur. Þeir sem ekki eru áskrifendur nú þegar geta komið gömlu seðlunum sínum í gildi með því að hringja í síma (91) 2-70- 22 og panta áskrift. Auðvitað vinnur ekki nema einn Tercelinn. En hinir fá líka góðan vinning: Þeir fá Vikuna póstsenda viku- lega, samtals 277 síður af fjöl- breyttu og skemmtilegu efni til jafnaðar á mánuði. GETRAUNASEÐILL ER í VIKUNNI — NÚNA. ÁSKRIFTARSÍMIIMN ER (9D-27022 Listahátíð. Fimmtudagur 31. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Martial Solal: fremstur í flokki evrópskra djasspíanista. Martial Solal í Norræna húsinu Einn fremsti djasspíanisti Evrópu lætur þegar í sér heyra á Listahátíð á laugardag. Það er Martial Solal sem leikur í Nor- ræna húsinu ki. 17. Solal er þekktur meðal djassunnenda um allan heim og í París lék hann mikið með Kenny Cklarke, fyrsta trommara Modern Jazz kvartettsins, Sidney Bechet og öðrum amerískum djassleikur- um er bjuggu í París. Martial Solal er mjög nútíma- legur píanisti og hefur aldrei staðn- að eins og svo margir af hans kyn- slóð. Þó kann hann galdur sveifl- unnar og óhætt er að fullyrða að dúó skífa hans og Neils-Hennings Pedersens er með bestu dúó- skífum síðari ára. Einnig má nefna kvartetthljóðritanir hans með Ni- els, Lee Komitz og John Scofield. Víst er um það að djassunnendur munu ekki láta sig vanta í Norræna húsinu á laugardaginn. Þess skal getið að Martiel Solal mun einnig koma fram í Broadway á sunudags- kvöld ásamt sænsku kvennadjass- hljómsveitinni Quintetten og Whoopee hljómsveit Bobs Kerr. -GFr Whoopee bandið þykir fara á kostum í eigin útfærslu á laginu fræga Singing in the Rain, sem Gene Kelly gerði ódauðlegt hér um árið í samnefndri kvikmynd. Bob Kerr’s Whoopee Band_ Ekta breskir sprelligosar Bob Kerr’s Woopee Band er væntanlegt hingað til lands af tilefni Listahátíðar, og munu þessir sprelligosar troða upp og sletta úr klaufum bæði óvænt og auglýst í dagskrá hátíðarinnar. Þeir félagar í bandi Bobs Kerrs eru aungvir nýgræðingar í tónlist og hafa komið víða við og vakið ómælda athygli fyrir frábæran húmor og lunkin uppátæki. Auk þess að vera hin örgustu spilafífl þegar þeir sameina krafta sína í villtri sveiflu, sýna þeir sín réttu andlit þegar trúðsgríman er tekin af og verður þá öllum ljóst að hér eru mjög svo hæfileikamiklir og sérstæðir tónlistarmenn á ferð. Bob Kerr’s Woopee bandið hef- ur leikið saman undanfarin ár og komið fram í flestum vinsælustu skemmti- og tónlistar þáttum í heimalandi sínu Bretlandi, má þar m.a. nefna Alan Price Show í BBC, hjá gríndúóinu Peter Cooke og Dudley More í þætti þeirra Showtime BBC, Wayne Sleep ofl. Höfuðpaur og aðalsöngvari þess- arar afar einstöku grúppu er sjálfur Bob Kerr, en hann var driffjöður The Bonzo Dog Doo-Dah Band. Sá núungi hefur ekki gert það endasleppt og komið fram á hljóm- leikum með hljómsveitum einsog Loving Spoonful, Mama’s & Pap- as, George Shearin, og síðan en ekki síðast en ekki síst, með hinum eina sanna greifa Count Basie. Og nú er grúppan hingað komin Húmoristinn Bob Kerr er rpjög fjölhæfur tónlistarmaður. Hann leikur m.a. á horn, trombón, sópr- an saxófón og heitan teketii... með þeim ásetningi að skemmta fólki og víst er að enginn verður svikinn um glaum og gleði þegar þeir félagar eru á svæðinu. Bob Kerr’s Woopee Band mun koma í fyrsta skipti fram á opnunarhátíð- inni fyrsta dag í júní í Laugardals- höllinni, laugardaginn 2. júní kl 16.30 á Lækjartorgi, sunnud. einn- ig á Lækjartorgi á sama tíma,tilval- in skemmtun fyrir alla fjölskyld- una, og að endingu um kvöldið kl. 22.00 á Broadway. L. Mar. Kona að strokka 1934. Vinnan í list Ásmundar Sveinssonar , Um síöustu helgi var opnuð í Ásmundarsafnl sýning sem nefnist Vinnan í llst Ásmundar Sveinssonar. Þar er leitast við að sýna vinnubrögð Ásmundar, hin margvíslegu efni sem hann vann úr og myndlr, skúlptúra og teikningar, þar sem vinnan kem- ur við sögu. Þetta er einkar fróðleg sýning og sumt eins og t.d. teikningar hefur ekki komið fyrir augu almennings áður. Ásmundur var ákaflega elju- samur maður og auk listaverkanna reisti hann þrjú hús yfir sjálfan sig og list sína. Það er Ásmundarsalur við Freyjugötu, Kúluhúsið og Bogaskemman við Sigtún. Þar að auki gerði hann flest verkfæri sín sjálfur og var því sannkallaður þús- undþjalasmiður. í Bókinni um Ásmund segir hann sjálfur: „Sumt fólk sem kemur hingað segir við mig: „Hvemig hefurðu getað gert þetta allt, byggt húsin og unnið myndirn- ar? Húsin væru nóg ævistarf fyrir einn mann.“ En égsvara. „Við vor- um vanin á að vinna. Þar sem ég ólst upp, þótti iðjuleysi löstur. Við eigum að kenna ungu fólki að vinna og hafa nautn af vinnunni. Henni fylgir hamingja.“ í framhaldi af þessu segir Gunn- ar Kvaran í formála: „Vinnan er því ekki þvingun eða kúgun fyrir Ásmund, heldur mannleg nauðsyn til að lifa af í þessu harðneskjulega umhverfi. Ásmundur skynjar því vinnuna sem bjargvætt, frelsandi afl sem gerir manninum kleift að beisla og ráða náttúrunni og sjálfum sér um leið.“ Og síðar: „Þegar Ásmundur ræðir um vinnuna minnist hann aldrei á iðn- aðarframleiðslu þar sem verka- maðurinn, undirokaður við færi- bandið, er neyddur til að endur- taka í sífellu sömu hreyfingamar sem að lokum fjarlægir hann frá náttúrunni og sjálfu verkinu og breytir honum í sjálfhreyfivél. Ás- mundur talar ávallt um landbúnað, handiðnað og heimilisstörf þar sem einstaklingurinn er meira eða minna í tengslum við sitt uppmna- lega umhverfí og þrátt fyrir tíma- bundna þreytu og leiða skynjar ár- angur erfiðisins.“ Sýningin í Ásmundarsafni er vitnisburður um hugvit og list Ás- mundar. Hún er opin yfír sumarið alla daga frá kl. 10-17. Ásmundur með eitt af uppfinningartólum sínum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.