Þjóðviljinn - 31.05.1984, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 31.05.1984, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. maí 1984 Ný verslun í Síðumúla 3-5 Ljós . og styn Nýlega opnaði ný og glæsileg bfl- avörubúð við Siðumúia 3-5 í Reykjavík. Nefnist hún Ljós og stýri og er þar að fá mikið úrval varahluta f bifreiðir auk fjölbreytts úrvals ýmiss konar fylgihluta. Þeir sem koma f Ljós og stýri fó þar einnig hvers kyns bflavörur aðrar sem nöfnun tjáir að nefna. Eigendur hinnar nýju bflavöru- búðar sögðu að þeir mundu leggja sérstaka áherslu á að þjónusta bfla- eigendur úti á landi. _v. Elgendur verslunarlnnar Ljós og stýrl I verslun slnnl vlð Síöumúla 3-5 I: Reykjavík. Þar eru á boðstólum hvers konar vörur vlövfkjandi bílum. Ljósm. Atll. Stjórn Rithöfundasjóðs 23 fá við- urkenningu Stjórn Rithöfundasjóðs íslands hefur ákveðið að úthluta 23 höf- undum f viðurkenningaskyni úr sjóðnum 1984, hverjum um sig 40 þúsund krónum. Rithöfundamir eru Aöalsteinn Ásberg Sigurðsson, Ármann Kr. Einarsson, Baldur Óskarsson, Björn J. Blöndal, Elísabet Þor- geirsdóttir, Filippía Kristjánsdótt- ir, Geir Kristjánsson, Hrafn Gunn- laugsson, Hreiðar Stefánsson, Ing- ólfur Jónsson frá Prestbakka, Jón frá Pálmholti, Jónas Ámason, Karl Guðmundsson, Kristján frá Djúp- alæk, Leifur Jóelsson, Pjetur Haf- steinn Lámsson, Sigfús Daðason, Sigvaldi Hálmarsson, Sveinbjöm I. Baldvinsson, Vilborg Dagbjarts- dóttir, Þorsteinn Ó. Thorarensen, Þómnn Elfa Magnúsdóttir og Þor- varður Helgason. Stjóm Rithöfundasjóðs íslands skipa Ása Sólveig, Birgir Sigurðs- son og Árni Gunnarsson. -ekh AF SKATTSKYLDUM TEKJUM AF ATVINNUREKSTRI -TEL1.JÚLÍ Fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa tekjur af atvinnurekstri er nú heimilt að draga 40% frá skatt- skyldum tekjum til að leggja í fjárfestingarsjóð. Frádrátturinn er bundinn því skilyrði að helm- ingur fjárfestingarsjóðstillagsins sé lagður inn á bund- inn 6 mánaða reikning fyrir 1. júlí n.k. vegna tekna árs- ins 1983. Ef reikningsárið er annað en almanaksárið skal lagt inn á reikninginn innan 5 mánaða frá lokum reikningsárs. Innstæður á reikningunum eru verðtryggðar samkvæmt lánskjaravísitölu. Auk þess býður Lands- bankinn 1,54% stigum hærri vexti en gilda um aðra 6 mánaða reikninga. Það er besta ávöxtun, sem boðin er. Reikningsinnstæðum má ráðstafa að loknum 6 mánaða binditíma, en innan 6 ára. Tréiðnað- arfélag stofnað 16. maí sl. var stofnað Tréiðnað- arfélag Islands og er markmið þess að stuðla að framþróun tréiðnað- artækni á íslandi. 24 einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir gerðust stofnfélagar en öðrum sem áhuga hafa gefst kostur á að gerast stofnfélagar til áramóta. Er þeim bent á að hafa samband við Eirík Þorsteinsson hjá Iðntæknistofnun íslands í síma 68-7000 eða Gunnar S. Björnsson hjá Meistarasam- bandi byggingarmanna í síma 36282. Tréiðnaðarfélag íslands mun skipuleggja fyrirlestra, námskeið og útgáfu fræðslurita, stuðla að rannsóknum og tæknilegum um- bótum í tréiðnaði og að aukinni hæfni og menntun þeirra, er þar starfa, taka þátt í norrænu og al- þjóða samstarfi og stofna ráðgjaf- arnefndir um framleiðslueftirlit og gæðaprófanir. Stjóm félagsins skipa Edgar Guðmundsson verkfræðingur, form. Gunnar S. Björnsson vara- formaður, Einar Guðberg í Ramma, gjaldkeri, Eiríkur Þor- steinsson trétæknir, ritari og Guð- mundur Ósvaldsson Límtré hf, meðstjómandi. Bækur Andrésar Indriðasonar Gefnar út í Sviss Enn er hægt að njóta þeirra skattfríðinda sem að framan er lýst, við álagningu tekjuskatts og eignaskatts á árinu 1984 vegna tekna ársins 1983. Fresturinn að þessu sinni er til 1. júlí n.k. Upplýsingar um stofnun fjárfestingarsjóðsreikninga eru veittar í sparisjóðsdeildum Landsbankans. LANDSBANKINN Græddur er geymdur eyrir Svissneska bókaforlagiO Benziger hefur gert samning um að fá einkarétt á útgáfu bóka Andrésar Indriðasonar í Evrópu og ætlar á næstunni að gefa út þrjár þeirra í röð. Einn- ig hefur stúdíó í Hamborg áhuga á að taka að sér sölu á kvikmyndinni Veiðiferðinni um Þýskaland og er þýskt handrit að myndinni fullgert. Fyrsta bókin sem gefin verð- ur út í Sviss er Palli er ekkert blávatn í þýðingu Jóns Laxdals. Kemur hún út eftir næstu ára- mót en síðan munu fylgja í kjölfarið bækurnar Viltu byrja með mér? og Fjórtán, bráðum fimmtán. Einnig hefur komið til tals að forlagið gefi út Lykla- barnið eftir Andrés. -GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.