Þjóðviljinn - 31.05.1984, Síða 16

Þjóðviljinn - 31.05.1984, Síða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. maí 1984 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagskonur og aðrar konur Boðað er til stofnfundar kvennafylkingar (félags, hreyfingar, bandalags), í tengslum við Alþýðubandalagið að Hverfisgötu 105 þriðiudaginn 5. júní. Lögð verða fram drög að lögum og kosið í stjórn. MÆTUM ALLAR! - Undirbúningsnefndin. VORHAPPDRÆTTI Aíþýðubandalagsins í Reykjavík Verð lcr. 100.- VINNINGAR. Dregið , 10.MA1 Fjöidi miðé 6 3Xx 1 -3. Fcróavinniítgar í leigufkioi mcð Ssmvinmjfe.'Cuin Ixiodsvn að verðmæti 20 000 kt. hver #«000 4. 6 Ferðávmningar í leirjuflug: rneð Samvipnuferðum - landsýn ;-.íi verðnueti 15.000 kf.hvef ... 45.000 Vinningar aiis 105.000.- Alþýðubamfalsgið»Raylijavik: Mverfisgöhj 105.101 fleykjavik Simi: (31) 1/500 Alþýðubandalagið í Reykjavík: Vorhappdrætti - Dregið 10. júní! Ákveðið hefur verið að draga í hinu glæsilega vorhappdrætti Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík 10. júní n.k. Stjórn ABR Gerið skil Þess er vænst að félagar og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins, sem enn hafa ekki gert skil, bregði skjótt við og greiði heimsenda miða hið fyrsta í næsta banka/pósthúsi, eða á skrifstofu Alþýðubandalags- ins að Hverfisgötu 105. Siáum saman! Stöndum saman í slagnum! Styrkjum baráttu Alþýðubandalagsins! Stjórn ABR Áhugafólk um skógrækt Farið verður í skógræktarferð í Heiðmörk sunnudaginn 3. júní. Mæting við bæinn Elliðavatn kl. 13.30. Takið með kaffi og meðlæti. Skógrækt- arfélag Reykjavíkur sér um plöntur og verkfæri. I fyrrasumar voru fyrstu plönturnar settar niður og virðast þær hafa staðið veturinn vel af sér. Mætum nú vel hvernig sem viðrar. Nánari upplýsingar: Arnór sími 71367, Ingólfur sími 78411. Alþýðubandalagið sunnan Félagsfundur Alþýðubandalagið sunnan heiða boð ar til félagsfundar að Miklaholts- seli sunnudaginn 3. júní kl. 21.00. Úlfar Þormóðsson mætir á fundinn. Félagar mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. 2. deild ABR Stjórnarfundur í 2. deild Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 2. júní kl. 13.30. Áríðandi að allir aðal- og varamenn mæti. Formaður. Áhugafólk um menntamál! Nýr skólamálahópur hefur tekið til starfa á vegum AB og boðar hér til síns annars fund- ar, miðvikudaginn 6. júní nk. kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Stutt innlegg flytja: Gerður G. Óskarsdóttlr: „Er stefnubreyting í skólamál- um?“ og Hanna Kristín Stefáns- dóttlr: „Hvaða afleiðingar hefur launastefna ríkisstjórn- arinnar fyrir skólastarf?" Umræður. Hópurinn, sem opinn er öllu áhugafólki stefnir að því að hittast mánaðarlega (nema í júlí og ágúst) og taka fyrir það sem efst er á baugi í skólamálum, auk þess sem stefnt er að því að ræða um stefnuskrá AB í menntamálum. Alþýðubandalagið Akureyri Aðalfundur. Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 7. júní kl. 20.30 í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar: Páll Hlöðversson. 2. Reikningar félagsins: Aðalheiður Steingrímsdóttir. 3. Lagabreytingar. 4. Kosningar. 5. Ákvörðun árgjalds. 6. Útgáfumál. 7. önnur mál. Stjórnin. Geröur Hanna Krlstfn eiða Ulfar Eining, Akureyri: Verkalýðs- hreyfingin styðji hús- næðissam- vinnufélög Þjóðviljanum hefur borist svo- hljóðandi fréttatilkynning frá Verkalýðsfélaginu Einingu á Akur- eyri: „Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Einingar 1984 álítur, að eignarhald á steinsteypu sé hvorki eina lausnin á húsnæðisvanda láglaunafólks né nein trygging fyrir lífshamingju. Því hörmum við, að ríkisstjómin skuli ekki hafa vit á að styðja og efla húsnæðissamvinnufélög og veita þeim hliðstæða lánafyrir- greiðslu og öðrum félagslegum að- ilum, sem byggja hús. Fundurinn hvetur Búsetafélögin til að berjast harðri baráttu fyrir því nýja formi húsnæðismála, sem þau hafa sett fram. Jafnframt skorum við á verkalýðshreyfinguna alla að styðja húsnæðissamvinnufélögin eftir megni. Fundurinn álítur að berjast verði harðri baráttu gegn þeim hug- myndum að draga úr starfsemi verkamannabústaða. Fremur er ástæða til að hvetja til þess að þetta kerfi verði stóraukið og útvfkkað, t.d. þannig að verkamannabústöð- um verði gert kleift að ráðast í byggingu leiguhúsnæðis og svara þannig þörfum nútímans. Nú á tím- um síaukinnar skerðingar kaup- máttar er láglaunafólki ekki lengur mögulegt að ráðast í íbúðakaup eða nýbyggingar. Húsnæðissamvinnufélög og Verkamannabústaðir eru ekki og eiga ekki að vera samkeppnisaðil- ar. Þau eru aðeins tveir valkostir af mörgum, sem fólk ætti að eiga til að leysa húsnæðisvanda sinn. Hlið við hlið geta þessi tvö form gert stórátak til lausnar húsnæðisvand- anum. Pór, Selfossi:_______ Mótmælir afgreiðslu á húsnæðis samv.fé- lögum Félagsfundur í Verkalýðsfé- laginu Þór á Selfossi, haldinn 17. maí 1984, mótmælir harðlega þeirri afgreiðslu, sem húsnæðis- samvinnufélögin fengu á Alþingi og hvetur þingmenn til að sjá til j>ess, að réttur húsnæðissamvinnufélag- anna til lána úr Byggingasjóði verkamanna verði tryggður með lögum sem fyrst. A FRA MENNTASKOL- >5^ANUM í KÓPAVOGI Innritun nýnema fyrir skólaáriö 1984-1985 fer fram í skólanum föstudaginn 1. júní, mánudaginn 4. júní og þriðjudaginn 5. júní klukkan 9-12 og 13-16. Á sama tíma verður Leiðarvísir skólans fáanlegur gegn 100 kr. gjaldi fyrir þá er ætla að innritast í skólann. (Leiðarvís- inum eru upplýsingar um námsbrautir og námsfyrir- komulag við Menntaskólann í Kópavogi. Við skólann eru eftirtaldar námsbrautir: Eðlisfræði- braut, Félagsfræðibraut, Málabraut, Náttúrufræði- braut, Tónlistarbraut, Viðskiptabraut, Heilsugæslu- braut, (þróttabraut og Uppeldisbraut. Einnig fer for- nám fram við skólann. Umsóknir skulu hafa borist 6. júní. Nemendur sem síðar sækja um geta ekki vænst skólavistar. Skólameistarí Hafnarsjóður Siglufjarðar auglýsir hér með eftir tilboðum í að steypa hafnarvog og byggja að hluta vogarhús. Útboðsgögn fást á bæjarskrifstofunum Siglufirði gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu bæjarstjóra fyrir kl. 17.00 mánudaginn 18. júní, en þá verða tilboð opnuð í viðurvist bjóðenda. F.h. Hafnarsjóðs Siglufjarðar Óttarr Proppé, bæjarstjóri | Æsku lýðsfylking Al þýðuba nda lagsins Ó, þér unglingafjöld! Nú förum við í Flatey á Breiðafirði um hvítasunnuhelgina! Alger para- dís á jörðu. Eins og Þórbergur Þórðarson sagði: í Flatey var ég fjóra daga, fann þar yndi margt. Eyjan er eins og aldingarður, alla daga hlýtt og bjart. í Flatey vil ég ævi una, á eintali við náttúruna. Kostnaði verður mjög stillt í hóf en nánari upplýsingar um ferðina verða auglýstar síðar. Hringið eða látið skrá ykkur í síma 17500 fyrir miðvikudaginn 6. júní. Skemmtinefndin. Stjórnarfundur hjá Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins í dag 31. maí kl. 14.00. Mætið vel og stundvíslega. Formaður. Alþýðubandalagið: Almennir fundir á Vestur- landi fimmtudaginn 31. maí Alþýðubandalagið boðar til almennra stjórnmálafunda í Ólaf- svíkog í Stykkishólmi á uppstigningardag, 31. maí n.k. Fundirn- ir verða haldnir sem hér segir: í Ólafsvík kl. 14 í Mettubúð í Stykkishólmi kl. 20.30 í Lionshúsinu Á fundina mæta alþingismennirnir Svavar Gestsson og Skúli Alexandersson og varaþingmennirnir Svanfríður Jónasdóttir og Jóhann Ársælsson. Frjálsar umræður og fyrirspunir. Allir velkomnir! Jóhann Svanfríður Skuli Svavar

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.