Þjóðviljinn - 17.06.1984, Síða 6
1944 E15 1984
Þlngeyri við Dýrafjörð: Um miðja síðustu öld höfðu Frakkar mikinn áhuga
á að stofna hér nýlendu sem hefði getað orðið stærsta pláss landsins.
Það er mjög fróðlegt fyrir okkur að skoða deilur um það mál.
danskri stjórn þá kom alloft á
dagskrá sá möguleiki að nota ís-
land sem skiptimynt í viðskiptum
Dana við voldugri ríki hvers tíma
- ég minni á það sem fer á milli
þeirra Úffelens og Arnasar í ís-
landsklukkunni.
Frönsk nýlenda
En það er skemmst frá því að
segja, að árið 1855 bárust Alþingi
tilmæli um heimildir til handa
Frökkum um að stofnsetja fisk-
vinnslustöð við Dýrafjörð og á
næsta þingi á eftir, árið 1857, var
sama erindi lagt fyrir sem kon-
unglegt álitamál. Ég minni á það,
að á þessum tíma var hér enginn
erlendur atvinnurekstur af neinu
tagi fyrir utan verslunarrekstur
Dana. Áform frönsku stjórnar-
innar miðuðu hinsvegar að því að
stofnsetja við Dýrafjörð franska
nýlendu þar sem ráðgert var, að í
landi ynni ekki færri en 400-500
menn fyrst í stað. Á þessum tíma
stunduðu um það bil 120 frönsk
fiskiskip veiðar hér við land - því
hefðu a.m.k. hátt á annað þús-
und erlendra manna safnast sam-
an á Dýrafirði ef til framkvæmda
hefði komið. í Reykjavík voru þá
aðeins um þúsund íbúar. Það er
líka vert að hafa það í huga, að á
þessum árum eru stórveldin í
Evrópu mjög að efla sitt nýlendu-
veldi um allan heim, því má telja
vissar líkur á því að þarna væri
aðeins um upphaf á öðru og
meira að ræða.
Svör íslendinga
Það er ákaflega forvitnilegt að
kynna sér viðbrögð íslendinga
við þessum tilmælum. Því fer
fjarri að þau séu öll á einn veg,
skoðanir eru skiptar ekki síður þá
en nú. En það hefur verið mér til
ánægju að lesa t.d. greinargerð
frá fjölmennum fundi sem hald-
inn var um málið á ísafirði, og
vitna ég þá í svokallaða Bænaskrá
ísfirðinga frá 2. desember 1856
„um að afbiðja að frakknesk ný-
lenda verði stofnuð við Dýra-
fjörð“ -en það skjal er undirritað
af nær 400 manns á ísafirði og þar
í grennd. Þar segir m.a.:
„Vér ætlum að Frakkar
muni ekki einungis fara því
sama fram, sem áður hafa þeir
gjört, heldur einnig fara að
veiðum á bátum sínum alla árs-
ins tíma inná firði. Mundi það
leiða til þess, að þeir tækju
fiskiaflann, lífsbjörg vora, úr
höndum vorum, því ekki
mundi þá skorta tæki öll og út-
búnað til fiskiveiðanna, verður
það bein eyðilegging fyrir þær
sjóarsveitir, er að mestu eða
öllu leyti lifa af fiskiafla, og
leyfum vér oss að taka til fsa-
fjarðardjúp. Það er einn með
hinum fiskisælustu fjörðum á
landinu; færu þeir nú, þegar
þeir væru búnir að fá fastan fót
hér í nýlendunni með fiskiflota
sinn innum það, og firði þá, er
úr því liggja, og svo á hina aðra
firði Vestfjarðakjálkans, -
mundi það ekki verða hið sama
og halda björginni fyrir okkur,
að taka brauðið frá munni vor-
um og láta oss svo soltna út í
bjargarleysi? Svona virðist oss
farið mundu geta, ef nýlendan
stofnaðist, og yrði föst hér,
þannig að hún yrði eign Frakka
og sætu svo nýlendumenn í
henni árið um kring“.
Það er einnig fróðlegt að skoða
orðræður manna á sjálfu Alþingi
og þann ugg sem margir þing-
menn greinilega bera í brjósti
vegna þessa máls. Ég tek til dæm-
is orð Guðmundar Brandssonar í
Landakoti á Vatnsleysuströnd,
sem þá sat á Alþingi, en hann er
ekki síst að vara við því að hér
verði opnað fyrir slíka nýlendu-
stofnun, ef aðeins komi á móti
tollfrelsi fyrir íslenskan fisk í
Frakklandi, eins og sumir höfðu
látið sér detta í hug. Hann segir:
■!■
„Mér virðist .ekkert ólíklegt
að Frakkar geti gengið að ein-
hverjum þessum skilyrðum, til
að mynda að leyfa íslendingum
að flytja fisk sinn tolllaust inn í
Frakkland. En oss mundi lítið
gagn að því tollfrelsi, þegar
Frakkar væru búnir að draga
allan aflann úr höndum vorum
og við hefðum engan fiskinn að
flytja til þeirra... Er þá auðséð
að þeir með þessu geta dregið
sjóvaraflann að miku eða öllu
leyti úr höndum vorum, eink-
um þar líka má ráð fyrir gjöra
að þeir á fleiri stöðum landsins
vildi ná líkri fótfestu og verð-
um vér þá á endanum lítið ann-
að en púlsmenn Frakka, ef svo
tekst til. Það er sinn hvor at-
vinnuvegur að versla við
Frakka eða hleypa þeim þann-
ig inn í landið, því það er sitt
hvað að bjóða verslunarj-
afnrétti eða þetta sem hér er
um að ræða“.
Við skulum láta fylgja hér með
litla tilvitnun í Magnús Andrés-
son í Syðra-Langholti, þingmann
Árnesinga um sama mál, en hann
segir:
„Og finnst mér þetta því í-
sjárverðara sem einhver hin
voldugasta þjóð á hlutinn að,
svo hún, þar sem henni er
mikið um að gjöra, getur
gengið að hinum óaðgengileg-
ustu skilmálum, því hafi kisa
fyrst komið inn höfðinu kemst
búkurinn brátt inn á eftir, og
ekki er að vita, nema Frakkar,
þegar þeir fyrst eru komnir hér
inn, aukist og margfaldist og
uppfylli jörðina okkar“.
Mér sýnist að þessi gömlu að-
vörunarorð þeirra Guðmundar
Brandssonar í Landakoti á
Vatnsleysuströnd og Magnúsar
Andréssonar í Syðra-Langholti
geti átt drjúgt erindi til ýmsra á
okkar dögum.
Ýtni Frakka
Því má við bæta, að frönsk
stjórnvöld lögðu reyndar svo
mikið upp úr því að vingast við
íslendinga á þessum árum, að
hingað var sendur með fríðu
föruneyti árið 1856 sjálfur Napó-
leon prins, bróðursonur Napó-
leons Bónaparta. Af þeirri heim-
sókn er mikil saga, sem ekki
verður rakin hér, en um undir-
málin þarf vart að efast. Við höf-
um líka til vitnisburðar um þessi
efni - auk margs annars - bréfin
frá Ólafi okkar Gunnlaugssyni,
frænda Benedikts Gröndals, sem
þá dvaldi í París og segja má að
verið hafi með nokkrum hætti
tengiliður við frönsku ríkisstjórn-
ina. Ólafur segir til dæmis í bréfi
til Gísla Brynjólfssonar, að hætt
hafi verið í bili við að senda
Djúnkovskí til íslands vegna þess
að menn óttist, að koma hans
hingað kynni að spilla fyrir Dýr-
afjarðarmálinu. Djúnkovskí var
umboðsmaður páfa á Norður-
hjaranum á þessum árum, svo
sem kunnugt er, en íslendingar
um miðja 19. öld flestum þjóðum
lúterskari og þess vegna hafa
menn við keisarahirðina frönsku
óttast, að trúboð hins ágæta og
koníaksþyrsta sendimanns páfa
gæti orðið til þess að æsa landa
upp til andstöðu við áform
Frakka um nýlendustofun í Dýra-
firði.
Það er einnig einkar athyglis-
vert að sá sami Ólafur Gunn-
laugsson segir í bréfi til Jóns Sig-
urðssonar forseta, að hann hafi
hitt í París fulltrúa Karkara -
þ.e.a.s. þeirra útgerðarmanna í
Dunkerque sem gerðu út skip á
íslandsmið. Þeir hafi tjáð sér að í
þeirra hóp væri reyndar heldur
lítill áhugi fyrir þessum áformum,
og ályktar Ölafur sem svo í bréf-
inu til Jóns að af þeim ummælum
megi trúlega ráða að annað og
meira búi undir áhuga keisara-
stjórnarinnar frönsku fyrir því að
ná fótfestu á íslandi en fiskveiði-
hagsmunir.
Jónas Flallgrímsson
Níótið qóðtu vdtmqa
í jvgru umírvaji
Við (jjóðumuóp áfkim enmatseðiGmn
segirtiCum.
Sjáum meðaC annars ixm dnkas amkvcemi jyrir
starfsmannahópaj félagasamtök, Errúðkaup,
átthagasamtökj aettarmót o.fé.
IXm fveígar erum \nð með fiinar féfkivinsœfu
griCCveisCur.
Fyrir 6ömin erum við með 6áta sem pau geta sigft á vatnirax.
IvLurúð að við etum eiraiig rneð 6ensín, oOíusöfu og þjónusturrúðstöð jyrvr
tjaCdfráa og fjóCfiýsafóCk. Verið veCkomin.
ÞINGVÖLLUM • SÍMI 99-4080
-Pað hefur spurstútaðþú hafir
einnig verið að skyggnast um i
kringum merka Hafnaríslendinga
fyrri aldar, meðal annars Jónas
Hallgrímsson.
- Margir landar hafa fyrr og
síðar tekið sér fleiri eða færri
stundir til að velta fyrir sér lífi og
verkum Jónasar og ég er þar aft-
arlega í langri röð. Sjálfur er ég af
þeim gamla skóla, að hafa gaman
af því að hyggja ekki bara að
múgnum heldur einnig að ein-
staklingunum og svolítið hefi ég
verið að fletta upp í einu og öðru
sem við kemur íslendingum í
Kaupmannahöfn á 19. öld. Við
slíka iðju verður ekki framhjá
Jónasi Hallgrímssyni gengið. Hér
er ekki rúm til að hafa uppi langt
mál um þær athuganir, en einn
púnkt skal ég nefna fyrst um er
spurt.
Enn í dag þekkir allur lands-
lýður meira eða minna til Jónasar
Hallgrímssonar sem skálds og
flestir hafa líka hugmynd um að
hann hafi fengist við náttúruvís-
indi. Hitt kynni að koma fleirum
á óvart að Jónas var á sínum síð-
ustu árum flestum öðrum virkari í
pólitísku félagslífi íslendinga í
Kaupmannahöfn. Bestu heimild-
irnar um þetta eru fundargerðir
þess félagsskapar sem nefndur
var „Almennir fundir íslend-
inga“ og starfaði á árunum 1843-
1846.
Aðaltilgangur
mannlegs félags
Við athugun á þessum gerðar-
bókum kemur t.d. í ljós að þegar
fslendingar í Höfn undirbúa er-
indi og bænarskrár til hins fyrsta
endurreista Alþingis árið 1845,
þá er Jónas sá eini úr hópi landa í
borginni fyrir utan Jón forseta,
sem kosinn er í allar þrjár nefnd-
irnar, sem undirbúa þau mál sem
ætlunin var að senda til Alþingis.
Þessi mál voru í fyrsta lagi erindi
um verslunarfrelsi, í öðru lagi er-
indi um tilhögun og skipan Al-
þingis (þar með tilhögun kosn-
inga) og í þriðja lagi erindi um
skólamál á íslandi. í umræðum
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 16. -