Þjóðviljinn - 17.06.1984, Page 14

Þjóðviljinn - 17.06.1984, Page 14
w uðu undurskriftum 60 málsmet- andi manna og er sá listi birtur í bók Hannibals. (bls. 22-23). Á listanum voru m.a. Árni Pálsson, prófessor, Broddi Jóhannesson, dr. phil., EinarÓl. Sveinsson, dr. phil., Gylfi Þ. Gíslason, dósent, Halldór Kiljan Laxness, rithöf., Bjarni Jónsson, vígslubiskup, Sigurbjörn Einarsson, prestur, Sigurður Nordal, prófessor, og Tómas Guðmundsson, rithöf- undur, auk þeirra Ólafs og Klem- ensar. í áskoruninni var þess farið á leit við Alþingi, að það kvæði ekki að svo stöddu á um framtíð- arstjórnskipan íslenska ríkisins, vegna þess ástands, sem sam- bandsþjóðirnar tvær eiga hvor um sig við að búa. Áskorun þessi var svo afhent Ólafi Thors, þáverandi forsætis- ráðherra, í ágúst 1842. Ólafur mæltist eindregið til þess, að látið yrði við það sitja að afhenda þingmönnum skjalið en birta það ekki almenningi að svo stöddu. Ólafur Thors mun hafa komist svo að orði að birting gæti haft „Þjóðhættulegar afleiðingar". Ólafur Björnsson segir í inn- gangi sínum, að sín tilgáta sé sú, að viðræður hafi um þetta leyti staðið yfir milli ríkisstjórnarinnar og Breta og Bandaríkjamanna um það að tryggja viðurkenningu þessara stórvelda á íslenska lýð- veldinu. Hafi Ólafur Thors óttast að áskorunþessi gætispillt ár- angri af þessum viðræðum. Þáttur Breta og Bandaríkjamanna Hinn 22. maí 1942 hafði Al- þingi gert svohljóðandi ályktun: „Alþingi ályktar að kjósa 5 manna milliþinganefnd til þess að gjöra tillögur um breytingar á stjórnskipunarlögum ríkisins í samræmi við yfirlýstan vilja Alþingis um, að lýðveldi verði stofnað á íslandi, og skili nefndin áliti nógu snemma til þess, að málið geti fengið af- greiðslu á næsta Alþingi." Þarna var kveðið fast að orði: lýðveldi skyldi stofnað og málið afgreitt þegar á næsta þingi. En það fór á annan veg. Stjórnar- skrárnefnd lauk störfum og lagði fram frumvarp sitt að stjórn- skipunarlögum fyrir „Lýðveldið ísland" - en ekki var málið af- greitt á þingi 1942-43. Forseti Bandaríkjanna hafði gefið út svohljóðandi yfirlýsingu á árinu 1942: „Bandaríkin skuldbinda sig til að viðurkenna algert frelsi og fuliveldi íslands og að beita öllum áhrifum sínum við þau ríki, er standa að friðarsamn- ingunum að loknum núverandi ófriði, til þess að friðarsamn- ingarnir viðurkenni einnig al- gert frelsi og fullveldi íslands." Svipaða yfirlýsingu gáfu Bretar einnig út árið 1941. I báðum er skírskotað til loka ófriðarins. Hannibal Valdimarsson ritaði í blaðið Skutul þann 11. desember 1943: „Sumarið 1942 er Dönum til- kynnt, að frá (sambandsslitum eftir stríðslok) verði horfið og nú skuli formleg sambandsslit fara fram á því ári, hvað sem stríðinu líði. Þá taka Bretland og Banda- ríkin í taumana og fyrirskipa íslendingum að hætta við það áform - og halda gerða samn- inga - Virðist þetta ærin þjóð- arskömm, enda haldið vand- lega leyndri fýrir þjóðinni.“ 270 áhrifamenn skora á Alþingi Barátta lögskilnaðarmanna hélt áfranr, þótt Alþingi virtist hafa horfið frá því að efna strax til 1944 llf 1984 ili sambandsslita. Hinn 22. sept- ember 1943 sendu 270 alþingis- kjósendur, í Reykjavík, á Akur- eyri og í Hafnarfirði, Alþingi áskorun um að ganga ekki frá formlegum' sambandsslitum við Danmörku „að óbreyttum þeim aðstæðum sem íslendingar og Danir eiga nú við að búa“ (bls. 47). Undir þessa áskorun rituðu m.a. nöfnd sín: Aðalbjörg Sig- urðardóttir, frú, Áki Pétursson, hagstofuritari, Alfreð Gíslason, læknir, Ásmundur Sveinsson, myndhöggvari, Finnbogi R. Þor- valdsson, verkfræðingur, Jónína Jónatansdóttir, frú, Kristján Eld- járn, stud. mag., Magnús B. Jónsson, past. Emer., Magnús Már Lárusson, menntaskóla- kennari, Ólafur Björnson, dós- ent, Ólafur Hansson, menntask.k., Pálmi Hannesson, rektor, Soffía Ingvarsdóttir, bæjarfulltr., Úlfar Þórðarson, læknir, Vilmundur Jónsson, landlæknir, og Þorvaldur Skúla- son, málari, og er þá hlaupið yfir ærið marga. Áskorun þessi fékkst hvergi birt. Því var hún birt í smáriti undir heitinu „Ástandið í sjálf- stæðismálinu“ auk greina 14 lög- skilnaðarmanna um sjálfstæð- ismálið. Ofsóknir á hendur lögskilnaöarmönnum Það er ljóst, að lögskilnaðar- menn urðu fyrir ýmsu aðkasti vegna skoðana sinna í þessu máli. Þannig ritar Hannibal á bls. 65 í bók sinni: „En þessi málstaður var bannfærður - fékkst hvergi túlkaður - og fylgjendur hans um land allt urðu fyrir grófasta að- kasti og máttu sæta landráða- brigzlum. Hef ég fyrir satt, að eftir séra Bjarna Jónssyni, vígslu- biskupi, síðar frambjóðanda til forsetakjörs, hafi verið hrækt á götu í Reykjavík með fúkyrðum, „Það var mjög hátíðleg stund", sagði Guðrún Aradóttir um lýðveldis- stofndaginn 17. júní 1944 á Þingvöllum. Ólafur Björnsson sat heima hjá Vilmundi Jónssyni þann dag. (Ljósm. Loftur). sem fylgdu, allt vegna stuðnings hans við stefnu lögskilnaðar- manna.“ Fleiri urðu fyrir ofsóknum. Prófessorar við Háskóla íslands neyddu forráðamenn stúdenta til þess að fella niður auglýsta sam- komu á 25 ára fullveldisafmæli þjóðarinnar, hinn 1. des. 1943. Árni Pálsson, prófessor, og Tóm- as Guðmundsson, skáld, höfðu verið ráðnir sem ræðumaður og upplesari, en þeir fylltu báðir flokk lögskilnaðarmanna. Þjóðviljinn skrifar í leiðara 17. júní 1943: „Þess hefur að vísu orðið vart, að nokkur hópur manna kringum flokksbrot þau, sem helzt hafa básúnað kenningar nazista hér upp á síðkastið, taki nú afstöðu gegn því að ís- JLHUSIÐ VERSLUNARMIÐSTÖÐ VESTURBÆJARINS Allt í helgarmatinn Allar vörur á markaðsverði \ ■", * * ?JS;4ir ^ ’ MUNIÐ OKKAR HAGSTÆÐU GREIÐSLUSKILMÁLA í íí mM- Húsgagnadeild W simi 28601 Urval sófasetta-Mjög fallegir hornsófar Að ógleymdri leðurdeild á 3. hæð Innkaupin eru þægileg hjá okkur Svo geturðu líka slappað af í Kaffiteríunni Jon Loftsson hf 'A A A A A A JGiJQj juuuuj í; j -L.i, iii 'i'd'llil Hringbraut 121 Simi 10600

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.