Þjóðviljinn - 21.06.1984, Qupperneq 5
s
Viðtal við Oskar
Garibaldason á
Siglufirði
Texti og myndir:
Ari Trausti
Guðmundsson
Óskar Garibaldason:
Það er ábyggilega
grundvöllur fyrir
meira og betra starfi
og þar þurfa að koma
til miklu róttækari
menn en hafa valist til
þeirra starfa núna.
Að vera verkakellingum og
verkaköllum til einhvers gagns
Þegar klukkan kirkjunnar
glumdi Siglfirðingum, hélt ég af
stað; ekki þó í guðshúsið, heldur
norður í bæ. Það var hlýleg sunn-
angola, sem þyrlaði upp stöku
rykbólstrum; menn undirbjuggu
hátíðahöld í sólinni á íþróttavell-
inum. Það var hátíðisdagur sjó-
manna. Bærinn var syfjulegur;
hljóður.
Við Hvanneyrarbrautina, utan
við (þróttavöllinn, býr Óskar Garí-
baldason, núorðið einn.
Lífsförunauturinn, Anney, látin
fyrir nokkrum árum og börnin hér
og hvar, fimm að tölu. Ég stefni
heim til Óskars. Við höfðum mælt
okkur mót til viðtals.
Óskar er orðinn „löggiltur elli-
lífeyrisþegi“, eins og hann eitt
sinn orðaði það, hættur að verma
stóla niðri á Vökuskrifstofu - hjá
verkalýðsfélaginu. Hann hefur
ýmislegt fyrir stafni, meira að
segja svæðanudd fyrir vini og
kunningja. Óskar hefur verið
framarlega í róttækri verkalýðs-
hreyfingu í meira en 50 ár og um
hríð formaður verkalýðsfélagsins
Vöku. í gamla daga var hann
kallaður bolsi, nú líklega kommi,
en þó oftast Óskar Gari og lítur
fjandakornið ekki út fyrir að vera
orðinn 75 ára þar sem hann er á
hraðferð um bæinn, með svarta
alpahúfuna á ská.
Vináttan of mikil
Við settumst í rauða, slitna
hægindastóla í lítilli stofunni.
Óskar föndraði við pappírs-
stranga með stórgerðum höndun-
um. Hann talar lágt, ofurlítið
hásri röddu; alls ekki viss um að
hann hafi neitt nothæft að segja.
Ég bað hann að segja mér frá
kjörum fólks á Siglufirði um þess-
ar mundir.
„Þótt ótrúlegt virðist hafa
Siglfirðingar það sæmilega gott.
Margir vaða enn í peningum,
hvernig í fjandanum sem á því
stendur, miðað við launin sem
menn hafa. Vitanlega er ein skýr-
ingin sú að menn leggja hreint
hroðalega á sig. En manni blöskr-
ar samt hvað fólk leyfir sér hvað
sem öllum þræidóminum líður.
Fyrir 10-20 árum var hreint ekki
hægt að veita sér allt sem það
veitir sér nú. Líklega eru áhrif
kjararýrnunar bara lítið komin í
ljós. Það er nú svo, vinur minn“.
Óskar horfir á mig í gegnum
þykk gleraugun og hlær lágt og
hálft í hvoru afsakandi. Ég fer
fram á mat hans á verkalýðs-
hreyfingunni.
„Stórt er spurt. Ef við lítum á
verkalýðshreyfinguna í heild
sinni, er margt við hana að at-
huga. Sjáðu til dæmis þessa
undarlegu vináttu milli forystu-
manna okkar og milli atvinnurek-
endavaldsins. A faglega sviðinu
finnst mér þessi vinátta, sem þó
er kannski ekki rétta orðið,
ganga út yfir allt sem eðlilegt er.
Og þegar okkar forystumenn láta
út úr sér að þeir geti ekki svarað
einföldustu spurningum um kaup
og kjör án þess að hafa samráð
við fulltrúa VSÍ, finnst manni
langt gengið og sjálfstæðið orðið
lítið. Og í framhaldi af sjálfstæð-
inu finnst mér rétt að taka fram
að auðvitað tel ég samtök okkar
sjálfstæð í sjálfu sér, en skil ekki
nauðsyn þess að sækja samráð í
smiðju andstæðingsins; mér
finnst það voðalega óyndislegt.“
A móti
samningunum
Þegar ég ber upp á Óskar að
hann hafi verið á móti síðustu
kjarasamningum, strýkur hann
skallann, hlær aftur, hugsar sig
um og segir svo alvarlegri en
áður:
„Ég var á móti þeim og lét í
ljósi sérstæða skoðun. Ég óskaði
eftir því að samningarnir fengju
ekki eitt einasta atkvæði; þeir
væru hundsaðir. Þá hefðum við
staðið betur að vígi, Auðvitað
bætti það úr að þeir voru þó felld-
ir á fáeinum stöðum, en ég held
samt að samningarnir hafi ekki
verið alvondir, en þá átti ekki að
gera á þessari stundu og forystan
okkar þurfti aðhald sem hefði
fengist með því að fólkið hunds-
aði þessa ákveðnu samnings-
gerð.“
Til þess að sýnast rannsóknar-
blaðamaður spyr ég: „Úr því at-
vinnurekendur segjast ekki hafa
peninga til að bæta kjörin, þá
hlýtur þú að vita hvar aurarnir
eru“.
Ekki stendur á svari: „Engin er
nú leyndin yfir því. Er ekki hvert
fyrirtækið á fætur öðru að auglýsa
hreinan afgang í afkomu, jafnvel
upp á milljónir? Þar eru stórar
upphæðir og þetta eru þeirra
eigin orð, hvað svo sem þeir þykj-
ast aflögufærir um“.
Asmi í
herbúðunum
Ég beini talinu aftur að verka-
lýðshreyfingunni og minni á að
stundum sé sagt að hún eigi þá
forystu skilið sem hún hefur á
hverjum tíma og fólk vilji einfald-
lega ekki harðari stefnu eða meiri
baráttu. Hvað skyldi Óskar segja
við því?
„Æ, já... égheld að bæðiáfag-
Umsjón: Magnús H. Gíslason
Flmmtudagur 21. júni 1984 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 5