Þjóðviljinn - 28.06.1984, Qupperneq 1
ATVINNULÍF
LANDÐ
Fundur um álverið
Fjárfestinginglapræði
Rannsóknum ábótavant
Míkill ótti kom fram um það á
fundi um álver í Eyjafirði á
Akureyri í fyrrakvöld að ekki
væri staðið að náttúrufarsrann-
sóknum eins og vera skyldi. Hitt
virtist þó vega enn þyngra að
menn töldu þá stórkostlegu fjár-
festingu sem álverið kallaði á
hreint glapræði miðað við aðra
möguleika sem fyrir hendi væru í
atvinnumálum ef fé fengist til
þeirra.
Fundurinn var haldinn í Sam-
komuhúsinu, var fjölsóttur og
stóð til að verða tvö um nóttina.
Frummælendur voru Finnbogi
Jónsson framkvæmdastjóri Iðn-
þróunarfélags Eyjafjarðar, Þór-
oddur Þóroddsson náttúrufræð-
ingur og Valgerður Bjarnadóttir
bæjarfulltrúi. Af háífu álvers-
manna töluðu á fundinum Gunn-
ar Ragnars forstjóri Slippstöðv-
arinnar og Jón Sigurðarson fram-
kvæmdastjóri SÍS og viku þeir af
fundi að ræðum sínum loknum.
Tryggvi Gíslason skólameistari
sagði á fundinum að Eyfirðingar
þyrftu umræðu og tón sem fólkið
skildi, tal um áþreifanlega hluti,
um allt það sem hægt er að gera í
staðinn fyrir að setja 28 milljarða
króna í álver og orkuver, þar sem
ávinningur væri lítill sem enginn
fyrir okkur.
Undirskriftalistar álversand-
stæðinga gengu á fundinum og
skrifuðu flestir fundarmanna
undir þá.
Kl. 13.15 í gær lenti þota
Alcan-hringsins á Akureyrar-
flugvelli og tóku virðingarmenn í
bænum á móti álfurstunum. Sam-
kvæmt heimildum Þjóðviljans
fengu þeir hlýjar móttökur á ó-
menguðum sólskinsdegi. Þeir
óku beint til fundar í Ráðhúsi
bæjarins og seinnihluta dagsins
spiluðu þeir golf með fyrir-
mönnum bæjarins. í dag ætla þeir
í lax.
Þ.Á. Akureyri.
Alcan-gestir og heimamenn við trjónu einkaþotu Alcan á Akureyrarflugvelli í gær. I hópnum eru auk forstjóra
fyrirtækisins fulltrúar úr viðræðunefnd rikisstjórnarinnar og forystumenn á Akureyri. Það er greinilega fundað
stíft kvölds og morgna á mörgum óiíkum fundum á Akureyri þessa dagana. Flug vallarhópurinn hefur greinilega
verið á annarri skoðun en fundarmenn í Samkomuhúsinu. (Mynd GS.)
Umrœður á Akureyri til kl. 2 um nóttina: 28 miljarðar í
álver og orkuver. Daginn eftir
lenti Alcan á Akureyrarvelli. Golfí gœr - lax í dag.
Tsjatsjatsja!
Danskennarar deila
Annað félagið „þungt í vöfum og soldið staðnaðu
hitt stofnað „í fljótrœðU
Hvaða próf hefur danskennari?
Hvað er dans? Á gljáfægðum
gólfum dansskólanna stíga nettir
fætur fögur spor en kennarar
hugsa hver öðrum þörfina, og
þegja ekki lengur. A tvítugsaf-
mæli Danskennarasambands ís-
lands er stofnað annað félag, Fé-
lag danskennara, og sættir ekki í
sjónmáli.
Hermann Ragnar Stefánsson
er formaður DSI og sagði Þjóð-
viljanum að hann teldi nýja fé-
lagið stofnað í fljótræði. Þetta
væri mestanpart fólk sem ekki
væri með fullgild réttindi, tæki
hálft próf og færi síðan að kenna.
Danskennaramenntun hérlendis
tekur fjögur ár. í Danskennara-
sambandinu eru 33 félagar, segir
Hermann Ragnar, „og aðeins
þrír eða fjórir fóru úr DSÍ í nýja
félagið. Við í DSÍ höfum verið að
reyna að byggja þessa dans-
menntun upp og vernda starfs-
heitið. Dæmi eru um fólk sem
kemur heim úr námi próflaust
eða með pungapróf, eins og það
heitir á sjónum, og setur upp
dansskóla. Þetta er ekki nógu
gott.“
Hermann sagði að félagsmenn
í nýja félaginu hefðu ekki reiknað
með því að alþjóðasamband
danskennara viðurkennir bara
eitt félag í hverju landi, en aðild
að því væri nauðsynleg til að fá
nýja dansa, til að láta prófa sig
erlendis og til að fá hingað viður-
kennda prófdómara.
Bára Magnúsdóttir er gjald-
keri nýja félagsins, sem stofnað
var í aprfl. Formaður er Sigurður
Hákonarson en er ekki á landinu.
Bára vildi ekki láta hafa mikið
eftir sér þar sem hún hefði ekki
verið í DSÍ. Hún sagði þó að í
nýja félaginu væru um 30 manns,
„flestallir fyrrverandi DSÍ-
félagar"; yngri skólastjórar væru
þeirra megin. Bára sagði að sér
skildist að innan DSÍ hefði verið
áralöng óánægja og ekki góður
félagsandi, meiningarmunur um
fagleg málefni. Menn vildu hafa
aðgang að erlendum prófdómur-
um án hafta. í gamla félaginu
væri töluvert af fólki sem hefur
hætt störfum, „og félagið þungt í
vöfum og að margra mati soldið
staðnað".
Tvær undirnefndir hafa þegar
verið settar á fót til að ná sáttum
en í deilu danskennara gengur
hvorki né rekur.
-m
Lyfjamálið
Skorturinn
bitnaði á
sjúklingum
Tilraunir Einars Birnis stór-
kaupmanns, eiganda lyfjafyrir-
tækisins G. Ólafsson h.f. til að
koma sökinni á skorti á sérlyfjum
fyrirtækisins yfir á erlenda lylj-
aframleiðendur eru ekki trúverð-
ugar, segir Kristján Linnet yfir-
lyfjafræðingur Borgarspítalans í
athugasemd við skrif Einars
Birnis í Þjóðviljanum í fyrradag.
Kristján segir jafnframt að
lyfjaskorturinn hafi bitnað á
sjúklingum.
Sjá bls. 3 og 17.