Þjóðviljinn - 28.06.1984, Side 6

Þjóðviljinn - 28.06.1984, Side 6
LANDtÐ Fóstrur 2 fóstrur/þroskaþjálfar óskast til starfa viö leikskólann Sólvelli Seyðisfiröi frá 15. ágúst. Upplýsingar gefur forstöðumaöur í síma 97- 2350 eöa 97-2244. FAGVERK S/F Verktakafyrirtæki Sími 26098 1. Sprunguviðgerðir með bestu fáanlegum efnum. Efni þessi standast vel alkalísýrurog seltu, hefur mikla teygju og góða viðloðun. 2. Gerum við steyptar þakrennur og berum í þær þéttiefni. 3. Þök: Tökum að okkur allar viðgerðir og breytingar á þökum, þéttum bárujárn, skiptum um járn o.fl. (erum með mjög gott þéttiefni á slétt þök). 4. GÍuggar: Sjáum um allar viðgerðir og breytingar á gluggum. Kíttum upp glugga, setjum opnanleg fög, gler- ísetningar o.m. fleira. 5. Málning: Önnumst alla málningarvinnu utan húss sem innan. Áhersla lögð á vönduð vinnubrögð og viðurkennd efni, viðráðanleg kjör og góða þjónustu. Komum á staðinn, mælum út verkið, sýnum prufur og send- um skriflegt tilboð. Vinsamlegast pantið tímanlega í síma 26098. - Geymið auglýsinguna - Borgarneshreppur - Skrifstofustjóri Starf skrifstofustjóra hjá Borgarneshreppi er laust til umsóknar. Umsækjendur þurfa aö geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir um starfið þurfa að berast skrifstofu Borg- arneshrepps fyrir 5. júlí n.k. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður. Borgarnesi 26. júní 1984. Sveitarstjórinn í Borgarnesi. Þakkarávarp Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem auðsýndu okk- ur samúð hjálp og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, sonar og föður Guðbjarts Gíslasonar, Ölkeldu Guö blessi ykkur öll. Ásdís Þorgrímsdóttir Vilborg Kristjánsdóttir Þorgrímur Vídalín Guðbjartsson Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir og systkini hins látna. LATIÐ FAGMENN VINNA VERKIÐ Sprungu- og Gerum föst verðtilboð yður að kostnaðarlausu án skuldbindinga af yðar hálfu. Upplysingar í símum (91)666709 þak- þétting GEÐHJALP Sjálfsvirðing fyrirlestur og hópvinna verður laugardaginn 30. júní kl. 9-13 aö Bárugötu 11. Nánari upp- lýsingar í síma Geðhjálpar 25990 í dag og á morgun frá kl. 16 til 18. Skólasetrið á Laugum i S-Þing. Skógrœkt Minningalundir við skólana Hér hreyfir Sigfús Jónsson bóndi á Einarsstöðum í Reykjadalþeirri hugmynd, að eldri ogyngri nemend- ur komi upp trjálundum við þá skóla þarsem þeirhafa stundað nám. Vorið 1983 boðuðu nokkrir 50 ára „Lauganemar", S- Þing., búsettir í Reykjavík, til nemendamóts á Hótel Sögu síðasta sunnudag í maí. Eg, bóndi norður í S-Þingeyjar- sýslu, bundinn við lambfé og kýr í vondri tíð í maí, gat þó með engu móti hugsað mér að þjóta frá búinu eins og á stóð, suður á Hótel Sögu, þótt gaman hefði verið að sjá gömlu skólafélagana og drekka með þeim kaffi. Þess í stað hringdi ég til hr. Hauks Ágústssonar skólastjóra á Laugum og óskaði þess, að við 50 ára Lauganemar, mættum koma í Laugaskóla 12. júní með 100 stykki af fallegum garðplöntum og gróðursetja þær á fögrum stað og gefa Laugaskóla sem minn- ingalund eða vísi að skrúðgarði, til minningar um veru okkar þar fyrir 50 árum. Skólastjóri tók ósk minni afar vel og kvað okkur hjartanlega velkomna, ekki síst þegarviðkæmummeðslíkagjöf. . Þá talaði ég við Erling Davíðs- son, ritstjóra á Akureyri, og bað hann að skrifa fréttatilkynning- una fyrir blöðin um nemenda- mótið á Laugum, sem hann og gerði. Síðan hringdi ég í Finnlaug Snorrason, sem er einn af okkur, „gömlu unglingunum“, nú bú- settur í Reykjavík, og bað hann að boða þetta á nemendamótinu á Hótel Sögu og gerði hann það. Allir viðstaddir tóku þessu vel og lögðu fram smá upphæð hver og einn til kaupa á þessum plöntum. Plönturnar pantaði ég svo hjá ís- leifi skógarverði á Vöglum. Síðan héldum við nemenda- mótið á Laugum 12. júní, í norðan illviðri, „gömlu ungling- arnir“, víðsvegar að, þótt ekki gætum við komið plöntunum nið- ur fyrr en nokkrum dögum seinna, þegar veður skánaði. All- ir, sem mættu, lögðu sinn skerf í plöntusjóðinn. En þegar ég fann þennan eld- lega áhuga hjá þessum gömlu skólasystkinum mínum vaknaði þessi hugmynd: Að gaman væri að koma upp svona minninga- lundum eða skrúðgörðum við flesta, helst alla, skóla landsins, þar sem aðstaða væri fyrir hendi. Öllum viðstöddum fannst hug- myndin frábær og þyrfti að koma henni á framfæri sem fyrst. Ég hreyfði þessu svo við Hauk Jörundarson, fyrrum skólastjóra á Hólum, og tók hann mjög vel í að styðja að þessu við Hvann- eyrarskólann. Þá hitti ég svo, í fyrsta skipti, Bjarna Guðmunds- son, kennara á Hvanneyri, nú að- stoðarmann landbúnaðarráð- herra. Hafði áður rætt við hann í síma um þessa hugmynd. Hann sagði mér að hann hefði þegar nefnt þetta við Magnús skóla- stjóra og Magnús Óskarsson kennara og þeir báðir tekið hug- myndinni vel. Vona ég, að þessir ágætu Hvanneyringar kom i hug- myndinni á góðan rckspöl, helst strax í vor. Vonandi taka sem flestir ráða- menn skólanna, vítt og breitt um landið, þessari hugmynd vel. Þá munu nemendur, eldri sem yngri, ekki láta sitt eftir liggja, slíka tryggð, sem flestir hafa tekið við þann skóla, þar sem þeir hafa dvalið við nám. Ekkert mun fljótvirkara og heppilegra til þess að klæða ís- land skógi frá fjöru til fjalls, en einmitt þessi aðferð, þar sem fjöldinn er virkjaður til sameigin- legs átaks. Sigfús Jónsson, Einarsstöðum. MUNIÐ SKYNDI- HJÁLPAR- TÖSKURNAR í BÍLINN Ný iðnfyrirtœki Nýiðnaður á Suðurlandi? / athugun er að koma á fót fyrirtækjum í Vík og á Stokkseyri Hjá frændum okkar Dönum og fyrrum sameigendum og kóngi með meiru er starfandi ágætt iðn- ráðgjafarfyrirtæki, sem Scankey A/S nefnist. Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi hafa fengið það til að athuga möguleika á nýiðnaði þar um slóðir. Árangur þessara athugana hefur þegar sýnt sig í álpönnusteypunni á Eyrarbakka, sem um hefur verið getið hér í blaðinu. En fleira er í pokahorninu. Scankey stakk upp á þremur fyr- irtækjum í Vík í Mýrdal og verða gerðir arðsemisútreikningar fyrir tvö þeirra. Annað þeirra og hið minna er talið muni veita 4-6 mönnum atvinnu. Gæti það hafið störf í byrjun næsta árs. Hitt þyrf- ti 5-15 manns að halda og gæti trúlega tekið til starfa á árinu 1986. Loks er Scankey að athuga um fyrirtæki á Stokkseyri. Allt til þessa hafa ekki legið á lausu upplýsingar um hverskonar fyrirtæki þarna er um að ræða. Fylling tímans er enn ekki komin. -mhg RAUÐI KROSS ÍSLANDS 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.