Þjóðviljinn - 28.06.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.06.1984, Blaðsíða 7
LANDIÐ Karlakórinn Hreimur. Mynd: Arnar. Söngför Þingeyskir söngmenn til Færeyja Guðmundur Norðdahl söngstjóri gefur tóninn. Mynd: Arnar. Þingeyingar hafa löngum verið þekktir af öflugri menningarstarf- semi og þann 28. júní n.k. ætlar karlakórinn Hreimur að leyfa frændum vorum færeyskum að njóta þingeyskrar menningar. Karlakórinn Hreimur saman- stendur af tæplega 40 vöskum körlum, bændum og bifvélavirkj- um og auk þess hefur kórinn innan sinna raða vígslubiskup sem hlýtur að teljast fátítt. Kórfé- lagar þurfa sumir hverjir að koma langan veg til æfinga að Hafralæk hvar kórinn hefur aðsetur. Að sögn Þórarins Jóns Illugasonar kórformanns láta Hreimsmenn vegalengdir ekki aftra sér. Hreimur var stofnaður í janú- armánuði 1975 og verður því 10 ára í janúar n.k. Fyrstu stjórn- endur kórsins komu alla leið frá Tékkóslóvakíu en frá árinu 1978 hefur sá ágæti menningarfrömuð- ur, Guðmundur Norðdahl, stýrt kórstarfinu. Á þeim tæpu 10 árum sem kórinn hefur starfað hefur hann víða um Norðurland farið og haldið marga söngkons- erta. í Færeyjaferðinni mun kór- inn syngja íslensk ættjarðarlög auk þess sem sungið verður á fær- eysku. Úlrik Ólason skólastjóri Tónlistarskólans á Húsavík er undirleikari kórsins en einsöngv- arar eru Sigmar Ólafsson skóla- stjóri og þeir Rangárbræður Baldur og Baldvin Baldvinssynir. Það er ómetanlegt hið merka starf sem karlakórinn Hreimur hefur unnið á undanförnum árum. í fyrra kom út hljómplata hvar kórinn söng þingeysk lög eftir öndvegishölda í héraði. 1 Færeyjaferðinni verður sungið á fimm stöðum, tvívegis fá Suður- eyingar að hlýða á kórinn en einnig verður sungið á Oyra- bakka og í Klakksvík og loks í hinu glæsilega Norrönahúsi þeirra Þórshöfnunga. Ásamt Þórarni Illugasyni eru í stjón Hreims: Hólmgrímur Kjartans- son gjaldkeri, Baldur Jónsson rit- ari og meðstjórnendur þeir Eiður Jónsson og Völundur Hólmgeirs- son. ab/Húsavík. Drangar í Drangavík. Átthagarit Strandapósturinn Par er margháttaðan fróðleik að finna Eitt þeirra ágætu rita, sem tengd eru sérstökum héruðum, er Strandapósturinn. Út er nú kominn 17. árg. hans. Útgefandi er Átthagafélag Strandamanna en ritnefnd skipa: Ingólfur Jóns- son, formaður, Ingi K. Jóhannes- son, Jóhannes Jónsson, Þor- steinn Matthíasson og Þorsteinn Ólafsson en framkvæmdastjóri er Haraldur Guðmundsson. Og það er enginn smápóstur, sem kemur frá Strandamönnum að þessu sinni. Þar er að finna ekki færri en 19 lengri og styttri þætti, auk Ijóða og lausavísna. Ekki er unnt að rekja hér að neinu ráði efni ritsins þótt þess væri vert, en getið skal þáttanna svo að lesendur þessara lína fái lítilsháttar hugmynd um hvað þarna er að finna. Guðmundur Guðni Guðmundsson segir frá kreppuárajólum, sem hann átti í Byrgisvík á Ströndum hjá þeim hjónum Sigríði Ingimundardóttur og Guðmuni Jónssyni. Jóna Vigfúsdóttir tínir til ýmsar sagnir úr fórum móður sinnar, Steinunnar Jónsdóttur frá Stóru-Hvalsá. Anna Guðjónsdóttir frá Eyri segir frá „einstæðri björgun“ og á það orðalag vissulega við um þann atburð. Þuríði Guðmundsdótt- ur frá Bæ verður „hugsað heim“ og drepur jafnframt á eitt og annað úr samtímanum. Stefán Pálsson frá Víð- idalsá greinir frá því er þeir Ingi- mundur Ingimundarson frá Ósi sóttu fé í Kinnastaðarétt í Þorskafirði haustið 1922. Þá eru „sagnir og ljóð“ um Tólfmannaboða eftir Ingvar Ágn- arsson, en boði sá er blindsker norð- vestur af Seljanesi. Jóhannes Jónsson frá Asparvík ritar um útgáfu sveitar- blaða á Ströndum á síðustu áratugum 19. aldar og birtir sýnishorn af efni þeirra í lausu máli og bundnu. Sigur- geir Magnússon skrifar skýringar við kvæðið „Skemmtiferð“, sem „varð yndi allra í Tungusveit í langan tíma“ og birtir jafnframt þetta fræga kvæði, en það er eftir þá Guðlaug Jónsson og Halldór Ólafsson. Sigurgeir fræðir okkur einnig um Hornstrendinginn Betúel Jón Betúelsson, en honum var margt til lista lagt, m.a. orðlögð skytta. „Forn minni“ nefnist grein eftir Jóhann Hjaltason, en þar er fjallað um Staðarkirkju í Steingríms- firði að fornu og nýju. Ingólfur frá Prestsbakka heldur áfram að rekja Hrútfirðingaþætti sína og húsvitjar að þessu sinni á Kollsá, Litlu- og Stóru- Hvalsá, Borgum, Kolbeinsá, Guð- laugsvík og Skálholtavík. Guðmund- ur Þórðarson frá Jónsseli, segir frá eyðibýlinu Bakkaseli, sem Gísli nokkur Jónsson reisti 1835. Lýður Jónsson birtir yfirlit um jarðabætur í Strandasýslu 1786-1787, en sam- kvæmt tilskipun um jarðrækt á ís- landi frá 13. maí 1776 var hver bóndi skyldaður til þess að girða tún sitt með 2ja álna háum grjótgarði eða 2,5 álna háum torfgarði. „Sérhver bóndi skyldi hlaða árlega 6 faðma í grjót- garði eða 8 faðma í torfgarði fyrir sjálfan sig og svo hvern verkfæran karlmann, sem hann hefði í vinnu“. Verðlaunum var heitið fyrir hvern faðm sem hlaðinn var umfram til- skilið lágmark en 10 sk. sekt skyldi greiðast fyrir hvern vanhlaðinn faðm. Kristín Daníelsdóttir fræðir lesendur um bernskuheimili sitt, Þiðriksvelli í Hólmavíkurhreppi. Magnús Péturs- son var um skeið héraðslæknir í Strandasýslu og sat á Hólmavík. Magnus Guðberg Elíasson frá Veiði- leysu segir írá einni slíkri en í maí 1917 sótti hann Magnús læknir til Hólmavíkur til sjúklings norður í Árneshreppi. Gísli Jónatansson í Naustavík skrifar um Ameríkufarann og kjarnakarlinn Kristján Halldórs- son. Kristján fór til Ameríku 1888?, kom aftur 1930 og dvaldi á æskuslóð- um upp frá því. Gísli segir og frá sjó- slysum, sem orðið hafa við Stein- grímsfjörð frá 1869 til 1950. Og enn ritar Gísli þættina: Manntjónið á Heiðabæjarheiði, Rúnasteinninn og Stóra höfuðkúpan. Ljóð og stökur eru í ritinu eftir þá Ingimar Elíasson, Jóhannes frá Asp- arvík, Guðbjörn Björnsson?, Guð- laug Jónsson og Halldór Ólafsson, Ingólf Jónsson frá Prestsbakka, Guð- mund Þórðarson, Sigurð Rósmunds- son, auk þess kveðskápar, sem felld- ur er inn í ýmsar frásagnir. Þótt hér hafi verið stikiað á stóru gefur þessi upptalning væntanlega til kynna að margra góðgrasa gætir í Strandapóstinum. Stjórn Átthagafélags Stranda- manna er nú þannig skipuð: Gísli Ág- ústsson formaður, Sigurbjörn Finn- bogason varaformaður, Björn Krist- mundsson, Guðbrandur Benedikts- son, Helgi Jónsson, Óskar Jónatans- son og Kristinn Sigurðsson. - mhg Fimmtudagur 28. júni 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.