Þjóðviljinn - 28.06.1984, Side 21
Eddi
- Tvöfeldni
Þessa dagana er væntanleg á
markaðinn sérstæð plata. Þar er á
ferðinni Eðvarð F. Vilhjálmsson
frá Keflavík, en hann hefur leikið
með ýmsum hljómsveitum, þ.á
m. Bos, Kjarnorkublúsarar og
QTZJÍ QTZJÍ.
Eðvarð leikur á öll hljóðfærin
sjálfur, bassagítar, trommur,
hljómborð, gítar og syngur einn-
ig. Á plötunni eru 8 lög, öll eftir
hann. Tónlist Edda má flokka
undir sömu tónlist og hjá Bara-
flokknum. Þetta er í fyrsta sinn
hér á landi, svo vitað sé, að einn
og sarni hljóðfæraleikari leiki inn
á plötu og spili allt sjálfur.
Með öllum þeim tæknimögu-
leikum sem stúdíó hafa að bjóða
er hægt að láta tónlistarmann
leika á allt sjálfan og leikmenn og
aðrir heyra ekki annað en að
hljómsveit sé að spila. Platan
verður ekki fáanleg á kassettu.
Útgefandi og dreifingaraðili er
Studíó Bimbó á Akureyri.
Siggi Helgi
Feti framar
Komin er á markaðinn fyrsta
sólóplata Sigurðar Helga Jó-
hannssonar, sem jafnframt er
fyrsta platan hans.
Siggi Helgi söng með hljóm-
sveitinni Casanova frá Keflavík
um skeið. Hann hefur nú fengið í
lið með sér þekkta hljóðfæra-
leikara til að leika undir á plöt-
unni. Þar ber fyrst að nefna Sig-
fús Óttarsson úr BARA-
flokknum, Kristján Guðmunds-
son, sem hefur leikið á hljóm-
borð með Póker, Haukum og
Celsíus og Ingvar Grétarsson, só-
lógítarleikari úr Rokkbandinu.
Sjálfur sér Siggi Helgi um söng,
bassaleik o.fl.
Lögin eru flest eftir hann, einn-
ig nokkrir textar. Plata þessi hef-
ur að geyma 12 melódísk lög,
flest líkleg til vinsælda. Þau lög
sem mest er stílað upp á eru:
„Eiginkona“, „Lífið“ og „Tvö-
faldur brennivín í kók“. Það er
stúdíó Bimbó á Akureyri sem
gefur plötuna út.
Sumarútvarp
unga fólksi
isu-
leikur
og
hæfileika-
keppni
Hæfileikakeppni Sóló nr. 2
verður í kvöld (fimmtudag) í Saf-
arí og hefst stundvísiega kl. 22.
Sex keppendur koma fram, en að
því loknu munu Dúkkulísur
troða upp og leika efni af nýút-
kominni hljómplötu sinni.
A
Nýstárleg getraun
í þættinum „Sumarútvarpi
unga fólksins" sunnudag 1. júlí
kl. 20 hefst hlustendagetraun
með æði nýstárlegu sniði. Þrautin
er í átta hlutum og verður meðal
efnis þáttarins næstu 8 sunnu-
dagskvöld. Til þess að geta tekið
þátt í leiknum verða hlustendur
að heyra alla átta hluta hans.
í hverjum þætti verður á ein-
hvern máta gefinn til kynna einn
ákveðinn bókstaður stafrófsins.
Stafir þessir mynda saman átta
stafa orð, sem verður vitaskuld
lýðum ekki ljóst fyrr en allir staf-
irnir hafa verið gefnir til kynna.
Þátttakendur útbúa sér blaðsnep-
il þar sem þeir bæta hverjum staf
inn í raðleikinn um leið og þeir
hafa uppgötvað bókstaf hvers
þáttar. Síðan senda þeir lausnina
til þáttarins er getrauninni er lok-
ið. Vegleg bóka- og hljómplötu-
verðlaun verða veitt fyrir rétt
svar að þrautinni lokinni og allir
þátttakendur fá auk þess viður-
kenningarskjal frá útvarpinu.
Fyrsti stafur þessa dularfulla
orðs verður sem fyrr segir gefinn
til kynna n.k. sunnudagskvöld og
síðan koll af kolli næstu 7 sunnu-
daga á eftir. Stafirnir verða gefnir
í skyn á ýmsan hátt en þó þannig
að fæstum ætti að veitast þrautin
erfið viðureignar.
Þótt til mikils sé að vinna er
getraun þessi fyrst og fremst
leikur sem Sumarútvarp unga
fólksins vonar að hlustendur geti
haft eitthvert gaman af, hvort
sem þeir eru unglingar eða ein-
ungis hressir og ungir í anda. ít-
mikilvægt er að
geyma svarseðilinn vel þessar 8
vikur og fylgjast með frá byrjun.
Síðan skal seðillinn sendur þætt-
inum í ágústlok þegar orðið hefur
komið í ljós.
Unglingar eru að sjálfsögðu
hvattir til að vera með í leiknum
og einnig til þess að senda þættin-
um bréf um hvað sem vera vill og
snertir mál unglinga, - eða allt
sem mönnum dettur í hug að
kunni að eiga erindi til annarra.
Fimmtudagur 28. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 21