Þjóðviljinn - 28.06.1984, Side 23
IÞROTTIR
Ellert
vara-
forseti!
EUert B. Schram, formaður
KSÍ, var í fyrradag kjörinn einn
þriggja varaforseta Knattspyrnu-
sambands Evrópu (UEFA). Ellert
hefur setið í stjórn UEFA í tvö ár
og á sæti i framkvæmdanefnd
Evrópukeppni landsliða sem lauk
í Frakklandi í gær. Hann mun
einnig taka sæti í stjórn fram-
kvæmdanefndar UEFA.
2. deild kvenna:
Þrjú mörk
Elínar
Elín Wium skoraði þrjú mörk
þegar Hveragerði vann Stjörn-
una 5-1 í 2. deild kvenna í knatt-
spyrnu í Garðabænum í síðustu
viku. Hin mörkin skoruðu þær
Sigurborg Ólafsdóttir og Guðrún
Snorradóttir og sjötta markið leit
dagsins Ijós en það skoruðu
Hveragerðisstúlkurnar í eigið
marknet.
Urslit ■ síðustu viku:
A-riðill:
Fylkir-Grindavík..................3-0
Fram-FH.......................frestað
Haukar-Víðir......................0-1
Fylkir.................3 2 1 0 5-1 7
Víðir..................3 2 0 1 2-1 6
Fram...................2 10 12-23
FH.....................2 0 2 0 1-1 2
Haukar.............3 0 2 1 1 1-2 2
Grindavík.............3 0 1 2 2-6 1
B-riðill:
Afturelding-ÍBK...................3-3
Stjarnan-Hveragerði...............1-5
Selfoss-ÍR........................1-1
Hveragerði 3 3 0 0 11-3 3 2 1 0 12-6 9 7
ÍBK 3 2 1 0 6-4 7
Selfoss 3 0 1 2 3-6 1
ÍR 3 0 1 2 5-11 1
Stjarnan 3 0 0 3 1-8 0
-BV/VS
Tryggvi
skoraði
8 mörk!
Tryggvi Gunnarsson, ÍR-
ingurinn marksækni, skoraði
hvorki meira né minna en 8 mörk
þegar ÍR gjörsigraði Breiðholts-
liðið, 11-0, í C-riðli 4. deildarinn-
ar í knattspyrnu í gærkvöldi.
Hann hefur nú gert 23 mörk í 6
leikjum í dcildinni í sumar. Hlyn-
ur Elísson, Agúst Guðmundsson
og Gústaf Björnsson sáu um hin
mörkin.
-VS
Neisti
vann 8-0!
Neisti vann yfirburðasigur á
Hrafnkell úr Breiðdal, 8-0, þegar
félögin mættust í F-riðli 4.
deiidarinnar í knattspyrnu á
Djúpavogi í fyrrakvöld. Snæ-
björn Vilhjálmsson skoraði 3
mörk, Gunnlaugur Bogason 2 og
þeir Agúst Bogason, Ómar Boga-
son og Þorvaldur Hreinsson eitt
hver. Staðan í hálfleik var 1-0.
- VS
Frakkland náði að tryggja sér
Evrópumeistaratitilinn í fyrsta
sinn er þeir lögðu Spán að velli
með tveimur mörkum gegn cngu í
leik þar sem úrslitin réðust ekki
fyrr en einni mínútu framyfir
venjulegan leiktíma, er framherj-
inn Bellone skoraði annað mark
Frakka. Leikurinn var jafn og
bauð upp á mikla spennu en var
langt frá því að vera jafn opinn og
undanúrslitaleikirnir.
Spánverjar voru öllu sterkari í
byrjun leiksins en er fyrri hálf-
leikur var hálfnaöur fóru Frakkar
loks í gang og það sem eftir liföi
hálfleiksins var jafnræði með lið-
unum.
A 12. mínútu síðari hálfleiks
fengu Frakkar aukaspyrnu rétt
fyrir utan vítateig eftir ljótt brot á
Lacombe. Fyrirliði franska liðs-
ins, Platini, tók spyrnuna, fast
skot hans fór neðst í hægra hornið
þar sem Arconada markvörður
Frakkar skyndisókn, Tigana
besti maður vallarins átti þá langa
sendingu fram völlinn á Bellone
sem brunaði inn í vítateiginn og
lyfti boltanum skemmtilega yfir
Arconada.
Sigur Frakklands í gærkvöldi
var sigur knattspyrnunnar, mið-
vallarspil liðsins eitt það besta í
heirni auk þess sem liðið spilar
ekki þann grófa fótbolta sem
spæsnka liðið sýnir, það getur
þakkað tékkneskum dómara
fyrir að hafa fengið að spila ellefu
allan leikinn. Framlínumaðurinn
Santillana var yfirburðamaður í
spánska liðinu, Lopez og Carr-
asco einnig ágætir.
Franska liðið var jafnt, aðeins
Tigana stóð uppúr. Platini er þó
maðurinn sem mest hefur mætt á
í gegnum keppnina. Níu mörk í
fimm leikjum í Evrópukeppni er
ekki svo slæmt af miðvallarspil-
ara að vera.
-Frosti
Frakkland Evrópumeistari efrir hörku-
spennandi úrslitaleik gegn Spánverjum
Spánverja virtist hafa góð tök á
boltanum, en öllum á óvörum
missti hann boltann undir sig og
inn rúllaði boltinn. Frakkar
héldu undirtökunum eftir markið
og það var ekki fyrr en um 20
mínútur voru til leiksloka að
Spánverjar náðu þeim af þeim. Á
85. mínútu misstu Frakkar síðan
annan miðvörð sinn útaf, Le
Roux, og eftir það fór boltinn
vart inn á spánska vallarhelming-
inn. Er ein mínúta var liðin fram-
yfir venjulegan leiktíma náðu
Island efst!
Gerði jafntefli við b-lið Tékka meðan Norðmenn unnu sigur
á a-liðinu
Fyrsti
sigur ÍK
Island og Tékkóslóvakía gerðu
jafntefli 19-19 í landsleik í hand-
bolta sem háður var í gær í Tékk-
Léku á
...bindum!
Um 2000 þúsund manns fylgd-
ust með sérstæðum knattspyrnu-
leik í Vestmannaeyjum. Þar lék 4.
deildarlið Hildibrands við ný-
stofnaða knattspyrnudeild Hrek-
kjalómafélagsins og vann Hildi-
brandur fjörugan leik 4-2.
En búningar leikmanna vöktu
mesta athygli. Hildibrandar léku
á pungbindum einum fata og
voru rasskinnar þeirra málaðar
rauðar og hvítar. Númerin voru
sprautuð á bak þeirra. Hrekkja-
lómarnir léku í pilsum og höfðu
rúllugardínu fyrir marki sínu og í
liði þeira voru margir framámenn
í Eyjum, jafnvel alþingismenn.
Þegar einum leikmanna varð á að
gera sjálfsmark var hann „toller-
aður“ af öllum leikmönnum
beggja liða. Þetta var opnunar-
leikur mikils 6. flokksmóts sem
hófst í Eyjum í morgun á vegum
Týs og Tommaborgara en um 450
drengir taka þar þátt.
-JR/Eyjum
óslóvakíu. Þessi leikur er liður í
4-liða móti sem samanstendur af
landsliðum íslands, Noregs og a
og b liðs gestgjafanna.
í leiknum í gær höfðu íslend-
ingar yfir mestallan tímann, kom-
ust t.a.m. í 9-6 og höfðu yfir í
hálfleik, 12-10. í síðari hálfleik
skoraði landinn 3 fyrstu mörkin
og komust í 15-10. Þá kom slæm-
ur kafli hjáísl. liðinu og næstu sex
mörk voru öll Tékka megin. ís-
lendingar komust síðan aftur yfir
16-15 og eftir það var jafnt á
öllum tölum til leiksloka, landinn
var þó alltaf fyrri til að skora.
Alfreð Gíslason átti mjög góð-
an fyrri hálfleik og Kristján Ara-
son stóð allan tímann fyrir sínu.
Þeir Brynjar Kvaran og Kristján
Sigmundsson skiptust á að verja
markið og gerðu það vel. Þess má
geta að lið Tékkanna er skipað
mjög hávöxnum leikmönnum,
flestir þeirra eru um tveir metrar
á hæð. Kjarninn úr liði þeirra eru
leikmenn frá Dukla Prag og
landsliði þeirra, 21 árs og yngri.
Þá áttust einnig við í gær Nor-
egur og Tékkóslóvakía og sigr-
uðu Norsararnir óvænt. Við þessi
úrslit er ísland komið í efsta sætið
á mótinu og ljóst er að leikur
þeirra á morgun við a lið Tékka
verður úrslitaleikur á mótinu.
Að sögn Guðjóns Guðmunds-
sonar er aðstaða ytra til fyrir-
myndar, hins vegar er líf íslensku
landsliðsmannanna enginn dans
á rósum. Leikmenn eru rifnir upp
snemma á morgnana og þá er
tekin eins og hálfs tíma æfing og
síðan er keppt seinna um daginn.
Meginmarkmið ferðarinnar er jú
undirbúningur fyrir Ólympíu-
leikana í sumar.
Mörk Islands: Alfreð 7, Krist-
ján A. 5, Bjarni Guðmundsson 3,
Sigurður Sveinsson 2/1, Guð-
mundur Guðmundsson og Þor-
björn Jensson 1.
-Frosti
ÍK vann sinn fyrsta leik í SV-
riðli 3. deildarinnar í knatt-
spyrnu, sigraði þá Snæfell úr
Stykkishólmi 2-0 á Kópavogs-
vclli. Þórhallur Gunnarsson
skoraði í fyrri hálfleik og Olafur
Petersen í þeim síðari.
Fylkir vann Stjörnuna 3-2 í
Garðabæ. Sighvatur Bjarnason,
Brynjar Jóhannesson og Anton
Jakobsson komu Fylki í 3-0 fyrir
hlé en í síðari hálfleik sótti Stjarn-
an mjög og uppskar tvö mörk
sem Sveinn Axel Sveinsson og
Birkir Sveinsson gerðu.
Grindavík lagði HV að velli,
3-1, á hörðum malarvellinum á
Akranesi. Símon Alfreðsson 2 og
Hjálmar Hallgrímsson (víti)
skoruðu fyrir Grindavík en Sæ-
mundur Víglundsson fyrir HV.
-VS
Þróttur mætir
KR í kvöld
Níunda umferðin í 1. deildar-
keppninni í knattspyrnu hefst í
kvöld á Laugardalsvellinum í
Reykjavík. Þar mætast Þróttur
og KR og hefst ieikurinn kl. 20.
Þróttur er með 10 stig en KR níu
og útlit er fyrir jafnan og spenn-
andi leik. Þróttarar hafa sýnt
nokkra ágætis lciki og KR-ingar
voru mjög frískir í síðasta leik er
þeir lögðu Keflvikinga að velli.
í kvöld verða einnig tveir leikir
í 1. deild kvenna. Valur og
Breiðablik mætast á Valsvellin-
um og botnliðin, Víkingur og
ÍBÍ, leika á Víkingsvellinum.
Báðir leikir hefjast kl. 20. Þá
verður leikin heil umferð í 2.
deild kvenna. Þar mætast Fram-
Fylkir, Grindavík-Haukar, FH-
Víðir, Hyeragerði-Afturelding,
ÍR-ÍBK og Selfoss-Stjarnan.
Fimmtudagur 28. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23