Þjóðviljinn - 16.12.1984, Side 5
gevintýrí, ráðgátur og spenna
Gefðu þig
fram Gabríel
eftir Snjólaugu Bragadóttur frá Skáldalæk
íslenska sveitabarnið Linda, sem verður kjördóttir bresks
blaðakóngs og síðan þekktur blaðamaður með allan heiminn að
vettvangi, virðist eiga sér verndarengil. Hver er hinn dularfulli
Qabríel, sem alltaf fylgist með henni og gerir vart við sig á
ólíklegustu stöðum?
Eftir flugslys dvelst Linda um hríð hjá innfæddum á Tristan da
Cunha og getur síðan ekki gleymt námaverkamanninum Tony.
En starfið krefst hennar á ný, hún fer víða og kynnist fleiri mönnum
Steve Raynor, auðugum glaumgosa, sem hún hyggst fletta ofan af
sem stórbófa . . . Santor, frægum listmálara, sem felursig bak við
dulnefnið . . . enTony flytur í nágrennið oggerir henni erfltt fyrir.
Úr ritdómi í Morgunblaðinu 4.12. 1984 eftir Jóhönnu
Kristjónsdóttur: „En hraðinn í frásögninni og skemmtilega
óþvingaðar lýsingar á þeim stöðum sem heimsóttir eru vítt og
breitt um veröldina, Ijá bókinni þekkilegt aðdráttarafl. . . En hvað
sem hnökrunum líður er hér á ferðinni afþreyingarbók eins og mér
finnst þær gerast hugnanlegastar."
■
Bókin um
bijóstagjöf
eftir Máire Messenger
í þýðingu Halldóru Eilipusdóttur
Brjóstamjólk er besta fæða sem hægt er að
gefa nýfæddu barni, en þrátt fyrir það eru
margar mæður, sem ekki gefa brjóst eða
gefast upp eftir mjög skamman tíma. Oft má
kenna um skorti á sjálfstrausti og stuðningi.
Bókin um brjóstagjöf leggur fram rök,
hagnýtar upplýsingar og leiðbeiningar, sem
nauðsynlegar eru til að ýta undir sjálfstraust
móður og hjálpa þannig til að gera
brjóstagjöfina einfalda, ánægjulega og vel
heppnaða.
Stærdfræði
Handbók lyrir foreldra,
kennara og nemendur
eftir Krisýán Quðjónsson námsstjóra.
Þessari bók er ætlað að leysa úr
vandamálum og svara spurningum sem upp
koma t.d. á heimilum þegar foreldrar viija
hjálpa börnum sínum við heimadæmin en
muna ekki einstaka reikningsaðferðir og þær
flnnast ekki í viðkomandi reikningsbók sem
barnið notar þá stundina.
Þetta er sem sagt bók sem margir hafa
beðið eftir og kemur nemendum, foreldrum
og kennurum í góðar þarfir.
.ír •
Gönguleiðir á
Homströndum
og Jökulfjörðum
eftir Snorra Grímsson
með jarðfræðiskýringum eftir Leif A
Símonarson jarðfræðing
Höfundur bókarinnar á ættir að rekja til
Hornstranda og er einn af kunnugustu
mönnum þar um slóðir. í bókinni segir frá
helstu gönguleiðum um Hornstrandir og
Jökuifirði, tíndir eru saman fróðleiksmolar úr
ýmsum áttum og þetta tengt frásögnum
Þórleifs Bjarnasonar í Hornstrendingabók.
Leifur A. Símonarson veitir lesandanum
mikilsverðar jarðfræðiskýringar í bókinni og
er að þeim mikill fengur.
BÓKAÚTGÁFAIN ÖRN 61ÖRLYGUR
Síðumúla 11, sími 84866
Sigurþór