Þjóðviljinn - 06.02.1985, Page 2
FRETTIR
TORGIÐ
Félagshyggja
Stofnfundur í kvöld
Ríkt land, lág laun - umrœðuefnið áfyrstafundi Málfundafélags
félagshyggjufólks á Hótel Borg í kvöld.
Ikvöld verður haldinn stofn-
fundur Málfundafélags félags-
hyggjufólks og hefst hann kl.
20.30 á Hótel Borg. Að fundinum
stendur hópur áhugamanna sem í
vor og haust hélt fundi um vel-
ferðarríkið - stefnu félagshyggju-
manna í Gerðubergi og á Borg-
inni.
Á stofnfundinum í kvöld verð-
ur rætt um efnið: Ríkt land, lág
laun, hvert fara peningarnir?
Fundarstjóri verður Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi,
en meðal málshefjenda eru Birgir
Björn Sigurjónsson hagfræðing-
ur hjá BHM. Jón Sæmundur Sig-
urjónsson deildarstjóri í
heilbrigðisráðuneytinu og Birgir
Árnason hagfræðingur á Þjóð-
hagsstofnun.
I stuttu spjalli við Þjóðviljann
sagði Birgir Árnason að það væri
lögnu orðið tímabært að íslenskir
vinstrimenn hristu af sér slyðru-
orði'5 og kvæðu frjálshyggju-
ósvinnuna í kútinn.Málfundafé-
lagið væri kjörinn vettvangur
fyrir vinstri menn, þar gætu þeir
tekið höndum saman við að móta
hugmyndafræðilegt svar við
hægri stefnunni í landinu.
„Mér finnst einkum vera
brýnt“, sagði Birgir, „að félags-
hyggjufólk velti því fyrir sér
hvernig eigi að standa straum af
kostnaði við velferðarríkið í
framtíðinni, - með öðrum orðum
er brýnt að við mörkum skýra
hagvaxtarstefnu, ólíka markaðs-
hyggjunni. Um þetta ætla ég að
fjalla í mínu framsöguerindi."
Fundurinn er opinn öllum
áhugamönnum.
Háskóli íslands
20 endurmenntunarnámskeið
Aætlað er að halda um 20 end-
urmenntunarnámskeið á vor-
misseri fyrir ýmsa hópa háskóla-
manna.
Frá hausti 1983 hefur Háskóli
íslands í samvinnu við Bandalag
Háskólamanna og fleiri aðila
staðið fyrir endurmenntunar-
námskeiðum fyrir starfandi há-
skólamenn. Á þessum tíma hafa
verið haldin rúmlega 30 nám-
skeið með tæplega 700 þátttak-
endum. Námskeið vormisseris
eru sum hver þegar hafin, má þar
nefna tölvunámskeið sem stend-
ur til 7. feb. og viðamikið nám-
skeið um umhverfisrétt en því
lýkur 16. feb. Umsjónarmaður
námskeiðanna er Margrét S.
Björnsdóttir.
Nú eru efnahagsaðgerðir í
gerjun. Það á að drekka sig út
úr vandanum!
Birgir Árnason: kjörinn vettvangur til að móta svar við hægri stefnunni.
Mynd: E.ÓI.
Alþingi
Tveir nýir
varamenn
Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir
skrifstofumaður, tók í gær sæti
Sverris Hermannssonar á alþingi,
en hann situr norrænan iðnað-
armálafund í Helsinki þessa dag-
ana.
Þá tók Siggeir Björnsson
bóndi, sæti sem varamaður Egg-
erts Haukdals, sem hefur leyfi frá
störfum í þinginu vegna anna
heima fyrir. _
Mótorskip hf.
Leiðrétting
í Innsýnargrein um helgina var
meinleg prentvilla. Sagt var á ein-
um stað „Dæmið af Mótorsport
hf...“ en í stað Mótorspor/ átti
auðvitað að vera Mótor skip.
Þetta leiðréttist hér með og
eigandi Mótorsports beðinn vel-
virðingar á þessum mistökum.
Stjomarfonnanni Hafskips hf. svarað
Athugasemd vegna viðtala við Ragnar Kjartansson stjórnarformann Hafskips hf
í Morgunblaðinu 30.1. 1985 ogíPjóðviljanum3.2.1985
Stjórnarformanni Hafskips hf.
er mikið niðri fyrir þessa dagana
og í viðtölum er birst hafa í dag-
blöðum að undanförnu hefur
hann haft í frammi áróður og róg-
burð í garð Skipadeildar Sam-
bandsins og er helst á honum að
skilja að þar sé komin skýringin á
því hvernig nú er komið fyrir
Hafskip hf.
Samkeppni
skipafélaganna
Frá því á seinni hluta síðasta
áratugar hefur orðið mikil
breyting á sviði reglubundinna
flutninga á sjó til og frá landinu. í
byrjun þessa tímabils var Eim-
skipafélag íslands allsráðandi í
þessum flutningum með yfirráð
yfir um 80% markaðarins og Haf-
skip varþá, skv. uppiýsingum nú-
verandi stjórnarformanns, gjald-
þrota.
Þessi einokunaraðstaða Eim-
skips var að sjálfsögðu algjörlega
óviðunandi fyrir verslunina í
landinu, enda frjáls samkeppni á
sviði sjóflutninga forsenda frelsis
og eðlilegrar verðmyndunar bæði
í inn- og útflutningsverslun.
Samvinnumenn voru orðnir
langþreyttir á þessu ástandi og
því var mörkuð sú stefna hjá
Skipadeiid Sambandsins að
byggja upp á vegum samvinnu-
manna traust og hagkvæmt flutn-
ingakerfi er veitti reglubundna
þjónustu til og frá helstu viðskipt-
ahöfnum, í samræmi við þarfir
markaðarins. Þessi uppbygging
hefur gefist vel. Þrátt fyrir vax-
andi samkeppni hafa viðskipti
aukist og hagnaður orðið af starf-
seminni.
Á svipuðum tíma tóku nýir
menn við stjórn hjá Hafskip hf.,
fýrirtækið breytti um svip, bauð
lág flutningsgjöld í byrjun og jók
mjög umsvif sín. Hefur öðru fyr-
irtæki vart verið hossað meir í
fjölmiðlum á síðari árum sem
dæmi um „stórhug‘% „hag-
kvæmni“ og „fjölhæfni".
Síðustu árin hefur svo átt sér
stað mikil og harðnandi sam-
keppni þessara þriggja félaga á
sviði áætlunarsiglinga og hefur á
ýmsu gengið. Skiparekstur og þá
ekki síst fastar áætlunarsiglingar
eru mjög fjármagnsfrek atvinnu-
grein og öllum félögunum því
nauðsynlegt að tryggja arðsaman
rekstur. Lækkandi farmgjöld og
mikill tilkostnaður hafa að und-
anförnu undirstrikað nauðsyn
þess að félögin byggi upp hag-
kvæm flutningakerfi til þess að
komið verði í veg fyrir rekstrar-
halla.
Forsendur samkeppnishæfni á
þessu sviði eru því að geta fram-
leitt flutningsgetu á sem lægstu
verði og ná góðri nýtingu þeirrar
flutningsgetu sem framleidd er.
Hvort tveggja þarf að vera fyrir
hendi ef reksturinn á að vera arð-
bær því það er hvorki nóg að fylla
skip af vörum ef rekstur þess er of
dýr né heldur er nægjanlegt að
kaupa stórt og hagkvæmt flutn-
ingaskip ef farmur er ekki fyrir
hendi til að nýta hagkvæmnina.
Við þessi vandamál hafa fé-
lögin öll verið að glíma og þrátt
fyrir harða innbyrðis samkeppni
hafa aðilar fram til þessa haldið
Eftir Axel
Gíslason
sér frá opinberum illdeilum og í
stað þess einbeitt sér að lausn
fyrirliggjandi verkefna hver á
sinn hátt.
Á þessu hefur nú orðið
breyting.
Asökunum
vísað á bug
í tveimur viðtölum er Ragnar
Kjartansson stjórnarformaður
Hafskips hf. lætur hafa við sig í
Morgunblaðinu 30. 1. ’85 og í
Þjóðviljanum 3. 2. ’85, kveður
allt í einu við nýjan tón. Vanda-
mál félagsins, sem hann nú kallar
„neikvæð eiginfjárstaða", er að
sjálfsögðu talin öðrum að kenna
og í rökþroti sínu grípur stjórn-
arformaðurinn til þess eina úr-
ræðis er hann nú hefur, að ata
samkeppnisaðila auri, einkum
Skipadeild Sambandsins.
í viðtali því er birtist í Þjóðvilj-
anum segir Ragnar: „Við höfum
heyrt það að menn frá Skipa-
deildinni hafi boðið jafna taxta
eða lægri með því fororði að
óvarlegt væri að treysta Hafskip
nú vegna erfiðleikanna. Við-
skiptavinir stæðu frammi fyrir
þeirri hættu að vörur lokuðust
inni hjá Hafskip".
Því er hér með alfarið vísað á
bug að starfsmenn Skipadeildar
Sambandsins hafi notað bága
stöðu Hafskips til þess að ná við-
skiptum frá félaginu. Það er
uppspuni frá rótum og sú umræða
sem er í gangi um stöðu Hafskips
er ekki frá Sambandinu komin.
Skipadeild Sambandsins hefur
ekki og þarf ekki á slíkum aðferð-
um að halda til að selja þjónustu
sína.
Lægri taxtar
Það er hins vegar bæði satt og
rétt sent haft er eftir Ragnari
Kjartanssyni að Skipadeild Sam-
bandsins hafi boðið lægri taxta en
Hafskip hefur boðið viðskipta-
vinum sínum. Það er í samræmi
við tilgang með starfsemi Skipa-
deildar Sambandsins að bjóða á
flutningamarkaði góða og ódýra
þjónustu og það þarf ekki að
koma Ragnari Kjartanssyni neitt
á óvart, einum af postulum frelsis
og samkeppni, að hann er ekki
einn í heiminum og hann og félag
hans verða að standa sig í sam-
keppninni eins og aðrir.
Þegar Hafskip hóf sókn sína á
markaði með stórlega lækkuðum
farmgjöldum fyrir nokkrum
árum, hét það á þeirra máli „Við
tókum upp breyttar vinnuaðferð-
ir og breytingar á töxtum“.
Þegar svo þeir mæta breyttum
vinnuaðferðum og breytingum á
töxtum hjá öðrum, er gripið til
óhróðurs og hrópað einokun,
auðhringur, undirboð.
Þetta er tónn sem oft hefur
heyrst áður úr sömu átt þegar
gróðaöflin fara halloka í sam-
keppninni. Það er okkur sam-
vinnumönnum vísbending um að
félagslega rekin atvinnustarfsemi
er nauðsynleg við hlið einkafram-
taksins til tryggingar sanngjarnri
verðmyndun.
Það er leitt til þess að vita að
Ragnar Kjartansson sem oftast
hefur haft í frammi prúðmann-
lega framkomu hafi lent í þeirri
aðstöðu að sjá ekki aðrar leiðir
en að útbreiða ósóma um sam-
keppnisaðila en í því sambandi er
þó vert að hafa í huga eftirfarandi
vísu:
Taktu ekki níðróginn nœrri þér,
það ncesta gömul er saga,
að lakasti gróðurinn ekki það er,
sem ormarnir helst vilja naga.
4. febrúar 1985
A.G.
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 6. febrúar 1985