Þjóðviljinn - 12.02.1985, Qupperneq 13
Indland
Njósnahneykslið
mikla
Indversk ríkisleyndarmál gengu kaupum og sölum og kaup-
endur voru margir -
Snar þáttur almennrar fjármálaspillingar
Rajiv Gandhi: Þegar hann komst til valda kvaðst hann ekki ætla að gefa stjórn
sinni langan reynslutíma og njósnamálið herðir á nauðsyn þess að hreinsa til í
stjórnkerfinu.
Indland hefur verið í upp-
námi síðustu vikur eftir að
uppvíst varð, að njósnarar
höfðu búið þægilega um sig í
ýmsum veigamestu stofnun-
um þessa risaríkis. Handteknir
hafa verið háttsettir menn úr
hópi aðstoðarmanna forsætis-
ráðherrans sjálfs, í viðskipta-
og hermálaráðuneytinu og
upplýsingaskrifstofu forseta
landsins. Og málið er svo flók-
ið að því er helst líkt við fornt
banjantré, sem hefur skotið
svo mörgum rótum, að enginn
veit lengur hvert hver teygir
sig.
ilar eru nefndir sem sökudólgar.
Fyrst beindist athyglin að Alain
Boiley, frönskum diplómata og
ofursta í flughernum, sem fljót-
lega var látinn fara heim eftir að
skriður komst á rannsókn málsins
og handtökur. En spurningum
fjölgaði hveð hverjum degi.
Kannski vann hann bæði fyrir
Frakka og fyrir bandarísku leyni-
þjónustuna CIA? Vestur-
Þjóðverjar voru nefndir til
leiksins, einnig Sovétmenn og
diplómatar úr öðrum löndum
Austur-Evrópu. Engu líkara en
indversk ríkisleyndarmál væru á
útsölu og bjargaði sér hver sem
beturgat. Hvort sem væri til að fá
upplýsingar um kjarnorkuiðnað
Indlands, viðbrögð ríkisstjórnar-
innar við óeirðum í Assam eða
Punjab, um þörf hersins fyrir ra-
darstoðvar, um samning Sovét-
ríkjanna og Indlands um vinskap
og gagnkvæma aðstoð sem svo
heitir. Það er líka talið að meðal
þeirra leyndarmála, sem út hafa
síast, séu upplýsingar um það,
hvernig indverski herinn mundi
bregðast við árás frá Kína eða
Pakistan og um aðstoð Indverja
við skæruliða Tamíla á norður-
hluta Sri Lanka. En þessa dagana
er einmitt allmikið rætt um líkur á
því, að indverski herinn komi
Tamílum til aðstoðar ef að til
nýrra Tamílamorða komi á þeirri
eyju, sem áður bar nafnið
Ceylon.
því, að sú nefnd öldungadeildar
þingsins sem fjallar um njósna-
mál, hafi komist yfir skýrslu um
leynilega indverska áætlun sem
lögð hefði verið fyrir Indiru
Gandhi. Hún laut að því að eyði-
leggja með skyndiáhlaupi kjarn-
orkuofn í Pakistan, væntanlega
þá til að koma í veg fyrir að erfð-
afjandinn gæti komið sér upp
kjarnorkusprengju (Indverjar
hafa sjálfir sprengt eina slíka en
hyggja ekki á framhald að því er
best er vitað). Sagt er að Indira
Gandhi hafi brugðist ókvæða við
og fyrirskipað strangt eftirlit með
ýmsum starfsmönnum sínum.
Hafi leyniþjónustumenn verið
reiðubúnir til að láta til skarar
skríða gegn njósnurunum nokkr-
um vikum eftir að Indira Gandhi
var myrt (þann 31. október) en
málinu síðan verið skotið á frest
vegna yfirvofandi kosninga.
Heyrst hafa þær raddir, að Ra-
jiv Gandhi forsætisráðherra bæri
að segja af sér vegna þessa mikla
hneykslis og er þá vísað á for-
dæmi Willy Brandts, sem vék úr
stóli kanslara eftir að uppvíst var
að einn nánasti samverkamaður
hans var austurþýskur njósnari.
En því má svara sem svo, að Ra-
jiv Gandhi er nýkominn til
ábyrgðar í stjórnmálum. Njósn-
amálin eru afar umfangsmikil og
líta í raun út sem snar þáttur af
þeirri umfangsmiklu spillingu
sem gegnsýr alla stjórnsýslu og
öll viðskipti á Indlandi.
Ekki
atvinnumenn
Indversk yfirvöld hafa gefið
takmarkaðar upplýsingar um
þessi mál eins og vonlegt er. En
þó verður ekki betur séð en að
njósnararnir hafi, þegar eftir var
tekið, ekki getað orðið erfið bráð
sæmilega eftirtektarsömum
gagnnjósnamönnum. Lítið um
atvinnumennsku þar. Þeir ku
hafa ljósritað holt og bolt á skrif-
stofum sínum flest það sem merkt
var „leyndarmál" og um hendur
þeirra fór. Og ef ljósritunarvél-
arnar í forsætisráðuneytinu voru
bilaðar, þá skruppu þeir kannski
út á næsta horn og létu afgreiða
sig í næstu ljósritunarstofu.
Eigandi ljósritunarstofunnar
heldur því fram, að honum hafi
ekki dottið í hug að skoða það
seni viðskiptavinir hans komu
með.
Vískí og
villtar meyjar
Njósnararnir fóru svo með
ljósritaðan feng sinn til einskonar
upplýsingaheildsala, viðskipta-
hölds eins í Delhi, sem keypti
varninginn af þeim. Hann sýnist
ekki hafa borgað nein ósköp.
Nokkur hundruð rúpíur, skoskt
viskí, aðgangur að greiðviknum
konum - þetta voru öll ósköpin.
Eða svo sýndist að minnsta kosti
fyrstu dagana eftir að handtökur
byrjuðu. Nokkru síðar hélt blað-
ið Hindustan Times því svo fram,
að erlendir agentar hefðu varið
um 19 miljónum dollara til að
múta indverskum embættis-
mönnum. Enginn veit hvernig sú
tala er fengin.
Afleiðingar
Ekki er enn vitað hvaða afleið-
ingar njósnamálið kann að hafa
fyrir samskipti Indverja við
önnur ríki. Líklega fara Frakkar
einna verst út úr því, vegna þess
að þeir hafa að undanförnu gert
nrarga stóra samninga um að
selja indverska hernum fallbyss-
ur, Mirage-orustuþotur og margt
fleira. Einn dálkahöfundur í
blaðinu Times of India hefur sagt
á þá leið, að vera kunni að
Frökkum hafi orðið svo vel á-
gengt vegna þess að þeir „höfðu
aðgang að veigamestu leyndar-
málum Indlandsstjórnar". Gæti
nú orðið minna úr þessum við-
skiptum en til stóð.
Hitt hafa menn lengi talið
liggja í augum uppi að Indland,
sem er tíunda mesta iðnríki 1
heimi, rekur einhvern stærsta her
heims og er leiðandi ríki í Þriðja
heiminum, sé einkar freistandi
vettvangur fyrir njósnir af öllu
mögulegu tagi - pólitískar, við-
skiptalegar og hernaðarlegar. Og
urnfang njósnahneykslisins hefui
orðið til þess, að á indverska
þinginu og í blöðum hafa komið
fram kröfur um að refsingar fyrii
njósnir verði þyngdar. Hámarks-
refsing er nú tólf ára þrælkunar-
vinna en nú er stungið upp á þvi
að njósnara megi hengja-öðrum
Þriðjudagur 12. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
til viðvörunar.
AB tók saman.
Grænlendingar
famir úr EBE
Greitt fyrir fiskveiðileyfi -
Þorskurinn að hverfa
I febrúarbyrjun gerðust Græn-
lendingar fyrstir manna til að
segja sig úr Efnahagsbanda-
laginu, sem þeir voru dregnir inn
í 1972 gegn vilja sínum. Talið er
að þeir hafi náð sæmilegum
samningum við EBE um fisk-
veiðar og er það m.a. rakið til
þess, að Grænland hafi svo mikla
hernaðarlega þýðingu vegna legu
sinnar að menn vilji ekki standa í
ófriði við heimamenn.
Að skilnaði komu Grænlend-
ingar og EBE-menn sér saman
um það á fundi í Bruxelles að
Grænland fengi sem svarar um
900 miljónum króna fyrir fisk-
veiðileyfi og að fiskiskip frá
EBE, fyrst og fremst fá Vestur-
Þýskalandi, fengju þá að fis
þau 2000 tonn af þorski \
Vestur-Grænland sem þau ei
eftir af áður umsömdum kvc
ársins 1984. Eiga þau að ve
búin að því áður en mars er ú
Efnahagsbandalagið fær s
ekki að veiða meiri fisk við Græ
land í bili eða þar til fiskifræðin
ar telja öllu óhætt. Grænlendir
ar munu sjálfir skera niður sii
þorskveiðikvóta í ár úr 34 þúsui
smálestum í 25 þúsundir. Þors
stofninn við Vestur-Grænland
sagður í mikilli hættu, en mei
vita ekki hvort þorskurinn
horfinn fyrir sakir ofveiði &
vegna harðra ísvetra á unda
förnum árum. Nema hvoi
tveggja sé.
Margir
undir grun
Með því er meðal annars átt við
það að svo til allir hugsanlegir að-
Spor rakin
Haft er fyrir satt að tvö banda-
rísk blöð, Washington Post og
New York Times, hafi komið ind-
versku leyniþjónustunni á spor-
ið. í september hafi þau skýrt frá
Indversk kjarnorkurannsóknastöð. Njósnirnar snerust m.a. um það hve langt
Indverjar væru komnir á því sviði.