Þjóðviljinn - 31.03.1985, Síða 4

Þjóðviljinn - 31.03.1985, Síða 4
A BEININU Margar freistingar en.... GunnarSteinn Pálsson forstjóri A uglýsingaþjónustunnar tekinn á beinið í vikunni sem leið gerðist það að mjólkurauglýsingar voru stöðvaðar vegna þess að Mann- eldisráð taldi að í texta þeirra væru villandi upplýsingar, rangar staðhæfingar og ýkjur. Það var Auglýsingaþjónustan í samráði við Mjólkurdagsnefnd sem hann- aði og sá um auglýsingarnar. Gunnar Steinn Pálsson eigandi og forstjóri Auglýsingaþjónust- unnar er því tekinn á beinið í dag um auglýsingar og rétt og hlut neytenda varðandi auglýsingar og ýmislegt fleira er að þeim snýr. Er það algengt, Gunnar, að birting auglýsinga sé stöðvuð eins og að þessu sinni? Nei, það gerist ekki oft sem betur fer. Pá sjaldan sem slíkt hefur gerst hefur það yfirleitt ver- ið fyrir atbeina siðanefndar SÍ A, Sambands íslenskra auglýsinga- stofa, og þá nær undantekningar- laust vegna okkar eigin auglýs- inga. Siðanefndin hefur ekki fyrr en nýlega fengið marktæka lög- sögu um auglýsingar sem hann- aðar eru utan þeirra auglýsinga- stofa innan SÍA. Gerist það oft í auglýsingum að rangt sé farið með í texta? Því miður er það sfaðreynd að oft er farið rangt með í texta auglýsinga og þá oftast í auglýs- ingum sem ekki eru búnar til á auglýsingastofum, af mönnum sem ekki vinna eftir siðareglum í auglýsingagerð og því lausbeisl- aðri en auglýsingastofurnar eru. Okkur á auglýsingastofunum þykir það afskaplega leiðinlegt þegar okkur verða á mistök og jafnan reiðubúin að leiðrétta rangfærslur ef þær koma í ljós. Ég vil hins vegar taka það fram að í landinu eru afskaplega ófullkom- in lög til um það hvað sé leyfilegt og hvað ekki í auglýsingum. Ekk- ert eftirlit er heldur með gerð auglýsinga og oft finnst mér ótrú- legt hvað fyrirtæki komast upp með að bera á borð fyrir fólk, jafnvel árum saman, án þess að nokkur opinber aðili sjái ástæðu til þess að hreyfa andmælum. Eigið eftiriit auglýsingastofanna hefur því verið afskaplega þarft brautryðjendastarf hér á landi. Ertu með þessu að segja að neytendur geti ekki treyst því hér á landi að verið sé að segja þeim satt og rétt frá í auglýsingum? Þeir eiga að geta treyst því að auglýsingar sem koma frá auglýs- ingastofum innan SÍA séu í lagi. Hitt er annað mál að ekkert opin- bert eftirlit er til með því hvað sagt er í auglýsingum. Er það þá ekki freistandi fyrir auglýsingastofur að fara yfir markið, taka of sterkt til orða eða fullyrða of mikið? Vissulega er það freistandi, einkanlega vegna þrýstings frá viðskiptavinum okkar, sem eru í samkeppni við fyrirtæki sem ekki vinna með auglýsingastofum. Við innan SÍA vitum að ef við stöndumst ekki freistinguna fáum við siðanefndina strax yfir okkur. Hvaða fyrirbæri er þessi siða- reglunefnd og hvernig vinnur hún? Auglýsingastofurnar innan SÍ A settu sér ákveðnar siðareglur til að vinna eftir. Þær eru byggðar á siðareglum alþjóða verslunar- ráðsins og þar af leiðir að aðilar innan Verslunarráðs íslands eru skuldbundnir til að fara eftir þeim. Nú nýlega hefur siðanefnd SÍA, sem hefur starfað í mörg ár, fært út kvíarnar og búið til í sam- ráði við Verslunarráðið og Neytendasamtökin siðanefnd, sem með þessum nýja aðilum hefur miklu víðfeðmara verksvið og meira vald til að stöðva auglý- singar, frá auglýsendum utan SÍA heldur en áður var. Siðaregl- urnar byggjast fyrst og fremst á því að við megum ekki rangtúlka eða villa um fyrir lesendum, megum ekki misnota trúgirni barna, ekki misnota kvenlega fe- gurð, og margt fleira og ég tel þessar siðareglur góðar og vel samdar. Hvaða viðurlög eru við broti á þessum reglum? Þar sem þetta eru ekki brot á landslögum er ekki beitt sektum eða fangelsi. Hinsvegar er við- komandi auglýsing stöðvuð að skipun siðanefndar og okkur skylt að hlýða þeim úrskurði. Segja má að viðurlögin séu ekki önnur en að oft er sagt frá þessu í fjölmiðlum. Það þykir mjög neikvætt bæði fyrir viðkomandi auglýsingastofu og viðskiptavini hennar. Þar sem viðurlögin eru ekki strangari en þetta, eruð þið þá ekki undir þrýstingi frá viðskipt- avininum um að gera krassandi auglýsingu sem selur vöruna? Tökum sem dæmi eitthvert krem sem passar minni húð en ekki þinni, en þú ert beðinn um að segja kremið gott fyrir alla? Það er gott að þú nefndir þetta dæmi því að það eru ekki nema örfáar vikur síðan maður kom hingað inn bað nákvæmlega um þetta. Honum var ekki kunnugt um fræðilegt efnainnihald vör- unnar og annað er skipti máli. Við sögðum honum að við treystum okkur ekki til að aug- lýsa vöruna meðan við ekki viss- um neitt um efnainnihald krems- nefnt, ef verðið er óeðlilega hátt, þá blásum við það ekki upp, held- ur reynum að slá á aðra strengi. En allt innan marka velsæmis samkvæmt siðareglum og telst ekki vera blekking. Þú talaðir áðan um stofur innan SÍA. Eru margar stofur utan samtakanna? Já, því miður. Það munu vera nærri 40 auglýsingastofur í Iandinu, þar af eru ekki nema 10 innan SIA, en margar eru að vísu á leið inní samtökin. Er mikið um það að stofur utan SÍA gangi í berhögg við siðaregl- ur samtakanna? Nei, mjög lítið. Aðalvanda- málið í sambandi við auglýsingar sem ekki eru í takt við siðareglur eru auglýsingar sem að einstakir deildarstjórar eða framkvæmda- stjórar fyrirtækja eru að útbúa texta í og biðja síðan dagblöðin að birta. Hvernig getur sá er selja vill vöru, eða neytendur, varast aug- lýsingar frá stofum sem ekki virða siðareglur, ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni lesið um það í blöðum að þessi eða hin stofan hafi gerst brotleg? Þá verður þú að lesa betur, því að það hefur því miður nokkrum sinnum komið fyrir að siðanefnd- in hefur neyðst til að birta í dag- blöðum viðvaranir um auglýsing- ar. Ég vil taka það fram að engin ein auglýsingastofa hefur á sér orð fyrir að vera varasöm í þessu efni. Þú segir að þetta sé sent dag- blöðum, ég segist ekki hafa séð þetta, birta blöð þetta ef til vill ekki af ótta við að viðkomandi auglýsingastofa hætti að skipta við þau? Nei, það kemur ekki til mála, slíkar þvinganir eru ekki í gangi hjá auglýsingastofunum. Enda eru þær stofur sem lent hafa í þessu jafnan reiðubúnar að breyta texta og taka það á sig að fá svona yfirlýsingar birtar í blöð- um. Hefur það bakslag í för með sér fyrir stofu ef auglýsing er stöðvuð af siðanefnd eða öðrum? Ég minnist þess ekki að svo al- varleg mál hafi komið upp. Nýj- asta dæmið er mjólkurauglýsing- in sem við lentum í. Það var ekki siðanefnd sem stöðvaði hana heldur við sjálf hér á Auglýsinga- þjónustunni, þegar við fengum athugasemd frá verðlagsstofnun, um að þarna væri sett fram sem staðreyndir ýmislegt sem ekki er sannað og er því aðeins kenning. Þetta er ekki álitshnekkir fyrir okkur, við lentum aðeins inní deilum milli sérfræðinga um hluti sem eru almennt viðurkenndir. Þessvegna munum við breyta auglýsingunum. Ég vil samt taka fram að við höfum ekki verið tekin á beinið fyrir vísvitandi rangfærslur, samt erum við reiðu- búin til að breyta textanum, þannig að ekkert sé hægt að vef- engja. Þegar þetta gerist, færð þú annarsvegar frétt um málið á 2. síðu stærsta blaðs landsins, Mbl. og hinsvegar baksíðufrétt í virt- asta og besta blaði landsins Þjóð- viljanum, var það ekki auglýsing útaf fyrir sig, bíða nú ekki allir í ofvæni eftir nýju auglýsingunni? Jafnvel þótt það sé gott að vera í umræðunni í blöðunum, þá hefði ég kosið að verða af þessari auglýsingu. -S.dór ins. Eg hygg að fleiri auglýsinga- stofur hefðu tekið svona ábyrga afstöðu í málinu. Ef við hefðum vitað að þetta krem væri aðeins fyrir ákveðinn hóp, en ekki alla, þá hefðum við aldrei tekið í mál að auglýsa það fyrir hvern sem er, heldur aðeins þennan ákveðna hóp. Ef ég væri með vöru sem engan gæti skaðað, og bæði þig um að nota efsta stigs lýsingaorð, mynd- yrðu fallast á það? Nei, við notum aldrei efsta stigs lýsingarorð hjá auglýsinga- stofum innan SÍA, það er bann- að, nema við getum vitnað í ákveðnar heimildir og sagt til að mynda - þetta er besta vara sem fáanleg er - og bætt þá við sam- kvæmt niðurstöðum rannsókna á þessu sviði eða eitthvað í þeim dúr. Við verðum að geta heim- ilda ef við notum efsta stig lýsing- arorða. Sem dæmi ef ég kæmi til þín með reykjarpípu og bæði þig um að auglýsa hana sem bestu pípuna í heimi, þá myndyrðu ekki gera það? Nei, en hinsvegar eru auglýs- ingastofurnar orðnar nokkuð leiknar í að orða hlutina þannig að pípan sé góð og með því að draga upp helstu kosti hennar veit ég að við getum náð betri árangri en maður sem fullyrðir að þetta sé besta pípa í heimi og get- ur síðan ekki staðið við það. Það gengur aldrei til lengdar að blekkja fólk. Okkar starf er tví- skipt. Að selja vöru, en um leið að miðla til fólks réttum og góð- um upplýsingum um gæði vöru- nnar, en höldum ef til vill eftir einhverju sem gæti verið miður við þessa vöru. Svo dæmi sé 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.