Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 11
Texti Árni Óskarsson Myndir:- eik - VI 3 GRIMUR ERUM 3 IR SAMAN „Við þennan aldingarðinn míns herra Jesú pínu og dauða historíu hef eg um stundir niður sest með sólu mína og hef marga heilnœma himna jurt þaðan útlesið. Þœr liggja í sjóði hjarta míns (lofaður sé Guði). Af þessum blessuðu blómstrum hef eg nú í þetta litla sólma- bindindi svo mikið innbundið sem eg hef kunnað." Þannig komst Hallgrímur Péturs- son að orði í tileinkun sem hann lét fylgja Passíusálmum sínum. Nú hef- ur Megas seilst í þennan blómvönd Hallgríms og marga heilnæma jurt þaðan útlesið - hann flytur úrval úr Passíusálmunum við eigin rokklög á tónleikum í Gamla bíói 6. og 7. apríl n.k. Af þessu tilefni spjallaði ég við hann á dögunum um viðhorf hans til Hallgríms og Passíusálmanna. Hver voru tildrög þess að þú fórst að setnja lög við Passíusálmana? „Passíusálmarnir hafa heillað mig alla tíð. Þeir eru enda stór partur af þeirri hefð sem ég ólst upp við og ekki sá rýrasti. Staðreyndin er líka sú að það er til fullt af músik við þessa texta og upphaflega voru þeir samdir við lög. Fyrir 16 árum síðan þótti mér tímabært að gera við þetta nýja mús- ik og ég hófst handa og smellti lagi við sálm númer eitt. Ég flutti hann síðan í þröngum hópi og þetta gekk upp. Síðanleið og beið og ég hafði öðrum hnöppum að hneppa. Tveimur árum síðar bættist við önnur melódía og annar sálmur og fljótlega sú þriðja. Árið 1973, fyrir tólf árum rúmum, ákvað ég að kýla á það og semja lög við alla sálmana. Ég hófst handa upp úr áramótum 1973. Síðan hóaði ég saman bandi sem ég hafði notað fyrr um þennan vetur og fékk þá til að leika undir með mér á hljómleikum. Þessir hljómleikar voru haldnir í Gallerí' SÚM laugardaginn fyrir páska, 15. apríl, síðla kvölds og fóru hið besta fram. Allir voru glaðir. Henta rokkinu vel í raun og veru byrjaði ég frekar kæruleysislega á þessu, ég datt eigin- Iega inn í þetta. Svo fann ég það betur og betur hvað þessir texiar pössuðu vel við rokkmúsik.Rokk- músikin er margvísleg en hefur ák- veðna ryþmíska festu sem samnefn- ara. Þessir textar eru hreinlega gerð- ir til slíks flutnings. Ég fann betur og betur hvað þeir hentuðu rokkmúsik- inni vel. Annað, sem varð mér æ ljósara, er hvað þetta er mikiil texti. Það má skjóta því inn í að við dæg- urlagasöngvarar höfum gaman af því að hafa eitthvað gott uppi í munnin- um til að syngja og Passíusálmarnir eru naumast nokkuð nema mungát af því tagi. Að fara með eitthvað gott, þá líður manni vel.“ Reyndirðu einhvern tíma að fá þetta gefið út á plötu? „Nei, það voru aðrir hlutir sem höfðu forgang. Á langtímaplani var þó til hugmyndin um tvöfalt Passíu - sálmaalbúm." En þú hefur reyndar þegar sungið texta eftir Hallgrím inn á plötu. „Er það?“ Jú, á barnaplötunni syngurðu vers- ið „Vertu, guð faðir, faðir minn". „Jæja, það var þá við hæfi, eitthvað sem hlaut að gerast á barn- aplötu.“ Tímalausir sálmar / formála sínum að Passíusálmun- um talar Hallgrímur um „þessa yfir- standandi eymdanna öld“. Halldór Laxness hélt því fram að í goðsögn- inni um Jesúm, eins og hún birtist í Passíusálmunum, væri fólgin túlkun aldarinnar á mannsmynd tímans á táknrœnan hátt. Harmleikur þessara tíma vœri dreginn saman í persónu Jesú Kristssem vœri eins konar vopn- abróðir manna og fulltrúi og ímynd baráttu þeirra gegn ofsa drottins. Laxness leit svo á að drottinn dóms- ins ásamt framkvæmdavaldi sínu, djöflinum, væri tákn stjórnarfarsins, en Jesús tákn manneðlisins. Hvað finnst þér um þessa túlkun? „Mér finnst hún sannfærandi. Þetta er mjög í samræmi við það sem maður fær á tilfinninguna þegar maður les Passíusálmana. Hallgrím- ur talar um Jesúm sem bróður, því ekki vopnabróður? „því ég er guðs barn og bróðir þinn, blessaði Jesú, herra minn. Náð kann mig nú ei bresta. “ (34. sálmur, 10. vers) Hins vegar er svo hin harða heift og hefnd guðs yfir því sem hann hef- ur fyrir augunum. Síðan ávarpar hann guð og segir: „þegar hann lagður lágt á tré leit til þín augum grátandi. Vœgðu mér því hans vegna. “ (34. s. 11. v.) Maður verður að trúa Þetta er alveg ágæt túlkun hjá Kilj- an. Það er ekki við öðru að búast. Hann veit þetta. Sj álfur er ég ekki svo m j ög að pæla beint í hugmyndafræðilegum bak- grunni þessara texta. Mér finnst ég geta notið þeirra án þess. Grímur er háður sínum tíma, en er þó að gera tímalausa sálma. Þannig get ég feng- ið mitt út úr því í dag að fara með þessa sálma. Ákkúrat það sem Hall- grímur var að pæla með tilliti til síns tíma þrengir þá að engu leyti. í heild sinni eru sálmarnir ákveðin hug- myndafræði þessa tíma, en það eru afskaplega margir þættir sem mynda þessa heild, það er fjölbreytni, það er æðislega margt að ske. Þannig að þegar ég flyt þessa sálma þá legg ég áherslu á það sem sérstaklega á við mig.“ Auðmýkt gagnvart almœttinu / hugvekju eftir séra Heimi Steins- son í Morgunblaðinu 17. tnars sl. segir m.a.: „Trúarhugsun byggir á til- teknum forsendum. Þeir sem hyggj- ast meta hana af sanngirni verða að kynna sér forsendurnar, viðmiðun- arrammann. Þetta á við utn Passíu - sálma.Tilgangslítið er að nálgast þá á forsendum annarra lífsviðhorfa en þeir boða. Hugsun séra Hallgríms ber að vega á skálum þess innra sam- rœmis, sem í sálmunum er að finna. “ Hvað finnst þér utn þessi viðhorf? „Um þessa tilraun séra Heimis til að einangra Passíusálmana má nota orð séra Hallgríms: „Oll svikráð manna og atvik ill ónýtir drottinn, þá hann vill. Slœgðin dramblátra slétt forgár. “ (50 s. 10 v.) Hallgrímur var ákaflega menns- kur maður, mjög trúaður á sinnar aldar vísu og ég er mjög trúaður á minnar aldar vísu. Við erum góðir saman.“ Nálgast þú Passíusálmana á for- sendum annarra lífsviðhorfa en þeir boða? „Ég get nærst á Passíusálmunum á mínum forsendum. Að vísu held ég að forsendur okkar Hallgríms séu ekki svo ólíkar þegar í kjölinn er komið, auðmýkt gagnvart almættinu og lítillæti. Hann orðar þetta bara á annan hátt.“ Hinn evangelíski rétttrúnaður, sem er hugmyndalegur grundvöllur Pass- íusálmanna, hefur nútímafólki þótt býsna hörkuleg kenning. Miðað við kaþólskuna býður hún upp á mun færri leiðir til sáluhjálpar, iðrun og trúariðkun eru nánast eina von synd- ugra. Aherslan er á ófullkomleika mannsins og erfðasyndina. Mannlegt eðli er andstœtt lögmáli guðs og þess vegna tekst manninum aldrei að lifa samkvœmt því. í 43. sálmi yrkir Hallgrímur svo um guðs lögmál: „Engitin tnaður frá Adam fyrst, eftir þann tíma hatm syndgaðist, fullnægju gat því gjört til sanns, gengur það langt yfir eðli manns. “ Það má kannski segja að Passíu - sálmarnirfjalli að nokkru leyti um manneskjuna gagnvart hinu altœka, absólúta. „Mín tilfinning segir mér að þetta Adamseðli sé ekki hið góða, guð- lega, innsta eðli manneskjunnar heldur þvert á móti hrokinn og tillits- leysið gagnvart lögmálum sköpunar- verksins sem að vísu hafa mjög gert sig gildandi. En þú minntist á evang- elískan rétttrúnað. Það er ekki sjálf- gefið að maður þurfi að beygja sig undir þá hugmyndafræði sem var við lýði þegar verkið var samið. Aðferð- irnar til þess að komast í gegnum tímann, lifa af, eru kannski kallaðar iðrun og trúariðkun. Allaveganna, ég verð að trúa og þú verður að trúa og allir verða að trúa og við verðum að vera meðvituð um smæð okkar. Ókei?“ Mýkt en ekki harka Sigurður Nordal komstsvo að orði í bók sinni um Passíusálmana um þá breytingu sem varð á hugmynda- heimi þjóðarinnar með siðaskiptun- um: „Umskiptunum frá kaþólskum sið til hinnar hreinu trúar mœtti jafna til þess, að kulvís sál syndugs manns vœri leidd úr skjólasömutn skógi út á nakið bersvœði, þar sem napurt helj- arkul nœddi um hana og eina úr- rœðið var að skjálfa sér til hita.“ Minnir þessi berangurslega mynd af umkomulausri manneskjunni, setn birtist í sálmum Hallgríms, ekki að sumu leyti á ýmislegt í skáldskap 20. aldar þar sem dregin er upp mynd af smæð manneskjunnar andspœnis fratnandi og ógnvekjandi utnhverfi? „Jú, vissulega minnir þetta allverulega mikið á tuttugustu öldi- na. Þegar Hallgrímur yrkir er vond hugmyndafræði og mannfjandsam- leg búin að tröllríða öllu langa hríð. Fólki leið sjálfsagt ekki vel. Og þeg- ar manneskjunni líður illa leitast hún gjarnan við að láta sér lfða enn verr. En náð drottins var þó á berangrin- urm, eyðimörkinni. A 20. öld er öllu varpað fyrir róða, öllu hent. Það eina sem maður getur gert er að smíða sér sín eigin trúar- brögð og aðferðir. Og þá kemst mað- ur að því að það er mýkt en ekki harka sem verður heilladrýgst. Það eru aðferðir sem hafa í grundvallar- atriðum reynst vel frá örófi alda. í Passíusálmunum er ákveðin að- ferðafræði sem, þegar hún er klædd úr sínum kenningalörfum, er ná- skyld þeirri aðferðafræði sem dugar manni vel í dag.“ Kvölin og gjaldið Eitt einkenni á þeim viðhorfum, sem birtast í Passíusálmunum, er að pína og dauði verða tákn guðlegs kœrleika. / guðspjöllunum stendur: „Svo elskaði guð heiminn að hann gaf sinn eingetinn son tilþess að hver, sem á hann trúir, ekki glatist heldur hafi eilíft líf. “ Með því að lifa sig inn í þjáningu og dauða Krists skynja tnenn ástguðs. „Hryggðarmynd hans er heiðurþinn“, segirí23. sálmi, Um Jesú húðstrýking. Myndmálið í Pass- íusálmunum er stundum af mjög líkamlegum toga, lýsingar á pyntuð- um líkamanum, blóði og sárum. Hvað viltu segja um þetta holdlega element hjá Hallgrími sem jafnframt er guðlegt kærleikstákn? „Mér finnst þetta afskaplega gott og heilsusamlegt. Þetta er bara út- færsla á því að það fæst ekkert ókeypis. Það þarf að borga fyrir allt. Hallgrímur gerir sér grein fyrir því. Þess vegna birtast manni setningar sem einhver kann að hnjóta um fyrst í stað: Jesú, þín grátleg grasgarðspín gleður örþjáða sálu mín. “ (2 s. 20 v.) „Hvað stillir betur hjartans böl en heilög drottins pína og kvöl? Hvað heftir framar hneyksli og synd en herrans Jesú blóðug mynd?“ (1. s. 6. v.) En þegar maður fer að hugsa þetta nánar er þetta afar eðlilegt. Kvölin er gjaldið. Hvað hins vegar hina holdlegu útlistun áhrærir - hann var svo holdlegur, hann Hallgrímur." / ýmsum efnum víkur Hallgrímur frá hinni opinberu guðfrœði. Bent hefur verið á að í 44. sálmi víki hinn strangi og refsiglaði guð fyrir mildari guðsmynd. Laxness talar um að það sem greini Hallgrím frá öðrum „dul - frœðilegum skáldum“þessara tíma sé „brjóstvit hans og hin heiðnu klók- indi, sem alstaðar glóir á mitt í hinum gyðínglegu öfgum og hinu klúra efni píslarsögunnar". „Hallgrímur er ákaflega menns- kur. Kennisetningar verða ekki eitthvert ósveigjanlegt fyrirbæri fyrir slíkum manni, mennskan hlýtur að verða ofan á. Hann er að ákalla ein- hverja alheimslógik og biðja hana að hjálpa sér að brjóta ekki gegn sköpu- narverkinu. Á 20. öld er maðurinn kominn í blindgötu. Hann er búinn að brjóta svo mikið af sér, hann er búinn að finna upp plastið og kjarn- orkusprengjuna. Hinar vistfræðilegu syndir eru augljósastar, en syndirnar eru bæði á smáum skala og stórum. Menn verða að vera í ákveðnu jafnvægi inn á við sem út á við.“ / píslarsöguna sækir Hallgrímur styrk til að horfast í augu við samtíð sína. íhverju er heimsádeilan í Passí- usálmunum fólgin? „Passíusálmarnir eru uppfullir af spakmælum af ýmsu tagi. Heimsá- deilan á í rauninni alltaf við, hún er ekki neitt bundin við tímann. Hall - grímurer að deila á mjög algenga pytti sem menn eru alltaf að detta í. Þetta eru villur sem ekki eru háðar ákveðnu aldarfari. „Of hastarlegan úrskurð flý, ef þú vilt vera af sorgum frí. Hætt er rasanda ráði. “ (46.s. 12.v.) „Þá blindur leiðir blindan hér báðum þeim hætt við falli er. “ (22.s. 8.v.) „Hvað Jesús nú um næturskeið nauðstaddur hér af mönnum leið, óguðlegur utn eilífð þá af illum djöflum líða má. Ókenndum þér, þó aumur sé, aldrei til leggðu háð né spé. Þú veist ei, hvern þú hittir þar, heldur en þessir Gyðingar. Sjálfan slær mig nú hjartað hart, hef ég án efa mikinn part af svoddan illsku ástundað. Auðmjúklega ég meðgeng það. Sáð hef ég niður synda rót, svívirðing mín er mörg og Ijót. Uppskerutímann óttast ég, •angrast því sálin næsta mjeg. “ (14.s. 18-21.v.) Það er búið að kaupa. Hann trúir þessu sér til sálubótar. Sá sem níðist Rœtt við Megas um Passíusálmana, Hallgrím Pétursson og hinn evangelíska rétttrúnað á vesalingum, það er þessi óguðlegi sem hann er að tala um. Hann trúir á það góða í manninum. Sá sem hegð- ar sér illa er að brjóta gegn sínu inns- ta eðli. Trúir ekki Hallgrímur á eitthvert guðlegt eðli innst í mannin- um sem eitthvert Adamseðli plagar? Án þess að maðurinn sé í harmoníu við sitt góða eðli er allt „eymd, mæða, kvöl og fordæming“.“ Að komast að sínum eigin kjarna Liggur ekki gildi Passíusálmanna m.a. í því hversu persónulegir þeir eru, eintal sálarinnar fyrst ogfremst? Þetta greinir þá líka frá hefðbund- num kirkjusálmum. Eg-ið í Passíus- áltnunum túlkar sína eigin ævi út frá dæmum goðsögunnar. „Jú, þess vegna koma þeir manni svo æðislega mikið við. Hann gerist svo persónulegur að þetta verður al- tækt. Hann kemst að sínum eigin kjarna sem er auðvitað kjarni 20. aldar manna, óháð einhverjum kenningafríkum 17. aldar og stein- gerðum heimsmyndum þeirra." Hvað getur nútímafólk sótt til Passíusálmanna ? „Eins og í allan mikinn skáldskap getur nútímafólk og fólk allra tíma sótt þangað mikla huggun, hugsun og aðferðir, einkum ef fólk leggur það á sig að lesa þetta sjálft en leitar ekki eftir evangelískum rétttrúnaði 17. aldar.“ Hvað hefur þú sjálfur lært af Hallgrími? „Hann bendir mér þráfaldlega á góðar leiðir og hann staðfestir þær góðu hugmyndir sem ég hef komið mér upp á langri ævi. Þegar ég var að gera músikina lá ég mikið yfir þess- um sálmum. Það varð einfaldlega til þess að yrkingaraðferðir Hallgríms Péturssonar skriðu inn i mig á köflum. Það sem ég er að gera er á mjög gömlu og hefðbundnu skálda- máli, mínir textar eru mjög hefð- bundnir. Ég er regressífur. Allur minn bakgrunnur er gamall, hefð- bundinn, íslenskur skáldskapur. Það á við um fleiri - Halldór Kiljan og Þórarin Eldjárn - þeir taka ofan fyrir hefðinni. Enda er það góð regla þeg- ar maður veit ekkert hvað maður á að gera að kíkja á það sem gert var í gamla daga. Maður getur alltaf feng- ið þar góðar hugmyndir.“ 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. mars 1985 Sunnudagur 31. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.